Fréttablaðið - 12.08.2006, Side 6

Fréttablaðið - 12.08.2006, Side 6
6 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR DAGVISTUN Anna G. Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi á þjónustu- og rekstrarsviði Reykjavíkurborgar segir að dagmæðrum hafi farið fækkandi undanfarin ár. „Áramótin 2004 og 2005 voru þær 164, áramótin 2005-2006 162 og í maí í vor voru dagmæður 156,“ segir Anna, en í sumar eru skráðar 153 dagmæður í vinnu. „Eins og staðan er núna er ekkert sem bendir til þess að ástandið sé mjög slæmt núna. En maður hefur helst áhyggjur af Vesturbænum, jafnvel þó einn leikskóli hafi bæst við, Leikgarður Félagsstofnunar stúdenta. Barnafjöldinn í Vestur- bænum er ekki eins mikill og ann- ars staðar en það er bara ekki mikið um dagmæður þar,“ segir Anna, en fjórir dagforeldrar eru skráðir í hverfi 107 í Vesturbæn- um miðað við 23 í hverfi 109. „Við auglýstum námskeið fyrir dagforeldra í fyrra og enginn sótti um úr Vesturbænum, en töluvert margir komu frá Árbæ og Breið- holti,“ segir Anna. Rósa Sigrún Crozier, dagmóðir í hverfi 107, segir að hún hafi verið með um þrjátíu börn á bið- lista á tímabili. „Mér líst ekkert vel á stöðuna, ég held að fólk verði í stökustu vandræðum,“ segir Rósa. „Þetta er ofsalega erfið vinna og það er ástæðan fyrir því að margar hætta í þessu,“ segir Rósa og telur að það hafi áhrif að niður- greiðslur Reykjavíkurborgar til dagmæðra séu of lágar. „Ég er búin að vera í þessu í yfir tuttugu ár og mér finnst alltaf vera sama tuggan í gangi, það er verið að bjóða frían leikskóla en samt geta þeir ekki annað börnunum sem eru að koma frá dagmæðrum.“ Dagbjört Guðmundsdóttir, dag- móðir í 101, tekur undir þetta og segir að síðustu tvö ár hafi verið ófremdarástand í dagvistun. „For- eldrar hringja hingað til mín sem hafa þurft að segja starfi sínu lausu. Svo er maður að rukka ein- stæða móður og mann með milljón á mánuði um það sama, það þarf breytingar við,“ segir Dagbjört. „Við erum ekkert hátt skrifaðar í samfélaginu og það þarf pólítískt breytt viðhorf gagnvart þessari stétt.“ Eva Hrönn Steindórsdóttir er meðal þeirra foreldra sem eru áhyggjufullir yfir haustinu. „Það eru bara engin laus pláss í 101 og 107 og langir biðlistar. Ég verð að leita út fyrir 107, maður hefur heyrt að það sé laust í Hafnarfirði og Breiðholti,“ segir Eva Hrönn. Hún er að hefja mastersnám í Háskóla Íslands í haust og sex mánaða barn hennar er á biðlista á Efrihlíð sem er á vegum Félags- stofnunar stúdenta. „Maður fær mjög óljós svör þar, veit ekki einu sinni númer hvað maður er á bið- lista,“ segir Eva Hrönn. Hún telur víst að hún lendi í vandræðum í haust og muni þurfa að leita til vina og vandamanna. rosag@frettabladid.is Ófremdarástand í dagvistun barna Dagforeldrum fer fækkandi og segja dagmæður að ófremdarástand ríki í dag- vistarmálum í Vesturbæ Reykjavíkur. Foreldrar þurfa að leita í önnur hverfi. DAGVISTUN Fjöldi foreldra í Vesturbæ Reykjavíkur hefur enn ekki fundið dagvistun fyrir börn sín. ÚTFLUTNINGUR Útflutningur Norð- lenska á dilkakjöti til Bandaríkj- anna verður helmingi minni í ár en í fyrra vegna aukinnar neyslu innanlands og lágs gengis Banda- ríkjadals. Norðlenska er eini aðil- inn sem flytur út lambakjöt til Bandaríkjanna og því er fyrirséð að ekki verði hægt að fullnægja eftirspurn þar, en mikið hefur verið lagt í uppbyggingu markaðar- ins undanfarin ár. „Það má líkja þessu við upp- skerubrest, það er minna til útflutnings vegna aukinnar neyslu innanlands og menn eru lengi að auka framleiðsluna,“ segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska. „Landbúnaðarráðuneytið ákvað að útflutningskvöðin yrði tíu pró- sent í ár en hún var átján prósent í fyrra, svo við munum flytja alls út um 160 tonn miðað við 370 árið 2005.“ Bændur fá hærra verð fyrir kjöt selt á innanlands- markaði en á útflutningsmarkaði. Meiri áhersla verður lögð á útflutning á markaði Norðlenska í Færeyjum og Bretlandi, sem eru hagstæðari en Bandaríkjamarkað- ur vegna lágs gengis Bandaríkja- dals. „Við töpuðum á útflutningi til Bandaríkjanna í fyrra en högnuð- umst í hitteðfyrra þegar dollarinn var sterkari. Eins og ástandið er núna jafngildir þetta því að þessi viðskipti við Bandaríkjamarkað væru á fjörutíu prósenta afslætti,“ segir Sigmundur. - rsg Útflutningur dilkakjöts til Bandaríkjanna í uppnámi þar sem lítið kjöt er til: Selja helmingi minna af kjöti SVÍÞJÓÐ Meirihluti sænskra ungl- inga trúir enn bábiljum um meyjar- haftið, samkvæmt nýrri sænskri rannsókn sem gerð var við háskól- ann í Umeå, þar sem tvö hundruð framhaldsskólanemar voru spurðir: „Hvað er meyjarhaftið?“. „Langflestir trúa að það sé haft sem rifnar við fyrstu kynmök, og þá blæði og að það sé sárt,“ sagði Carola Eriksson, önnur tveggja sér- fræðinga sem stóðu að rannsókn- inni. Sannleikurinn er hins vegar sá að meyjarhaftið er ekki haft, heldur slímhimna sem teygist með aldrin- um. „Það blæðir ekki hjá áttatíu pró- sentum (kvenna) við fyrstu samfar- ir. Kringumstæðurnar valda blæð- ingum frá þeim fáu sem blæðir, þar sem máli skiptir hvort maður vill samfarirnar eða ekki, hvort maður er nægilega örvaður, hvort maður er taugaóstyrkur og hvort maður er búinn að taka út kynþroskann. Þetta hefur ekki með neitt haft sem rifn- ar að gera,“ sagði Eriksson. Hún bætti við að mýtan um meyjarhaftið væri frá þeim tíma þegar ungar telpur voru giftar full- orðnum mönnum, og þá var ekki spurt um langanir stúlkunnar á brúðkaupsnóttina. Fjallað var um rannsóknina á fréttavef sænska blaðsins Dagens Nyheter. - smk Sænskir unglingar illa upplýstir um líffræði: Trúa mýtu um meyjarhaftið UNGLINGSSTÚLKUR Líklegt er að þessar stúlkur þekki ekki sannleikann um meyjar- haftið, samkvæmt nýrri sænskri rannsókn. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES SLÁTRUN HJÁ NORÐLENSKA Aukin neysla innanlands veldur því að minna er flutt af kjöti. KJARAMÁL Öryrkjabandalag Íslands fer fram á að fallið verði frá þeirri ákvörðun lífeyrissjóða að skerða eða fella niður lífeyris- greiðslur til öryrkja 1. nóvember. Þetta kemur fram í erindi sem ÖBÍ sendi stjórnum þeirra fjórtán lífeyrissjóða sem hlut eiga að máli. Að öðrum kosti fer ÖBÍ fram á að framkæmdinni verði frestað á meðan eðlilegur tími gefst til að skoða þau álitamál sem uppi eru. Í bréfi sem ÖBÍ hefur borist frá Greiðslustofu lífeyrissjóðanna kemur fram að lífeyrissjóðstekjur 745 öryrkja, sem höfðu heildar- tekjur undir einni milljón króna árið 2005, falli niður að fullu. - hs Öryrkjar fái lífeyrisgreiðslur: 745 öryrkjar fá engan lífeyri H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skráðu alla fjölskylduna og fáðu nánari upplýsingar á marathon.is MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST VEGALENGDIR VIÐ ALLRA HÆFI Í REYKJAVÍKUR- MARAÞONI GLITNIS Aðalheiðu r Lind Þor steinsdótt ir Sími: 440 4000 Fax: 440 46040 www.giltn ir.isKirkjusan di IS-155 Re ykjavík Ég hleyp 10 km fy rir Geðhjálp Kristín Björg Konráðsdóttir Sími: 440 4000 Fax: 440 46040 www.giltnir.is 515S Afgreiðsla Kringlunni IS-155 Reykjavík Ég hleyp 10 km fyrir Félag áhugafólksl um Downs - heilkenni KJÖRKASSINN Óttast þú hryðjuverk í ferða- lögum erlendis? Já 29% Nei 71% SPURNING DAGSINS Í DAG Mun formannskosning efla Framsóknarflokkinn? Segðu skoðun þína á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.