Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 17
 Sunnudagur 22. janúar 1978 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón SigurOsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og augiýsingar Sióumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. VerO i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. ... _ ... Blaðaprenth.f. Hagsýni og af koma íslendingar eru mikil atorkuþjóð. Hér er mikið unnið til sjávar og sveita og oft vasklega að verki gengið. Sjómannastéttin er óvilsöm,fólkið i vinnslu- stöðvunum kappsfullt og sveitamennirnir spyrja ekki um vinnustundir, þegar sá ergállinn á þeim. Þetta er fólk, sem sannarlega tekur til höndunum og liggur ekki á liði sinu. Okkur virðist sýnna um annað en nýtni og hagsýni. Allir vita að margir fiskstofnar á miðum okkar þola ekki nema hóflegt álag og þess vegna hafa ver- ið reistar loflegar skorður við þvi.að gengið sé allt of nærri þeim. Svipað gildir um annað sjávarfang, að fyrirmæli hafa verið gefin um það, hvenær þessi megi afla og hversu mikið. Við höfum skipakost til meiri afkasta, en væri sjórinn ógætilega sóttur, söguðum við sundur greinina,sem ber okkur uppi. Þessar veiðihömlur, sem við verðum að lúta og viljum lúta, ættu að vera hvöt til þess að nýta sjávarfangið sem bezt og gera það sem allra verð- mætast. Eigi að siður stöndum við enn i þeim spor- um að henda i sjóinn miklu verðmæti, sem sér- fræðingar telja að gæti verið milljarða virði. Ekki hefur heldur vakið neina sérstaka hreyfingu,hversu góð vara sá fiskur er, sem komið er með til hafnar á sumum stöðum á landinu. Vestfirðingar til dæmis njóta þess sjálfsagt,að þaðan er stutt sigling fyrir togarana af miklum fiskimiðum,en þar mun einnig koma til góð meðferð á fiski, fullkomin upp- skipunartækni og hröð löndun. Alkunna er,að bændur fá ekki þá umbun i kaupi,er þeir ættu að fá fyrir vinnu sina. Samtimis hefur á óþurrkasumrum verið leitazt við að reikna;hversu miklum skaða þeir hafi orðið fyrir á heyfeng sinum af völdum veðurlagsins. Þar hafa menn fundið háar tölur. En þetta hefur ekki megnað að valda neinum aldahvörfum um heyverkun i þeim landshlutum, þar sem menn hafa fram til þessa verið frábitnastir votheysverkun. Og það eru einmitt þeir landshlut- ar, þar sem mikil votviðri eru tiðust að sumrinu. Samt þýddi votheysverkun ekki einungis betri og öruggari nýtingu töðunnar og meiri afurðir með heimafengnu fóðri, heldur dygði einnig minni véla- kostur og minna hlöðurými, auk þess sem ánauð yrði minni á túnunum. Sagt er, að Strandamenn hafi manna mestan arð af búum sinum. Það er ekki af þvi,að þeir búi i gjöfulla héraði en aðrir, þótt þar séu að sumu leyti mikil landgæði. Þar kann m. a að koma til, að hjá þeim er votheysverkun fullkomnust á landinu. Um langt skeið var mikill misbrestur á þvi,að hirt væri um ullina af fénu.og svo kann enn að vera sums staðar. Samt er ullin bóndanum verðmæti, iðnaðin- um dýrmætt hráefni,fjölda fólks vinnugjafi og iðn- varningur úr ull verulegur gjaldeyrisauki. En þó að ullin komi til skila af fénu, þá er ekki allt fengið. Frá þvi hefur verið skýrt að ein af ullar verksmiðjum landsins,Álafoss,selji vélprjónað band til Suður-Kóreu, þar sem vinnuaflið er ekki hátt metið, en þaðan sé ullarvarningur, sem úr þvi er unninn sendur til baka á markað i Evrópu — ef til vill i samkeppni við okkar varning. Þar er óhyggi- lega að verki staðið. Þetta eru aðeins örfá atriði af mörgum. Hvað til dæmis um fullnýtingu úrgangsafurða i sláturhúsum, sem er nýjung á einum stað eða örfáum? Hvað um vinnslu verðmikilla lyfja úr fiskslógi og innyflum dýra? Hvað um kaup á útlendum lyfjum,þótt til séu innlend lyf, jafngild,en miklu ódýrari? Það er áreiðanlega margt,sem gera má til þess að bæta hag okkar, ef leitað er að veilunum. —JH 17 ERLENT YFIRLIT Hvað veldur fylgi Muzorewa biskups? Nkomo og Sithole sáu ekki við honum Owen utanrlcisráðherra Breta og Muzorewa. AÐ UNDANFÖRNU hafa far- ið fram i Salisbury, höfuðborg Ródesiu, viðræður milli Ians D. Smiths, forsætisráöherra leppstjórnarinnar þar, annars vegar, og þriggja blökku- mannaleiötoga hins vegar um breytingar á stjórnskipulög- um landsins, sem gangi i þá átt, aö svartir menn taki við stjórn landsins á tiltölulega skömmum tima. Tveir þess- ara blökkumannaleiötoga, Muzorewa biskup og Sithole, hafa hvor um sig sérstakar hreyfingar á bak viö sig, en sá þriðji, sem er minnst þekktur, er ættarhöföingi, sem talinn er njóta fylgis meöal fjölmenns þjóöflokks. Muzorewa og Sithole eru tveir af þeim fjór- um ættarhöföingjum, sem hafa komiö mest viö sögu á undanförnum misserum og tekiö hafa þátt i viðræðunum, sem hafa fariö fram aö frum- kvæöi Breta og Bandarikja- manna. Hins vegar hafa hinir tveir, Joshua Nkomo og Ro- bert Mugabe, ekki aöeins hafnaö öllum viöræðum viö Smith, heldur lýst þá Muzor- ewa og Mugabe hreina svikara fyrir aö ræöa viö hann. Hvorki Muzorewa ne Sithole hafa skæruliöa sér til fulltingis, en bæði Nkomo og Mugabe ráöa yfir skæruliöasveitum, aöal- lega þóhinn siðarnefndi. Þeim hefur talsvert veriö beitt I Ró- desiuaö undanförnu. Þótt Ró- desiustjorn geri lítið úr þvi, viðurkennir hún samt, aö skemmdarverk færist i vöxt. Þaö mun hins vegar fjarri lagi, aö þeir Nkomo og Mu- gabe.sem hafa með sér vissa samvinnu, ráöi yfir stórum hluta Ródesiu, eins og þeir héldu nýlega fram i tilkynn- ingu, sem þeir birtu. Stjórn Ians Smiths viröist enn hafa alltraust tök i öllu landinu, þótt hún geti ekki komið I veg fýrir aukin hermdarverk. FREGNIR FRA Ródesiu benda nær allar til þess, aö sá þessara fjögurra leiötoga, sem nýturmestrar lýöhylli, sé Muzorewa biskup, þótt hann sé þeirra lélegastur ræöu- maöur og minnstur fyrir mann aö sjá. Menn velta þvi þess vegna fyrir sér, hvaöa ástæöurgetivériö fyrir þvi, aö Muzorewa hefur náð slikum vinsældum. Liklegasta skýr- ingin er sú, aö hann vekur traust meö látlausri fram- komu sinni. Þaö hefur og vafalaust sitt aö segja, aö hann er maöur kirkjunnar, en hUn á sterk itök meöal blökku- manna i Ródesiu. Auk þess, sem aö framan greinir, hefur Muzorewa þá sérstöðu að hann kom,«iöastur þeirra fjórmenninga fram á stjórnmálasviðiö. A vissan hátt má segja, aö þaö hafi gerzt fyrir tilviljun. Þeir Nkomo og Sithole höföu þá myndaö sina sjálfstæöishreyf- inguna hvor, en ýmsum þótti þessi klofningur óæskilegur og hvöttu þá til aö sameina hreyfingarnar. Þetta varö Ur. Ný hreyfing var stoftiuð, en ekki náöist samkomulag um, aö Nkomo eöa Sithole y röi for- ingi hennar. Eftir langt þóf varö samkomulag um, aö Muzorewa yröi fenginn til for- ustu. Hann féllst á þaö eftir góða umhugsun. Nkomo haföi stutt Muzorewa til forustu i tr austi þess, aö hann gæti haft Muzorewa I vasanum. Sithole mun sennilega hafa gert sér vonir um hiö sama. Þetta gerðist fyrir tæpum átta ár- um. Muzorewa fór ekki geyst af stað, en hægt og hægt þok- aði hann þeim Nkomo og Sit- hole til hliöar, unz þeir sáu þann kost vænstan aö hrökkl- ast alveg burtu, og stofnuöu þeir þá á ný sinar eigin hreyf ingar, sem ekki hafa náö veru- legrifótfestu. Hreyfingin, sem Muzorewa stjórnar.er nU lang- öflugasti pólitiskur félags- skapur blökkumanna I Róde- siu. Olikt öllum hinum leiðtog- unum hefur Muzorewa aldrei veriö i fangelsi, en landflótta öðru hverju. Hann sneri sér ungur að guðfræðinni og stundaöi um skeiö nám viö skóla meþódista i Missouri og Tennessee i Bandarikjunum. Fljótlega eftir heimkomuna varö hann biskup meþódista og vann sér gott álit meöal trUbræðra sinna. VIÐRÆÐUM blökkumanna- leiötoganna þriggja og Ians Smiths hefur nU miöaö þaö áfram, aö samkomulag er um að kosið skuli bráðabirgða- þing,skipað 100 þingmönnum, og skulu 28 þeirra kosnir af hvitum mönnum. Þetta þykir mikilsveröur áfangi. NU er verið að ræða um þaö, sem þykir skipta einna mestu máli, en þaö er tilhögun öryggis- mála I landinu eftir aö Smith-stjórnin lætur af völd- um. Þetta hefur reynzt einn mesti ásteytingarsteinninn i viöræðum þeim, sem Banda- rikjamenn og Bretar hafa beitt sér fyrir. Náist sam- komulag um þetta, þykir ekki horfa óvænlega um heildar- samkomulag. Muzorewa bisk- up hefur jafnan lagt áherzlu á, að ekki mætti hrekja hvita menntafarlausti burtu, þvi aö blökkumenn væru enn ekki undir þaö bUnir aö taka viö stjórn atvinnumála og efna- hagsmála i landinu. Þ.Þ. Abel Tendekayi Muzorewa biskup

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.