Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 12
12
Sunnudagur 22. janúar 1978
TÍMARIT UM
ÍSLENZKA SÖGU
Saga
Timarit Sögufélags
XV
Ritstjórar
Björn Teitsson og Einar Lax-
ness.
Þetta hefti Sögu byrjar á
stuttri yfirlitsgrein eftir Einar
Laxness um 75 ára starfsferil
sögufélagsins. Er það góð og
gagnleg áminning um þaö starf
sem félagið hefur unnið og á
fyrir höndum. Þær ástæður sem
stofnendurnir töldu til stofiiunar
félagsins eruennfyrir hendi. Og
enn sem fyrr fer það eftir undir-
tektum almennings hverju fé-
lagið kemur í verk.
Gamalt biskupsbréf kemur i
leitirnar. Þórarinn Þórarinsson
frá Eiðum segir sögu af þvi.
Bréf það sem hér er um að
ræða, er bréf frá ögmundi bisk-
upi Pálsyni til Klemens páfa,
ritað i' tilefni af deilum
ögmundar við Jón Arason um
það bil sem hann varð biskup.
Svarbréf páfa til ögmundar
hefur verið kunnugt, þar sem
það er prentað i norska forn-
bréfasafninu.
Ekki er mikið nýtt á þessu
-------------V
vió gerum
grínað
veróbólgunni
SKODA AMIGO 120 L kostar nú aðeins kr. 1.095.000-
JÖFUR HF.
AUD8REKKU 44-46 - KÓPAVOGI - SÍMI 42600
þaö er góð fjárfesting að panta sér AMIGO strax
---því ekki er vitaó, hversu lengi okkur tekst, aó halda veróbólgunni I skefjum-
AMIGO Vegna sölumets á síóasta ári,náóust samningarvió söluaóila
um sérstaklega lágt veró á takmörkuóum fjölda bíla.
Næsta sending hækkar verulega.
AMIGO 5 manna — 4ra dyra.
AMIGO Sparar yóur tugþúsundir árlega.
(Bensíneyósla aóeins7,6á100 km.)
10 102
bréfi að græða því að það segir
litið umfram það sem ráða
mátti af öðru. Hins vegar er
grein Þórarins skemmtileg,ekki
sizt fyrir það að hún segir frá
manninum sem bréfið fann, en
hann heitir fullu nafni Frank
Eadmund Bullivant, kaþólskur
klerkur enskrar ættar, sem
stundaði nám i islenzku við Há-
skóla íslands 1955-1956 ,,og
gerðistviðþá dvöl mikill vin-
ur islenzkra fræða.”
Aðalgeir Kristjánsson birtir
hér „áhtsgerð Skúla Magnús-
sonar 1784 um brottflutning Is-
lendinga vegna móðuharðind-
anna”. Sennilegahefðinúdugað
að kalla þetta álit Skúla og veit
ég ekki hvað álitsgerð er fyllra,
og venja er að láta sér nægja að
tala um nefndarálit en ekki
nefndarálitsgerð. En Aðalgeir
skrifar inngang að þessu áliti
landfógetans og gerir þar grein
fyrir þeim umræðum sem vitað
er að voru um mannflutninga af
landi burt. Sumt er óljóst um
það, en vitað er að stjórnin hef-
ur reifað þá hugmynd að flytja
500 nauðstaddra manna til
Kaupmannahafnar. Þó er ljóst
af áliti Skúla að talað hefur ver-
ið um flutminga á Jótlandsheið-
ar eða til Finnmerkur. Niður-
staða Aðalgeirs er sú, að veru-
legur útflutningur hafi senni-
lega verið til umræðu hjá
stjórninni þó að skjalleg frum-
gögn um það séu ekki tiltæk. En
Skúli Magnússon taldi að ís-
lendingár ættu betri kosta völ
heima á Islandi ef rétt væri
staðið að atvinnumálum þar.
Það er i samræmi við allt lifs-
starf hans sem lengi hefur verið
metið og lofað.
Hugleiðing um þrælahald á
Islandi eftir Peter G. Foote sem
er prófessor i norrænum fræð-
um við Lundúna háskóla, en
Guðrún Guðmundsdóttir hefur
þýtt greinina úr ensku. Þessi
hugleiðinger skemmtilegt rabb,
en ekki finn ég þar neinar nýjar
skýringar á þrælahaldi og af-
námi þess.
Þá birtir Bergsteinn Jónsson
þætti úr dagbókum Jóns Jóns-
sonar frá Mjóadal. Þeir eru frá
árunum 1861-1873, en á þeim
tima bjó Jón á Jarlsstöðum og
Mjóadal, en er kominn með fólk
sitt vestur um haf að lokum.
Sumt er birt orðrétt en annað er
endursögn. Þessir þættir eru
einkum heimild um búskap i
Bárðardal fyrir rúmum 100 ár-
um. Jón þessi var faðir Helgu
sem seinna giftist Stephani G.
en Sigurbjörg móðir hennar og
Guðmundur faðir Stephans voru
systkini.
Að leiða konur i kirkju heitir
grein eftir sr. Sigurjón Einars-
BRONCO '74
til sölu
Litur: grænsanser-
aður, vél: 8 cyl. bein-
skiptur, transistor-
kveikja, aflstýri. Mjög
vel með farinn og fall-
egur bíll.
Upplýsingar í síma:
84077 og 71020. svæðis-
númer 91.