Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 22. janúar 1978 9 Heimildarrit um horfinn tíma Einar Bragi Sigurösson: ESKJA II. bindi. Upphaf byggöar og frlhöndlun- ar. Hólmastaöur fram aö 1808. Byg^iin i dalnum. Svinaskáli og Svinastekkur. Breiöuvikur- verzlun 1774-1788. 431 blaösiöa. Byggöasögunefnd Eskifjaröar 1977. Ekki man ég nú lengur „hvern dag þaö I desember var,” sem góökunningi minn austfirzkur, mikill áhugamaöur um sagnfræöi og varöveizlu hvers kyns menningarverö- mæta, kom til mln áritstjórnar- skrifstofu Timans, tók upp úr tösku sinni bók eina mikla og sagði: Hér er komið annaö bindiö af Eskju, þú mátt til meö aö skrifa um hana. Já, þaö var nú svo. Auðvitaö leizt mér vel á bókina, hún var „traustvekj- andi”, eins og stundum er sagt, og virtist öll hin vandaöasta, — en aö eiga aö lesa hana alla I einuogsiöan aö skrifaum hana, — þaðgæti orðið þrautin þyngri. Sannleikurinn er nefnilega sá, að hér er á ferðinni rit, sem heita má nærri óþrjótandi fróð- leiksbrunnur, og endist mönnum til lestrar, — ekki I nokkra daga, — heldur vikum, mánuöum og árum saman. Þetta er höfundinum auösjáan- lega ljóst. Hann segir I eför- mála: ,,Ég læt mér ekki detta I hug, að menn lesi þessa bók I einni lotu eins og spennandi skrök- sögu, en væri þvi ánægðari sem þeir opnuðu hana oftar tál að smánarta i efniö.” Þetta eru orö aö sönnu, og þvl skynsamari sem menn eru, þeim mun slöurmunþeim koma til hugar aö nokkur lesi slika bók i einni lotu, — hvorki þeir sem skrifa um þær bækur sem þeir lesa, né hinir, —enda lætur höfundurinn ekki að þvi liggja, að honum hafi hvarflað sllkt I hug, hvað þá meira. (Þetta finnst mér rétt aö komi fram, vegna þess að i einu af dagblöö- um Reykjavikur birtust nýlega ummæii i þessa átt, sem hugs- anlegt er aö veröi misskilin af einhverjum). Og vlkjum þá að Eskju. Eins og titilblað hennar ber meö sér, er hér ekki um neitt smáræöis efni aö ræöa: Hólmastaöur fram til 1808, byggðin I dalnum, Svinaskáli og Svlnastekkur, Breiðuvikurverzlun 1774-1788. Af nógu er aö taka, og sá sem vill gera almennum lesendum einhverja hugmynd um bókina, spyr sig fyrr en varir hinnar áleitnu spurningar: „Hvar skal byrja, hvar skal standa?” Við byrjum á þvi að slást I för meö kirkjufólki frá Eskifiröi, sem er aö fara til tiða aö Hólm- um „fyrir aldamót.” Feröalýs- ingin er „eftir Guörúnu Sigurö- ardóttur á Bakka á Eskifiröi, sem lézt I hárri elli fyrir nokkr- um árum.” Vafalaust er þaö rétt metið hjá Einari Braga, aö þessiferöhafi „I höfuðatriöum” verið svo lik því sem þær geröust öldum saman, aö óhætt sé aö taka hana sem dæmi. Og sannarlega er það vel viö hæfi aö byrja slika bók á kirkjuferð, svo mjög sem þær voru snar þáttur i lífi alls almennings á Is- landiöldfram af öld, allt frá þvi að ómálga börn voru færð til ski'rnar, þangaö til menn voru aö lokum fluttirá sleða, báti eöa kviktrjám slðustu feröina, þeg- ar lifsstriöinu var lokiö, oftast viö kröpp kjör og jafnvel alls- leysi, sem nútimamönnum er örðugt aö gera sér I hugarlund. Eins og titilblaö þessa bindis Eskju ber meö sér, er ósmár hluti bókarinnar helgaður verzl- un: „Upphaf byggðar og frihöndlunar” .... „Breiðuvlkur- verzlun”. Hér er vitanlega hiö merkasta efni á feröinni, en margt ogmikiðerbúið aö skrifa um verzlunaráþján fyrrialda og allt þaö böl, sem hún bakaði is- lenzku þjóöinni. Vér, nútíma- menn, sem höfum vanizt þvl aö fá alla kaupstaöarvöru meö bíl- um heim að bæjardyrum svo aö segja hvenær sem henta þykir, eigum trúlega erfitt með að setja oss fyrir sjónir það mann- llf, þegar alltsvæðiö noröan frá Smjörfjöllum, — allt Fljótsdals- hérað og Austfiröir meö, — varö aö sækja allan búðarvarning sinn I eina verzlunarholu viö Reyöarfjörö, þar sem auk held- ur gat brugöiö til beggja vona, hvort nokkur úttekt fékkst eöa engin. Arið 1787 semur llka sýslumaöurinn i Eskifiröi, Jón Sveinsson, álitsgerö ,,um hafnir I Suðurmúlasýslu” og sendir hana rentukammerinu. Eftir að hafa lýst staðháttum, þar sem „verzlunarstaðnum er svo að segja sökkt niður milli tveggja sandmela, sem i hláku og rign- ingu ryðja leir og möl á húsin og eyðileggja si og æ garöana, sem hlaönir voru.... þeim til varn- ar,” kvartar sýslumaður um þaö, aö „verzlunarstaðurinn liggur afar illa viö fyrir ibúa Fljótsdalshéraös, sem er blómi verzlunarumdæmisins...” Já, þótti vist fáum mikið, og sizt munu menn nú á dögum undrast kvartanir sýslumanns, þótt Héraösbúar nútlmans hafi verzlað mikiö viö Reyðarfjörö. Þaö er meöal annars þessi saga, sem Einar Bragi segir i þessu bindi Eskju. En hér fer eins og oftar, að þegar skæru ljósi er beint aö einum eöa fleiri þáttum þjóöarsögunnar, þá bregður þaö birtu á sviðið, langt útfyrirþá þætti, sem raktir eru, unz lesandanum finnst hann staddur I miðri atburðarásinni og sér kynslóðirnar stlga fram. Hann verður vitni að þvl sem er aö gerast, hvort sem um er aö ræöa kvartanir embættismanna yfir erfiöu árferöi, „málaferli út af orörómi um fölsuð lýsismál” eöa lýsingu á siglingu inn á Breiðuvikurhöfn. „En svo hlálegt sem þaökann að viröast, er eina heimildfrá fyrstu hendi um siglingu á Breiöuvikurhöfn, sem ég þekki, runninfráeinni af örfáum konum sem fóru þessa leið sem farþegar: frú Gyðu Thorlacius”. Þessar upplýsing- ar á bls. 154 I Eskju, og lýsing frúarinnar á siglingunni, mun mörgum Austfiröingi þykja næsta skemmtilegur lestur, — og þarf reyndar ekki Austfirö- inga til. Eins og aö llkum lætur, þá veröur slikt rit sem Eskja ekki skrifaö nema meö mikilli heim- ildasöfnun. Aö þvl verki hefur Einar Bragi gengið með sllkum dugnaöi, aö meö ólikindum er. Eöa öllu heldur: Leikmaöur stendur orölaus frammi fyrir þeirriglfurlegu vinnu, sem þarf hefur veriö innt af höndum. Til þess aö gefa ofurlitla hugmynd um þá hluti má geta þess, aö heimildaskráin er hvorki meira ne minna en átta blaöslður, tveir dálkar á hverri slöu , þétt prentaö og meö smáu letri. — Auk þess er svo aö bókarlokum skrá um skammstafanir, og mynda- og nafnaskrá. Um hitt, hversu með heimilcf- irnar er farið, get ég auövitaö ekki dæmt. Þaö er verkefni fyrir sagnfræöinga. Ég er ekki sagn- fræöingur en ég hef lengi verið þeirrar skoöunar, aö haldgóð vitneskja um liöinn tima sé eitt- hvert bezta veganesti hvers manns, sem vill átta sig á sam- tlö sinni og taka skynsamlega afstööu til vandamála llöandí stundar. Þess vegna eru vönd- uö sagnfræöirit ómetanleg hverjum fróöleiksfúsum manni, leikum sem lærðum, — og þaö er skoöun þess leikmanns, sem hér pikkar á ritvél, aö Eskja sé eitt þeirra heimildarrita, sem miklu betra er með sér aö hafa en án aö vera. Víöast hvar gætir höfundur hófs í ályktunum sín- um, þótt út af þvl geti brugðið, eins og þegar hann kallar ævi- sögu sr. Jóns Steingrímssonar „einhverja mögnuöustu bók sem skrifuð hefur veriö I heim- inum.” Vist er bók eldklerksins ágætt verk, en hér kynni þó aö vera fullmikiö sagt. Þaö er ærinn vandi aö skrifa bók eins og Eskju án þess að efnið veröi þurr upptalning staöreynda, — með öörum orð- um: að komast hjá þvi að bókin verði leiðinleg aflestrar. Þetta tekst Einari Braga þó á báöum bindum Eskju, og ekki slöur I þessu seinna bindi. Mál bókar- innar er gott, en þó kann ég aldrei vel viö þegar menn nota oröið „þaö” i merkingunni „svo”.: „Aödýpi er það mikiö viö Seley, aö leiöin mátti heita hættulaus i björtu,” segir höf- undur á bls. 151. — En annars er naumast réttlætanlegt aö tlna það til, þótt slik dæmi fyrirfinn- ist i jafnstórri og orðmargri bók og Eskju. Mjög er gaman aö lesa bréf sér Jóns Högnasonar, prófasts aö Hólmum, skrifaö 17. júni 1796. Þar notar klerkur orðatiltækiö aö „hlaupa I höfuð,” I merkingunni aö drepa: „margirhlupuóvægilega Einar Bragi Sigurösson. i höfuö á lömbum...” stendur þar.Þetta oröatiltæki er trúlega ævagamalt. Menn geta lesið þaö á einni af fyrstu blaösiöum Króka-Refs sögu, en hér kemur þaö upp i fangiö á okkur eins og gamall kunnungi. Hér veröur nú lokiö lltilli Framhald á bls. 35 oc ALFA-LAVAL Bændur - Athugið! Eigum fljótlega til afgreiðslu örfá ALFA-LAVAL RÖRMJALTAKERFI með öllum bezta fáanlegum útbúnaði EF ÞU hefur hug á rörmjaltakerfi á góðu verði með hagstæðum greiðslukjörum hafðu þá samband við okkur strax. Viljum benda á að 50% stofnlán bókmenntir fæst út á mjaitakerfi Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavik simi 38900 EIElElElBlElElElBlElElElElElElElGlElGlElElElEimKimRimrnmm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.