Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 24
8. júlí 2006 LAUGARDAGUR24
■ FÖSTUDAGUR, 30. JÚNÍ
NÝ SJÁLFSPYNTINGAR-
AÐFERÐ
Ég fann upp nýja sjálfs-
pyntingaraðferð í dag. Í
ræktinni horfði ég á leik
Þýskalands og Argentínu
og tróð marvaðann á meðan
á einhverri maskínu. Sam-
tals í tvo tíma.
Til að kóróna sjálfspynting-
una horfði ég á sjónvarpið án
þess að hafa heyrnartól og
þögul knattspyrna er tölu-
vert öðruvísi en knatt-
spyrna með
æpandi þuli
og hundrað
þúsund hása
áhorfend-
ur.
■ LAUGARDAGUR, 1. JÚLÍ
ÁTTATÍU ÁRA AFMÆLI
Landhelgisgæslan okkar heldur
upp á áttræðisafmæli sitt í dag. Í
tilefni dagsins sigldu tvö varðskip
fánum prýdd inn í Reykjavíkur-
höfn og áhafnir stóðu heiðursvörð
á dekkinu. Skipslúðrar voru þeytt-
ir í innsiglingunni og hleypt var af
átta fallbyssuskotum. Oft hefur
verið gert meira tilstand með
ómerkari afmælisbörn en Land-
helgisgæsluna.
Það er leitt til þess að vita að
afmælisbarnið lifir við kröpp kjör,
en það tíðkast ekki nú um stundir í
þessu landi að hlaða undir aldr-
aða.
Fór á Glaumbar að sjá England
og Portúgal. Sem endaði á víta-
spyrnukeppni. Stóri-Scolari er
betri þjálfari en sænska viðundrið
sem Englendingar hafa haft í
vinnu undanfarin ár. Portúgal
vann vítaspyrnukeppnina.
Í kvöld bætti ég svo á mig leik
Frakklands og Brasilíu og sá snill-
inginn Zinedine Zidane rísa upp úr
körinni og ganga eða öllu heldur
hlaupa í endurnýjun líf-
daganna. Hinir öldnu
Frakkar slógu Brassana
út. Fjögur evrópsk lið eru
komin í undanúrslit:
Portúgal, Frakkland,
Ítalía og Þýskaland.
■ SUNNUDAGUR, 2. JÚLÍ
LAXVEIÐIFERÐ
Það hljóp heldur betur á
snærið fyrir mér.
Þorbjörn
nágranni bauð
mér í laxveiði
norður í land. Við
veiðum frá 16-23 í
dag og 7-13 á
morgun.
Það tók
mig tíu mínút-
ur að pakka.
■ MÁNUDAGUR, 3. JÚLÍ
FJÓRAR AFSAKANIR
Við Þorbjörn ókum beint
niður að ánni (Svartá í Húna-
þingi) seinnipartinn í gær. Ég
mölvaði toppinn á stönginni
minni í fyrra, en Ólafur í Veiði-
horninu lánaði mér frábæra Hardy
Iceland-stöng. Á svoleiðis stangir
veiða stórlaxar stórlaxa. Settum
græjurnar saman og byrjuðum að
veiða. Ég hef aldrei séð ána
svona vatnsmikla
og hugsaði með
mér að við hefð-
um góða afsökun
ef við fengj-
um
engan
fisk.
Pott-
þétt-
ar
afsakanir fyrir að koma fisklaus
heim eru fjórar:
1) Áin var of heit.
2) Áin var of köld.
3) Það var of lítið vatn í ánni.
4) Áin var of vatnsmikil.
Við þurfum þó ekki á afsökun
að halda. Þorbjörn landaði fyrsta
laxinum úr ánni á þessu laxveiði-
tímabili klukkan hálfsjö í gær-
kvöldi. Það var falleg, nýgengin 10
punda hrygna. Og klukkutíma
síðar beit tvíburasystir hennar á
hjá mér. Báðar höfðu systurnar
sama smekk og létu fallerast af
hálftommu snældu, fallega
rauðri.
Í morgun setti Þorbjörn í stór-
lax sem hann telur að hafi verið
rétt um 37 pund, varlega áætlað.
En stórlaxinn reif sig lausan.
Þegar við vorum að taka
dótið okkar saman á
árbakkanum og búast til
heimferðar kom ferða-
maður til okkar af
þjóðveginum. Hann
kvaðst vera líffræð-
ingur frá Ungverja-
landi og hann skildi
hvað það er stórkost-
legt að geta staðið við
silfurtæra á og dregið
úr henni stórfiska. Hann
bað okkur um að
taka mynd af sér
með laxana okkar
við ána til að
geta sannað
mál sitt við heimkom-
una. Svo birtist konan
hans og bað okkur afsök-
unar á því hvað maður-
inn sinn væri hrifnæmur
og gaf okkur flösku
af Tokaj-víni í
þakkar-
skyni
fyrir að taka honum vel í stað þess
að drekkja honum í ánni fyrir að
trufla okkur.
■ ÞRIÐJUDAGUR, 4. JÚLÍ
STJÓRNMÁLAFRÆÐI
Stjórnmálafræðingar eru með
vangaveltur um afspyrnu lélegt
gengi Samfylkingarinnar í for-
mannstíð Ingibjargar Sólrúnar.
Það sem þeir segja er eflaust satt
og rétt allt saman, enda skildi ég
aldrei þann búhnykk að skipta út
Össuri Skarphéðinssyni fyrir Ingi-
björgu.
Mér finnst skrýtið hvað margir
halda að aðrir trúi á „sterka leið-
toga“. Ég hef því meiri ótrú á leið-
togum sem þeir eru „sterkari“
sem þýðir yfirleitt hrokafyllri.
Skýr og skiljanleg stefnumál
skipta meira máli en
ímyndarrugl leiðtoga
og spunarokka.
Íslendingar eru
framtakssöm þjóð
og vilja fremur
framkvæma og
koma hlutum í verk
en stöðva, banna,
takmarka, skilyrða
og koma í veg fyrir.
Við Sólveig fórum
að heimsækja Sigrid vin-
konu sem er þýskfæddur Íslend-
ingur til að horfa á Þýskaland-
Ítalíu. Mér þykir vænt um báðar
þessar þjóðir. Ítalir unnu 2-0.
■ MIÐVIKUDAGUR, 5. JÚLÍ
AÐ ROTA GAMALMENNI
Það er í fréttum að maður á þrí-
tugsaldri hefur verið handtekinn
fyrir að ræna veskjum af tveimur
gömlum konum. Án þess að ég viti
það þori ég að
veðja hverju
sem er að
þessi vesalings
piltur er fíkniefna-
sjúklingur. Sjúkling-
ur, ekki glæpamaður.
Það þarf því ekki að byggja
yfir hann fokdýrt öryggisfang-
elsi eða stofna leyniþjónustu til
að njósna um hann. Það þarf að
dæma hann í
meðferð,
lækna hann og
kenna
honum upp
á nýtt að
lifa í mann-
legu samfé-
lagi. Með-
ferðarúrræði
og opin fang-
elsi eru ódýr-
ari og skynsamlegri lausnir en
öryggisfangelsi.
Ég skil ekki þetta ofurkapp sem
lagt er á að koma í veg fyrir versl-
un með eiturlyf. Það er hægara
sagt en gert að finna nokkur kíló
af eiturlyfjum í þeim milljónum
tonna af varningi sem flyst til
landsins. Það er líka hægara sagt
en gert að handsama dílera í
skúmaskotum, standa þá að verki
og sanna á þá verknaðinn.
En það ætti að vera vinnandi
vegur að stöðva neysluna. Það er
ólöglegt að neyta eiturlyfja, rétt
eins og það er ólöglegt að aka bíl
undir áhrifum áfengis. Löggan er
fljót að hirða svoleiðis ökumenn.
Hins vegar þykir ekki tiltökumál
þótt eiturlyfjamenn séu á hverju
strái, þrælskakkir að staðaldri,
rænandi, stelandi og hættulegir
umhverfi sínu og sjálfum sér. Ekk-
ert er einfaldara en að mæla hvaða
eiturlyf fólk hefur innbyrt með
því að láta það stinga upp í sig
munnvatnsmæli.
Þá væri snjallræði að dæma
fíklana í meðferð áður en þeir
valda tjóni, limlestingum eða
dauða. Þá þyrftum við ekki að hafa
áhyggjur af því að konur á níræð-
isaldri séu slegnar í rot á götum
úti um hábjartan daginn.
Stöðvum neysluna og þá hverf-
ur smygl og eiturlyfjaverslun af
sjálfu sér. Það þarf að taka á sjúk-
dómnum sjálfum. Hann er hægt
að lækna. Orsakir hans, eiturlyfin
er hins vegar ekki á okkar valdi að
uppræta.
Grillaði villtan lax; smá jóm-
frúr-ólífuolía, pipar og salt. Feitur
og fallegur, nýgenginn. Ferskt
grænmetissalat með. Betri mat er
ekki hægt að hugsa sér. Þorbjörn
kom og snæddi með okkur. Hann
segir að á eynni Palma sem er ein
Kanaríeyja þekki hann mann sem
hefur tamið minka og notar þá til
héraveiða. Þetta finnst mér athygl-
isvert, enda er ég sannfærður um
að minkum er margt til lista lagt
ef menn hafa lag á því að temja þá
og skóla þá til. Úr því að það er
hægt að temja villiminka hlýtur
að vera hægt að venja manneskjur
af eiturlyfjum.
■ FIMMTUDAGUR, 6. JÚLÍ
SÓL OG MANNVONSKA
Í REYKJAVÍK
Loksins heiðskír himinn og sól-
skin í Reykjavík!
„Sjö Pólverjar sem bjuggu í 80
fermetra íbúð greiddu 35 þúsund
krónur hver í leigu á mánuði eða
245 þúsund krónur samanlagt.
Mennirnir leita nú réttar síns eftir
að leigusali þeirra lét bera eigur
þeirra út á meðan þeir voru í
vinnu. Pólverjarnir gátu lítið leit-
að sér aðstoðar vegna tungumála-
örðugleika.“ Mannvonskan gerir
mann alltaf jafn hlessa.
Fjórar pottþéttar afsakanir!
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar
Í Dagbók Þráins Bertelssonar er fjallað um sjálfspyntingaraðferð, áttræðisafmæli,
laxveiðiferð, sterka leiðtoga og stjórnmálafræði. Óhjákvæmilega er einnig minnst á
knattspyrnu, héraveiðar á Kanaríeyjum og námsgáfur loðdýra.