Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 22. janúar 1978 BMíiíiia ,,Sá er eldur heitastur, er á sjálfum brennur” Islenzkir atvinnurekendur hafa að vonum kveinkað sér mjög undan oki hávaxtastefn- unnar, sem þeir hafa nú umlanga hríð borið á herðum sér. Það er ekki svo ýkja langt siðan Morgunblaðið hefur það eftir Jónasi Haralz, Lands- bankastjóra, að frekari hækk- un vaxta sé nú brýnast nauð- synjamál í íslenzku efnahags- lifi. I áramótagrein sinni í sama blaði víkur forsætisráð- herra einnig að vaxtamálum. Þar er ekki verið að boða lækk- un vaxtanna, heldur hið gagn- stæða. I Þjóðviljanum hefur Lúðvik Jósefsson hvað eftir annað stigið fram á ritvöllinn sem skeleggastur andófsmað- ur hinna háu vaxta. Sannast hér hið fornkveðna, að sá er eldur heitastur, er á sjálfum brennur. Lúðvík er sem kunn- ugt er tengdur meiri háttar fyrirtækjum í útgerð og fisk- vinnslu á Norðfirði austur. Þess konar starfsemi þekkja Jónas og Geir aftur á móti að- eins af afspurn. Margfaldur fjármagns- kostnaður islenzkra framleiðenda Vilji menn líta á vaxtamálið af sanngirni, þarf ekki um það að deiia, hvort vextir hér á landi eigi að vera háir eða lág- ir. Meðan ekki tekst að vinna bug á verðbólgunni, hljóta vextirnir að vera í hærra lagi í samanburði við það sem ger- ist með grannþjóðum okkar. Spurningin er því sú, hvort við eigum að búa við háa vexti eða hvort við eigum að halda áf ram að teygja vaxtamálin út í þær öfgar, sem f yrr eða síðar munu leiða íslenzktatvinnulíf í algjöra sjálfheldu. Hverjum hugsandi manni hlýtur að vera Ijóst, að útflutningsiðnaður á (slandi fær ekki til lengdar staðizt þá raun að greiða vexti, sem eru allt að þrisvar til þris- var og hálf u sinni hærri en þeir vextir, sem samkeppnisaðilum i grannríkjum okkar er gert að greiða. Hér við bætist sú stað- reynd, að sérhvert innflutt f ramleiðslutæki tekur hér á sig álögur ýmsar og aðflutnings- gjöld, sem annað tveggja eru ójáekkt í samkeppnislöndum okkar eða eru þá miklu lægri en hér gerist. Þegar saman eru lögð þau tvö atriði, sem nú var vikið að — margfalt hærri vextirog mun hærra innkaups- verð tækja — verður niður- staðan árlegur fjármagns- kostnaður íslenzkra framleið- enda, sem er margfalt hærri en hjá keppinautum þeirra í grannlöndum okkar — e.t.v. 5 til 7 sinnum hærri. Svona geig- vænlega þungar geta þær klyfjar orðið, sem öfgakennd stjórnun efnahagslífsins legg- ur mönnum á herðar. Hlutur sparif járeigenda Aður en lengra er haldið þykir rétt að víkja að hlut sparifjáreigenda, sem mjög hef ur verið haldið á lofti í um- ræðum um þessi mál. Það er venja forgöngumanna há- vaxtastefnunnar að ræða um sparifjáreigendur, eins og væru þeir einangraður þjóð- félagshópur, dæmdur til þess að tapa á verðbólgunni, meðan allir aðrir græða. Nú væru þessi rök góð og gild, ef svo hagaði til, að þjóðin skiptist í tvo flokka: annars vegar þá, sem eiga fasteignir og skulda, hins vegar þá, sem eiga engar fasteignir og geyma fé sitt í innlánsstofnunum. En svona einfalt er'málíð ekki Vitaskuld er það staðreynd, að f ólk tapar á verðbólgunni af þvi sparifé þess rýrnar, og einnig er það siaðreynd, að fólk græðir á verðbólgunni af því fasteignir þess hækka í verði. Hins vegar verða menn að átta sig á, að hér á sama fólkið að verulegu leyti hlut að máli. Sé um undantekningar að ræða, og þá er átt við þá, sem tapað haf a á verðbólgunni án þess að hafa hagnað á móti, þá hafa tölvu- meistarar þjóðf élagsins áreiðanlega leyst annan eins vanda og þann að búa til ein- hverja skynsamlega formúlu, að bæta þessu fólki skaðann. Nú slái bændur tún sín þrisvar Vaxtaprósenta er í sjálf u sér ekki annað en mælikvarði á af- rakstur þess fjármagns, sem notaðer við tiltekna starfsemi. Þróun viðskiptamála í hinum vestræna heimi hef ur um langt skeiðverið með þeim hætti, að við hæf i hef ur þótt að gera ráð fyrir 10 til 15 prósent tekjuaf- köstum fjármagnsins. Þetta eru þær prósentur, sem allt viðskipta- og peningakerfi okkar heimshluta hefur lagað sig eftir, rétt eins og þeir sem búskap stunda hljóta að laga sig eftir veðurfari, hver á sinni breiddargráðu.Við höfum séð* takmörkuð og tímabundin frá- vik frá þeim tölum, sem nú voru f ram settar, bæði niður á við og upp á við, til þess að mæta tilteknum tímabundnum kringumstæðum, en ekki vit- um við dæmi þess, að aðrar þjóðiren Islendingar hafi sagt sig svo gersamlega úr lögum við hið efnahagslega umhverf i í okkar heimshluta. Að ákveða með tilskipun, að fjármagn í atvinnurekstri skuli skila allt að þreföldum þeim vöxtum, sem taldir eru í hærra lagi með öðrum þjóðum með svipað efnahagskerf i, er í sjálf u sér jaf n mikið út í bláinn og að ákveða, að nú skuli bændur slá tún sín þrisvar, þar sem áður var til siðs að slá einu sinni eða tvisvar. Hver einasti maður sem komið hefur nálægt atvinnu- rekstri veit, að f yrirtækin haf a enga möguleika á að svara 24 til 36 prósent vöxtum af al- mennu rekstrarfé. Hagnaðar- von í íslenzkum atvinnurekstri er ekki með þeim hætti, að þetta sé mögulegt. Ef rekstur- inn getur ekki skilað þessum vöxtum, er sú hætta vissulega fyrir hendi, að það lánsfjár- magn sem fyrirtækin komast yfir, leiti þeim mun fremur í f járfestingar sem þar er meiri hagnaðarvon. Þannig er há- vaxtastefnan beinlínis til þess fallin að draga úr framleiðslu og hvetja til ótímabærra f jár- festinga. Um mismunandi vaxtataxta I umræðum um vaxtamálin hafa forvígismenn banka- kerfisins bent á, að afurða- lánavextir séu mun lægri en aðrir útlánsvextir. Þetta er að sjálfsögðu alveg rétt og þetta ber að þakka. Ef afurðalánin hefðu fylgt hinni almennu vaxtaþróun hérlendis, væri út- f lutningsiðnaðurinn vílsast kominn í strand. Um hitt má svo aftur deila, hversu heil- brigt það er í framkvæmdinni að beita samtímis nokkrum mismunandi vaxtatöxtum. Munurinn á yfirdráttarvöxt- um og vöxtum á vaxtaauka- lánum er nú orðinn slíkur, að af komumöguleikar hvers fyrirtækis, sem f jármagnað er að verulegu leyti með lánsfé, geta ráðizt af þessum mun. Hóflegur vaxtamunur, sem ræðst af mismunandi stigi áhættu, á að sjálfsögðu fullan rétt á sér. Það er hins vegar ógreiði við þá menn, sem gert er að ráðstafa hinu takmark- aða lánsfé þjóðarinnar, að þeir hafi í hendi sér ákvörðun um vaxtaprósentu, sem aftur get- ur þýtt líf eða dauða fyrir lán- takandann. Sýnum sanngirni og hófsemi Enginn þarf að láta sér detta í hug, að hægt sé með einu pennastriki að hverfa frá þeirri öfgastefnu í vaxtamál- um, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. A erfiðum tím- um ber mönnum að sýna hóf- semi og sanngirni í kröfum. A þessu kosningaári skulum við því ekki setja markið hærra en svo, að horfið verði frá öllum fyrirætlunum um frekari hækkun vaxta. Jafnframt skulum við óska þess af stjórnvöldum, að þau geri skynsamlega áætlun um nokkra lækkun vaxta á næstu 2 til 3 árum. Verði þessum ósk- um ekki sinnt — verði haldið fast við fyrirætlanir um enn frekari hækkun vaxtanna — hljóta landsmenn að líta svo á, aðstjórnvöld hafi nú endalega og skilyrðislaust gefizt upp í glímunni við Glám verðbólg- unnar. Skuggi HUGLEIÐINGAR UM HÁVAXTASTEFNU PROFKJOR Bolungarvík: Konur í framsóknarmanna iii bergarstjórnar Við minnum á að Gerfiur Steinþórsdóttir býður sig fram sem væntanlegur borg- arfulltrúi í prófkjöri Fram- sóknarflokksins21. til 22. jan- úar. Upplýsingar prófkjörsdag- ana í síma 1-28-21, Skúlagötu 32,3ju hæð. STUÐNINGSMENN. r ækj u vinnslu vilja bónus FI — Konurí rækjuvinnslunni I hraöfrystihúsi Bolungarvfk- ur fóru f ram á þaö í vikunni aö fá bónus á sina vinnu, lfkt og þær sem vinna viö frystingu og pökkun. Bónusákvæðiö er ekki i ný- gerðuni sanningum ASV og vinnuveitenda og varö þessi ágreiningur til þess að ekki var útséö um, hvort rækjuver- tiðin i norðanverðu Djúpi gæti hafizt á tilsettum tima, þar eð vinnuveitendur töldu bónus- kerfi við rækjuvinnslu litt framkvæmanlegt. Málin hafa verið jöfnuð á þann veg, aö konurnar byrja að vinna viö rækjuna strax á morgun, en siðan verða tima- mælingar athugaðar i þessu sambandi. Unglingar mölva rúður í Reykjavík Fl — Rólegt var i borginni i fyrri- nóti aö sögn lögreglunnar, nema hvað unglingar réðust að glugga- rúöum verzlunarinnar Torgsins i Austurstræti og mölvuöu þær. Einnig voru rúðubrot framin við inngang að efri hæð hússins að Laugavegi 18. Ekki var fullsetið i fangageymslum lögreglunnar. Tlfittitmer I f pemstgar I f AuglýsM íTiifiiaitum ? 09900&90Q9 OQ&Q&Qœ 50 ©«• w*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.