Tíminn - 29.01.1978, Síða 2
2
Sunnudagur 29. janúar 1978.
Tiltekin stétt manna hefur komizt
að raun um, að hægt er
AÐ GERA ROGINN AÐ
VERZLUNARVÖRU
segir Skuggi í þessari grein,
sem fjallar um það sem hann
nefnir ,,s-blaðamennsku”
Aögera róginn
að
verzlunarvöru
— segir Skuggi i þessari grein,
sem fjallar um þa6 sem hann
nefnir ,,s-bla6amennsku”.
Hvaðer s-blaða-
mennskaV
Það hefur um nokkra hrið
veriö ætlun okkar aö draga
saman i blaöagrein hugleiöing-
ar um undirstöðuatriöin i is-
lenzkri s-blaðamennsku, eins og
þau birtast okkur i Þjööviljan-
um, Visi og Dagblaðinu. Nú
munu menn spyrja, hvaö er s-
blaöamennska? — Og er þá þvi
til aö svara, aö meö nýyröi
þessu viljum viö gera tilraun til
þess aö islenzka erlend heiti
eins og boulevard-blöð eöa gul
pressa.
Ameriskir blaðalesendur
vissu aldrei fyrir vist, hvaö stóö
aö baki S-inu i Harry S Truman,
og þvi rituöu andstæðingsblöö
nafn hans stundum Harry S (for
nothing) Truman. Það er heldur
ekki nauösynlegt, aö lesendur
okkar geri sér ákveönar hug-
myndir um þýöingu s-ins i s-
blaöamennsku (framboriö ess-
blaöamennska). Detti þeim
ekkert betra i hug, mega þeir
okkar vegna taka sér i munn orö
eins og siödegisblaöamennska
til heiöurs þeim blööum, sem nú
um sinn hafa tekið aö sér óum-
deilanlegt forystuhlutverk á
þessu sviði.
Kennslubókardæmi
Þjóðviljans
Meöan grein þessi var enn i
smiðum, geröi Þjóðviljinn okk-
ur þann greiða að skrifa forsiöu-
frétt og leiöara um islenzk fisk-
sölumál i Bandarikjunum.
(Þjóöv. 20. jan. 1978). Þessi
skrif blaðsins eru eins og
kennslubókardæmi um aöferöir
s-blaöamennskunnar og þvi
veröur til þeirra vitnað I þessari
grein.
Hið ferskeytta stef
Vel rituö s-blaöagrein skiptist
aö jafnaði I fjóra þætti eöa stig,
nánar tiltekiö sem hér segir:
1. stig — staðreyndir
2. stig — útlegging
3. stig — aödróttanir
4. stig — kröfugerð
Viö skulum nú vikja nánar aö
hverju stigi fyrir sig. Aöur en
lengra er haldið, er rétt aö gera
sér grein fyrir þvi, aö hiö fer-
skeytta stef s-blaöamennskunn-
ar birtist oft meö hinum marg-
vislegustu tilbrigöum. Þaö er
heldur ekki meö öllu vist, aö i
tilteknum pistli birtist stigin öll i
sömu röö og þau eru hér upp tal-
in. Þegar grannt er skoöaö, má
þó jafnan greina þá fjóra meg-
inþætti, sem áöur voru til-
greindir. Hjá meiri háttar höf-
undum s-blaöamennskunnar,
eins og Vilmundi Gylfasyni,
Svarthöföa og leiöarahöfundum
Þjóöviljans, birtast meginþætt-
irnir jafnan svo reglulega og
undantekningarlaust, aö þaö
hvarflar aö manni, aö mennirn-
ir hafi allir gengiö i sama skól-
ann. Kannski er þaö hinn nýi
skóli i islenzkri blaöamennsku!
Vikjum aö svo mæltu aö
hverju stigi fyrir sig.
1. stig — staðreyndir
Vandaöur s-blaöamaður notar
jafnan einhverja þekkta staö-
reynd sem útgangspunkt. Hér
má helzt ekki halla réttu máli
svo neinu nemi. Sé á þessu stigi
vikið litils háttar af götu sann-
leikans, skal þaö gert meö þeim
hætti, að venjulegir blaöales-
endur hafi engin tök á aö átta
sig á málinu. Þannig tilfærir
Þjóöviljinn efalaust réttar sölu-
tölur fyrir Coldwater og Iceland
Products og breytir siöan I isl.
krónur á gengi i janúar 1978.
Hvernig á venjulegur blaöales-
andi aö átta sig á þvi, aö hér
heföi -meöalgengi ársins 1977
veriö réttari mælikvaröi? Hér
skakkar ekki nema 1600 — 1700
milljónum ,,á ársgrundvelli”,
og á höfuöbólum s-blaöa-
mennskunnar er ekki veriö aö v
tiunda þess konar smámuni.
2. stig — útlegging
Af öllum stigum s-blaöa-
mennskunnar er þetta hiö mik-
ilvægasta. Hér tekur s-blaöa-
maöurinn lesandann viö hönd
sér og leiðir hann inn i völund-
arhús blekkinga, hugtakarugl-
ings og hæpinnar reikn-
ingslistar. Algengt bragö
i svona skrifum er að
tala um brúttóupphæðir eins
og þar væri um nettóupp-
hæöir aö ræöa. Þannig gerir s-
blaöamaöurinn yfirleitt eng'an
greinarmun á heildartekjum og
tekjum aö frádregnum kostn-
aði. Hafi sala aukizt um 100
milljónir, er þar meö gengiö út
frá, aö ráöstöfunarfé hafi aukizt
um sömu fjárhæð. I texta Þjóð-
viljans: „Ariö 1977 fengu þeir
sem halda á peningakössum
Sölumiöstöövar hraöfrystihús-
anna og peningakössum SIS I
Bandarikjunum 26 — 27 millj-
öröum islenzkra króna meira i
kassana heldur en þeir höföu
fengið þrem árum áöur”.
Gagnstætt þvi sem gerist á 1.
stigi, er á 2. stigi leyft aö fara
mjög frjálslega meö staöreynd-
ir. A útleggingarstiginu er
þannig heimilt:
a. aö snúa viö staðreyndum
b. að hnika til staöreyndum
c. aö leyna staðreyndum.
Tökum fyrst dæmi um staö-
reynd, sem snúið er viö. Þjóö-
viljinn segir um fisksöluna
vestra ,,.. og þó var áriö 1974
gott ár i þessum viðskiptum.”
Sá hluti þjóðarinnar, sem oröinn
var læs á dagblöö árið 1974, mun
minnast þess, aö þaö var erfitt
ár ,,i þessum viðskiptum.”
Þjóöviljinn lýsti þvi yfir, aö
„ekkert, alls ekkert” af auknum
dollaratekjum fyrir fisksöluna
vestra heföi komiö i hlut vinn-
andi fólks á íslandi. Arni Bene-
diktsson sýndi fram á i grein hér
I blaöinu 24. jan. s. 1., aö kaup i
almennasta taxta fiskvinnslu,
umreiknaö i dollara, hefur
hækkaö um 62 af hundraöi frá 1.
jan. 1974 til 31. desember 1977.
Skv. sömu heimild er raunar
taliö, að frystihúsin hafi greitt
90% meira i heildarlaun I árslok
1977 en i ársbyrjun 1974. Hér er
þvi á ferðinni gott dæmi um b.
liö, 2. stigs — staöreyndum
hnikaö til.
Að leyna staðreyndum
Blaöalesendur gera sér eöli-
lega ekki mikla rellu út af hlut-
um, sem þeir hafa ekki beina
vitneskju um eöa muna ekki eft-
ir i svipinn. Fyrir þetta veröur
leynd staðreynda jafnan eitt
bitrasta vopniö i hendi s-blaða-
mannsins.
Þannig lætur Þjóöviljinn al-
veg undir höfuö leggjast aö
skýra lesendum sinum frá þvi,
aö islenzku fyrirtækin vestan
hafs fengu 26.000 lestum meira
af fiski frá íslandi áriö 1977 en
árið 1974 („sem þó var gott ár i
þessum viöskiptum”). Eitt orö
um þessar 26.000 lestir heföi
náttúrlega getaö vakiö upp hjá
lesendum hugmyndir um ein-
hvers konar greiöslu til Islands
fyrirþessa ca. 20 skipsfarma af
fiski. Allar hugrenningar i þá
átt heföu hins vegar veriö til
þess fallnar aö slæva skilning
lesandans á kenningu ritstjór-
ans um 26 milljaröa týnda i
Ameriku.
Látum svo útrætt að sinni um
2. stig — útlegginguna.
3. stig — aðdróttanir
Hafi s-blaðamanni tekizt vel
upp á útleggingarstiginu, verö-
ur aödróttunarstigiö auövelt 1
meöförum. Nú má gera ráö fyr-
ir, aö lesandinn sé oröinn meö-
tækilegur fyrir umbúöalausar
aödróttanir. I texta Þjóöviljans:
„Hvaö hefur veriö aö gerast á
fiskmörkuöunum i Bandarikj-
unum siöustu árin, og hvaö hef-
ur verið aö gerast i rekstri þess-
ara fyrirtækja?”. „Hvaö varö
um alla þessa peninga?”
A þessu stigi þykir oft henta
aö heimfæra efnið upp á per-
sónulegar kringumstæður les-
andans. Það gæti t.d. hugazt, aö
einhver af lesendum Þjóövilj-
ans heföi aö visu meðtekið
kenningu ritstjórans um 26
milljarða týnda i Ameriku, en
vildi aö ööru leyti leiöa hjá sér
máliö sem sér óviðkomandi á
þeirri forsendu, aö þarna væri
verið aö stela frá einhverjum
öörum en honum sjálfum. Undir
þennan leka er sett meö svo-
felldum hætti: „Þaö heföi sann-
arlega verið búbót, ef sérhver 5-
manna fjölskylda heföi fengiö
kr. 600 þús. I sérstaka launaupp-
bót áriö 1977.”
Vikjum þá aö aödróttunar-
stiginu yfir á kröfustigiö.
4. stig — kröfugerð
Þetta er siöasta stigiö og hiö
einfaldasta i meöförum. Hafi
vel tekizt til á hinum fyrri stig-
um, er hægt aö afgreiða þetta
stig með einni setningu, sbr.
Þjóöviljann: „Viö endurtökum
kröfu okkar um opinbera
skýrslu um málið”.
:ÆStV^:
SSfflSffiSSS 2S2S2*
„La kianna tveggja nemur lullum ”u'
'ú'saí£" hraBírystihúsanna, og svo Ice-
ijarha Ulenskra kröna og he£m þvl^nQg 4
ísTeriTékSt M - sn mlljöröum kr6na meira
'■fnáhigVlWB"' h*“l
'“nnd.rn.
uár er um ri»»upph«6ý »6
hír er ekki um nein»
mSlwtriu(»rrUff hikkun «J
hckkun »öluverö» * hver)» etn
ingu, en einnig er um nokkr*
“isrrwíÆTrí
mKti» » »6»lútflutning*m»rk»6
okk»r þi ikuli l»un íólk»in». »er
hér \dnnur vi6 fr»mlei6*lun» h»
IceUndPrc
... 36,7miljón
... 34,omiljó'
... 48,5 miljö'
1974...
SS&i&r*
ekltl
*"*»».
s»*t r
•tolll /
u'*o<rþ,t
r'nah..,
‘*kj» sS,
hu"»ua,
/feland p
*f«» t>r<6
'JtfUg,
'rllui
tps
-yfc&r/.ai
t*»fó
’n nrydd-
48,5 mlljö' / .'" v,*n* (><•»* * hb"~
61,7 miljún ui«i!r'r "khrramidgK*"*ur
-‘““4 "'-’ft'VtÍ
“•^1. Ou, 0,,» tu.
lækkun sölutekna frá
974-1977 er 123 mil;ónir
lollara eða yfir 26 milj-
trðar kr.á ársgrundvelli
Hvað varð um
'indi
,rytUiii,U n
/
h»ln„. ptn f,Atud- í
'"•‘Srr-K'
SfiKaaÆws I
?« ‘**<n / /
■ saaésv-s/
- 'mnuUun /
" Jn«su.
Ium,s mjai
Kriy
1 Pétu
Undirstööuatriöin I islenzkri s-blaöamennsku, cins og þau birtast okkur i Þjóöviljanum, VIsi og Dagblaöinu.
Hér skakkar ekki nema 1600 — 1700 milljónum ,,á ársgrundvelli” og
á höfuöbólum s-blaðamennskunnar er ekki veriö aö tlunda þess kon-
ar smámuni.
uxobse?i»<*
mBP