Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 22. janúar 1978 Smíðarnar voru alltaf ,,mnsta Gamall og viröulegur hlutur. Þennan kassa áttiamma Páls Guöjónssonar og geymdi i honum saumadót og sitthvaö fleira. Timamynd Gunnar. þráin * 7 — Spjallað við Pál Guðjónsson, húsasmíðameistara Þegar lesin er sú hin þjóökunna bók, Simaskráin, sem liklega er útbreiddust bóka á Islandi, kem- ur 1 ljós, aö i Reykjavik búa tré- smiöir tveir, sem báöir heita Páll Guöjónsson og eiga báöir heima á Teigunum, annar viö Kirkju- teig, en hinn viö Laugateig. Þetta er reyndar ekkert aö undra, þvi aö þótt Islendingar séu fámenn þjóö á mælikvaröa veraldarinn- ar, þá hljóta hér alltaf aö vera talsvert margir alnafnar. Lífgjafi vitjar nafns. En hér er aö visu ekki allt sem sýnist. Annar maöurinn, sem minnzt var á f upphafi, heitir meira en Páll Guöjónsson, hann heitir Páll Jakob Blöndal og er Guöjónsson. Hann býr i húsi einu við Kirkjuteiginn, — og húsiö hefur hann vitanlega smiðaö sjálfur. Það er hann sem hér verður tekin tali, og fyrst langar undirritaðan að forvitnast um, hvers vegna Páll heitir hinu viða- mikla nafni, eða nöfnum, réttara sagt. — Já, kannski þú viljir svara þessari ófróölegu spurningu, Páll? — Þaö er ekki nema sjálfsagt, en fyrst langar mig aö segja þér, hvernig stendur á þvi, aö ég er yfirleitt til, þótt þér þyki þaö vafalaust enn skrýtnara umræöu- efni en nöfnin, sem ég hlaut i skirninni. Viö skulum byrja á þvl aö lita langt um öxl. Nokkru fyrir siö- ustu aldamót lá ungur maöur á Hvitárbakka i Borgarfirði fár- sjúkur af sullaveiki, — aö þvi kominn að springa eins og þaö var kallaö, og ef sullurinn spryngi, var hinn ungi maöur þar meö kominn i greipar dauöans. Þessi maöur var Guöjón, faöir minn. Þá var héraöslæknir á þessum slóöum Páll Blöndal I Stafholtsey, afkomandi Björns Blöndals sýslumanns, þess er kom viö sögu Natans Ketilssonar foröum. Páll Blöndal læknir var faöir hins ást- sæla læknis, Jóns Blöndals, fööur Björns J. Blöndals rithöfundar. Páll Blöndal læknir fær nú fregnir af hinum unga manni, og hvernig komiö var fyrir honum. Geröi hann sér þá ferö aö Hvitár- bakka, sótti fööur minn og fór með hann heim til sln, stakk þar á sullinum, og var sagt, aö þar heföu komiö út þrir lltrar af sull- vökva. Er svo ekki aö orölengja þaö, aö þarna bjargaöi Páll lækn- ir llfi pabba, og ef þaö heföi ekki gerzt, heföi ég sjálfsagt aldrei oröiö til, — aö minnsta kosti heföi ég þá ekki átt þennan fööur, og þá heföi ég sjálfsagt veriö eitthvert allt annaö ÉG! En ástæöan til þess, aö ég heiti þessum þrem nöfnum, er llklega fyrst og fremst gömul þjóötrú. Þegar móöir mln gekk meö mig, dreymdi hana aö Páll Jakob Blöndal læknir kæmi til sin, bæöi um aö fá aö veröa heimilismaöur hjá þeim, foreldr- um mlnum, — og þótti henni læknir sækja það mál fast. Páll læknir var þá nýlega látinn, hann andaðist I janúarmánuöi 1903, en ég fæddist 22. nóv. 1904, — tæpum tveim árum eftir lát Páls. Þennan draum skildi móöir min svo, aö Páll væri aö vitja nafns, og þvl var ég látinn bera nöfn hans þrjú, en þvi var einnig trúaö I gamla daga, aö þaö kæmi á einhvern hátt niöur á hinu ófædda barni, ef ekki var látiö aö vilja þess, sem „vitjaöi nafns.” A hinn bóginn var þaö auövitaö ekki neitt undarlegt, þótt faöir minn léti son sinn heita nöfnum vinar sins og llfgjafa. Leifar gamallar fáfræöi og óþrifnaðar Það var sem sagt aldagamall óþrifnaöur og fáfræði þjóöarinn- ar, sem hafði nærri kostaö fööur minn llfiö. Þá var enn ekki langt um liöiö slöan menn létu hundana sleikja matarilátin til þess aö hreinsa þau, og dæmi munu hafa verið til þess fyrrum, aö fólk, sem kynokaöi sér viö aö nota þessa „hreinlætisaöferö”, yröi fyrir aö- ? kasti. Þaö var verkasparnaöur, '' einkum aö sumrinu, aö láta hund- ana sjá um uppþvottinn! Aftur á móti var hreinsun hunda óþekkt hér á landi allt frá upphafi lands- : byggöar og langt fram á nltjándu I öld. Fyrsta tilskipunin um varúö I : þessum efnum er frá árinu 1869, en áriö 1890 er þessari tilskipun breytt I „lög um hundaskatt og fleira”. Þá fyrst var fariö aö hreinsa hunda skipulega, en nokkur misbrestur mun vlöa hafa veriö á framkvæmdinni, fyrst I staö. Þegar ég var barn aö aldri, flakk.aöi karl einn um Noröurár- dalinn, hálfgeröur vesalingur, og vann aldrei handtak, hvort sem þaö hefur nú veriö fyrir getu- eöa sinnuleysi. Hund einn átti hann, stóran og mikinn dreka, og varö hundurinn alltaf aö fylgja honum inn I baöstofu, hvar sem karl kom, og hvaö sem hver sagöi. En hundur þessi var hinn mesti sóöi, og áreiöanlega meö bandorma. Ég vil ekki lýsa þvi, hvernig aft- urendinn á honum leit út. — Mér er enn I minni, hve voöalega mamma kvaldist af þvi að geta ekki komiö hundskrattanum út, á meðan karlinn stóð viö, og hversu mikiö hún haföi fyrir þvl aö þrifa baöstofuna, þegar loks aö maöur og hundur voru á bak og burt. — En þetta mun hafa veriö eitthvert allra seinasta dæmiö um sóöa- skap af þessu tagi á æskuslóöum minum. Fljótlega eftir að karl þessi og hundur hans voru hættir flakki sinu, mun hirðing og önnur meöhöndlun hunda hafa veriö oröin viöunandi alls staðar þar sem ég þekkti til. — En hvaö er um fööur þinn aö segja, eftir aö Páll iæknir haföi bjargaö lifi hans? — Þegar pabbi haföi fengiö fullan bata, geröist hann vinnu- maöur hjá Páli lækni, og var þar I nokkur ár, en á þeim tlmum þótti hver maöur hafa dottiö I lukku- pott, sem náöi aö veröa fastráöiö hjú á hinum efnaöri heimilum. Þarna kynntist pabbi ungum syni læknisins, Jóni Blöndal, siöar lækni, og hélzt vinátta þeirra á meðan bábir liföu. Þvl má skjóta hér inn, aö löngu seinna, þegar báöir voru orönir, fulltlöa menn, pabbi og Jón lækn- ir, þá frétti Jón, aö pabbi heföi fengið bris I vör. Þetta leizt lækn- inum ekkert á, og geröi nú pabba boö að finna sig strax. Faöir minn fór til æskuvinar sins, og þegar þeir hittust, sagöi pabbi: „Hvaö ert þú búinn aö gera viö hana Hvltá? Ég varö ekkert var viö hana.” En snjóalög voru mikil, og Hvltá á Isi, en þaö var afarsjald- gæft, aö hana legöi upp fyrir Hvltárbakka, þótt nú væri hún I hvarfi alla leið upp að Langholti. — Læknirinn svaraöi, og óvenju- hvasst: „Hún er á sinum stað. Þaö er vök I henni hjá Hamra- endaklöppinni.” örskömmu seinna, þennan sama vetur, drukknaði Jón læknir ásamt hesti sinum I þessari vök, sem hann nefndi, og varð öllum mjög harm- dauöi, þvl aö hann var hinn ágæt- asti maöur og læknir. En þaö slys er svo þekkt, aö ég þarf ekki aö rifja þaö frekar upp hér. Landgæðin réðu úrsiitum Foreldrar mlnir, Guöjón Guö- mundsson og Guörún Daöadóttir, munu hafa kynnzt, þegar hann átti heima I Kvlum I Þverárhllö, en hún á Guönabakka I Stafholts- tungum. Þegar þau höföu ákveöiö aö fylgjasi aö I gegnum lifiö, fóru þau aö hyggja á búskap, og höfn- uöu þá á Gestsstööum I Noröurár- dal, og þó öllu heldur I Sanddal, sem er afdalur út úr Noröurár- dainum, ogmjuti af Noröurárdals- hreppi. Ekki keyptu þau jörðina, heldur tóku hana á leigu. Þó áttu þau kost á þvl aö kaupa Gests- staöi á ellefu hundruö krónur, en þótti i of mikiö ráðizt aö binda sér svo þungan skuldabagga. Hlööutún I Stafholtstungum var lika laust til ábúbar, en Gests- staðir uröu fyrir valinu vegna þess, aö þar var og er enn frábær- lega gott sauöland og á þessum árum, þegar alltaf var fært frá, lögöu menn mikla áherzlu á land- gæöin, þvl aö eftir þeim fóru vit- anlega búsafuröirnar. Ekki höföu foreldrar mlnir heldur lengi búiö á Gestsstööum, þegar þau höföu komiö sér upp fallegu og afuröa- góöu fé, þótt árferöi væri aö sönnu misjafnt, og veðurfar miklu mis- lyndara og oftast haröara en þaö hefur veriö nú á slöari árum. Arið 1913 var ákaflega erfitt Sumariö gekk undir nafninu „Óþurrkasumariö mikla,” enda mátti segja, aö ekki næöist æt tugga af heyi inn I hlöðu. Um vor- iö átti pabbi von á sextíu lömbum úr ám slnum, en aöeins þrettán þeirra munu hafa lifaö. Þaö var ömurlegt vor. Og auk lamba- dauöans drapst fulloröiö fé úr alls konar krankleika, sem vitanlega stafaöi af illu og ónógu fóöri, þvi aö þá þekktist ekki aö gefa kraft- fóður, — og afleiöingin varö auö- vitaö fjárfellir. Mamma reyndi eftir beztu getu aö gera mat úr skrokkum þeirra kinda, sem hrukku upp af, þvl aö vel vissi hún, aö erfitt myndi reynast aö fá úttekt úr kaupstaö til þess aö lifa á næsta vetur, þar sem nú mátti heita, aö ekki væri neitt til að borga úttektina meö þaö áriö. Annríkið byrjaði snemma — Þú hefur liklega ekki veriö garnall, þegar þú fórst aö taka þátt i fjárgæzlu og öörum bú- störfum? — Nei, það er rétt. Fólk, sem fætt er um — eða rétt upp úr slðustu aldamótum, eins og ég, byrjaöi snemma aö vinna. Lik- lega hefur eitt fyrsta „embætti” mitt veriö aö reka kýr foreldra minna I haga. Þar var um þrjár leiðir aö velja: Aö reka þær inn I Sanddalinn, eöa út á hann, eöa þá yfir Sanddalsána og I svokallaöan Hvammsmúla, sem er hinum megin I Sanddalnum. Einhverju sinni hugöist ég reka þær I þennan siöast nefnda staö, var búinn að koma þeim niöur aö á, og þær óöu yfir hana. En þegar á hinn bakkann kom, sneríst kussum hugur, og þær komu um hæl til sama lands Aftur rak ég þær i ána þær óöu yfir hana, og aftur ösluöu Gestsstaöirl Sanddal. Sú jörö er nú komin I eyöi, en steypt bæjartóftin sést greinilega á myndinni. Efri örin á þessari mynd bendir á dý, sem er þarna rétt fyrir ofan bæinn, en neöri örin bendir á brunn. A milli þessara staöa liggur leiösla i jöröu, trúlega ævagömul. Hún fannst, þegar grafiö var fyrir fjóshlöðu á Gestsstööum, og reyndisthún liggja fast viö fjósvegginn. Ef til vill hefur einhver búandi á Gestsstööum einhvern tima fengiö rennandi vatn I bæ sinn úr leiöslu þessari, og ekki þurft aö sækja vatniö út, þótt ekki sé vitað nú, hvort svo hefur veriö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.