Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 21

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 21
Sunnudagur 22. jataiiar 1978 21 22.10 íþróttirHermann Gunn- arsson sér um þáttinn. 22.30 Veþurfregnir. Fréttir. 22.45 Kvöldtónleikar: Frá út- varpinu i Varsjá a. Konsert i' d-moll fyrir tvær fiölur og strengjasveit eftir Johann Sebastian Bach. Julia Jakimowicz, Krzysztof Jakowicz og kammersveit Pólsku filharmoniusveitar- innar leika. Stjórnandi: Karol Teutsch. b. Trió i G-dúr eftir Joseph Haydn. Varsjártrióið leikur. c. Sin- fónlsk tilbrigði eftir César Franck. Maria Korecka pianóleikari og Utvarps- hljómsveitin i Kraká leika. Stjórnandi: Tadeusz Strug- ala. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Sunnudagur 22. janúar 1978 16.00 Húsbændur og hjú (L) Breskur myndaflokkur. A nýjum vettvangi Þýðandi Kirstmann Eiösson. 17.00 Kristmenn (L) Breskur fræöslumyndafiokkur. 5. þattur. Orðsins makt Þrenn meiri háttar trúarbrögð hafa oröið til I Austuclönd- um nær, gyöingadómur, kristni og múhameöstrú. Margt er sameiginlegt með þessum trúarbrögðum og menning I þessum löndum að mörgu leyti af sömu rót sprottin. En undanfarin þúsund ár, eða frá dögum krossfaranna, hafa kristnir og múhameðstrúarmenn borist á banaspjót. Þýðandi Guðbjartur Gunnarsson. 18.00 Stundin okkar (Laðhl.) Umsjónarmaður Asdis Emilsdóttir. Kynnir ásamt henni Jóhanna Kristin Jóns- dóttir. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 19.00 Skákfræðsla (L) Leiö- beinandi Friðrik Ólafsson. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Eldeyjan Fyrir réttum fimm árum, eöa aöfaranótt 23. janúar 1973, hófst eldgos í Heimaey. Mynd þessa tóku Asgeir Long, Ernst Kettler, Páll Steingrimsson o.fl., og lýsir hún eynni, gos- inu og afleiðingum þess. Myndin hlaut gullverölaun á kvikmyndahátið i Atlanta i Georgiu. 20.55 Röskir sveinar (L) Sænskur sjónvarpsmynda- flokkur i átta þáttum, byggöur á sögu eftir Vil- helm Moberg. 2. þáttur. Efni fyrsta þáttai;: Gústaf er vinnumaður á bæ i Smá- löndum. Eftir erfiða vinnu- viku er upplifgandi að bregða sér á ball á laugar- dagskvöldi. Gústaf kemur heim einn morguninn eftir viðburöarika nðtt og sinnast þá við húsbóndann og slær hann niður. Siðan flýr hann til skógar. Hann er hungr- aður og illa haldinn, en hitt- ir vinnustúlku, sem gefur honum aö boröa. Skömmu siðar fréttir hann, að Já'ger- schiöld kaptein vanti nýliða I herinn. Hann sýnir, hvers hann er megnugur, og kap- teinninn tekur honum tveimur höndum. Þýðandi Óskar Ingimarsson. (Nord- vision — Sænska sjónvarp- iö) 21.55 Nýárskonsert i Vinar- borg (L) Filharmoniu- hljómsveit Vinarborgar leikur einkum dansa eftir Strauss-feðga. Stjórnandi Willi Boskovsky. (Evróvision — Austurriska sjónvarpið) 23.05 Aö kvöldi dags (L) Séra Skirnir Garöarsson, sóknar- prestur i Búðardal, flytur' hugvekju. 23.15 Dagskrárlok r David Graham PhiIIips: j 121 SUSANNA LENOX JánHélgason ná sér, og eftir stutta stund var engan lasleika að sjá á henni. Henni leið meira að segja betur en áður. Og nú sá hún hlutina í nýju Ijósi. AAaría Hinkle sat hjá henni meðan hún drakk teið. ,,Bauð Gideon þér ekki til sín?" Hún heyrði á öllu, að Jef f ries hafði lagt henni þessa spurningu í munn. — Hann spurði hvort ég vildi ekki borða með sér kvöldverð, og ég þekktist það". — Áttu fallegan kjól — kjól, sem þú getur verið í hjá honum?" — Þessi léreftskjóll er eini kjollinn, sem ég get verið í. Hitt er vetrarkjóll". — Ég skal útvega þér kjól hérna — ég á við, að þú skulir fá lánaðan kjól. Þetta er í þágu fyrirtækisins, eins og þú skilur. Það ríður á, að Gideon kaupi. Það er um þúsundir að tefla". — Þaðer áreiðanlega ekki hægtað finna neinn, sem er mátulegur mér, í svona skyndingu", sagði Súsanna, sem vildi komast hjá því að ganga í f líkum, sem hún átti ekki. — Ojú-jú. Þú ert einmitt þannig vaxin. Ég skal finna hvítan kjól handa þér — og hvítan og svartan hatt. Ég þekki þetta og man eftir einum, sem myndi fara þér framúrskarandi vel. Súsanna hreyfði engum andmælum. Henni var nákvæmlega sama, hvað gert yrði við hana. Henni fannst þetta allt vera eins og sýning, sem hún tæki engan þátt í, og þarna sæti hún eins og gersamlega skeytingar- laus áhorfandi. Eftir fáeinar mínútur kom Jeffries másandi og blásandi, hvimandi og skimandi eins og hæna, sem er nýbúin að unga út. ,, Nú líður yður betur, er það ekki?" sagði hann áður en hann hafði gef ið sér tima til þess að lita á hana. ,,Já, já- já. Þetta líður auðvitað f rá. Og þér munið skemmta yður vel með Gideon . Hann er prúðmenni — hann veit, hvernig hann á að haga sér í návist kvenfólks .... Ég sagði við sjálfan mig undir eins og ég sá yður: ,,Jeffries", sagði ég, „Jeffries! Þetta er happastúlka". Og það eruð þér líka, vina mín. Kaupin takast áreiðan- lega. En þér megið auðvitað ekki minnast einu orði á við- skipti, þér skiljið það?" „Já", sagði Súsanna þreytulega. „Hann er prúðmenni, það vitið þér, og það nær ekki neinni átt að spilla skemmtilegri kvöldstund með við- skiptaþref i. Þér skuluð bara snúa honum í kringum yður eins og það væru hvorki til kápur né kjólar. Það metur hann við yður. Ef þér stjórnið honum fallega, skal ég sjá um, að yður verði launað það fallega. Fallegan kjól — þennan, sem við lánum yður — ef hann kaupir eitthvað hjá okkur. Kjólinn og tuttugu og fimm dali að auki, ef hann kaupir allt hjá okkur. Hvernig líztyðurá það?" „Þakka yður fyrir", sagði Súsanna.,, Ég geri það, sem ég get". „Þér vinnið hann, þér vinnið hann. Ég er eins viss um það og þótt ég hefði pöntunina hans hérna fyrir f raman mig". Það fór hrollur um Súsönnu. „Þér skuluð — þér skuluð ekki treysta allt of mikið á mig", sagði hún hægt. „Því miður liggur ekkert vel á mér". „Það eru kannski peningakröggur?" Jeffries hugsaði sig um og tók svo af skarið. Þetta var auðvitað mikið örlæti af harðsvíruðum kaupsýslumanni. „Þér getið litið til gjaldkerans um leið og þér farið. Hann borgar yður vikukaupiðfyrirfram". Jeffries hugsaði sig betur um og þótti þá vissara að gera ekki neitt, sem gæti gef ið hættu- legt fordæmi.,, Ekki tíu, en segjum sex, skiljið þér? Þér eruð ekki búin að vera vikuna hjá okkur". Og svo f lýtti hann sér burt, hálfsmeikur við tilhliðrunarsemi sina — þetta augnabliks-ístöðuleysi sem hafði fengið hann til þess að víkja frá öllum heilbrigðum viðskiptareglum. „Það er eins og Jónas segir, ég á það til að vera hreinasti ráðleysingi — alveg þreklaus", tautaði hann. „Ég verð einhvern tíma rúinn inn að skyrtunni". Jeffries lét AAaríu Hinkle fara heim með Súsönnu, bera fyrir hana kjólinn og hattinn og hjálpa henni að búa sig og „koma henni almennilega af stað. Allir voru orðn- irsnortnir af hugaræsingi Jeffries, og Súsanna að sjálf- sögðu líka, jafn næmgeðja og hún var. Hún var mjög kvíðafull við tilhugsunina um þá ábyrgð, sem hvíldi á henni, algerlega reynslulausri í þessum efnum. Hana sundlaði við þá tilhugsun, að ef til vill myndi sér mistak- ast að gera það, sem hún átti að gera, fyrir þá, sem höfðu verið henni svo góðir. „Áttu langa, hvíta hanzka?" spurði AAaria Hinkle, er þær voru komnar spölkorn út í Breiðstræti — hún með kjólinn, Súsanna með hattinn. „Bara tvenna stutta". „Þú verður að vera með langa, hvíta hanzka — og i hvítum sokkum". „Ég hef ekki efni á því". „O-o, Jef f ries sagði, að ég skyldi spyrja þig að þessu — og kaupa þetta bara, ef þú ættir það ekki". Þær fóru inn i eina búðina. Súsanna ætlaði að borga en AAaría tók f ram f yrir hendurnar á henni. „Það getur ver- ið, að þú fáir peningana aftur, þó að þú borgir, en það getur líka brugðizt til beggja vona", sagði hún. „En borgi ég, fæ ég peningana orðalaust". Kjóllinn, sem AAaría hafði valið handa henni, var hvít- ur, fínlegur og fallega f leginn í hálsmálið og með hálf- ermar, eins og þá var tízka. „Þú hef ur svo fallega hand- leggi og háls", sagði AAaría. „Og hendurnar á þér eru líka yndislegar —þess vegna trúi ég þvi ekki, að þú hafir nokkurn tíma unnið, ekki að minnsta kosti lengi. Þegar þú kemur inn í salinn og sezt og dregur hanzkana af þér — svona, hægt og kæruleysislega — og styður svo olbog- anum á borðið — hugsaðu þér, hvernig hann iðar þá í sætinu". AAaría virti hana fyrir sér með óblandinni öf- und, en þó fullri vinsemd. „Ef þú kemst það ekki, þá er það af því, að þú ert bleyða. Og það ertu ekki". „Jú, ég held, að ég sé það", svaraði Súsanna. „Ég held, að ég sé það, sem fólk kallar bleyða — og sjálfsagt er ég það líka". „Þá ríður á að gæta sín", sagði AAaría í viðvörunartón. „Þú verður að berja þannig tilhneigingar niður. Fegurð- in er vitagagnslaus stúlku, sem ekki er nógu skynsöm. Göturnar mora af fallegum stúlkum, sem selja sig til þess að draga fram lífið. Það hefur alltaf bagað mig, hvað ég er bljúglynd og veik á svellinu, ef mér er klapp- að lof í lófa. Ég var of lagleg, og mér veittist allt of létt að bjarga mér einhvern veginn. Þú — ég gæti trúað, að þú — að þú vrir nógu skynsöm, ef þú þyrðir að beita vit- inu. En hvaða gagn er þá að því? Þá er eins gott að vera eins og hinir kjánarnir. Og svo er það þetta, að þú verður að vara þig á því að vera ekki of sýtin á smámuni . Þær fara alltaf flatast, sem eru of viðkvæmar og pempíuleg- ar. Berðu mig fyrir því. Ég hef svamlað í gegnum þetta allt". Súsanna varð ennþá kvíðnari. Þessi miður skemmti- legu sannindi gerðu hana örvilnaða. Hvernig var þetta lif? Ef hún átti að velja á milli þeirrar siðfræði, sem henni haf ði verið innrætt í æsku, og þeirrar siðf ræði, sem lif að var eftir í heiminum — hvort var rétta leiðin? AAaria Hinkle féll alveg í stafi, er hún sá herbergis-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.