Tíminn - 29.01.1978, Side 19
Sunnudagur 29. janúar 1978.
19
rnarmálum.
— Hvernig var svo að vera
barn á Reyðarfirði, þegar þú
manst fyrst eftir þér?
— Þaðvaralveg dýrlegur timi.
Leiðindi voru óþekkt fyrirbæri,
og uppátæki okkar krakkanna
vorumeðólikindum fjölbreytileg.
Landrými var nóg, byggðin
þrengdi ekkert aö okkur, og
skylduverkin ekki þjakandi.
— Hvað heldur þú að margt
manna hafi búið i þorpinu á
Reyðarfirði, þegar þú varst að al-
ast upp?
— Mannfjöldinn stóð auðvitað
ekki alveg i stað. Ég hygg, að
ibúar Reyðarfjaröar hafi veriö
rösklega þrjúhundruð manns,
þegar ég var barn, en.á unglings-
árum mlnum tök þetta mikinn
fjörkipp. Þá kom setuliðið, og þá
var Reyöarfjörður allt i einu
orðinn fimm- til sex þúsund
manna bær. Þá breyttist Uka allt,
og má segja, að við höfum lifað
marga áratugi i einu vetfangi. A
bernskuárum mfnur var kreppa
ogatvinnuleysi á Reyöarfirði eins
og annars staðar á tslandi, en hjá
okkur var þó haldið uppi atvinnu-
bótavmnu, og það var gert með
þvi að rækta land i þorpinu, enda
stunduðu flestir Reyðfiröingar
einhvern búskap á þessum árum,
áttu eina eöa jafnvel tvær kýr,
nokkrar kindur, og ræktuðu
kartöflur og rófur ti eigin nota.
Húsmæðurnarunnuföt á alla fjöl-
skylduna, og þannig má segja, að
fólk hafi lifaö eingöngu á þvi sem
landið gaf af sér, enda er mér nær
að halda að Reyðfirðingar hafi
sloppið betur út úr kreppuárunum
en mörg önnur sjávarþorp.
Stærsta áhugamál
æskudaganna
— Byrjaðir þú ekki snemma að
taka þátt i störfum fullorðna
fólksins, þótt þú segðir áðan, að
skyldurnar hefðu ekki verið
beinlínis þjakandi?
— Jú ég hlaut snemma sama
embætti og flestir jafnaldrar
minir, að vera kúasmali. Þaö hef-
ur liklega verið algengasta
starfsheiti ungra manna á
Reyðarfirði um þessar mundir.
Svo vorum við auðvitað notaöir til
snúninga, eftir þvi sem til okkar
náðist, við vorum látnir hjálpa til
við heyskap, fiskbreiðslu, panna
sild, og sitthvað fleira, eftir þvi
sem þörfin krafði.
— Varstþú ekki I sveit á sumr-
in?
— Jú, ég var flest sumur eitt-
hvað i sveit, og þá langoftast á
Kollaleiru hjá afa minum og
ömmu sem voru mikil sæmdar-
hjón, enda minnist ég þeirra
alltaf með óblandinni viröingu og
aðdáun. Ég var lika eitt sumar á
Höföa á Völlum. Þá var ég tiu ára
gamall, og mér er óhætt að full-
yrða, að þótt ég ætti góða æsku
yfirleitt, þá var ég aldrei og
hvergi svo striðalinn sem þetta
sumar á Höfða. Og hvergi hef ég
séð annað eins forðabúr matar.
Þarna varallurislenzkur matur á
boðstólum, hákarl, harðfiskur,
súrmatur og hvað annað, sem
lystugur krakki gat óskað sér.
Þegar ég var að alast upp, átti
ég mér eitt áhugamál, sem tók
huga minn fastari tökum en flest
eða allt annað. Það var
hestamennska. Mér þótti vænt
um hesta, og ég vildi helzt alltaf
vera á hestbaki. Mér liggur við að
halda, að ég sé enn hjólbeinóttur
eftir að kreppa ganglimi mina að
slðum hesta!
— En voru ekki takmörkuö
tækifæri tii hestamennsku I þorp-
inu á Reyðarfirði á þessum ár-
um?
— Þau voru nær engin. Hesta-
eign var litil á Reyðarfiröi þá,en
á sveitabæjunum, þar sem ég var
á sumrin, voru auðvitað nógu
margir hestar handa mér, enda
voru þeir óspart notaöir.
— En sjörinn hefur ekki togað i
þig að marki?
— Nei, þaö get ég ekki sagt. Ég
var aldrei mikið gefinn fyrir sjó,
þótt flest æskuspor min liggi eftir
sjávarströnd.
„Þá kom heldur en
ekki babb i bátinn”
— Heldur þú, að það hafi veriö
æskukynniþin afbökum, sem ollu
þvi að þú fórst i skóla og gerðist
kennari, en ekki bóndi —eða sjó-
maður?
— A þeim árum,sem við höfum
I huga, munu það liklega ekki
hafa verið nema tvær eða þrjá
fjölskyldur á Reyðarfirði, sem
sendu börn sin til framhalds-
náms, eftir aö barnaskóla lauk.
Yfirleitt hafði fólk ekki efni á
sliku, og svo var þaö ekki heldur
orðin tizka, að svo aö segja hver
einasti unglingur tæki stúdents-
próf. Börn sjómanna og verka-
manna áttu fárra kosta völ, en
svo breyttist þetta á striðsárun-
um, eins og margt fleira. Aura-
ráðin urðu rýmri, og þar kom, að
jafnvel fátækir unglingar gátu
kostað sig að mestu leyti sjálfir,
ef þeir höfðu næga atvinnu að
sumrinu.
Um mig er það að segja, að
framan af hafði ég takmarkaðan
áhuga á skólagöngu. Faöir minn
vildi helzt gera úr mér bónda,
hann langaöi til þess að ég færi i
bændaskóla, en á hinn bóginn ýtti
hann mér aldrei að sjónum. En
mig langaö ekkert i bændaskóla,
svo vel sem mér hafði þó liðiö öll
þau mörgu sumur, sem ég var 1
sveit.
Endirinnvarðsvosá, að ég fór i
héraðsskólann á Eiðum, og hafði
mjög gott af dvölinni þar. Seinna
vaknaði svo hjá mér löngun til
frekara bóknáms, og fór þá i
Menntaskólann á Akureyri. Þar
þótti mér gaman og gott að vera,
og stundaði þar nám, þangað til
ég var kominn i fimmta bekk, en
þá kom helduren ekki babb i bát-
inn. Ég fékk hina svokölluöu
Akureyrarveiki, varð fárveikur,
og lá lamaður i þrjú ár. Þegar ég
loks komst á fætur aftur, fannst
mér ég vera oröinn of gamall til
þessað taka upp þráðinn og halda
áfram að lesa til stúdentsprófs,
svo ég venti minu kvæöi i kross,
fór i Kennaraskólann, lauk
náminu þar á tveim vetrum og
tók kennarapróf árið 1953.
— Þú unir þá kannski ekkert
illa þvi sem varð?
— Nei, Siöur en svo. Ég er
ánægöur meö hlutskipti mitt, og
þykir mjög vænt um það starf
sem ég gegni. Kennsla er mjög
heiilandi vinna, þótt húnsé erfið á
köflum. Ég er lika svo heppinn,
að samstarfsmenn minir og þeir
sem ég þarf aö umgangast vegna
starfa mins, eru ágætisfólk, og
það er ómetanlegur styrkur og
úppörvun að þvi.
Vandinn vex, eftir þvi
sem „lyklabörnunum”
fjölgar
— Nú er alltaf verið að taia um
hagvöxt og afkomu, bæði
einstakra staða og þjöðarbúsins i
heUd. Við mættum kannski, svona
undir lokin, vikja aö þvi, hvernig
þið Reyðfirðingar eruð á vegi
staddir i þeim efnum?
— Afkoma manna á Reyðar-
firði er vel i meðaUagi, eftir þvi
sem gerist annars staðar. Ég sá
einhvers staðar i skýrslu, að við
værum fremur ofarlega á blaöi
hvað fjárhaginn snertir. Staður-
inn vex hægt, þar eru um sjö
hundruð manns núna. En þar er
mikið af ungu fólki, og þaö er
byggt I skorpum. Nokkur hús eru
i byggingu í einu, en svo koma
tlmabil inn á milli, þegar litið eöa
ekkert er byggt. Litið er um það
að verkamenn séu ekki i fullu
starfi, og árstiðabundið atvinnu-
leysier ekki mikið. En það vantar
meirahráefnii frystihúsiö til þess
aö alltaf sé kappnóg að gera fyrir
aUa. Sömuleiðis vantar vinnu
fyrir húsmæður, þóttvið kennar-
arnir séum reyndar ekkert hrifnir
af þvi fyrir hönd barnanna, að
missa mjög margar mæður út i
atvinnullfið. Og það er ekki
heldur gott fyrir skólana, þvi að
það er staðreynd, hvort sem
menn viðurkenna þaöeða ekki, aö
vandamál skólanna vaxa I réttu
hlutfalli við það sem „lyklabörn-
unum” fjölgar. En „lyklabörn”
köllum við gjarna þau börn, sem
hitta fyrir kalda, dimma og
mannlausa ibúð, þegar þau koma
heim úr skólanum. Þeim hefur
bara verið fenginn útidyralykill,
og svo eiga þau að sjá um sig
sjálf. Ofter þetta illnauðsyn, það
veit ég vel, en heppilegt er það
ekki, hvorki frá sjónarmiöi
barnanna né skólans, þar sem
þau stunda nám sitt.
Um Reyðarfjröð er það annars
að segja, að nokkur gróin fyrir-
tæki þar á staönum veita fjölda
fólks atvinnu. Ef ég á að nefna
einhver þeirra með nöfnum, kem-
ur fyrst i huga kaupfélagið, vega-
gerðin, útgerðarfélagiö Gunnar
og Snæfugl og biíreiðaverkstæöið
Lykill. Enn fremur eru vaxandi
umsvif hjá Vélaverkstæði Björns
og Kristjáns, og þegar loðnan
veiöist, er alltaf nóg aö gera i
sildarbræöslunni. Nýlega var sett
á stofn á Reyðarfiröi saumastofa,
sem heitir Harpa, og hún veitir
allmörgum konum atvinnu.
Sveitabýlum i Reyðarfirði hef-
ur farið fækkandi, og nú er svo
komið, aö varla er hægt aö segja,
að það sé nema ein jörö, þar sem
mikill búskapur er stundaöur. En
auðvitaöeru lika nokkur fleiribú,
og þau eru nálægt meðalstærð.
Stóra búið, sem ég minntist á, er
fjárbú, i þorpinu eru ekki lengur
neinar kýr, og Reyðfirðingar fá
þvi alla sina m jólk ofan af Héraöi.
Fljótsdalshérað erþannig „okkar
sveit”, eins og verið hefur lengi.
Þaðan fáum við þær landbún-
aðarafurðir sem við notum,og þá
mjólk sem Reyðfirðingar
íraml.flytja þeir til Egilsstaöa.
Englendingar komu
auga á þetta
— Sagt hefur verið, aö þaö sé
alltaf erfitt að spá, — og einkan-
lega um framtiðina! En eigum
viö samt ekki að rýna ofurlitið
fram i timann og reyna að gera
okkur grein fyrir framtiðarmögu-
leikum Reyðarfjarðar?
— Jú, þaö vil ég gjarna, og ég
fyrir mitt leyti er alveg viss um,
að það er ekkert annað en spurn-
ing um tfma, hvenær Reyöar-
fjörður verður orðinn grósku-
rriesti staöurinn á Austurlandi.
Vaxtarskilyrði hans eru mjög
mikil og eiga sér margar forsend-
ur. Staðurinn er alveg á krossgöt-
um, landrými er þar mjög mikiö,
höfnin er sjálfgerð og er ein hin
bezta á öllu Austurlandi. Eng-
lendingar voru ekki lengi að
koma auga á þetta á striösárun-
um siðustu, enda höguðu þeir sér
samkvæmt þvi og settu niöur
aðal-bækistöðvar sinar á
Austurlandi einmitt þar. En hins
vegar hafa blessaðir þingmenn-
irnir okkarekkitekiðeftir þessari
augljósu staðreynd enn þann dag
i dag.
Ef við horfum fram á veginn,
þá er þess fyrst aö geta, að nú er
að risa tollvörugeymsla á
Reyðarfirði. Húsið er komið undir
þak, og viö gerum okkur vonir um
að siðar verði komið upp stór-
markaði i sambandi viö tollaf-
greiðslu, en eins og kunnugt er,
hafa vörur lengi verið tollaf-
greiddar á Reyðarfirði. Umskip-
unarhöfn verður áreiðanlega á
Reyðarfirði, og eins og til þess að
undirstrika það hefur veriö
byggöur hundrað metra langur
viðlegukantur nú nýlega. Við
geröum okkur einu sinni von um
að fá ferjuna, en sú von brást aö
visu — að minnsta kosti I bili.
Hins vegar er ég viss um, aö
ferjan á eftir að koma til okkar,
enda öll skilyrði fyrir hendi til
þess að veita henni viðtöku, eftir
að bæði tollvörugeymsla og toll-
afgreiðsla eru fyrir hendi.
Tiu þúsund manna bær
eftir tólf ár?
Okkur Reyðfirðinga vantar til-
finnanlega öflugt byggingarfyrir-
tæki. Eitt allra nauðsynlegasta
framtiðarverkefni okkar er að
koma þvi á fót. Nú hefur verið
stofnað þar byggingarfélagið
Húseiningar, með það fyrir aug-
um að framleiða einingahús. Mér
hefur oft dottið i hug, að tilvalið
væri að setja á stofn malar-
þvottastöö og steypustöð, þvi að
nóg er af hráefninu, og ekki skort-
ir stóra bila til þessaðflytja
steypuna á milli byggðarlaga.
Enn fremur er Reyðarfjörður
alveg kjörinn staður fýrir þurr-
kvi, bæði er nóg rúm fy rir ha na og
auðvelt að koma henni fyrir. Nú
þegar er búið að skipuleggja tiu
þúsund manna bæ á Reyðarfirði,
og hinir bjartsýnustu miða við að
ibúarnir verði orðnir svo margir
um 1990. En mikið verður
áreiðanlega búiö aö gera á
Reyðarfirði fyrir þann tima. Mér
hefur löngum fundizt, að mikið
hagræði væri að þvi að hafa flug-
völl á Reyðarfirði. Fólksflutn-
ingar á milli Austfjarða og
Reykjavikur eru svo miklir, að
oft eru farnar tvær ferðir á dag til
Egilsstaöa. Þá væri ekki úr vegi
áð flugvélin lenti á Reyðarfiröi i
annarri ferðinni, þvi að það stytti
þó leiöina verulega fyrir mörgum
ferðamanni.
Enn er eitt, sem okkur
Reyðfirðinga vantar tiliinn-
anlega. Þaö er bankaútibú. Eins
og er, eru á Reyðarfirði skrifstof-
ur bæði frá Landsbankanum og
Búnaðarbankanum, en það er
^kki nóg, þótt gott sé, svo langt
sem það nær. Okkur er hin mesta
nauðsyn á þvi að þarna veröi
raunverulegt útibú frá banka,
einkum vegna afgreiöslu á toll-
pappirum og öðru sliku, — og
reyndar i sambandi við margt
fleira. Það hefur háð okkur tals-
vert, aö ekki skuli vera sjálfstæð
bankastofnun á staönum.
Enn sem komið er, er Reyðar-
fjörður tæpast nógu stór. Þar hef-
ur ekki verið hægt að veita fólki
alla þá þjónustu, sem þéttbýli
þarf að geta boðið ibúum sinum.
En þetta stendur til bóta. Það
breytist þegar bærinn stækkar.
—VS.
'fj örður
tærsti
andi?
Spjallað við
Kristin Þ. Einars-
son, skólastjóra
á Reyðarfirði