Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 12
12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR12
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
ICEX-15 5.374 +0,44% Fjöldi viðskipta: 231
Velta: 9.040 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,00 +1,09% ... Alfesca
4,23 +0,48% ... Atlantic Petroleum 555,00 +0,00% ... Atorka
5,85 +0,00% ... Avion 32,00 -0,93% ... Bakkavör 51,00 4,08% ...
Dagsbrún 5,44 +0,00% ... FL Group 15,40 -0,65% ... Glitnir 17,60
+1,15% ... KB banki 703,00 -0,43% ... Landsbankinn 21,00 +0,96%
... Marel 79,00 +1,28% ... Mosaic Fashions 17,00 +0,00% ...
Straumur-Burðarás 15,90 +0,00% ... Össur 110,00 +0,00%
MESTA HÆKKUN
Bakkavör +4,08%
Marel +1,28%
Glitnir +1,15%
MESTA LÆKKUN
Flaga -1,86%
Avion -0,93%
FL Group -0,65%
Norska fjármálafyrirtækið Aktiv
Kapital tapaði þremur milljörðum
króna á öðrum ársfjórðungi og
margfaldast tap á milli ára.
Lækkaði gengi félagsins um
fimm prósent en FL Group á yfir tíu
prósenta hlut í norska félaginu sem
metinn er á 4,7 milljarða króna.
Aktiv Kapital kaupir lánasöfn,
sem komin eru í vanskil, sér um
innheimta viðskiptakrafna og
umsýslu reikninga. Tapið skýrist
að meginhluta af niðurfærslu
lánasafna félagsins í Finnlandi að
upphæð 4,8 milljarðar króna.
- eþa
Aktiv Kapital tapar
Fjármálaþjónustufyrirtækið Exista
hefur aukið við hlut sinn í Bakkavör
Group um 4,1 prósent og fer nú með
30,8 prósenta hlut. Viðskiptin fóru
fram á genginu 51 sem var nokkru
hærra en þáverandi markaðsgengi
og nemur heildarvirði kaupanna
tæpum 4,5 milljörðum króna.
Exista er eftir sem áður lang-
stærsti hluthafinn í Bakkavör.
Miðað við markaðsvirði Bakkavar-
ar í gær þá er allur hlutur Exista
metinn á 33,5 milljarða króna.
Þá eiga dótturfélög Exista, þar
á meðal VÍS, minni háttar eignar-
hlut í Bakkavör. - eþa
Exista eykur hlut
sinn í Bakkavör
Hagnaður Íbúðalánsjóðs nam
rúmum 2,5 milljörðum króna á
fyrri helmingi árs og jókst um
tæpa tvo milljarða króna sé miðað
við sama tímabil í fyrra. Útlán
sjóðsins námu rúmum 387,5 millj-
örðum króna á fyrstu sex mánuð-
um árs.
Í tilkynningu frá sjóðnum segir
að stærstur hluti hagnaðar helgist
af verðbólguþróun og jákvæðum
mun verðtryggðra eigna umfram
skuldir. Þá segir að uppgreiðslur
lána sjóðsins hafi lækkað umtals-
vert á tímabilinu; þær námu
rúmum 25 milljörðum króna en
voru rúmir 128 milljarðar allt árið
2005. Útlán Íbúðalánasjóðs námu
5,1 milljarði króna í júlí og jukust
um rúmlega átján prósent milli
mánaða, samkvæmt nýbirtri mán-
aðarskýrslu sjóðsins.
Fram kemur í Morgunkornum
Glitnis að aukningu í útlánum
Íbúðalánasjóðs megi skýra með
auknu aðhaldi í útlánastefnu bank-
anna. Íbúðalán bankanna hafi
dregist verulega saman undanfar-
in misseri og lántakendur leiti
aftur til Íbúðalánasjóðs. - jsk
2,5 milljarða hagn-
aður Íbúðalánasjóðs
Sjóðurinn græðir á verðbólguþróun.
HÖFUÐSTÖÐVAR ÍBÚÐALÁNASJÓÐS For-
svarsmenn Íbúðalánasjóðs þakka aukinn
hagnað verðbólguþróun og jákvæðum
mun verðtryggðra eigna umfram skuldir.
Hækkun vísitölu neyslu-
verðs í júlí var undir spám
greiningaraðila. Sérfræð-
ingar telja verðbólguna ná
hámarki í níu prósentum.
Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,34 prósent í júlí. Verðbólga mælist
nú 8,6 prósent á ársgrundvelli og
jókst um 0,2 prósent frá fyrri mán-
uði. Undanfarna þrjá mánuði hefur
vísitalan hækkað um tvö prósent
sem jafngildir 8,1 prósents verð-
bólgu á ári.
Aukningin var talsvert undir
meðaltalsspá greiningaraðila; Glitn-
ir taldi útlit fyrir 0,5 prósenta hækk-
un vísitölu neysluverðs og spáði því
8,7 prósenta tólf mánaða verðbólgu.
Landsbankinn var aðeins hóflegri,
spáði 8,5 prósenta verðbólgu, með
hækkun upp á 0,3 prósent milli mán-
aða. KB banki var svo þar mitt á
milli og spáði 0,4 prósenta hækkun
verðbólguvísitölunnar.
Dagvöruverð hækkaði um tæpt
prósent í júlí og hefur hækkað um
rúm tólf prósent síðastliðið ár. Þá
hækkaði viðhald á eigin húsnæði
um 3,5 prósent. Verð á eigin hús-
næði lækkaði hins vegar um 0,1 pró-
sent í mánuðinum. Segir í Morgun-
kornum Glitnis að lækkunin stafi af
um eins prósents verðlækkun ein-
býlis á höfuðborgarsvæðinu auk 1,2
prósenta almennrar verðlækkunar
á landsbyggðinni. Þá urðu sumarút-
sölur til þess að verð á skóm og fatn-
aði lækkaði um 3,4 prósent í júlí.
Þóra Helgadóttir, sérfræðingur
greiningardeildar KB banka, segist
telja að verðbólga sé nálægt því að
ná hámarki. Mesta athygli, að mati
Þóru, vekur lækkun fasteignaverðs
og talsverð hækkun þjónustuverðs.
„Fasteignaliðurinn hefur verið
nokkuð leiðandi í vísitölunni og gæti
því orðið ákveðið akkeri. Það þarf
einhverjar óvæntar hækkanir til að
við sjáum verðbólguna fara mikið
yfir níu prósent. Það er ýmislegt
sem bendir til þess að hægja muni á
hækkunum.“
Greiningardeild Glitnis vekur
athygli á því í Morgunkornum að
verðbólgan sé langt yfir markmið-
um Seðlabankans, 2,5 prósentum,
og spáir 0,5 til 0,75 prósenta hækk-
un stýrivaxta á vaxtafundi bankans
í næstu viku. jsk@frettabladid.is
Verðbólgan mælist 8,6
prósent á ársgrundvelli
ÚTSÖLURNAR ÞRÆDDAR Verðbólga mælist nú 8,6 prósent á ársgrundvelli. Heldur hefur
hægst á verðbólgunni; fasteignaverð lækkaði í júlí auk þess sem talsverð lækkun varð á
skóm og fatnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
Eyrir Invest tilkynnti í gær að það
hefði aukið hlut sinn í Marel og er
þar með orðinn stærsti hluthafinn
með ríflega þriðjungshlut. Lands-
bankinn seldi hlut til Eyris og
verður þar með næststærsti eig-
andinn. Stjórn Marels leggur það
til við hluthafafund í næstu viku
að hún fái heimild til að hækka
hlutafé félagsins en við
það lækkar hlutur Eyris
niður í 26 prósent og
Landsbankans í 25 pró-
sent.
Samþykki hluthafar
þrjár tillögur um hluta-
fjáraukningu og nýti stjórn
þær að fullu hækkar hluta-
féð um 70 prósent.
Í fyrsta lagi er óskað
eftir að hlutaféð verði hækkað um
rúmar 52 milljónir hluta að nafn-
verði sem nýtt verður til greiðslu
vegna kaupa á Scanvægt. Við-
skiptagengið á þessum bréfum er
72 krónur á hlut en síðasta mark-
aðsgengi var 79.
Þá mun stjórn óska eftir heim-
ild til að hækka hlutafé félagsins
um sextíu milljónir hluta
að nafnvirði sem verða
seldir fjárfestum í útboði.
Í þriðja lagi fer stjórn
fram á heimild til að
hækka hlutafé um aðrar
sextíu milljónir króna að
nafnverði til að fjármagna
ytri vöxt eða nota sem
greiðslu fyrir hluti í
öðrum félögum. - eþa
HÖRÐUR ARNARSON
Hörður er forstjóri
Marels.
Eyrir er stærsti
hluthafinn í Marel
Farið að lengja eftir niðurstöðu
Einhverja hluthafa í Actavis virðist farið að lengja
eftir niðurstöðu í yfirtöku á króatíska lyfjafyrirtæk-
inu Pliva. Skyldi engan undra þar sem ekki væri
um lítinn bita að ræða sem vel gæti haft áhrif
á gengi grúppunnar ef yfirtakan gengi í gegn.
„Fyrirgefðu Róbert. Þegar við komum hérna
saman eftir fyrsta ársfjórðung varstu nokkuð
ánægður með stöðuna og taldir þetta eiginlega
bara formsatriði að klára þetta. Ég veit þetta
er viðkvæmt mál en hvernig meturðu stöðuna
eiginlega?“ spurði áhyggjufullur hluthafi
utan úr sal á kynningarfundi Actavis
á glæsilegu ársfjórðungsuppgjöri í
gær. Þessu svaraði Róbert með brosi
á vör. Sagðist meta stöðuna svo
að niðurstaðan réðist nú fyrst og
fremst af því hvort stjórnendur
Barr væru nógu óskynsamir að
borga of mikið fyrir Pliva.
Staða Actavis að mörgu leyti sterkari
Þessa sýn útskýrði Róbert svo að Actavis væri að
mörgu leyti í sterkari stöðu en Barr þótt vissulega
væri um langt og kappsfullt ferli að ræða og ljóst
að yfirtakan væri ekki í hendi. Bæði félög hefðu
þegar fjármagnað kaupin en Actavis hefði
hins vegar það tromp á hendi að það stýrði
tuttugu prósentum í félaginu. Þar að auki
ætti rekstur Actavis og Pliva betur saman
en rekstur Barr og Pliva. Eðli málsins
samkvæmt ætti því Actavis að geta borgað
meira fyrir félagið en Barr þar sem
verðið væri ekkert nema afleiðing
af hagnaði og framtíðarsjóð-
streymi. Eina spurningin sem
eftir stæði væri þá hvort Barr-
menn væru tilbúnir til að borga
of mikið fyrir félagið, þar sem
Actavis-menn myndu ekki
greiða meira fyrir það en þeir
teldu skynsamlegt.
Peningaskápurinn... MARKAÐSPUNKTARHagvöxtur í Frakklandi reyndist mun
meiri á öðrum ársfjórðungi en búist var
við, 1,2 prósent í stað 0,7 prósenta sem
spáð var. Greiningardeild Kaupþings
banka segir hagvöxt þar ekki hafa verið
meiri í fimm ár, en undir hann ýta
útflutningur og einkaneysla sem rakin er
heimsmeistarakeppninnar í fótbolta.
Heildarvelta á skuldabréfamarkaði í gær
nam 5,5 milljörðum króna. Mest voru
viðskipti með flokkinn HFF 14 fyrir 1,5
milljarða króna og lækkaði krafa flokks-
ins um 6 prósentustig.
Seðlabanki Japans ákvað í gær að halda
stýrivöxtum óbreyttum að sinni, í 0,25
prósentum. Þar hefur hagkerfið kólnað
meira en menn væntu og vilja menn því
aðeins bíða og sjá.
Jóhanna Úlfarsdóttir
Sími: 440 4000
Fax: 440 46040
www.giltnir.is
Kirkjusandi
IS-155 Reykjavík
Ég hleyp
3 km fy
rir
Kraft
Indriði Jóhannsson
Sími: 440 4000
Fax: 440 46040
www.giltnir.is
Kirkjusandi
IS-155 Reykjavík
Ég hleyp 10 km f
yrir
MND félagið Indr
ið
i J
óh
an
ns
so
n
Sí
m
i:
44
0
40
00
Fa
x:
4
40
4
60
40
ww
w.
gi
ltn
ir.
is
Ki
rk
ju
sa
nd
i
IS
-1
55
R
ey
kj
av
ík
Ég
h
ley
p 1
0
km
fy
rir
MN
D
fél
ag
ið
Brynjólfur Gíslason
Sími: 440 4000Fax: 440 46040www.giltnir.is
528 Útibú StórhöfðiIS-155 Reykjavík
Ég hleyp 21 km fyrirKrabbameinsfélag Íslands
Anna Rósa Róbertsdóttir
Sími: 440 4000Fax: 440 46040www.giltnir.is
KirkjusandiIS-155 Reykjavík
Ég hleyp 3 km fyrir
Blátt áfram