Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 8
8
Sunnudagur 22. janúar 1978
Gilsbakki i Hvítársiðu um 1900
Ingólfur Davíðsson:
206
Byggt og búið
í gamla daga
Kaþólska kirkjan I Reykjavik 1933
Liklega menntaskólapiltar
Gilsbakki i Hvitársiðu i
Borgarfirði er frægur frá fornu
fari. Á söguöld bjó þar Illugi
svarti, annar mesti höfðingi i
Borgarfirði, en Þorsteinn á
Borg Egilsson. Um börn þeirra
höfðingjanna, Helgu fögru á
Borg og Gunnlaug ormstungu á
Gilsbakka, fjallar hin fræga
Gunnlaugs saga ormstungu,
sem orðið hefur skáldum ærið
yrkisefni og þýdd hefur verið á
fjölmörg tungumál. Hátt ber
Gilsbakka og er þaðan hin feg-
ursta útsýn. Hefur Steingrimur
Thorsteinsson skáld dáð hana
mjög i Gilsbakkaljóðum. Al-
kunn er og Gilsbakkaþula:
„Kátt er á jólunum, koma þau
senn” o. s. frv.
Gilsbakki er mjög viðlend
jörð enn i dag, þótt ekki sé sem
fyrrum, en þá taldi Gilsbakka-
kirkja sér silungsveiði nær alla
á Tvi'dægru og Holtavörðuheiði,
allt vestur til Snjófjalla, og
fjaðra- og fuglatekju á þeim.
Margir merkir klerkar hafa
verið á Gilsbakka, t.d. hinn sið-
asti, séra Magnús Andrésson
1881-1918. Var hann prófastur og
alþingismaður. Stofnaði bind-
indisfélag og lestrarfélag i
prestakalli sinu. Nú er á Gils-
bakka útikirkja frá Reykholti. Á
myndinni af Gilsbakka um 1900
sést Magnús Andrésson prófast-
ur ásamt nokkru af heimilisfólki
sinu.
Margir þekkja húsið Laufás
við Laufásveg i Reykjavik. en
það ber nafn kirkjustaðarins
sögufræga Laufáss við Eyja-
fjörð. Myndin sýnir Laufás i
Reykjavik um aldamótin. Bisk-
upinn, Þórhallur Bjarnarson,
rak mikinn búskap jafnframt
embætti sinu, og var nokkur ár
formaður Búnaðarfélags ís-
lands. Hið stóra Laufástún
hvarf smám saman undirhús og
götur.
Enn er vænn túnblettur um-
hverfis kaþólsku kirkjuna og
kýrvoru þar enn á beit 1933 eins
og myndin sýnir. Mikið þykir
mér sú kirkja prýða Reykjavik.
Frú Ragnheiður í Jónsdóttir
hefur léð „myndsjármynd”
reykviska sem Magnús Ölafs-
son ljósmyndari hefur tekið, lik-
lega um aldamótin. Fljótt á litið
virðast þarna rosknir og ráð-
settir Reykjavikurborgarar i
sparifötunum sinum, en ætli
þetta séu raunar ekki „bara”
skólapiltar á ferð á einhverjum
hátiðisdegi skólans? Slikir hætt-
ir tíðkast enn. Kannski getur
einhver gefið upplýsingar um
myndina?
Biskupssetrið I Laufási i Reykjavlk um 1900