Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 8. júlí 2006
�������������
���������������
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að
jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið við
að undanförnu eru: Hver er saga brjóstahaldara, hver er merkingin á bak við orðatiltækið
‚að hleypa í brýnnar‘, getið þið sagt mér eitthvað um antilópur, hvernig er best að svæfa
börn, þarf maður að greiða tekjuskatt af launum sem maður fær greidd í Sviss og hver
fann upp músagildruna og hvenær var hún fundin upp? Hægt er að lesa svör við þessum
spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is
Sparta er borg sem stóð við fljótið
Evrótas á sunnanverðum Pelóps-
skaga á Grikklandi. Til forna lá
borgin skammt frá þeim stað þar
sem borgin Sparte (borið fram
Spartí) er nú. Blómatími Spörtu
var frá 6. öld f.Kr. fram á 4. öld
f.Kr. Borginni tilheyrði stórt land-
svæði sem skiptist í tvo hluta:
Lakóníu (eða Lakedæmóníu) og
Messeníu.
Upphaf Spörtu frá goðsögulegum
tíma
Grikkir röktu upphaf borgarinnar
til goðsögulegs tíma, en Lakedæm-
ón, sonur Seifs, var sagður hafa
stofnað borgina. Hann kvæntist
bróðurdóttur sinni, Spörtu. Veldið
nefndi hann eftir sjálfum sér, en
höfuðborgina eftir konu sinni. Á
tímum Trójustríðsins var Menelás
Atreifsson konungur í Spörtu en
kona hans var Helena fagra, sú er
París hafði á brott með sér til
Tróju og var sögð orsök stríðsins.
Dórar byggðu Spörtu
Á 11. og 12. öld f.Kr. streymdu
hópar fólks til Grikklands úr
norðri. Þetta fólk talaði grískar
mállýskur sem kallast einu nafni
dóríska. Þeir sem bjuggu fyrir í
landinu töluðu jónískar og æólísk-
ar mállýskur og nefndust Jónar og
Æólar. Þeir höfðu komið til lands-
ins nokkur hundruð árum áður.
Dórarnir settust meðal annars að
á Pelópsskaga þar sem Sparta stóð
og gerðust þar herraþjóð. Æ síðan
byggðu Dórar Spörtu og raunar
má enn finna leifar af dórískri
mállýsku í máli þeirra sem þar
búa.
Útþenslustefna Spörtu
Um miðja 8. öld f.Kr. fór Sparta að
færa út kvíarnar. Spartverjar inn-
limuðu fyrst allt Lakóníuhérað og
seinna nágrannaríkið Messeníu
sem var vestan við Lakóníu. Íbúar
þessara héraða urðu ýmist ríkis-
þrælar, svonefndir helótar, eða
frjálsir en réttindalausir íbúar,
svokallaðir kringbyggjar, og héldu
þeir uppi efnahag Spörtu.
Útþenslustefna Spörtu stafaði
einkum af aukinni þörf fyrir jarð-
ir og ræktað land vegna fólks-
fjölgunar. Þrátt fyrir þetta voru
spartverskir borgarar alltaf til-
tölulega fáir. Þeir voru allir í
hernum og stunduðu stanslausar
heræfingar þegar þeir voru ekki í
stríði, en þannig gátu þeir haldið
yfirráðum sínum.
Ekki leið á löngu áður en öll
ríkin á Pelópsskaganum, að und-
anskildum ríkjunum Argos og
Akkaju, gengu í bandalag með
Spörtu. Spartverjum stóð því ekki
ógn af neinum fyrr en Persar
reyndu að sölsa undir sig Grikk-
land snemma á 5. öld f.Kr.
Persastríðin
Í Persastríðunum gegndu spart-
verskir hermenn mikilvægu hlut-
verki í orrustunni við Laugaskörð
(Þermopýlæ) árið 480 f.Kr. Þar
börðust um 300 Spartverjar auk
um 1700 annarra Grikkja undir
stjórn Leónídasar, annars tveggja
konunga Spartverja, við margfalt
stærri her Persa og töfðu fram-
göngu hans dögum saman. Vegna
þess hve þröngt var í skarðinu
gátu Persar ekki nýtt sér liðsmun-
inn. Sagnaritarinn Heródótos
segir að í her Persa hafi verið
rúmlega fimm milljónir her-
manna, en fræðimenn draga það
hins vegar í efa og telja að í pers-
neska hernum hafi verið milli 200
og 500 þúsund manns.
Að lokum fór svo að grískur smali
að nafni Efíaltes sagði Persunum
frá leið framhjá skarðinu og kom-
ust Persar þannig aftan að Grikkj-
unum og sigruðu þá. Grikkirnir
létust allir, en um 20.000 Persar
féllu í orrustunni. Síðar um haust-
ið sigruðu Aþeningar persneska
flotann í orrustunni við Salamis og
árið 479 f.Kr. var innrásarher
Persa loks sigraður endanlega í
orrustunni við Plataju undir stjórn
spartverska herforingjans Pásaní-
asar.
Aþena og Sparta
Í kjölfar Persastríðanna urðu
Aþena og Sparta öflugustu og
valdamestu borgirnar á Grikk-
landi. Fljótlega skarst þó í odda
með þeim og bandamönnum þeirra
í Pelópsskagastríðinu 431-404 f.Kr.
Sparta sigraði og kom á andlýð-
ræðislegri leppstjórn í Aþenu árið
404 f.Kr. Aðeins ári síðar var
þeirri stjórn þó velt úr sessi og
lýðræði komið á að nýju. Aþena
hafði hins vegar glatað ítökum
sínum og völdum fyrir fullt og
allt.
Veldi Spörtu dvínar
Árið 371 f.Kr. beið spartverski
herinn ósigur í stríði gegn Þebu.
Máttur Spörtu var þá farinn að
dvína. Um miðja 4. öld f.Kr. jukust
áhrif Filipposar II. Makedóníu-
konungs á Grikklandi. Sonur hans,
Alexander mikli, sameinaði loks
öll grísku borgríkin í eitt veldi.
Sparta varð aldrei aftur stórveldi;
blómatími hennar var liðinn.
Geir Þ. Þórarinsson, doktors-
nemi í heimspeki og klassískum
fræðum við Princeton-háskóla.
Hvað geturðu sagt mér
um borgina Spörtu?
LEÓNÍDAS Leónídas, annar tveggja konunga Spörtu, fór fyrir Grikkjum í orrustunni við
Laugaskörð. Málverkið er eftir Jacques-Louis David (1814).
�����������������������
��������������������������
���������������������������������
������������������������������������������������������
������������������������������
���������������������������������
T V E I M U R Á R U M
Á U N D A N
FERÐAFRELSI
Taktu Frelsið með í ferðina.
Ferðafrelsið virkar alveg eins og
Frelsið þitt hér heima!
Símtölin eru gjaldfærð samstundis og því færðu enga bakreikninga
eftir heimkomuna. Núna þarftu ekki að skrá þig sérstaklega í
Ferðafrelsi Og Vodafone og þú getur notað það í flestum löndum.
Kynntu þér málið á ogvodafone.is áður en þú leggur af stað.
Góða ferð.
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, komdu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
29
08
06
/2
00
6