Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. janúar 1978 7 ‘ r' / < •; Smábúskapurinn einn getur unnið bug á hungrinu, segja sérfræðingarnir nú Smábóndinn, bj argræðið í hungur- löndunum Það eru smábændurnir, sem geta orðiðveröldinnitil bjargar. Þetta eru þær hugmyndir sem það fólk sem sinnir málum hungurlandanna, bindur helzt vonir staar við. Og i þessa átt renna þeir lika helzt vonaraug- um sem velta þvi fyrir sér hvað gerist, þegar eyðsluþjóðirnar eru búnar að sóa orkugjöfum jarðarinnar og margvislegum málmum. Til skamms tima var alltönn- ur skoðun drottnandi meðal þeirra sem helzt stjórnuðu þvi hjálparstarfi, er fram fór i van- þróuðum löndum. Að nokkru leytistriðirþetta gegn þeim við- horfum sem enn eru ráðandi i mörgum löndum, sem skammt eru á yeg komin. Aður var mest talað um iðnað, litil verkstæði eða firnastórar verksmiðjur sem áttu að veita fólki vinnu og auka kaupgetu þjóðanna. Velsæld allra átti sjáifkrafa að koma i kjölfar aukinnar framleiðslu. Nú virðist mörgum meiri og happa- drýgri viðreisnar aö vænta, ef rækt er lögð við hina fátækustu meðal allra fátækra — leiguliða i sveitum og landlausa verka- menn. Litil skák handa hverjum ein- um, er nú kjörorðið. Þá geta hinir soltnu sjálfir fætt sig. Fái þeir einhverja fræðslu frá vis- indamönnum og fyrirgreiðslu frá stjórnarvöldum, eða þá auðugum löndum, sem ekkert munar um að láta i té útsæði, fá- brotin verkfæri og tilbúinn áburð, má smám saman koma miklum fjölda fólks á sporið. Þessu fylgir að sjálfsögðu að skipta verður landinu réttlát- lega. í mörgum vanþróuðum löndum nægir ekkert minna en bylting til þessað það geti orðið. En megi takast að koma upp fjölmennri stétt smábænda munu það áreiðanlega á eftir fylgja að upp ris smáiðnaður og áuk þess drýgist þá fátæklegur gjaldeyrir þessara landa, er þeir þurfa ekki verja honum til matarkaupa erlendis. Þetta byggist á mörgum staðreyndum. Landskiki er kjölfesta bónd- ans og liftrygging og megnið af fólki i vanþróuðum löndum á heima í sveitum. Fólk -sem veit hvar það stendur horfir fram i timann. Það reynir að búa i haginn fyrir sig en forðast að reisa sér hurðarás um öxl. Það reynir að gerajörðsina gjöfula, ef þaðveit að hvorki veröur hún af þeim tekin ne’ neinn sendur á vettvang til þess að hrifsa af þvi uppskeruna. Smábóndinn getur fengið meiri uppákeru af hektara ef hann kann með að fara, heldur en fæst með stórbúskap. Hann kemst yfir að hirða um blettinn sinn eins og hann væri garðhola við húsvegginn. Hann getur frekar gengið á hólm við ill- gresi, án þessaö nota eitruð efni i þeirri baráttu og hjá honum fellur margt til er hann getur notað sem áburð. Hann þarf ekki heldur dýrar og eyðslu- frekar vélar, sem óhjákvæmi- legar eru við stórbúskap. Og slikar vélar eru frekar á orku, sem bæði er orðin dýr og gengur fyrirsjáanlega til þurrðar og þessar vélar gera auk þess fólk atvinnulaust hópum saman. Gamlar hugmyndir um stór- brotna iðnvæðingu vanþróðara landa sem gera fáa rika en halda mörgum i eymd og læg- ingu, eiga ekki lengur hljóm- grunn meðal þeirra sem bezt þekkja til þarfa þessara landa. Slik ráðabreytni fæðir af sér þjóðfélag þar sem djúp er staðfest milli þorra fólks og ör- fárra sem koma ár sinni fyrir borö og örlög þjóða i' Suð- ur-Ameriku og Mið-Ameriku erutil vitnisum það.hversutor- velt er að gera lifið þar þolan- legt fyrir almenning. Hags- munir þeirra sem lifa I munaði eru allt of miklir að þar verði bót á ráðin án ofboðslegra sviptinga. Þróunin veröur að hefjast þar sem rætur jurtanna hrislast um moldina er nU sagt. En sumir forystumenn van- þróuðu landanna sjálfra spyrna við fótum ef þeir láta ekki örlög þegna sinna hreinlega lönd og leið og hirða um það eitt að baða sig i eigin dýrð. — Manneskjan er ekki bara magi sem þarf aö fýlla og viö verðum að fá peninga i sjóði okkar svo að við getum keypt það sem okkur vanhagar um. Þetta er rödd þeirra sem enn halda fast við hugmyndir um stóriðju hvað sem liður næringarskorti meðal þegn- anna. ~GOODjTÝEAR-------- HJÓLBARÐAR FYRIR DRÁTTARVÉLAR OG VINNUVÉLAR ALDREI MEIRA ÚRVAL AF HJÓLBÖRÐUM EN NÚ STÆRÐIR: 400—12/4 600—16/6 650—16/6 750—16/6 900—16/10 14—17,5/10 750—18/8 12—18/10 600—19/6 750 — 20/8 9 — 24/8 11 — 24/10 13 — 24/6 13 — 24/10 13— 24/14 14— 26/10 15 — 26/10 18 — 26/10 10 — 28/6 11—28/6 12 — 28/6 13 — 28/6 14 — 28/8 14 — 28/10 15 — 28/12 14 — 30/6 14 — 30/10 15 — 30/10 11—32/6 14 — 34/8 15 — 34/14 11—36/6 11—38/6 15.5 — 25/12 17.5 — 25/16 20.5 — 25/16 23.5 — 25/20 -------MJOG HAGSTÆTT VERÐ----- Hafið samband við okkur eða umboósmenn okkar sem fyrst HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN Laugavegi 172 — sími 28080 OOOD^YEAR HEKLA HF. Laugavagi 170—172 — Sfmi 21240

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.