Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 22. janúar 1978 son. Kallar hann það stutta samantekt um kirkjuleiðslu kvenna i lúterskum sið á ís- landi. Gerir prestur bæði grein fyrir' ákvæðum um sængurkon- ur i Móseslögmáli og fyrirmæli úr kirkjuskipan Kristjáns kon- ungs III. Bendir hann á að slða- skiptamenn litu ekki svo á að kona væri óhrein þó hún væri þunguð og þvi var ekkert að hreinsa eftir barnsburð. Hins vegar átti að vera munur „ráð- vandra og óráðvandra” og þvi var gott að halda þeim sið að leiða giftar konur I kirkju. Enn- fremur vitnar sr. Sigurjón i Pét- ur Palladius Sjálandsbiskup sem „bendir eiginmönnum á að sýna konu sinni fulla tillitssemi og sofa einir, en leyfa sjúkri konunni að liggja einni með barnið. Þegar hún er stigin af sæng, þá skal hún að sinni vild ganga um hús og garða og gera það eitt sem hún vill." „Kirkju- leiðslunni vill Palladius halda, þvi að hún á að verða eins konar staðfesting þess, að konan hafi alið barn sitt i löglegu hjóna- bandi og sé nú komin til heilsu og geti aftur tekið upp sin fyrri störf, þjónustuna við mann sinn — við borð hans og sæng.” Svo er saga þess siðar rakin áfram meðan hann entist. Lengsta greinin i þessu sögu- hefti er siðari hluti af grein Sig- urðar Ragnarssonar: Fossa- kaup og framkvæmdaáform.. Þættir úr sögu fossamálsins. Þessi ritgerð er gott dæmi þess, hve takmarkað það er oft sem viðvitum um sögu þess sem þó er skammt undan. Timi þess- ara fossamála eru einkum tveir fyrstu tugir aldarinnar. Hér koma mest við sögu nokkrir stórhuga og að ýmsu leyti fram sýnir menn, sem vildu fá erlent fjármagn til að virkja fallvötn og koma upp stóriðju hér á landi. Og hefði þeim gengið dá- litið betur er við búið, að t.d. Þjórsá öll og Sogið væri i hönd- um útlendinga og samnings- bjfndin þeim fram yfir aldamót. Og hefðu svo t.d. Frakkar byggt höfn i Þorlákshöfn og rekið þar stórútgerð og fiskiðnað kynni nú margt að vera annað en er. Hér réði það eitt úrslitum að stóð á fjármagninu. Sjálfsagt er margt ósagt um þau verkefni, sem menn dreymdi um i sambandi við raf- orkuna. Til dæmis var athugað um járnvinnslu úr Eyrarfjalli i önundarfirði i sambandi við hugsanlega virkjun i Arnarfirði. Sýnishorn af járnsteini var sent úr landi, en það grjót þótti ekki nógu gott. Athugað var um fleiri jarðefni en þau sem nógu arð- vænleg væru til vinnslu, reynd- ust torfundin. Og kannski var það eitt mesta happ islenzkrar þjóðar. Einar Laxness gerir grein fyrir ráðagerð og hugmyndum um byggingu fyrir æðstu um- boðsmenn konungsvaldsins i byrjun 18. aldar. Fylgir þar fróðlegur uppdráttur af kon- ungsgarði á Bessastöðum 1720 og i öðru lagi þeirri byggingu, sem þá var lagt til að reisa, þó að ekki yrði af. Þá hefur verið minnzt á efni þessa heftis annað en stuttar at- hugasemdir vegna fyrri ár- ganga og nokkra ritdóma um sagnfræðirit, en vitanlega eiga þeir heima hér. Ahugamenn um islenzka sögu fyrri tima og siðari munu finna i Sögu á hverju ári ýmislegt sem þeim þykir góður fengur. Vel má vera að nokkur áramunur þyki að þvi svo sem jafnan vill verða. En meðan að koma glöggar skilagreinar um jafn- merka þætti þjóðsögunnar og fossamálin þá liggur það i aug- um uppi að hér er flutt dýrmæt fræðsla, sem hvergi er aðgengi- leg annars staðar. H.Kr. Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 13 Hólasport — Sími 7-50-20 — Hólagarði — Breiðholti Bændur! - Hestamenn! Hvergi fjölbreyttara úrval af vörum í hestamennskuna — Hagkvæmt verð td.: Skeifur kr. 1895-3000 - Hóf- fjaðrir, amerískar/sænskar — Járningaráhöld, amerísk — Kambar kr. 560-650 — Lúsa- meðal kr. 480 — Hringamél kr. 3750-3910 - ísl. stangir, ryðfrítt stál — ísl. hnakkar með öllu kr. 85000 — Hnakktöskur úr leðri kr. 25000 — Hnakktösku- púðar kr. 9200 — Pískar kr. 1715,1840,2250 - Hófbjöllur (hálfbjöllur kr. 2100 og 1790 — Stallmúlar, léttir úr nylon kr. 1770 - Leðurstallmúlar kr. 6000 — o. fl. o. fl. Póstsendum — Sími 7-50-20 HÓLASPORT mm Munið sö/uþjónustu okkar á hrossum — Sendið mynd og upplýsingar. Hólasport — Sportvöruverz/un allra landsmanna Sambyggt útvarp og segulband bæði fyrir straum og rafhlöður HEITIR CROWN CB-500 Verð kr. 56.930 N Sími 29-800 5 línur 26 AR I FARARBRODDI Hólasport — Sími 7-50-20 Lóuholum 2-6 — Breiðholti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.