Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 36

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 36
* Sunnudagur 22. janúar 1978 8-300 Auglýsingadeild Tímans. HREVFÍLL Sfmi 8 55 22 ■- . Sýrð eik er sígild eign IIM // '\ I V/ \\ TRÉSMIDJAN MÍIDUR U Új SÍÐUMÚLA 30 • SINH: 86822 Óvæntur glaðningur i ellinni: 200 milljónir, gerið svo vel — sögðu happdrættis mennirnir Það er harla sjaldgæft að fólk verði fyrir þvi að hreppa tvö hundruð milljónir alveg fyrir- varalaust og án þess að eiga i rauninni von á einum einasta eyri, hvað þá meira. En þetta kom fyrir öldruð Islenzk hjón i bænum Langley I Brezku Kolumbiu á strönd Kyrrahafs nú á dögunum. Hjón þessi Sigurður Brynjólfsson og Magöalena kona hans fluttust af tslandi til Kanada i lok heimsstyrjaldar- innarsiðari, þá komin á miðjan aldur og hafa dvalizt vestan hafs siðan. Þau áttu miða i fylkishappdrætti og eins og gengur og gerist hafa þau trú- lega ekki gert sér háar vonir um að verða hökufeit af sliku. En mánudag einn nú fyrir nokkru var þeim tilkynnt, aö annar tveggja hæstu vinning- anna hefðu fallið á miöa þeirra, ein milljón Kanadadala eöa eitt hundraö niutiu og sex milljónir islenzkra króna. Þau Siguröur og Magðalena eru bæði komin til aldurs enda mun það hafa verið um 1920 aö þau gengu i hjónaband. Að von- um vafðist þeim tunga um tönn er eftir þvi var leitað viö þau hvernig þau hygðust verja þess- ari fúlgu. Þau voru ekki viö þvi búin að svara neinu um það hvaða breytingar það hefði i för meö sér að þau eru skyndilega oröin auöug. Hið eina.sem þau höföu strax afráöið að láta eftir sér Var ts- landsferð. En sennilega leggja þau ekki upp heim á fornar slóöir fyrr en vora tekur í lofti og dag að lengja. — Maður er dálitla stund aö átta sig.þegar svona fúlga fellur af himnum ofan sögðu þau. Magðalena og Siguröur Brynjólfsson þegar tvöhundruð milljónirnar komu fIjúgandi I fangið á þeim. Fyrsta ættfræðinámskeiðið, sem sögur fara af: „Hvorki kennari né nemendur vissu, hvemig átti að byrja” — segir Ólafur t>. Kristjánsson, sem stjórnaði þessu einstaka námskeiöi aö standa aö þvi. Þaö varö þó úr að ég tók þá saman atriöalista sem gæti komið aö notum á sliku námskeiði og við hann studdist ég á þessu námskeiöi sem nú er ný- lokið. Nú, námskeiðið var auglýst i vetur og þegar á daginn kom voru þátttakendur 13, þar af 3 ungar stúlkur 17-18 ára sem út af fyrir sig er athyglisvert.Allt var þetta duglegt fólk, þótt þaö hefði að visu misjafna aöstööu til að vinna þau verkefni sem lögð voru fyrir þau. — Hvernig var nú að skipu- leggja kennslu á svona ættfræði- námskeiði þar sem ættfræöi hefur ekki verið kennd hér áður svo vitað sé? Ölafur: Það veröur að segjast 4« J<5hannes Þorgrímsson bj(5 á Suðureyri í Tállaiafiröi á seinni hluta 19. aldar (Selárdalsprestaka.ll). Hvað hét kona hans, hvar og hvenæ] var hún fædd og hvað hétu foreldrar hennar? (Allsherjarmanntal, síöan kirkjubék þeirrar sdioiar, sera til er vísað.) 5. Sveinn Auðunsson hét maöur í nafnarfirði á síðari hluta 19. aldar og nokkuð fram á þessa öld. Hvar og hvenær var Sveinn fæddur og hvað hétu foreldrar hans? (Allsherjarmanntal og síöan kirkjubók þeirrar séknar sem til er vísað.) SST-Reykjavik — Áhugi á ætt- fræði hérlendis hefur jafnan verið mikill, og lestur ættfræðirita er oft á tiöum helzta tómstunda- gaman fólks á öllum aldri þó mið- aldra fólk og gamalt sé þar i meirihluta. Ástæðan fyrir þessum ættfræöiáhuga getur verið marg- þætt, þó að liklegast sé að löngun fólks til að fá vitneskju um for- feður sina beri þar hæst. Nú lauk fyrir skömmu fyrsta ættfræöi- námskeiði sem haldið hefur veriö hér á landi, og er ekki loku fyrir það skotiö að það sé fyrsta nám- skeiö I sinni röö þótt víöar væri leitað. Námsflokkar Reykjavlkur fitjuðu upp á þessari nýjung sem teljast verður allathyglisverð. Kennari á fyrsta ættfræðinám- skeiöinu var Ólafur Þ. Kristjáns- son fyrrum skólastjóri i Flens- borg, mikill fræðaþulur. Timinn spjallaði stutta stund viö ólaf á dögunum um námskeiðið og fer samtalið við hann hér á eftir. — Hvernig stóö á þvi aö ráðizt var I aö halda námskeiö af þessu tagi, Ólafur? Ólafur: Ég veit nú ekki ná- kvæmlega hvernig hugmyndin aö þvi er tilkomin en Guðrún Hall- dórsdóttir, forstööumaður Náms- flokka Reykjavikur impraöi á þvi viö mig i fyrravetur, hvort ég væri tilleiðanlegur aö taka að mér að kenna á sliku námskeiði. Ég tók vel i þetta þótt ég hefði raunar ekki hugmynd um hvernig ég ætti Ólafur Þ. Kristjánsson. eins og er að ég held það hafi tekizt vonum framar þótt hins vegar sé ekki ástæða til að draga dul á það að þegar 1 fyrsta timann kom, vissu hvorki kennari né nemendur hvernig átti að bera sig aö. Þetta gekk þó prýðilega þegar við vorum komin i gang. — Hvað var svo kennt og hvaða verkefni fengu nemendur? — ólafur: Ég lagöi töluvert upp úr, hvernig heimildir væru notaðar i hvaða bækur ætti að fara, ef leita átti aö ákveðnum manni eins heimildamat hvað bæri að gjalda varhug við, s.s. misritanir, prentvillur og annað i þeim dúr. Nú, þaö var lögö áherzla á aö þjálfa fólk i að not- færa sér ættfræöirit á sem hag- kvæmastan hátt. Þegar fór að liöa á námskeiðið var mestöll vinna nemendanna fólgin I þvi að vinna á söfnum, aöallega þjóöskjalasafninu og þar var gluggað i prestsþjónustubækur og aörar heimildir. — Hvað stóð námskeiðið lengi? Ólafur: Þaö stóö i ellefu vikur og var einn timi á viku sem var jafnlangur og tvær venjulegar kennslustundir. Veröur haldið annað ættfræöi- námskeið að fenginni reynslu af þvi fyrsta? Ólafur: Já, það er búiö að aug- lýsa næsta námskeið og eftir er að sjá hvort nægileg þátttaka fæst til aö halda þaö. Ef nægileg þátttaka fengist væri td. mjög gaman að geta haldið framhaldsnámskeið fyrir þessa hópa næsta haust og upplýst hann meir um þessa al- þýölegu fræðigrein, sagði ólafur að lokum. Sýnishorn af vcrkefnum á ættfræöinámskeiðunum hjá Námsflokkum Rcykjavikur. SSt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.