Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 1
Fimm ár frá upphafi
Heimaeyjargossins
Hætt við Pál Zóphoniasson, bæjarstjóra i Eyjum
í dag ræðir VS við Pál
Guðjónsson húsasmíða-
meistara í Reykjavík.
Páll er Mýramaður að
uppruna, fæddur á
Gestsstöðum i Norður-
árdal í Mýrasýslu árið
1904. Pátt heitir reyndar
meira en þessu eina
nafni. Hann heitir Páll
Jakob Blöndal, en sér-
stakar ástæður liggja til
þess að hann heitir svo,
og er því lýst í viðtalinu.
Páll vann land-
búnaðarstörf á heimili
foreldra sinna fram um
tvítugsaldur, en smíðar
voru alltaf „innsta þrá"
hans, eins og hann segir,
og ungur að árum smíð-
aði hann sér trausta og
góða smiðju úr gamalli
skilvindu. Kom smiðjan
siðan honum sjálfum og
nágrönnum hans að
góðu gagni.
Sjá bls. 18 og 19.
JH-Reykjavik. Næstu nótt eru
fimm ár liöin frá þeirri stundu
er Vestmannaeyingar vöknuöu
viö þaö, þegar þeir voru ný-
gengnir til náöa, aö gos var haf-
iö i Heimaey. Aö skammri
stundu liöinni haföi opnazt nær
kflómetra löng sprunga, er lá i
sveigfrá Helgafelli i sjó fram og
spúöi eldi og eimyrju i nátt-
myrkrinu. Þetta voru geigvæn-
legust tiöindi er gerzt höföu i
Vestmannaeyjum i hálfa fjóröu
öld, allt frá sjálfu Tyrkjaráni. A
þessari nóttu, aöfaranótt 23.
janúar 1973, flúöi meginþorri
Vestmannaeyinga frá öllu sinu
undan eldinum þorri þeirra meö
heimabátum, en hinir meö fiug-
vélum.
— Við munum hafa veriö sex-
tiu til sjötiu hér, þegar fæst var
sagði Páll Zóphóniasson bæjar-
stjóri þá bæjarverkfræðingur
Vestmannaeyinga, er Timinn
átti tal við hann i gær. Annars
valt á ýmsuum mannfjölda, og
fyrstu tvær helgarnar hefur lik-
lega verið hér yfir tvö þúsund —
sjálfboðaliðar, sem komu til
björgunarstarfa. Eftir það var
farið að ráða fólk til þess, sem
sinna þurfti.
Fyrir gosið var hér um 5300
manns á ibúaskrá, hélt Páll á-
fram, en nú eru Vestmannaey-
ingar taldir 4650. Af þeim er um
eitt þúsund nýtt fólk, sem ekki
átti hérheima, áður en eldarnir
komu upp, og þess vegna eru
það um seytján hundruð gamlir
Vestmannaeyingar, sem ekki
hafa skilað sér aftur út i eyjarn-
ar sinar. I áætlunum okkar, er
gert ráð fyrir þvi að árið 1981
nái ibúar i Eyjum aftur sömu
tölu og var i ársbyrjun 1973.
Torvelt er þó að fullyrða um
það, hvort við náum þvi marki
fyrr eða seinna, þvi að það er
háð fiskaflanum, sem allt veltur
á fyrir okkur.
— Ég held að enginn geti borið
á móti þvi að endurreisnin hefur
verið mikil og hröð. Flestar
þjónustustofnanir eru komnar i
sama horf og áður og jafnvel
búið betur að sumum en var og
þær miðaðar við fleira fólk.
Annað hefur svo setiö á hakan-
um, svo sem gatnakerfi, um-
hverfismál og skólamál, þvi að
viðhöfum ekki bolmagn til alls i
einu. Ef saman eru talin þau
■ hús sem reist hafa verið, byrjað
á og sótt um leyfi til að byggja,
koma út nokkurn veginn jafn-
margar ibúðir og hér voru.
Það, sem við höfum fengið
nýtt er, hraunveita. Annars
vegar er hraunveita, sem verið
hefur i gangi um tvö ár til upp-
hitunar i sjúkrahúsinu og þrjá-
tiu ibúðum þar i kring en hins
vegar er væntanleg veita i vest-
urbænum nýja. Þar er fjarhit-
unarkerhsem tengt hefur verið
svartoliukatli til bráðabirgða en
nú er veriö að ganga frá dælu-
Framhald á bls. 35
Smiðarnar
alltaf innsta
þráin
Eldarnir á Heimaey fyrstu gosnóttina. — Tfmamynd: Gunnar.
Afhjúpar
kaupmenn
dauðans
— grein um
vopnasölu á
bls. 14 - 15
PRÓFKJÖRINU LÝKUR í KVÖLD
Prófkjör Framsóknarmanna I
Reykjavik til undirbúnings rööun
á framboöslista til þingkosninga
og borgarstjórnarkosninga f vor
hófst i gær og veröur fram haldiö i
dag. Fyrir hina eiginiegu kjör-
daga haföi þó allmargt manna
alls á ínilli sex og sjö hundruö
greitt atkvæöi.
Tvlvegis áður hafa Fram-
sóknarmenn efnt til skoðana-
kannana í sambandi við framboð
i Reykjavik — til borgarstjórnar-
kosninga árið 1970 og þingkosn-
inga árið 1971.
Kjördeildir voru opnaöar kl.
9 á laugardagsmorgun og létu
kjósendur ekki á sér standa og
kusu á annað hundraö manns
á fyrstu stundunum. Utan-
kjörstaöaatkvæöi reyndust
vera 671. Myndin er tekin um
þaö bil er kjörfundur hófst.
Timamynd Gunnar.