Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 15
Sunnudagur 22. janúar 1978
15
Lokst hefur saga alþjóðlegrar vopna-
sölu verið skrifuð. Hún nefnist ,,The Arms
Bazar” eða Vopnamarkaðurinn, og tæp-
ast kemur á óvart að höfundurinn er Anth-
ony Sampson. Hann skellir nýjum vand-
lega unnum doðranti á afgreiðsluborð
bókabúðanna svona annað hvert ár. Sein-
ast leysti hann frá skjóðunni um alþjóð-
legu oliufélögin í bókinni ,,Systurnar sjö”.
Þar áður var það leyndarmálið um sögu
ITT, alþjóðlega simafélagsins í Banda-
rikjunum.
— En að skrifa um vopnasölu
var mest spennandi verkefniö,
sem ég hef glimt við hingað til,
sagði hann við sænskan blaða-
mann fyrir skömmu i kjallara
við Portobello Road í London, i
næsta húsi við fornsölurnar
þekktu, þar sem hann skrifar
umkringdur bókum. — Ég
kynntist sérstæðum mönnum og
rannsóknir minar leiddu mig
inn i undirheimaveröld, sem
minnir á Wagner og Niflunga-
heim.
Sampsonupplýsir að gera eigi
kvikmynd eftir bók hans, og
hann er einmitt að skrifa kvik-
myndahandritið.
— Sannarlega eru þetta sér-
stæðir menn. Þeir láta i ljósi
mikla svartsýni um mannseðlið,
en ég skal ekki segja hvort þeim
er þessi svartsýni ásköpuð eða
hvort hún er grima, sem vopna-
salar telja fara sér vel. En þeir
eru ekki haldnir neinu sam-
vizkubitieða siðfræðigrillum. —
Ef ég sel ekki vopnin gerir það
einhver annar, segja þeir ávallt
sér til varnar.
Sampson segir á hlutlausan,
ástriðulausan hátt frá atferli
þeirra hann lætur verkin
dæma þá,hann afhjúpar græðgi
þeirra og segir frá þvi að þeir
, eru oft ekki eingöngu umboðs-
menn einnar vopnaverksmiðju,
heldur einnig versta keppinauts
hennar, og hvergi i bókinni
blandar hann sinum eigin til-
finningum i frásögnina.
— Mér kemur það á óvart,
segir hann, en það er staðreynd
að þeir eru yfir sig hrifnir af
bókinni. Fyrrverandi forstjóri
Lockheedverksmiðjanna skrif-
aði mér þakkarbréf, og Adnan
Khashoggi frá Saudi Arabiu
mesti vopnasali á siðari timum,
(hann hafði 160 milljónir dala út
úr Lockheed og Northrop verk-
smiðjunum á árunum 1970-75),
keypti 100 eintök af bókinni til að
gefa vinum sinum.
Myndin sem ég dreg upp af
honum i bókinni er af gráðug-
um, kænum og undirförulum
manni, en hann varð greinilega
upp með sér. Þessir vopnasalar
hafa ótrúlegt sjálfstraust.
,,Kaupmenn dauðans”
Þeim finnst þeir stjórna heim-
inum, en þeim fellur ekki að
mennkalli þá „kaupmenn dauð-
ans”. Við útvegum aðeins vopn,
segja þeir, og álita að vopnasala
valdi ekki striði, heldur að strið
skapi vopnasölu. Kaldhæðnin
blómstrar i kjölfari vopnasöl-
unnar.
Þegar ég ræddi við Svisslend-
ing einn um, að það væri ein-
kenniíegt að hin hlutlausa þjóð
hans leyfði vopnasölu i stórum
stil frá Oerlikonverksmiðjunum
til þróunarlandanna, en i Sviss
væru jafnframt höfuðstöðvar
Rauða krossins og mannúðar-
starfs hans, þá svaraði hann:
— Við skulum segja 'að Rauði
krossinn sé þjónusta Oerlikon-
verksmiðjanna við viðskipavin-
ina eftir að þeir hafa gert kaup
við hana.
Sviar eru jafnklofnir í afstöðu
sinni til vopnasölu og Svisslend-
ingar, heldur Sampson áfram.
Ég snæddi með Olof Palme viku
eftir að hann tapaði kosningun-
um i hitteðfyrra, og þá trúði
hann mér fyrir þvi, að það hefði
verið töluvert erfitt að halda
aftur af Boforsverksmiðjunum.
— Sviar eru framarlega i al-
þjöðlegri vopnasölu. Nobel, sem
mér finnst svo athyglisverður
að ég ihugaði um skeið að skrifa
ævisögu hans var frumkvöðull
og fyrirboði tilkomu fjölþjdða-
fyrirtækja. Nordenfelt Gun and
Ammunition Company, fann
upp og framleiddi hriðskota-
byssur tundurspilla og kafbáta,
(Ehrenmarks amn.: Hann seldi
Grikkjum samvizkulaust kafbát
1886 og erfðafjanda þeirra
Tyrkjum tvo 1887) og gekk i
bandalag með griska vopna-
salanum Basil Zaharoff.
Það hefur ver-ið töluvert erfitt
að halda aftur af Bofors, sagði
Olof Palme fyrrum forsætis-
ráðherra Svia við Sampson
viku eftir kosningaósigurinn.
— Og eftir siðari heimsstyrj-
öldina seldu Sviar kúgaranum
grimma Trujillo i Dómini-
kanska lýðveldinu Vampire vél-
arsinar, og á sjötta áratugnum
voru egypzkir hermenn I Mið-
austurlöndum vopnaði sænsk-
um hriðskotabyssum, sem voru
framleiddar eftir sænsku einka-
leyfi i Egyptalandi. En Sviar
hafa þó sýnt lofsverða hófsemi,
og vopn eru aðeins 0.6% af
sænskum útflutningi samanbor-
ið i 2.4 hjá Bretum 3,1 hjá
Frökkum og 3,8 hjá Bandarikja-
mönnum.
Notuð vopn
Sampson fjallari bók sinni
annars vegar um menn sem
selja notuð vopn og hins vegar
um vopnaiðnaðinn sem selur nú
vopn, með blessun hlutaðeig-
andi rikisstjórnar. En þessi
verzlun byggist einnig að mestu
leyti á einstaklingum, millilið-
um, sem sifellt fjölgar og aliir
þurfa sinn hundraðshluta af
hagnaðinum. Sampson átti auð-
velt meö að kynna sér sölu not-
aðra vopna i Beirut i innan-
landsstyrjöldinni milli kristinna
og múhameðstrúar Libana.
Vopn þeirra kristnu koma frá
Marokkó, Spáni, Marseille og
mafiunni á ítaliu. Stór sending
kom frá Vestur-Afriku, en þar
eru margir kristnir útflytjendur
frá Libanon.
Þeir keyptu afgangsvopna-
birgðir i þessum fát æku rikjum.
Þá fengu Ghanamenn t.d. sér til
mikillar ánægju peninga fyrir
sendingu af rússneskum Kala-
shnikovbyssum, keyptum af Ni-
geriumönnum, sem höfðu tekið
þá herskildi frá Biafrabúum,
sem að sinu leyti höfðu keypt þá
frá Israelsmönnum sem höfðu
tekið þau herfangi i Egypta-
landi og Sýrlandi 1967. Á þennan
hátt komust þessar byssur aftur
tilMið-Austurlanda.Það er sagt
að bækur eigi sér örlög, svo er
greinilega einnig um vopn.
Þú finnur vopn og skotfæri
frá Tékkóslóvakiu og Sovétrikj-
unum i vopnaverzlunum I Jó-
hannesarborg i Suður-Afriku,
það virðist, sem engar útflutn-
ingsleiðir séu lokaðar fyrir
vopnasölu.
Skiljanlega eru þeir sem fást
við vopnasölu meira og minna
ljósfælnir. örvæntingafullir við-
skiptavinir, sem þurfa að verj-
ast, borga oft uppsprengt verð.
Enað enþjóðskuli selja annarri
vopn virðist vanhugsað, rétt
eins og að binda hrisbagga á
eigið bak. Það er röng rök-
semdafærsla. Vopnaframleið-
endur verða að flytja út til að
hafa efni á að gera rannsóknir
og finna enn öflugri eyðingarað-
ferðir. Og framleiðslan, sem
þannig hefur aukizt, á svo að
gera vöruna ódýrari.
Mútur hafa tiðkazt i vopna-
sölu i hundrað ár. Zaharoff var
nú ekkert feiminn og miður sin,
þegar hann þrýsti hendur
þeirra, sem gátu samið við hann
um vopnakaup. En þegar At-
lantshafssáttmálinn var gerður
og umfram allt þegar Vestur-
Þýzkaland gerðist aðili að hon-
um 1955, varð til markaðurfyrir
vopn, sem átti sér enga hlið-
stæðu i sögunni.
Brenndi skjölin
Þegar þú lest bók Sampsons,
skilurðu að Lockheedhneykslið
var nánast óhjákvæmilegt. Það
varð að staðla varnir Nató til
þess að þær væru árangursrik-
ar. Þess vegna kom aðeins ein
gerð af orustuflugvél til greina,
en átti það að verða Starfighter
frá Lockheed tí»a Tiger frá
Northrop- eða Supertiger frá
Grumman eða blátt áfram
franska Mirage frá Dassaul?
Nú reið á að keyra hestinn
sporum,þvi þetta var geysimik-
illsamningur, og nýi forstjórinn
hjá Lockheed, Dan Haughton,
sem fór a fætur kl. fjögur á
hverjum morgni, og tvær vaktir
af riturum og aðstoðarmönnum
þurfti til að hafa við honum,
hamraði á þvi við sölumenn sina
að allar aðferðir leyfðust. ,,Ot-
vegið mér fólk, sem heldur að
það veröi rekið, ef það kemur
ekki heim með samninginn i
vasanum,” var hann vanur að
segja.
Hvað átti sér stað bak við
tjöldin fram að haustinu 1958,
þegar þáverandi varnarmála-
ráðherra Vestur-Þýzkalands,
Franz Josef Strauss, valdi Star-
fightervélar Lockheed veit eng-
inn með vissu. Strauss brenndi
öll gögn málsins, þegar hann lét
af embætti varnarmálaráð-
herra.
En 18 árum sfðan undraðist
alheimur að Bernharð Hol-
landsprins hefði tekið við einni
milljón dollara og kannski
meira frá Lockheed og ekki einu
sinni hikað við að fara fram á
margar milljónir til viðbótar
þótt hann á sama tima gengi er-
inda Northrophergagnaverk-
smiðjanna.
Fyrstsvo mikið varum mútur
ogumboðslaun f hinu dyggðum-
prýdda Hollandi, hvernig skyldi
þá vera umhorfs i öðrum lönd-
um, þar sem minni nákvæmni
rikti? Spilin voru lögð á borðið
enþóttsitthvaðkæmiá daginn á
Italíu og i Japan, var það hrein-
asti barnaleikur i samanburði
við það sem átti sér stað í Ara-
balöndum.
Sumirkunnu að nota sér stöðu
Sina. Frá 1973 til 1974 juku
Bandarikjamenn sölu sfna á
vopnum og hergögnum úr 3,9
mÚljörðum og 8,3 milljarða og
helmingurinn fór til Iranskeis-
ara þessa ákafa áskrifanda
,,AviationWeek”oghann hótaði
allan tímann að kaupa af Rúss-
um, ef hann fengi ekki að kaupa
af Bandarikjamönnum.
Hann á nú mestu vopnabirgð-
ir heims utan Bandar íkjanna,
Sovétrikjanna og Evrópu,og
heimsótti fyrir skömmu Banda-
ikin i þvi skyni að kaupa enn
meira, og gaf að vanda í skyn að
til væru aðrir, sem gætu selt ef
Bandarikjamenn segðu nei.
Sa m pson sl ær þv i f östu að þa ð
sé ábatasamur starfi að selja
ungu þjóðunum i þriðja heim-
inum hergögn. Þróunarlöndin
eyddu meira fé til vopnakaupa
en i menntamál og heilbrigðis-
þjónustu. Þannig hafa þau um
langt skeið aðstoðað við að
greiða fyrir varnir stórveld-
anna.
Þetta er allt i stakasta lagi,
skulum við ætla að þeir hugsi
með sér karlarnir, sem selja
vopn — það eru engar konur i
þessari starfsgrein.
Þýtt SJ
Félag járn-
iönaðarmanna
Félagsfundur
verður haldinn miðvikudaginn 25. janúar
1978 i Lindarbæ, niðri.
Dagskrá:
1. Félagsmál.
2. önnur mál.
Mætið vel og stundvislega.
Stjórn Félags járniðnaðarmanna.
Söluskattur
/
Viðurlög falla á söluskatt fyrir desembermánuð 1977,
hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m.
Viðurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern
byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin
10%, en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir
hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta
mánaðar eftir eindaga.
Fjármálaráðuneytið
20. janúar 1978
Fulltrúi
kaupfélags-
stjóra
Staða fulltrúa kaupfélagsstjóra er laus til
umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar n.k.
Umsóknir er greini aldur, menntun og
fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra eða
starfsmannastjóra Sambandsins sem gefa
nánari upplýsingar.
Kaupfélag ísfirðinga.
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA