Tíminn - 29.01.1978, Síða 17

Tíminn - 29.01.1978, Síða 17
Sunnudagur 29. janúar 1978. 17 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (úbm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gíslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sími 88300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftír kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 90.00 Askriftargjald kr. 1700 á mánuði. Blaðaprent h.f. Reynumst menn í upphafi þessarar aldar var engin höfn á íslandi nema afdrep innan eyja og tanga. Landsmenn áttu engan skipastól, nema skútur og árabáta. Vegir voru engir, enda engin samgöngutækin. Ekkert raf- magn, enginn simi, örfáir skólar, nokkur fátækleg sjúkrahús. 1 sveitum klúktu torfbæir i þýfðum og óvörðum túnum undir hliðum, á stöku stað járn- klædd timburhús, þar sem i mest hafði verið ráðizt. Reykjavik var ekki annað en riflegt þorp i kvosinni á milli hæðanna tveggja og karlar og kerlingar i fáránlegum búningi með fullar skjólur af brunn- vatni á leið milli húsa. í verstöðvunum slitu menn nær af sér handleggina á árunum, bændurnir og þeirra fólk bograði við að naga stráin af jörðinni með bakkaljáum á meðan dagsbirta gafst, almúga- konur höfuðstaðarins voru að kikna i hnjáliðunum undir kolapokum og fiskbörum. Á þetta allt horfði Hannes Hafstein og sagði: „Þú skalt, þú skalt samt fram”. Allir vita, hvað siðan hefur gerzt. Hver og einn getur litið út um gluggann hjá sér, hvort heldur er i kaupstað eða sveit. Það nægir meira að segja að lit- ast um innan veggja. Annað vantar ekki til saman- burðar en fólk geti i raun og veru gert sér ljóst, hvað áður var. Það geta liklega þeir einir, sem lifað hafa stakkaskiptin. Þykist svo fólk ekki hafa himin höndum tekið, þegar önnur eins stórmerki hafa gerzt? Telur það sig ekki fært i flestan sjó með allan skipastólinn, ræktunina, iðnstöðvarnar, byggingarnar, orkuver- in, hitaveiturnar, hafnirnar, vegina, samgöngutæk- in, skólana, heilsugæzlustöðvarnar? Getur verið, að það örli á uppgjafartón og mögli hjá niðjum barn- ingsmannanna, sem Hannes Hafstein flutti boðskap sinn af mikilli dirfsku: ,,Þú skalt, þú skalt samt fram”? Ekki er laust við það. Að undanförnu hefur okkur verið flutt sú kenning, að við ættum að fara að gera okkur feita á þvi að heimta landleigu hjá útlendu herveldi, sem setu hefur i landi okkar.Sumir nefna meira, aðrir minna. Nú siðast hefur verið stofnað eitthvað, sem kallað er stjórnmálaflokkur — meira að segja Stjórnmálaflokkurinn —, er hefur það eitt þriggja atriða á stefnuskrá sinni að sækja peninga i vasa útlends hers, svo að við þurfum minna á okkur að leggja sjálf. Það er nýjasta myndin, sem draumurinn um steiktu gæsirnar, er koma fljúgandi i munn letingjans, hefur tekið á sig norður hér. íslenzka rikið hefur lengi verið háð svonefndum hagnaði af sölu tóbaks og brennivins. Nú skal það verða háð herstöðvaleigu frá öðru þeirra tveggja stórvelda, sem togast á um skækla þessa hnattar okkar. Og það er egnt fyrir okkur með gyllingum, egnt fyrir þá, sem af istöðuleysi kveinka sér við að axla sinn hluta af sameiginlegum byrðum samfé- lags, og brugðið upp myndum af flugvöllunum, vegunum og höfnunum, sem við fengjum fyrir- hafnarlaust. Þetta fólk er skammsýnt i sérgæzku sinni. Það er að mynda sig til þess að búa upp á asnann með gull- klyfjarnar. Vei þeim stað, þar sem hann kæmist inn um borgarhliðið. Réttilega er sagt, að hægara sé i að komast en úr að vikja. Umtalsverðri herstöðvaleigu fylgdi lifs- venjubreyting, meiri eyðsla, meiri verðbólga, minni ábyrgðartilfinning og forsjá. Og sé torvelt nú að snúa við á vafasamri leið i efnahagsmálum, yrði það enn torveldara að fenginni þess konar inngjöf. í reynd hefðum við bundið okkur i báða skó, ef til vill fyrirgert lifsrétti okkar sjálfra, þegar til framtiðar- innar er litið. Stigum ekki slikt örlagaspor af tómri vesalmennsku. .—J H Baráttan við eiturlyf j ahringana: Bændur á hungurmörkum þræla á ekrum þeirra — en sökudólgarnir velta sér í auöi og allsnægtum VIÐA UM LÖND eru jurtir, sem notaðar eru til eiturlyfja- framleibslu, ræktaöar á stór- um flákum lands. Sums staöar er þessi ræktun stunduö svo til einvörðungu í heilum héruö- um. Þetta gerist einmitt i löndum, þar sem fjöldi fólks lifir viö sára neyö, og mat- vælaframleiðsla er allt of litil. Þaö er gróöabralliö, er einskis metur lif, heilsu og hamingju manna, sem er driffjöörin. Meöal þeirra landa, þar sem þessi ógæfusamlegi atvinnu- vegur er stundaður, er Tyrk- land, Tæland og ýmis lönd i Suður-Ameriku. Og raunar mörg fleiri. Afarharösviraðir hringar auöugra manna standa á bak viö þetta, og þessir hringar teygja arma sina um flest lönd heims. Sér- hver mistök eöa brigö af hálfu þeirra, sem starfa I þjónustu þessara hringa, þýöa oft dauöadóm. Þar er engrar vægöar aö vænta. t Tælandi er það heróiniö. Fyrir nokkrum árum var Amsterdam miöstöö allra heróinflutninga til Evrópu, en nú á seinni árum fer dreifingin fram á miklu fleiri stöðum. Þaö veröur sifellt algengara, aö eiturlyfjasalar margra landa haldi sjálfir I innkaupa- ferðir til Bangkok, þar sem spilling og mútuþægni em- bættismanna gerir hægt um vik um þess konar viöskipti. Heróin þýöir peninga, og pen- ingar eiga sér ekki nein siö- feröislög. Bændurnir i Noröur- Tælandi, þar sem valmúinn er ræktaður, eru reiöubúnir til að stofna sér i mikla hættu viö ræktun og flutninga, af þvi aö fyrir þaö fá þeir peninga, sem eru stórfúlgur á þeirra visu, enda þótt það sé ekki nema ör- litill hluti af öllu þvi, sem aðrir bera úr býtum fyrir viöbjóös- lega iöju sina. Aö minnsta kosti fá bændurnir mun meira heldur en fyrir hrisgrjóna- rækt. Rama IV, konungur Tæ- lands, hefur reynt aö fá bænd- urna til þess aö breyta rækt- unarvenjum sinum. Hann hef- ur sjálfur tekiö sér ferö á hendur til Noröur-Tælands með áætlun um eplarækt i staö valmúans. Epli eru hlutfalls- lega dýr i Tælandi. En þaö er engin leiö að fá þetta fólk til þess aö taka upp nýja hætti, og auk þess á konungurinn við þá aö etja, sem eru jfcfnvel vold- ugri en hann, oddviti heróin- hringsins tælenzka. Og á sveif meö honum leggjast siðblindir embættismenn og löggæzlu- menn, er loka augunum, ef þeim eru réttir peningar. í rauninni veit enginn, hver er vinur eöa óvinur, bandamaður eða andstæðingur, þegar reynt er að vinna bug á heróín- smyglinu. Algengt er, aö vitn- eskju um afbrot sé stungiö undir stól i skrifstofum ein- hvers embættisins og henni ekki komið á framfæri fyrr en um seinan eöa ábendingar rangfæröar. Þá er boriö viö önnum, mistökum, gleymsku ef upp kemst. Eöa þaö er þessi, en ekki hinn, sem sökina ber. 1 Kolumbiu i Suður-Ameriku er gifurlega mikið ræktað af marijúana. 1 Guajiri, i grennd viö bæinn Rióhacha, er þessi jurt ræktuð á um þaö bil tvö þúsund hektörum lands, og þaö var aöeins fyrir tilviíjun, aö þaö uppgötvaöist. Þaö eitt aö eyöa gróöri á þessum ökr- um öllum er meira en lltiö fyr- irtæki, þar sem iskyggilegt þykir aö gera þaö meö jurta- eitri. En verra er þó hitt, aö sams konar ekrur eru viös vegar um Kólumbiu og i mörgum öörum rikjum i Suö- ur-Ameriku. Þar hefur mari- júana veriö ræktaö öldum saman, þótt aldrei fyrr hafi önnur eins ósköp veriö ræktuö og siöan neyzla þessarar teg- undar vimueiturs varð algeng i Bandarikjunum. Jafnhliöa marijúana er svo kókaínsmygl stundað i Kólumbiu — og viö það eru notaöar flugvélar, bátar, vörubilar og múlasnar. Þaö eru yfirleitt blöö jurtarinnar, sem kókainið er unniö úr, er flutt eru úr landi, og þessir fiutningar lúta stjórn harö- sviraös kókainhrings, sem á rannsóknarstöövar og vinnslustöövar á afskekktum stööum og lætur siöan fljúga með þennan háskalega varn- ing, kókainduftiö, til Mexikó eöa beint til Bandarikjanna. Og nokkuö er sent sjóleiðis til Evrópu. Mest af þessum eiturlyfjum kemst á leiðarenda, og þaö, sem löggæzlumönnum tekst að klófesta, er ekki nema brot af allri framleiðslunni. Þó er æriö mannfall I þeim sveitum lögregluliös, sem viö þessi mál fást i Kólumbiu, af völd- um launmorðingja og leyni- skyttna. Samt hefur þeim fram til þessa tekizt aö ná tuttugu og átta lestum af kókaini, átján þúsund lestum af kókablöðum og áttatiu þús- und lestum af marijúana, auk þess sem 668 þúsund lestir hafa veriö eyöilagöar fyrir uppskeru og ellefu kókain- vinnslustöövar veriö sprengd- ar i loft upp. Verst er aö hafa upp á þeim ekrum, sem eru langt inni I miklum skógum, þar sem eit- urlyfjahringarnir eru alls ráö- andi. Þaö fólk, sem þar á heima, þorir hvorki aö æmta né skræmta, þvi aö þaö á dauðann yfir höföi sér. Auk þess hafa eiturlyfjahringarnir betri báta og hraöskreiðari bila en lögreglan, þeirra menn eru betur vopnaöir og rækileg- ar þjálfaöir til haröræöa. Þyrlur, sem eiturlyfjalögregl- an hefur fengiö, hafa veriö skotnar niöur, og svo er áhætt- an mikil, aö lögreglan fer aldrei fámennari út fyrir bæj- armörk Rióhacha en fimm bil- ar fullskipaðir séu saman. Raunverulega er þarna háö styrjöld, og ekki bætir þaö að- stööu stjórnarvaldanna, aö mikil spilling hefur grafið um sig innan herbúöa þeirra, og þar geta jafnt menn i æöstu stööum sem vesalir lögreglu- þjónar i rauninni veriö á bandi eiturlyfjahringanna eins og viöar i Suöur-Ameriku og Mið- Ameriku. Nýlega hefur þvl til dæmis veriö haldiö fram, aö sjálfur yfirhershöfðingi lands- ins sé einn i þeim hópi. Bændurnir, sem látnir eru vinna á ökrunum, eru ólæsir og óskrifandi. Þeir vita ekkert um þá eymd og ógæfu, sem hlýzt af starfi þeirra i þágu eiturlyfjahringanna, og sjálfir eiga þeir fæstir mat til næsta máls. Þeir eru þess vegna al- gerlega á valdi þeirra útsend- ara eiturlyfjahringanna, sem búið hafa um sig meöal þeirra, og hvorki gætu neitt aðhafzt né þyrðu þaö, þótt þeir skynjuöu i hvaða keöju þeir eru hlekkir, og vildu ekki una þvi. Þetta er aöeins lausleg frá- sögn af þvi, sem fram fer i tveimur löndum, ööru i Asiu, hinu i Suöur-Ameriku. En sömu sögu eöa nauöalika má segja úr mörgum öörum, þar sem þessi iðja er stunduð af kappi. En þaö mætti einnig rekja þann þáttinn, sem gerist i vestrænum löndum, þar sem sölukóngarnir lifa viö auð og allsnægtir, feitir af óhamingju annars fólks, sem þeir græöa á að troöa niður I svaöiö og gera að aumingjum. Þaö mætti fjalla um vesala erindreka, sölumenn og vikapilta þessara eiturlyfjakónga og fórnar- lömbin öll, mikinn part æsku- fólk, sem glæpzt hefur til þess að ánetjast þessu fólki, oft af rælni i upphafi, eöa vegna tómleika, sem þvi var búinn i þvi samfélagi, þar sem þaö ólst upp. Hópur bænda, sem handtekinn birgöir kókablaöa i Guajira f sem gróöann hriða, leika lausu áöur.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.