Tíminn - 29.01.1978, Qupperneq 16
16
Sunnudagur 29. janúar 1978.
menn og málefni
Hin leiðin út úr
orkukreppunni
Annar vegurinn er beinn og vandlega skipulagOur. Þaö er vegurinn til hins hátækni. I ... en samt ekki um seinan að halda inn á hina brautina sem ekki er jafnbein en
vædda kjarnorkuþjóðfélags með miðstýrt sérfræðingaveldi og strangar llfsskorður | vægir manninum og náttúrunni og býður upp á notalegri og manneskjulegri llfshætti.
og eftirlit...
Margir visindamenn og
hugsuðir viða um heim eru þeirr-
ar skoðunar að mannkynið hafi
stefnt út i ófæru á siðustu áratug-
um. Þar eiga þeir ekki aðeins við
það að með ofvæðingu og ofgnótt
hinna miklu neyzluþjóðfélaga og
fáránlegum herbúnaði stórveld-
anna nálgist veröldin óðfluga þá
stund, er sú orka sem ekki endur-
nýjar sig, verði á þrotum og
þekktar birgðir málma á jöröunni
uppurnar. Þeir eiga lika við fleira
en þaö, að endalaus hagvöxtur sé
órökvist og fráleitt hugtak og
hraðbraut til tortimingar. Og þeir
eiga við fleira en það að mengun-
in, reykurinn af réttunum i
veizlunni miklu geri út af við
borgir og þjóðlönd og eitri höf og
andrúmsloft.
Ofvæöingunni sem svo fast er
sótt, hlýtur einnig að fylgja annað
segja þeir: Gerbreytt þjóðfélög,
þar sem maðurinn veröur minna
peö en hann hefur nokkru sinni
áður verið i sögu sinni jafnvel á
meðan hann reikaði umkomulaus
um sléttur og skóga og bar ekki
nema frumstætt skyn á þá jörö er
hafði fætt hann af sér. t hinni nýju
veröld ofvæðingarinnar veröur
maöurinn, einstaklingurinn ekk-
ert nema núll i sambýli viö vélar
og múgurinn, meginþorri alls
fólks eins og maurar i þúfu.
Upp munu risa þjóðfélög, allt
annarrar gerðar en við nú þekkj-
um þar sem iðjuhöldarnir og sér-
fræðingarnir, sem einum. veröur
fært að skilja þá vélaheima er
við taka ef svo fer fram sem
horfir, verða drottnandi og hafa
ráö allra hinna gersamlega i
hendi sér.
Viðnáms-
hreyfing
sænskra
jafnaðar-
manna
Viða um heim, einkum þar sem
iðnvæðingin er komin á hæst stig
á sér stað mikil umræða um þessi
efni og i mótun eru margs konar
samtök sem á einni eða annarri
forsendu vilja hamla gegn ofvæð-
ingu og ofneyzlu. Kannski er það
óttinn við mengunina sem er
sterkasta driffjöðrin eins og
stendur og eru vistfræðingar
heilsufræðingar og náttúru-
verndarmenn bar viða fremstir i
flokki. En aðrir horfa jafnframt
eða jafnvel enn frekar á aðrar
hættur sem þeir eygja.
Þessi nýju viðhorf eru sums
staðar tekin að hafa mikil áhrif á
stjórnmálaflokka og er nærtækt
að vitna i viðhorf forsætisráð-
herra Svia, Falldins, og fylgis-
manna hans til kjarnorkuvera En
einmitt i Sviþjóð eru margvíslég
samtök manna, sem á þessa sveif
leggjast, og þar á meðal er hreyf-
ing sem ekki færri en tólf hundruð
flokksbundnir jafnaöarmenn
margir hverjir þekktir, eiga aöild
að.
Þessir sænsku jafnaðarmenn
segja sem svo:
,,Það er ekki satt að atvinnullf-
ið þarfnistkjarnorku og sifelldrar
orkuviðbótar. Þvert á móti er
orkan notuð til þess aö fækka
vinnandi höndum. Háþróað og
yfirvætt orkuþjóðfélag mun siðan
fæða af sér sérfræöingaveldi, þar
sem hin nýja stétt hálærðra
manna mun ráða rikjum. Það er
aðeins þessi nýja stétt, ásamt
iðjuhöldunum og þeim, sem tök
hafa á kaupsýslunni er kemur i
kjölfarið er hefur hag af þessu.
Það þjóðfélag eitt þar sem orku-
væðing er innan hóflegra marka
getur jafnaö hlutskipti fólks og
deilt lifsgæðum af nokkru réttlæti
hvort heldur er innan landamæra
rikja eða þjóða á milli. Það er
meö öðrum orðum þjóðfélag þar
sem ofvæðing leyfist ekki, er eitt
getur fætt af sér farsæld og heilla-
vænlega lifshætti”.
A þessa leið ferst þeim orð,
þessum sænsku jafnaöarmönn-
um, sem nóg finnst um orku-
væðingarákefð ráðandi manna i
flokki sinum.
Hödd Lovins
hins enska
Langsterkasta hreyfingin i
þessa átt er þó i engilsaxneskum
löndum, og oddviti hennar er
brezkur eðlisfræðingur, Amory
Lovin, sem áður hefur unnið að
áætlunum um stórkostleg há-
orkuver. Hann segir:
,,Sá vegur sem við höfum varð-
að inn i miðstýröa hátæknivædda
og áhættusama framtið i krafti
kjarnorkuvera og orka sem feng-
in er úr kolum, oliu og gasi er
vegur glötunarinnar. En það er
ekki of seint að velja aðra leið —
orkunýtingu sem er einfaldari og
smærri i sniðum en meiri að heill-
um.”
Það eru orkulindir sem endur-
nýja sig sjálfar, er Lovin vill, aö
nýttar séu og hann telur, að þær
gæti nægt til allra raunverulegra
almannaþarfa. Hann likir kjarn-
orkuverum við það, ef vélknúin
stórviðarsög væri notuö til þess
að skera smjör. „Viö skulum
brjóta hnetur með hnetubrjót og
reka niður staura með fall-
hamri”, segir hann ,,en ekki
öfugt”.
Hann segir, að þegar eigi sér
stað gifurleg orkusóun, og þar
sem það sé i þann veginn að verta
kleift að geyma raforku með við-
ráðanlegum kostnaði geti orka
sólar og vinda nægt til allra
venjulegra nota og þar við bætist
siöan vatnsorka, sem virkja má
án náttúruspjalla gufuorka I
jöröu niðri og sjávarföll við
strendur og eyjar. Honum finnst
fáránlegt að sækja oliu á hafsbotn
með ærinni áhættu eöa vinna ben-
sin úr kolum, þar sem með auð-
veldu móti megi með sama
árangri nota afgangsafuröir er til
falla við skógaryrkju og búskap
sem eldsneyti á bifreiðir.
Litlar
orkustöðvar
affarasælli
Lovin segir, að litlar orku-
stöövar séu miklu æskilegri en
stórar. Þær séu viðráöanlegar
fólki.sem eitthvað kann litiö eitt
fyrir sér, en sérfræðinga einna aö
stjórna kjarnorkuverum. Með
skemmdarverkum á stórum
orkuverum megi valda öngþveiti
á stórum svæðum, og i striði geti
óvinurinn sett allt á annan end-
ann meö þvi að granda slikum
stöðvum. Aftur á móti gerist eng-
in stórtiðindi, þótt ein og ein
vindrafstöö eða sólfangari á hús-
þaki skemmist. Þess vegna telur
hann að stór orkuver eigi aöeins
að nota þar, sem stóriðja til raun-
verulegra þarfa krefst mikillar
orku.
Notalegri
tilvera og
betra lif
Olfan verður fyrirsjáanlega ur-
in upp. Við getum frestaö þvi um
skamman tima segir Lovin, með
þvi að fullkomna vinnsluaðferðir
og reisa skorður við þvi að
gálauslega sé farið með hana.
En við eigum ekki að biða þess
tima að allt sé á þrotum. Við eig-
um að hefjast handa um það I
tæka tið að breyta orkuvenjum
okkar og vikja lika þvi frá okkur
að treysta á kjarnorku til fram-
búðar. Hann segir það haldlaus
rök að slikt hafi i för meö sér svo
miklar þjóðfélagsbreytingar að
ekki sé leggjandi út á þá braut
þess vegna. Kjarnorkuverin muni
einnig draga dilk á eftir sér og
ekki síður valda þjóðfélags-
breytingum. En sá munur sé, að
tilhugsunin um víðtæka kjarn-
væðingu veki ugg og ótta meðal
þeirra sem skyn bera á og vilja
ekki loka augunum fyrir hættunni
en hin nýju úrræöi séu til þess
fallin að gera tilveruna notalegri
og veita fleiri einstaklingum llfs-
fyllingu.
Og Lovin fullyrðir, að úrræði
hans séu ekki heldur dýrari i
peningum reiknað heldur en
bygging og rekstur kjarnorku-
vera.
Hverjir eru
drauniw
óramenn?
Þeim sem þessu máli tala er oft
brugðið um, að þeir séu draum-
óramenn eöa hugsjónamenn, sem
ekki horfist I augu við veruleik-
ann. En hvað mikið af vangavelt-
um manna, sem þessu slá fram i
trausti þess að þeir standi sjálfir
báðum fótum á jörðunni er ekki
byggt á þvi, að svo og svo mikið af
oliu finnist á svæöum, þar sem
aldrei hefur nein olia komið i
leitirnar og engum likum verður
stutt að hún sé yfirleitt til? Eru
þess háttar tilgátur byggðar á
einhverju þvi sem hald er aö?
Getur verið heppilegt að hafa þær
til leiðsagnar.þegar forystumenn
stórþjóða eru að móta stefnu sina
i orkumálum? En margt af þvi
sem þar hefur verið tekið gott og
gilt, segir Lovin eru einmitt spá-
dómar um það, sem enginn veit
hvort rætast eða ekki.
Þetta er aðeins sýnishorn af
þeirri umræðu sem nú fer fram
um það, hvað sé til ráða i yfir-
spenntum heimi, þar sem litill
hluti mannkyns hefur gerzt svo
djarftækur til þess sem lengi átti
að endast, að ugg vekur. Þeir sem
þó vildu helzt þagga niöur allar
slikar raddir, komast ekki hjá þvi
að hlusta á Amory Lovin sökum
fortiðar hans og óumdeildrar
þekkingar á þeim velli er hann
hefur haslað sér.
En sá maður sem breyta vill
rás framvindunnar á þungan
róður fyrir höndum, enda ekki i
litið ráðizt. Þess vegna verður
það hvorki I dag né á morgun, að
sjónarmið Lovins og þeirra sem
liku máli tala, verða viðurkennd.
Þar er við örugðan að etja, þar
sem er sjálft það kerfi er iðn-
væddar þjóöir búa við.
Hættur i
öllum áttum
En þessari umræðu mun ekki
linna. Hún mun þvert á móti fær-
ast I aukana á komandi árum og
fleiri og fleiri leggja við hlustirn-
ar. Margt mun stuöla aö þvi.
Sífellt beinist athyglin aö nýj-
um og nýjum hættum, sem sigla I
kjölfar tækninnar og orkuspenn-
unnar. Sumt af þvi eru staöreynd-
ir.sem ekki verður lengur á móti
mælt annaö getgátur eöa illur
grunur. Er mannkynið að kalla
yfir sig veðurlagsbreytingar sem
munu valda þvi aö jöklar bráðna
og lönd færast i kaf? Eru þeir að
rjúfa ózónlagið? Hvaða hættur
hefur oliuvinnsla og málmnám á
hafsbotni I för með sér? Hver
hefur á takteinum forsagnir um
það hvernig varöveita skal
geislavirk efni sem haugast upp,
ef kjarnorkuver þjóta upp um all-
ar jarðir? Hvernig á að aftra
stórslysum, ef margir tugir þjóða
geta komiö sér upp kjarnorku-
vopnum? Hvað flýgur i hugann
þegar hugsað er til stjórnenda
eins og þeir gerast nú i fjölda
landa i Suður-Ameriku, Afriku og
Asiu, margir hverjir miskunnar-
lausir fjöldamorðingjar og illa.
ábyrgir gerða sinna hvort heldur
hvitir eða svartir eða eitthvað þar
á milli.
Bak við þetta allt glottir svo
framtið með þjóðfélög sem eng-
inn veit hversu ófrýnilega mynd
geta á sig tekið þegar kapp-
hlaupið um tæknina hefur verið
breytt nógu lengi.
Byltingin étur börnin sin, hefur
verið sagt. Tæknin getur ekki
siður gert það.
JH