Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 74
 8. júlí 2006 LAUGARDAGUR54 FÓTBOLTI Notast verður við sér- hannaðan og stórglæsilegan bolta í úrslitaleik HM í Þýskalandi sem fram fer á morgun. Búið er að gylla alla litaða fleti hans og merkja hann með nöfnum Frakk- lands og Ítalíu, liðanna sem mæt- ast í úrslitaleiknum. Að sögn Franz Beckenbauer var boltinn hannaður með það fyrir augum að náin svipbrigði væru á milli hans og HM-styttunnar glæsilegu. „Úrslitaleikurinn á HM í fótbolta er einn stærsti íþrótta- viðburður heims. Þess vegna er það mjög góð hugmynd að spila með sérstakan bolta, aðeins í þessum eina leik,“ sagði Beckenbauer þegar hann og Herbert Heiner, stjórnar- formaður Adidas, frumsýndu boltann við hátíðlega athöfn í Berlín í vikunni. - vig Frakkland og Ítalía mætast á morgun: Notast við sérhannaðan bolta í úrslitaleiknum NÝI BOLTINN Stærðarinnar stytta af boltanum sem notast verður við í úrslitaleiknum hefur verið komið fyrir í miðbæ Berlínar, en þar fer leikurinn fram á morgun. FÓTBOLTI Þjóðverjinn Lukas Pod- olski hefur verið útnefndur besti ungi leikmaðurinn á heimsmeist- aramótinu sem nú stendur yfir í hans heimalandi. Podolski skákaði þar með Cristiano Ronaldo hjá Portúgal, Lional Messi frá Argent- ínu, Luis Valencia hjá Ekvador, Tranquillo Barnetta hjá Sviss og Cesc Fabregas hjá Spáni sem einn- ig voru tilnefndir. Fjórtán manna dómnefnd sá um valið og var sammála því að þessi ungi sóknarmaður hefði haft mest áhrif á mótið af þessum leik- mönnum. Podolski leikur með Bayern München í Þýskalandi en hann fagnaði 21 árs afmæli sínu þann 4. júlí. Hann skoraði þrjú mörk í sex leikjum og náði frá- bærlega saman við markakóng mótsins, Miroslav Klose. Þýska- land datt úr leik í undanúrslitum eftir tap gegn Ítalíu. - egm FYRRUM VERÐLAUNAHAFAR: 2006 - Lukas Podolski, Þýskaland 2002 - Landon Donovan, Bandaríkjunum 1998 - Michael Owen, Englandi 1994 - Marc Overmars, Holland 1990 - Robert Prosinecki, Júgóslavía 1986 - Enzo Scifo, Belgíu 1982 - Manuel Amoros, Frakkland 1978 - Antonio Cabrini, Ítalía 1974 - Wladyslaw Zmuda, Pólland 1970 - Teofilo Cubillas, Perú 1966 - Franz Beckenbauer, Þýskaland 1962 - Florian Albert, Ungverjaland 1958 - Pelé, Brasilíu Sárabót fyrir Podolski á HM: Podolski er sá besti ungi PODOLSKI Er hér eftir tapið gegn Ítalíu. NORDICPHOTOS/AFP 2-1 Akranesvelli. Áhorf: 1032 Eyjólfur Kristinsson (5) ÍA Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9–11 (3–3) Varin skot Bjarki Freyr 2 – Colin 1 Horn 3–4 Aukaspyrnur fengnar 21–12 Rangstöður 8–4 GRIND. 4–4–2 Colin Stewart. 6 Kristján Valdimarss. 7 Eysteinn Húni 7 Michael J. 7 Óðinn Árnason 7 Ray Anthony 6 Paul McShane - (10. Guðm. Andri 5) Jóhann Helgas. 6 Óskar Örn 7 Jóhann Þórhalss. 7 Mounir Ahandour 6 (45. Andri Steinn 6) ÍA 4–4–2 Bjarki Freyr 6 Pálmi Haraldss. 6 Heimir Einarsson 6 *Bjarni Guðjónss. 8 Hafþór Ægir 7 Ellert Jón 7 (72. Guðjón Heiðar - ) Árni Thor 5 Þórður Guðjónss. 5 Jón Vilhelm 6 (82. Hjörtur -) Arnar Gunnlaugss. 7 Bjarki Gunnlaugss. 6 (72. Andri Júl. -) *Maður leiksins STAÐAN Í LANDSBANKADEILDINNI: 1. FH 10 8 2 0 19-5 26 2. VÍKINGUR 9 4 2 3 13-8 14 3. GRINDAVÍK 10 3 4 3 15-12 13 4. FYLKIR 9 4 1 4 12-12 13 5. KR 10 4 1 5 8-19 13 6. VALUR 9 3 3 3 12-11 12 7. KEFLAVÍK 9 3 2 4 14-9 11 8. ÍBV 9 3 2 4 9-14 11 9. BREIÐABLIK 9 3 1 5 16-22 10 10. ÍA 10 3 0 7 12-18 9 1-0 Bjarni Guðjónsson (17.) 1-1 Jóhann Þórhallsson (71.) 2-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (88.) Mikið Talsvert Nánast alla leikina TENNIS Það verður sannkallaður draumaúrslitaleikur á Wimbledon mótinu í tennis á morgun þegar tveir fræknir kappar mætast í úrslitaleiknum. Mennirnir tveir eru í tveimur efstu sætum heims- listans og því er um sannkallaðan stórleik að ræða en það eru Rafael Nadal og Roger Federer sem munu leiða saman hesta sína. Nadal tryggði sér sæti í úrslit- unum í gær eftir að hann lagði Kýpurbúann Marcos Baghdatis 6- 1, 7-5 og 6-3 í skemmtilegum leik í gær. Staðan hefði getað orðið önnur ef Bagdatis hefði náð að vinna annað settið en með frábær- um leik hafði hinn tvítugi Nadal loks sigur. Nadal hefur spilað frá- bæran tennis á mótinu og er til alls líklegur gegn Federer. Slagurinn er athyglisverður fyrir margra hluta sakir en Feder- er er af mörgum talinn sigur- stranglegri, sem verður að teljast eðlilegt. Federer tapar vart leik á grasvöllum en líklegt þykir að ef einhver geti stöðvað hann, verði það Nadal. Hvort það tekst kemur í ljós á morgun. - hþh Úrslit Wimbledon mótsins: Nadal mætir Federer FÓTBOLTI Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir tóku fyrir skömmu við liði ÍA eftir að Ólafur Þórðarson hætti störfum. Og þau gömlu sann- indi reyndust rétt, að með nýjum þjálfurum ganga menn endurnýj- un lífdaga og gátu þeir bræður fagnað sigri í sínum fyrsta deild- arleik sem þjálfarar. Umdeildur var hann, engu að síður, og ekki síst vegna dómgæslu Eyjólfs Kristinssonar. Í stöðunni 1-1 gaf Eyjólfur Grindvíkingnum Jóhanni Helga- syni sína aðra áminningu fyrir afskaplega litlar sakir og í kjölfar- ið gátu Skagamenn leyft sér að sækja stíft á lokamínútum síðari hálfleiks sem Grindvíkingar höfðu að mestu stjórnað. Varamaðurinn Hjörtur Hjartarson varð svo hetja sinna manna er hann skallaði inn hornspyrnu Bjarna Guðjónssonar á 88. mínútu. „Það er alveg yndislegt að skora sigurmarkið í þessum leik,“ sagði Hjörtur. „Persónulega er það mjög sætt en fyrst og síðast er það mikilvægt að innbyrða sigur í leiknum eftir að hafa verið komn- ir með bakið upp að vegg.“ En Grindvíkingar voru vitan- lega sársvekktir út í dómarann og töldu m.a.s. að hornspyrnan sem Bjarni tók hefði verið ólögleg. Áminnti Eyjólfur Grindvíkinga eftir leik fyrir þau ummæli sem vorin látin falla inni á vellinum að loknum leiknum. „Þetta var aldrei rautt spjald og ég er hundsvekktur með dóm- gæsluna hér í kvöld,“ sagði Eysteinn Hauksson, varnarmaður Grindvíkinga, eftir leik. „Það var ekki eitt einasta vafaatriði sem féll okkur í vil og á ég hreinlega ekki orð yfir þetta. Við komum inn á völlinn mjög grimmir í síðari hálfleik eftir þrusuræðu frá Sig- urði í hálfleik og áttum miklu meira skilið úr leiknum.“ En Skagamenn byrjuðu betur og uppskáru mark á 17. mínútu eftir nokkrar efnilegar sóknir. Markið kom beint úr aukaspyrnu Bjarna en eins og í hinu markinu mótmæltu Grindvíkingar mjög aukaspyrnudómnum. Báðir þjálf- ararnir voru í fremstu víglínu og sýndu nokkra gamalkunna takta án þess þó að ná að skora. Arnar setti knöttinn reyndar í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Í síðari hálfleik fékk hann svo nokkur færi en hann skoraði ekki úr þeim. „Ég held að ég hafi aldrei hlaup- ið eins mikið í einum leik,“ sagði Arnar. „En við sýndum góðan leik hér í dag og getum þakkað Ólafi (Þórðarsyni) fyrir það góða form sem leikmenn eru í - fyrir utan kannski mig og Bjarka. Það býr mikill fótbolti í þessu liði og það er vonandi að við getum sýnt það í næstu leikjum.“ Grindvíkingar komust inn í leikinn um miðjan fyrri hálfleik og spiluðu vel eftir það. Það setti sjálfsagt strik í reikninginn að tveir leikmenn, Paul McShane og Mounir Ahandour þurftu báðir að fara af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla en leikmenn liðsins gáfust engu að síður upp og uppskáru á endanum mark sem Jóhann Þór- hallsson skoraði. Kom þá langur bolti inn á vallarhelming ÍA og tókst Jóhanni að koma knettinum fram hjá Bjarka Frey markverði sem var í úthlaupi og renndi honum í autt markið. En rauða spjaldið sem Jóhann Helgason fékk varð einfaldlega banabiti liðsins og reyndist lukkan sannar- lega ekki vera þeirra megin í gær. Bræður munu berjast Það var boðið upp á sannkallaðan baráttuslag í Landsbankadeild karla þegar ÍA tók á móti Grindavík á Akranesvellinum í gærkvöldi. Hvassviðri og umdeild dómgæsla settu sitt mark á leikinn sem Skagamenn unnu naumlega. VONBRIGÐI OG GLEÐI Grindvíkingar fögn- uðu ekki síður þegar Jóhann Þórhallsson jafnaði metin en Bjarki Freyr, markmaður ÍA, var ekki jafn sáttur. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON FÖGNUÐUR Skagamenn fögnuðu vel og innilega þegar Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði á lokamínútum leiksins á Akranesi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.