Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 08.07.2006, Blaðsíða 37
LAUGARDAGUR 8. júlí 2006 7 Ólafur M. Ólafsson hefur hafið sölu á búnaði sem hann segir minnka eldsneytisnotkun dísil- bíla. Búnaðurinn er eins konar dísil- olíuhitari sem Ólafur kallar kraftkubb. „Hugmyndin varð þannig til að ég var á ferðalagi í útlöndum og kom á götumarkað. Þar var verið að kynna þetta og ég tók bækling. Svo hugsaði ég ekkert um þetta í eitt ár eða þang- að til ég ákvað að panta nokkur stykki og prufa að selja þau,“ segir Ólafur. Auk þess að eiga að minnka olíunotkun um 10-25 prósent full- yrða framleiðendur að hitarinn minnki útblástur um 15-35 pró- sent, auki hröðun og vélarafl, hindri tæringu og minnki vélar- hljóð. Hugmyndin sem liggur að baki er frekar einföld; kælivatn vélarinnar er notað til að hita olí- una upp í 57 til 63 gráður. Ólafur segist sjálfur hafa góða reynslu af því að hita dísilolíu. „Ég er fyrrverandi kranamaður og átti krana sjálfur. Einu sinni fór ég á Snæfellsnes í samfloti með alveg eins krana nema hvað það var smá munur á vélunum. Ég hafði tekið eftir því á veturna að það rauk úr olíunni hjá mér, eins og hún flæddi að hluta aftur í tankinn frá mót- ornum. Hvor krani tók um 200 lítra og í hvert sinn sem við tönk- uðum tók ég um tuttugu lítrum minna.“ Kraftkubburinn er til í þremur stærðum; 35, 50 og 65 mm, og kost- ar 20-30 þúsund, fyrir utan virðis- aukaskatt, eftir stærð. Hverju stykki fylgir ábyrgð frá framleið- anda fyrir 200.000 km akstri eða tveggja ára notkun. Frekari upp- lýsingar gefur Ólafur í síma 699 5640. einareli@frettabladid.is Minni eyðsla með heitari dísilolíu Ólafur með dísilolíuhitarann sem hann segir að allir laghentir eigi að geta komið fyrir sjálfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 100 km eknir í Mælifellsdal. Fjórða umferð Pirelli-rallsins fer fram í dag á vegum Bílaklúbbs Skagafjarðar. Ekin verður 25 km sérleið um Mælifellsdal, tvisvar fram og til baka eða 100 km sam- tals. Rétt er að benda ferðamönnum á að taka tillit til þess að leiðin verður í notkun en um leið gefst tækifæri til að verða vitni að skemmtilegum viðburði í mótor- sportinu. Skagafjarðarrall ekið í dag Hart verður tekist á í rallinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hæsta verð tæpum 8 prósent- um hærra en lægsta verð. Enn heldur eldsneytisverð áfram að hækka, þrátt fyrir styrkingu krónunnar á síðustu dögum. Í óformlegri verðkönnun sem gerð var á vefsíðum olíufélaganna kom í ljós að bestu bensínkaupin í dag eru með Bensínfrelsi Orkunnar. Handhafar Bensínfrelsiskorta borga 124,8 kr. fyrir lítrann af bensíni en 118,8 kr. fyrir dísilolíu. Miðað við útsöluverð án sér- stakra samninga, korta eða lykla er lægsta verðið hjá ÓB Fjarðar- kaupum, 127,8 kr. fyrir bensín og 121,8 fyrir dísil. Öll verð hér að framan eru sjálfsafgreiðsluverð, en samkvæmt verðlistum á vef- síðum er ódýrasta bensínið með fullri þjónustu á 128,8 kr. hjá Olís í Hamraborg og á Selfossi, þar sem dísilolían er líka lægst, 123 kr. Hæsta verðið á bensíni með fullri þjónustu er á stöðvum Skeljungs og Esso, 134,4 kr. fyrir bensínlítrann og 128,3 kr. fyrir lítrann af dísilolíu. - elí Enn hækkar eldsneytið Miðað við 20.000 ekna kílómetra á ári og eyðslu upp á 10 lítra á hundraði, er hægt að spara 19.200 kr. á ári með því að kaupa ódýrasta bensínið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÝTT! Söluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.