Tíminn - 29.01.1978, Qupperneq 20
20
Sunnudagur 29. janúar 1978.
SUSANNA LENOX
Jón Helgason
þaö er fyrir auman afbrotamann i fátækrahverfi aö
hugsa sér aö segja lögum og valdi stríð á hendur. Þeir ná
settu marki og mynda aðalsstétt framtíðarinnar. Loks
eru það glæpamennirnir. Þá brestur ekki kjark — en hjá
þeim fer ekki saman kjarkur og kænska. Þeir eru ekki
svo forsjálir, að þeir geti gert sér grein fyrir afleiðing-
um athafna sinna og heyja vonlaust stríð gegn
þjóðfélaginu og verða að afplána heimskupör sín í eymd
og volæði. Gideon var úr öðrum flokknum — einn af
þeim, sem ota sinum tota, án þess að lenda i fangelsi.
Hann var sannur fulltrúi þessarar manngerðar hvorki
með þeim beztu né verstu, heldur svo mitt úr hópi þess
ara drembilátu, allsráðandi auðmanna og samvizkuiitlu
kaupmanna og stjórnmálamanna, sem ekki ganga
glæpaveginn, en götuna meðfram honum.
,,Þú býður mér ekki einu sinni sæti", sagði hann glens-
f ullur.
— En ég er nú ekki svo teprulegur, að ég raki mér það
ekki samt".
Hann settist á rúmið, þar sem Maria hafði áður setið.
Hann leit með fyrirlitningu af einum hlutnum á annan i
þessu yf irfyllta, en þó allslausa súðarherbergi. Súsanna
hagaði sér eins og hún væri alein. Hún hirti ekki einu
sinni um að sveipa náttfötunum að sér.
— Ég simaði til þeirra þarna í verzlunarhúsinu, sagði
Gideon. Þeir sögðu, að þú hefðir ekki komið i dag og
myndir ekki koma f yrr en á morgun. Ég tók þá til bragðs
að fara hingað. Hún vinkona þín vísaði mér upp til þín.
Förum svo eitthvað út. Við getum borðað einhvers staðar
nógu langt i burtu.
— Nei, þakka þér fyrir, sagði Súsanna. — Ég get ekki
þegið það boð.
— Hvað er að heyra? sagði Gideon. — Hvers vegna er
ungfrúin svona stúrin?
— Ég er ekki stúrin.
— Hvers vegna viltu þá ekki koma með mér?
— Ég get það ekki.
— Þá gætum við þó talað um það, hvað ég á að gera
fyrir þig.
— Þú hefur efnt loforð þin.
— Ekki nema að nokkru leyti. Þar að auki ætlaði ég
alltaf að kaupa vörur hjá þeim.
Allt i einu birti yfir Súsönnu. — Er það satt? hrópaði
hún.
— O-já-já — að minnsta kosti eitthvað. Auðvitað ekki
svona mikið. Ég læt að minnsta kosti eitthvað. Þeir eiga
þér að þakka svona helminginn af því sem þeir græða á
mér..... Hvaða peningar eru þarna á borðinu? Er það
þín þóknun?
— Já.
— Tuttugu og fimm dalir? Ha-ha! Gideon skellti upp
úr. — Ég hef verið svona álíka rýmilegur í sömu sporum.
Maður á að gleðja undirmenn sína en ekki gera þá of
heimtufreka — það er góð regla. Ég hef vitað margan
efnilgan pilt fara í hundana af þvi, að kaup hans var
hækkað...... Já, svo vorum það við! Gideon dró seðla-
bunka upp úr buxnavasa sínum og fleygði fimm fimm-
dala-seðlum á borðið. — Hana!
Einn seðlanna kom við höndina á Súsönnu. Hún kippti
henni að sér, eins og seðillinn hefði brennt hana. Svo tók
hún þá alla fimm og rétti honum. — Fyrirtækið hefur
þegar borgað mér, sagði hún.
— Þetta er mjög heiðarlega gert, sagði hann og kinkaði
kolli. — Þetta likar mér. En það á samt ekki við í þetta
skipti.
— Ég veit að ég er búin að fá mín ómakslaun, sagði
hún. — Ég gerði þetta vegna fyritækisins — af þvi að ég
stóð í þakkarskuld við það.
— Bara vegna fyrirtækisins? sagði hann ísmeygilega.
Og hann tók utan um framrétta höndina með peningun-
um í og þrýsti hana.
— Bara vegna fyrirtækisins, endurtók hún dálítið
hörkulega. Og hún dró höndina að sér og lét peningana
verða eftir í lóf a hans. — Ég held að minnsta kosti, að ég
hafi gert það vegna fyrirtækisins, bætti hún við hugs-
andi. — Hvers vegna gerði ég það? Ég veit það ekki. Ég
gerði það blátt áfram, af því, að mér fannst það einu
gilda, hvað ég gerði við sjálfa mig, en þeir vildu umf ram
allt njóta viðskiptanna. Svo tók hún allt i einu eftir þvi,,
að hann var þarna, og hún sá það var einhver f löktandi
ánægjusvipur á andliti hans, eins og honum fyndist hann
skilja gátuna til fulls. Setningin, sem hún nú slengdi
framan i hann, kom honum úr jafnvægi: — Af hverju,
sem ég kann að hafa gert það, þá er alveg víst, að ég
gerði það ekki þín vegna.
— Heyrðu Lorna mín góð, sagði Gideon og röddin bar
þess vitni, að honum rann í skap, — þannig tala ekki þeir
sem vilja öðlast fótfestu í lifinu.
Hún virti hann fyrir sér með svip, sem vakið hefði hjá
manni með ofurlitið minna sálfsálit þann leiða grun, að
hann væri henni meira en lítið hvimleiður.
— Þó að við minnumst ekki á það, sem ég get gert fyrir
þig, þá eru það þó alltaf viðskiptin í f ramtíðinni. Ég kem
hingað i viðskiptaerindum tvisvar á ári — og kaupi alltaf
mikið.
— Ég er hætt að vinna hjá þeim.
— A-jæja. Þú hef ur komizt á gott hjá einhverjum öðr-
um — ha? Þess vegna ertu svona derrin.
— Nei.
— Hvers vegna ertu þá hætt að vinna hjá þeim?
— Bara, að ég vissi það. Nei, ég skil það ekki sjálf. En
— samt er þetta svona.
Gideon f urðaði sig á þessu of urlitla stund, en sá svo, að
það var ofvaxið skilningi hans, enda skipti það engu
máli. Hann þyrlaði út úr sér reykjarmekki, teygði frá sér
fæturna og sneri sér að aðal-erindinu. — Ég ætlaði að
fara að seg ja þér, að ég er búin að hugsa þér stöðu. Ég er
að hugsa um að láta þig fylgja mér til Chicago.
— Þú heldur, að ég sé frillan þin? Aldrei á ævi hennar
höfðu augu hennar orðið jafn stálgrá — speglað slíka
nístandi fyrirlitningu.
— Þurfum við að ræða það meira að sinni? Þú þekkir
veröldina. Þú ert greind stúlka.
Súsanna vöðlaði saman lausu hárinu, stóð á fætur og
studdi sig við borðið.
— Þú skilur mig ekki. Þú myndir aldrei skilja mig. Ég
er ekki ein af þessum dyggðugu konum, sem eru eign
mannanna — einsog margar eiginkonur til dæmis. Og ég
er ekki heldur ein af þeim, sem selja úr sér sálina með
likamanum. Heldurðu, að þú eigir mig? Hún hló lagt og
ertnislega og hélt svo áfram. — Ég hata þig ekki. Ég
fyrirlit þig ekki einu sinni. Þú vilt vinna gott verk. En
mér verður óglatt við að sjá þig. Ég vil gleyma þér eins
fljótt og ég get.
Augnaráð hennar skaut honum skelt í bringu. Rödd
hennar, sem enn var jafnstillileg og fyrr, gerði hann æf-
an. — Þú — þú! öskraði hann. — Þú hlýtur að vera gengin
af göflunum að tala svona við mig.
Hún kinkaði kolli — Já — gengin af göflunum sagði
hún með sömu dæmalausu stillingunni. — Því að ég veit,
hvers konar dýr þú ert — þokkalegt,gæft dýr, en dýr
f
hljóðvarp
Sunnudagur
29. janúar
8.00 Morgunandakt Séra Pét-
ur Sigurgeirsson vlgslu-
biskup flytur ritningarorö
og bæn.
8.10Fréttir. 8.15. Veöur-
fregnir. útdráttur úr for-
ustugr. dagbl.
8.35 Morguntónleikar
9.30 Veistu svariö? Jónas
Jónasson stjórnar
spurningaþætti. Dómari:
Ólafur Hansson.
10.10 Veöurfregnir. Fréttir
10.30 Morguntónleikar —
framh.a. Svitanr. 1 i G-dúr
fyrir einleiksselló eftir
Bach. Pablo Casals leikur.
11.00 Messa f Dómkirkjunni
Biskup Islands, herra
Sigurbjörn Einarsson,
messar á hálfrar aldar af-
mæli Slysavarnafélags ís-
lands. Séra Þórir Stephen-
sen þjónar fyrir altari meö
biskupi. Organleikari:
Ragnar Björnsson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 Heimsmeistacakeppnin i
handknattleik Hermann
Gunnarsson lýsir siöari
hálfleik milli Islendinga og
Spánverja.
14.10 Um riddarasögur Dr.
Jónas Kristjánsson flytur
annaö erindi sitt.
14.50 Miödegistónleikar. Frá
ungverska útvarpinu Flytj-
endur: Pianóleikararnir
András Schiff og Erika Lux,
György Pauk fiöluleikari og
Lorant Kovacs flautuleik-
ari. a. Humoreska I B-dúr
op. 20 eftir Schumann. b.
Fiölutónleikar eftir
Debussy/ Pauk, Katsja-
túrjan Sarasate og Ysaye. c.
Fantasia eftir Fauré og
Sónata eftir Poulenc, fyrir
flautu og píanó.
16.00 Birgitte Grimstad
syngur og leikur á gitar.
16.15 Veöurfregnir. Fréttir.
16.25 Slysavarnafélag islands
50 áraóli H. Þórðarson tek-
ur saman dagskrána.
17.40 Útvarpssaga barnanna:
„Upp á líf og dauöa” eftir
Ragnar Þorsteinsson Björg
Arnadóttir les (4).
18.00 Harmonikulög. John
Molinari Johnny Meyer,
Svend Tollefsen og Walter ^
Eriksson leika.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Flóttamenn frá Chile
- Gylfi Páll Hersir, Ragnar
Gunnarsson og Einar Hjör-
leifssontóku saman þáttinn.
20.00 Frá tónleikum Tónkórs-
ins á Fljótsdalshéraöi voriö
1977 Stjórnandi Magnús
Magnússon undirleikari
Pavel Smid, einsöngvarar
Sigrún Valgeröur Gests-
dóttir og Sigursveinn
Magnússon.
20.30 Útvarpssagan: „Sagan
af Dafnis og Klói” eftir
Longus Friörik Þórðarson
sneri úr grisku. Óskar Hall-
dórsson les (5)
21.00 tslensk einsöngslög
1900-1930, IV. þáttur Nlna
Björk Elíasson fjallar um
lög eftir Jón Laxdal.
21.25 „Heilbrigö sál I hraust-
um iikama”: fyrsti þáttur
Geir Vilhjálmsson sál-
fræðingur sér um þáttinn og
ræðir viö Skúla Johnsen
borgarlækni og Ólaf Mixa
heimilislækni um ýmsa
þætti heilsugæslu.
22.20 Sónata nr. 3 eftir Rudolf
Straube John Williams leik-
ur á gltar, Rafael Puyana á
sembal og Jordi Svall á
viólu da gamba
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Kvöldtónleikar a. Inn-
gangurstef ogtilbrigöi fyrir
óbó og hljómsveit op. 102
eftir Johann Nepomuk