Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 24
 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Þorvarður Guðmundsson skipasmíðameistari, Dalbraut 16, andaðist hinn 7. ágúst. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. ágúst nk. kl. 15.00. Súsanna Þorvarðardóttir Atli S. Grétarsson Björgvin Þorvarðarson Guðmundur A. Þorvarðarson Vilhjálmur J. Guðjónsson Aðalbjörg Þorvarðardóttir Sigurður Gíslason Bylgja Þorvarðardóttir Sveinn Þorsteinsson og afabörnin. MERKISATBURÐIR 1851 Isaac Merrit Singer fær einkaleyfi fyrir saumavélinni og stofnar fyrirtækið I.M. Singer & Company til þess að markaðssetja vöru sína. 1898 Hawai verður hluti af Banda- ríkjunum. 1944 Bróðir Johns F. Kennedy, Joseph P. Kennedy, andast í flugslysi í seinni heimsstyrj- öldinni. 1957 Fyrstu stöðumælarnir í Reykjavík voru teknir í notkun og kostaði fimmtán mínútna notkun eina krónu. 1975 Um þrettán hundruð þátt- takendur á kristilegu stúd- entamóti fengu matareitrun og um fjörtíu voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík. GEORGE SOROS FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1930. „Ég var mannlegur áður en ég varð kaupsýslumaður.“ George Soros er fjárfestir og spákaupmaður. Thomas Alva Edison fæddist árið 1847 í Bandaríkjunum en hann átti yfir þúsund einkaleyfi þegar yfir lauk. Edison var yngstur sjö systkina og varð heyrnardaufur á unga aldri en sú fötlun átti síðar eftir að verða uppspretta margra hugmynda hans. Skólaganga hans var slitrótt og honum gekk illa vegna heyrnardeyfðar og hætti í skóla tólf ára gamall. Edison fór þá að vinna við járnbrautirnar þar sem hann kynntist ritsímanum og varð símritari nokkrum árum síðar. Árið 1869 flutti Edison til New York og einbeitti sér nú af fullum krafti að því að bæta og breyta ritsímatækninni. Árið 1871 giftist hann hinni sextán ára gömlu Mary Stilwell en þrátt fyrir velgegn- gni Edisons áttu þau alltaf í fjárhagsvandræðum. Ein frumlegasta uppgötvun Edisons var plötu- spilarinn sem hann fékk einkaleyfi fyrir árið 1877. Frægasta uppgötvun hans var þó handan við hornið en hann fann upp ljósaperuna tveimur árum síðar, fljótlega eftir stofnun Edison Electric Light Company. Á síðasta degi ársins kynnti hann uppfinningu sína fyrir heiminum eftir að hafa unnið hörðum höndum að því að koma rafmagnsljósi í notendavænt form. Edison lét sér það ekki nægja heldur bjó hann einnig til dreifikerfi fyrir rafmagnið og var fyrsta rafveitan opnuð árið 1882 í New York. Edison starfaði einnig með Alexander Graham Bell og stofnaði með honum fyrsta símafyrirtæki heimsins árinu áður. Árið 1884 dó eiginkona hans frá þremur börnum þeirra en Edison kvæntist Minu Miller tveim árum síðar. Hann hélt áfram að starfa við uppfinningar fram á áttræðisaldur og er minnst sem mikils frum- kvöðuls á sviði rafmagns. ÞETTA GERÐIST 12. ÁGÚST 1877 Thomas Alva Edison fann upp plötuspilarann ÚTFARIR 13.30 Þorgrímur Eyjólfsson, Fag- urgerði, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyr- arkirkju. 14.00 Ásthildur Teitsdóttir, fyrrver- andi húsfreyja á Hjarðar- felli, Snæfellsnesi, verður jarðsungin frá Fáskrúðar- bakkakirkju. 14.00 Geir Sigurgeirsson frá Hlíð verður jarðsunginn frá Eyvindarhólakirkju. AFMÆLI Thor Vilhjálms- son er 81 árs. Guðmundur Friðriksson er áttræður í dag. Hann verður að heiman. Atli Gíslason lögmaður er 59 ára. Karl V. Matt- híasson er 54 ára. Ragnhildur Vigfúsdóttir er 47 ára. Halldóra Geirharðsdótt- ir leikkona er 38 ára. Ásdís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta er 27 ára. „Ég lagði nafn mitt náttúrulega að veði en það er Sjóstangveiðifélagið sem er nú potturinn og pannan í þessu, hann Þorsteinn Már Aðal- steinsson spurði mig hvort ég væri til í að hjálpa þeim og ég hélt það nú, mér fannst þetta svo brjáluð hug- mynd að ég vildi taka þátt í þessu,“ segir Úlfar Eysteinsson yfirkokkur dagsins þegar hann er spurður um þátttöku sína í Fiskideginum mikla á Dalvík. „Núna erum við búin að pakka í álpappír tuttugu og fimm þúsund þorskhnökkum og erum tilbúnir með fimmtán þúsund fiskhamborgara og erum með um sjötíu þúsund fis- knagga. Á föstudag þá lögum við eitt og hálft tonn af saltfisksfarsi sem að við ætlum að steikja opinberlega fyrstir af öllum held ég í vöfflujárni og hafa með því súrsæta sósu og þetta er alveg sérdeilis bragðgott,“ segir Úlfar en Húsasmiðjan gaf fimmtíu vöfflujárn til vöfflubakstursins. Úlfar segir að hugmyndin að vöffl- unum hafi komið þegar aðstandendur dagsins sáu fram á að það tæki allt of langan tíma að gera bollur úr saltfisk- farsinu. „Við fórum út í Hrísey og vorum að skoða stóran steikingarpott og á leiðinni til baka þá datt okkur þetta snjallræði í hug, Júlla, Þorsteini og mér, að prófa þetta á vöfflujárni og það svona svínvirkaði,“ segir Úlfar og hlær. Fiskidagurinn er sannkölluð fjöl- skylduhátíð og það sem gerir daginn ekki síst sérstakan er að allur matur á hátíðinni er ókeypis. „Menn fá ekki að vera á svæðinu með sölutjöld, það er bara bannað á svæðinu við höfnina þar sem uppákomurnar fara fram,“ segir Úlfar. „Þetta er orðið eitt heljar- innar dúndur, þeir eru með þrjú tjald- stæði hérna og eitt er þegar orðið fullt núna (á fimmtudag) og þessi bær hérna er orðinn eins og gott úthverfi í Reykjavík,“ segir Úlfar og bætir við að aðstandendur búist við að um þrjá- tíu þúsund manns mæti á hátíðina. Veðrið hefur jafnan leikið við gesti Fiskidagsins og Úlfar segir að engin breyting verði á því í ár. „Ég segi nátt- úrulega að það sé mér að þakka því að þeir ætluðu upphaflega að vera með þetta helgina fyrir verslunarmanna- helgi en ég var þá upptekinn á vakt á veitingastaðnum mínum og ég sagðist ekki geta komið fyrr en helgina eftir og það hefur verið alveg bongóblíða í öll skiptin“ segir Úlfar og hlær. gudrun@frettabladid.is FISKIDAGURINN MIKLI: ÚLFAR EYSTEINSSON Alltaf bongóblíða FRÁ FISKIDEGINUM Fiskidagurinn á Dalvík er nú haldinn í sjötta sinn og gestum fjölgar ár frá ári enda ekki amalegt að fá glænýtt og gómsætt fiskmeti. LOFT Tvö börn leika sér með loft- belg í Lissabon í Portúgal en þaðan flaug fyrsti loftbelgurinn árið 1709. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Sögurnar, tölurnar, fólki›. FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Karólínu Aðalsteinsdóttur Eiðistorgi 1, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Deildar 7A Landspítalans Fossvogi. Sveinbjörn Sædal Gíslason Helgi Sveinbjörnsson Ragna Sveinbjörnsdóttir Edda Sveinbjörnsdóttir Guðni Þ. Sigurmundarson Valur Sveinbjörnsson Benchamat Susi barnabörn og barnabarnabörn. Bróðir minn Sigurður Arnaldur Ísleifsson Hæðargarði 30, lést á líknardeild Landakotsspítala, sunnudaginn 30. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigurósk Eyland Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.