Fréttablaðið - 08.07.2006, Síða 37

Fréttablaðið - 08.07.2006, Síða 37
LAUGARDAGUR 8. júlí 2006 7 Ólafur M. Ólafsson hefur hafið sölu á búnaði sem hann segir minnka eldsneytisnotkun dísil- bíla. Búnaðurinn er eins konar dísil- olíuhitari sem Ólafur kallar kraftkubb. „Hugmyndin varð þannig til að ég var á ferðalagi í útlöndum og kom á götumarkað. Þar var verið að kynna þetta og ég tók bækling. Svo hugsaði ég ekkert um þetta í eitt ár eða þang- að til ég ákvað að panta nokkur stykki og prufa að selja þau,“ segir Ólafur. Auk þess að eiga að minnka olíunotkun um 10-25 prósent full- yrða framleiðendur að hitarinn minnki útblástur um 15-35 pró- sent, auki hröðun og vélarafl, hindri tæringu og minnki vélar- hljóð. Hugmyndin sem liggur að baki er frekar einföld; kælivatn vélarinnar er notað til að hita olí- una upp í 57 til 63 gráður. Ólafur segist sjálfur hafa góða reynslu af því að hita dísilolíu. „Ég er fyrrverandi kranamaður og átti krana sjálfur. Einu sinni fór ég á Snæfellsnes í samfloti með alveg eins krana nema hvað það var smá munur á vélunum. Ég hafði tekið eftir því á veturna að það rauk úr olíunni hjá mér, eins og hún flæddi að hluta aftur í tankinn frá mót- ornum. Hvor krani tók um 200 lítra og í hvert sinn sem við tönk- uðum tók ég um tuttugu lítrum minna.“ Kraftkubburinn er til í þremur stærðum; 35, 50 og 65 mm, og kost- ar 20-30 þúsund, fyrir utan virðis- aukaskatt, eftir stærð. Hverju stykki fylgir ábyrgð frá framleið- anda fyrir 200.000 km akstri eða tveggja ára notkun. Frekari upp- lýsingar gefur Ólafur í síma 699 5640. einareli@frettabladid.is Minni eyðsla með heitari dísilolíu Ólafur með dísilolíuhitarann sem hann segir að allir laghentir eigi að geta komið fyrir sjálfir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 100 km eknir í Mælifellsdal. Fjórða umferð Pirelli-rallsins fer fram í dag á vegum Bílaklúbbs Skagafjarðar. Ekin verður 25 km sérleið um Mælifellsdal, tvisvar fram og til baka eða 100 km sam- tals. Rétt er að benda ferðamönnum á að taka tillit til þess að leiðin verður í notkun en um leið gefst tækifæri til að verða vitni að skemmtilegum viðburði í mótor- sportinu. Skagafjarðarrall ekið í dag Hart verður tekist á í rallinu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hæsta verð tæpum 8 prósent- um hærra en lægsta verð. Enn heldur eldsneytisverð áfram að hækka, þrátt fyrir styrkingu krónunnar á síðustu dögum. Í óformlegri verðkönnun sem gerð var á vefsíðum olíufélaganna kom í ljós að bestu bensínkaupin í dag eru með Bensínfrelsi Orkunnar. Handhafar Bensínfrelsiskorta borga 124,8 kr. fyrir lítrann af bensíni en 118,8 kr. fyrir dísilolíu. Miðað við útsöluverð án sér- stakra samninga, korta eða lykla er lægsta verðið hjá ÓB Fjarðar- kaupum, 127,8 kr. fyrir bensín og 121,8 fyrir dísil. Öll verð hér að framan eru sjálfsafgreiðsluverð, en samkvæmt verðlistum á vef- síðum er ódýrasta bensínið með fullri þjónustu á 128,8 kr. hjá Olís í Hamraborg og á Selfossi, þar sem dísilolían er líka lægst, 123 kr. Hæsta verðið á bensíni með fullri þjónustu er á stöðvum Skeljungs og Esso, 134,4 kr. fyrir bensínlítrann og 128,3 kr. fyrir lítrann af dísilolíu. - elí Enn hækkar eldsneytið Miðað við 20.000 ekna kílómetra á ári og eyðslu upp á 10 lítra á hundraði, er hægt að spara 19.200 kr. á ári með því að kaupa ódýrasta bensínið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÝTT! Söluaðilar um land allt

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.