Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.01.1978, Blaðsíða 10
10 Sannudagur 22. jandar 1978 öldungar i Santa Ponsa á Mallorca Ingólfur Davíðsson: Brugðið upp Mallorca- myndum Grein þessi er f ramhald af rit- gerðinni „öldungadvöl á Mallorca 1977”, er birtist í jóla- blaði Timans I. 4 desember sl. Hann var stór öldungahópur- inn, sem hrifinn og þakklátur hlýddi á fagra predikun séra Jóns Þorvarðarsonar Columbushóteli i þorpinu Santa Ponsa á Mallorca, sólrikan sunnudagsmorgun. Og allur fjöldinn tók þátt i söngnum. Þvi er nú svo variö, að „maðurinn lifir ekki af einu saman brauði”. Vel var fyrir okkur séð bæöi á hinu andlega og likamlega sviöi. Læknar og prestar eiga áreiöanlega aö vinna mikið saman, þá verða störf þeirra árangursrikari en ella. Þetta virðist liggja I augum uppi. A Mallorca vorum við i kaþólsku landi og á skoöunar- ferð til Palma vorum við viðstödd guösþjónustu i hinu mikla gamla musteri þar, Mariukirkjunni. Sagt var að klerki hefði ekki litizt á innrás hins stóra hóps okkar I byrjun messu, en við vorum hljóðlát og fengum blessun prests i lokin. í kaþólskum löndum eru kirkjur jafnan opnar og oftast einhverj- ir þar inni að gera bæn sina'. Sumir ferðast tilhelgra staða og dveljaum hrið i einveru til að fá frið á sálina, oft á afskekktum stöðum. Þetta getur eflaust haft tilætluð áhrif. Skriftastóllinn kaþólski er og áhrifarikur. Menn létta þar á huga sinum. Auðvitaö er hægt að misnota skriftamálin á sama hátt og hægt er að misnota það sem lækni er trúað fyrir. Slíkt mun þó furðu sjáldgæft. A hausti kom ég i kirkjur tvær kynbornar systur eru þær. Lýtur sú yngri Lúthersdóm, lofar hin eldri páfann i Róm. Til beggja systra ber ég traust, — blendinn i trúnni efalaust — held við báöar hollan frið, aö Helga magra ættarsiö. Oft er minnzt á pálmblöð i Ritningunni. A Mallorca ber talsvert á pálmum, einkum hávöxnum Kanarieyjadöðlu- pálmum I göröum — og þeir eru hundruðum saman við götur i Palma. Blaökrónan hátt, hátt uppi. Viö sáum lika lágvaxna tegund með gildan tunnulaga bol og geysistóra hvirfingu 2—3 m langra fjaöurblaða i toppinn. Var breidd laufkrónunnar margir metrar. Við sáum lika mannhæðarháa kristpálmameð griðarstór skipt blöð og brúnleita blómskúfa, viða á ruslsvæðum. Þetta er raunar enginn pámi heldur laxerolíu- jurt, Ricinus með göddótt aldin. Hefur sézt hér i gróðurhúsum. A torgum og viðar sáum við fagurgrænar þéttvaxnar kúlur og smágerði úr einærri jurt sem skrautkollur (Kochia) nefnist. Má laga þessa jurt allavega með klippingu. Þessir fagur- grænu kollar eru hinir snotrustu, 50—100 cm á hæð. Sum afbrigði roðna á haustin. Hefur sézt hér bæði i stofu og garði. Silfurkambur er dálitið ræktaður hér heima i görðum vegna hinna sérkennilegu silfurgráu blaða. Á Mallorca er hann algengur i görðum og mjög gróskumikill, ber blóm og fræ, Þeir þarna suðurfrá kunna sannarlega að meta hinn silfur- gráa litblaðanna og gróðursetja jurtina þannig aö meira ber á skrúði annarra jurta sem vaxa þar hjá. Gætum við af þessu lært. „Viða er pottur brot- inn” A fslandi kappkosta óprúttnir sölumenn að setja upp búðir (sælgætissjoppur) sem allra næst skólunum. En i Suðurlönd- um er venjulega krá og sölubúð fast við kirkjurnar. Tilgangur- inn sá sami þar og á íslandi. A ýmsum stöðum þar sem margir koma eru blómsölukonur á ferli, eða sitja daglangt á vissum stöðum með blómakörfuna sina. Eru sumar prúðar en aðrar ótrúlega ágengar. Þær taka f fólk, þreifa á vösum og smeygja jafnvel hendi ofan i þá og segja „pesetas”.. Hugsunin er „þú hefur peninga og sleppur ekki fyrr en þú hefur keypt af mér blóm”. Einn og einn götusali ávarpar ferðamenn, dregur upp úr, penna, slæður o.s.frv. og segir: „Þetta færðu. Hvergi eins ódýrt og hjá mér”. En venjulega er þetta mesta skran og innfæddir ganga bara glott- andi framhjá. „Sjá, ódýrt gullúr og glitofiö klæði — gölluð kannski og þjófstolin bæði” var eitt sinn sagt. 1 búðum er lipur afgreiðsla og mikið af varningi úti á pöllum i góða veðrinu. Ungar spengi- legar senoritur og gildvaxnar matrónur eru viða við afgreiðslu saman. Ungar hús- freyjur hafa stundum börn sin með sér. í einni smekklegri fatabúð heyröum við i barni — og sjá yngri afgreiöslustúlkan brá sér ihliöarherbergiog lagöi bam sitt á brjóst. Eldri konan brosti og afgreiðslumaðurinn var allur á hjólum, sennilega faðir barnsins. Liklega hefur þessi fjölskylda verið eigendur búöarinnar. Létt er yfir mörgu þessu suðræna fólki, það hefur ofthátt og talar mikið, en stolt- ur mun margur hver vera, enda var Spánn eitt sinn stórveldi. Nokkrir bilstjórar, sem jafn- an biðu tilbúnir meö bila sina á torgi i Santa Ponsa, höfðu stundum æði hátt, virtust eigin- lega hnakkrifast, en voru vist bara aö halda uppi fjörugum samræöum, klöppuðu hver öðr- um á herðarnar milli hviðanna. Við fórum i alllanga sjóferð á ferju mikilli til að sjá landið frá sjó, kletta og gjár — og til að sjá höfrunga og sæljón leika ótrú- legustu listir i Marineland. Þaö var dálitil undiralda og gerðust margir fölir á vangann. Þrek- inn, fjörlegur Spánverji byrjaöi brátt að leika á harmoniku og hvetja til söngs. útbýtt var hálf- klofnum bambusrörum, sem slegiö var á með ákveönum hætti svo I small líkt og I lófa- smellum (kastagnettum). Varð af þessu glaumur mikill, eins konar undirspil með söngnum. Þrjár eða fjórar ungverskar ferðakonur raddsterkar vel og lagvissar, tóku strax lagið og brátt söng og sló allur hópurinn — söng og sló og hló! Við undruðumst hve hafið virðist dautt, engir sjófuglar sjáanlegir. E.t.v. er sárlítil áta þarna og viöa mun Miðjarðar- hafið vera orðið mjög óhreint og mengað af ýmsum úrgangsefn- um, einkum við Italiu. Farið er að vara við að eta túnfisk, skel- fisk o.fl. úr sæ þar sumsstaðar. Byggöin hefur lengi verið þétt umhverfis Miöjarðarhaf, og i seinni tið kemur griðarmikið af úrgangsefnum frá verksmiðj- um. Hinn geysilegi fjöldi feröa- manna frá fjölmörgum löndum hefur vitanlega jafnan smit- hættu I för meö sér. Þarf margs að gæta. Á samkomu sem öldungum, Mallorcaförum var haldin hér heima á Norðurbrún bar margt á góma — og raktar endurminn- ingar. Flestum virðist eftir- minnilegastar feröirnar i Drekahelli og til Valdemosa og Palma, auk dvalarinnar í Santa Ponsa, sem allir virtust hæst- ánægðir með. Sumum var greifaveizlan mjög i hug og töl- uðu þannig um, að þeir sem heima höfðu setið sáröfunduðu þá. Já, „I sveit býr greifinn góöi, ég get að sá oss bjóði — leiftursýn i liðna öld. Hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.