Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 74
54 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Norska úrvalsdeildar-
félagið Molde vill fá Marel Bald-
vinsson, leikmann Breiðabliks, í
sínar raðir. Marel hefur áður
verið á mála hjá Stabæk í Noregi
og Lokeren í Belgíu en kom heim
í vetur og hugðist hætta atvinnu-
mennsku í fótbolta og samdi við
Breiðablik.
Marel hefur gengið vel í sumar
og er hann markahæstur í Lands-
bankadeildinni með ellefu mörk.
„Það hringdi í mig norskur
umboðsmaður og athugaði stöð-
una á mér. Ég sagði honum að ég
væri samningsbundinn Breiða-
bliki og því þyrfti Molde að ræða
málin við forráðamenn félags-
ins.“
Norska félagið gerði svo Blik-
um tilboð í gær og munu forráða-
menn liðsins líklega svara því
eftir helgi. Þetta staðfesti Ólafur
Björnsson, formaður meistara-
flokksráðs karla, í samtali við
Fréttablaðið í gær.
Marel hefur átt við erfið
meiðsli að stríða í gegnum feril
sinn og hefur sagt áður að hann
ætlaði sér ekki aftur í atvinnu-
mennsku af þeim sökum. „Ég
gerði þeim grein fyrir þeirri
stöðu. Ég þekki vel til norskra
liða og veit að þau æfa mikið. En
þeir virðast gera sér grein fyrir
stöðu minni og að ég geti aðeins
æft knattspyrnu einu sinni á dag.
Og er það hið besta mál. Ég er til-
búinn að skoða þetta.“ - esá
Marel Baldvinsson gæti verið á leið í norsku knattspyrnuna á nýjan leik:
Molde gerði Breiðabliki tilboð í Marel
búnaður í bílinn
Úti að aka?
Car kit CK-7W
* Bluetooth búnaður í bílinn
* Svarhnappur, hátalari og hljóðnemi
* Lækkar sjálfkrafa í hljómtækjum
* Sjálfvirk tenging við síma
handfrjáls
Þú færð handfrjálsan búnað í bílinn í Hátækni og hjá söluaðilum NOKIA.
Jóhannes Valgeirsson hefur verið einn
besti dómari Landsbankadeildarinnar
í sumar en hann gat þó ekkert dæmt í
þrettándu umferð. Hann tognaði á læri
fyrir tæpum mánuði í leik Grindavíkur
og Fylkis með þeim afleiðingum að
það þurfti að skipta um dómara í hálf-
leik. Í næstu umferð þar á eftir gat hann
heldur ekki klárað leikinn sem hann
dæmdi vegna meiðslana og þá tók
Garðar Örn Hinriksson við flautunni.
„Það hefur mikið verið gert grín að
mér eftir þetta og það er bara gaman
að fólk geti haft gaman að þessu,“ sagði
Jóhannes í léttum tón en hann verður
þó ekki frá út tímabilið. „Nei, sem betur
fer er það ekki svo alvarlegt, ég hef
bara verið slæmur í bakinu og var með
klemmda taug sem orsakaði þetta. Ég
vonast til að geta dæmt aftur
eftir rúma viku. Ég er í fínu formi
og því ætti það ekki að taka
langan tíma fyrir mig að komast
aftur af stað.“
Jóhannes
æfði af krafti fyrir
tímabilið og hefur staðið
sig vel í þeim leikjum sem
hann hefur dæmt í sumar.
„Félagar mínir hafa verið að
skjóta á mig að ég sé bara
búinn að æfa of mikið. Maður
ætti kannski að fækka æfing-
unum niður í fimm sinnum í
viku,“ sagði Jóhannes, sem hann átti að
dæma landsleik Eistlands og Make-
dóníu í undankeppni Evrópumótsins
á miðvikudag en varð að gefa það
verkefni frá sér vegna meiðsla og
mun Kristinn Jakobsson dæma
leikinn í staðinn.
„Það er virkilega súrt
að geta ekki dæmt á
miðvikudaginn en ég
ákvað þetta í samráði
við Halldór B. Jónsson
hjá KSÍ. Það er betra
að gefa þetta frá sér
en að mæta til leiks
og vera kannski ekki
tilbúinn í slaginn,“
sagði Jóhannes.
DÓMARINN JÓHANNES VALGEIRSSON: VERÐUR EKKI LENGI FRÁ ÞRÁTT FYRIR MEIÐSLI Í BAKI
Málið er bara að æfa aðeins minna
HANDBOLTI Nú eru tvær vikur í að
keppni í þýsku deildarkeppninni í
handknattleik fari af stað og er
eftirvæntingin þar í landi að auk-
ast jafnt og þétt. Þýskir fjölmiðlar
greindu frá því í gær að Snorri
Steinn Guðjónsson, sem leikur með
Minden, hefði meiðst á æfingu liðs-
ins og yrði frá í fjórar til sex vikur.
Sjálfur sagðist Snorri í samtali við
Fréttablaðið vonast til að komast á
ról fyrr.
„Þó að læknir liðsins kalli það
bjartsýni vonast ég til þess að geta
spilað eftir svona þrjár vikur. Ég
má ekki fara mér of hratt, mótið er
ekki byrjað enn og því er nóg sem
á eftir að gerast. Ef maður lítur á
ljósu punktana er kannski betra að
þetta komi fyrir núna frekar en
seinna. Svo hefði þetta líka getað
farið miklu verr,“ sagði Snorri,
sem varð fyrir meiðslum á hné á
æfingu síðasta miðvikudag,
„Ég lenti með löppina beina og
þá kom samherji minn og fór beint
á hnéð á mér. Þetta er eiginlega
nokkurs konar tognun en sem
betur fer er ekkert skemmt í löpp-
inni. Það er allt í lagi með öll lið-
bönd og liðþófann og svona. Í
fyrstu var óttast að eitthvað hefði
slitnað en ég slapp við það og verð
vonandi klár eftir svona tvær til
þrjár vikur.“
Minden hefur lent í miklum
vandræðum vegna meiðsla nú rétt
fyrir mót og mun liðið hefja tíma-
bilið án þriggja byrjunarliðs-
manna.
„Okkur hefur alla vega gengið
betur á þessu undirbúningstímabili
en við gerðum í fyrra. Það eru mikil
meiðsli að hrjá liðið og það eru því
kannski nokkuð erfiðir tímar fram
undan og verður nokkurt ströggl
eins og í fyrra,“ sagði Snorri Steinn
en hann segir markmið liðsins fyrir
tímabilið vera að halda sér í deild-
inni. „Maður verður að taka þessu
þó það sé ekki það skemmtilegasta
að vera í botnbaráttu.“
Snorri hefur leikið frábærlega
fyrir Minden á undirbúningstíma-
bilinu og lofað góðu fyrir komandi
tímabil. „Ég er búinn að æfa virki-
lega vel og hef verið í góðu formi
svo þetta leit allt saman mjög vel
út. Það er leiðinlegt að ég þurfi
aðeins að staldra við núna og geti
ekki komið mér í enn betra form og
byrjað mótið,“ sagði Snorri en hann
hlakkar þó mikið til að tímabilið
byrji. „Eftirvæntingin hér í Þýska-
landi er öll að magnast, það er
handboltavænt tímabil að fara af
stað því heimsmeistarakeppnin er
náttúrlega haldin hér í janúar.“
Auk Snorra Steins er annar
Íslendingur í herbúðum Minden en
hornamaðurinn Einar Örn Jónsson
gekk til liðs við félagið fyrir tíma-
bilið. „Við vorum í vandræðum
með þessa stöðu í fyrra og menn
eru ánægðir með hann hérna í lið-
inu. Hann á eftir að spila mikið,
það er klárt mál,“ sagði Snorri
Steinn. elvargeir@frettabladid.is
Hefði getað farið mun verr
Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson meiddist á hné á æfingu með
Minden í vikunni. Hann mun missa af fyrstu leikjum liðsins í þýsku deildinni.
Í FRÁBÆRU FORMI Snorri Steinn Guðjónsson hefur spilað mjög vel með Minden á undir-
búningstímabilinu og raðað inn mörkum. Hér er hann í landsleik gegn Noregi fyrr á árinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FÓTBOLTI Hvorki Ruud van Nistel-
rooy né Mark van Bommel voru
valdir í landsliðshóp Hollands fyrir
vináttulandsleik gegn Írlandi.
Landsliðsþjálfarinn Marco van
Basten tilkynnti átján manna hóp í
gær og kemur Klaas-Jan Huntelaar,
leikmaður Ajax, inn í hópinn í stað
Nistelrooys.
Van Basten og van Nistelrooy
áttu í deilum í kringum heimsmeist-
arakeppnina og hefur það haft sitt
að segja. „Ég vil meina að ég hafi
valið bestu leikmennina,“ sagði van
Basten þegar hópurinn var tilkynnt-
ur en van Nistelrooy var nýlega
keyptur til Real Madrid. - egm
Landslið Hollands valið:
Nistelrooy ekki
nógu góður
EKKI Í HÓPNUM Van Nistelrooy slapp ekki
inn í hóp Hollands. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Luis Aragones, landsliðs-
þjálfari Spánar, valdi í gær 22
manna leikmannahóp sem kemur
til Íslands og leikur vináttulands-
leik á Laugardalsvellinum næsta
þriðjudag, Einn nýliði er í hópn-
um, Borja Oubina sem leikur með
Celta Vigo. Þetta er sterkasti
landsliðshópur Spánverja og nán-
ast sami hópur og var á heims-
meistaramótinu í Þýskalandi.
Miðasala á leikinn gengur mjög
vel en sala fer fram á vefsíðunni
midi.is og í verslunum Skífunnar
og BT. - egm
SPÆNSKI HÓPURINN:
IKER CASILLAS REAL MADRID
PEPE REINA LIVERPOOL
ANTONIO LOPEZ ATLETICO MADRID
PABLO IBANEZ ATLETICO MADRID
CARLES PUYOL BARCELONA
JUANITO REAL BETIS
MARIANO PERNIA ATLETICO MADRID
MICHEL SALGADO REAL MADRID
SERGIO RAMOS REAL MADRID
CARLOS MARCHENA VALENCIA
CESC FABREGAS ARSENAL
JOSE ANTONIO REYES ARSENAL
ANDRES INIESTA BARCELONA
XAVI BARCELONA
JOAQUIN REAL BETIS
LUIS GARCIA LIVERPOOL
XABI ALONSO LIVERPOOL
DAVID ALBELDA VALENCIA
BORJA OUBINA CELTA VIGO
FERNANDO TORRES ATLETICO MADRID
RAUL REAL MADRID
DAVID VILLA VALENCIA
Landsleikurinn við Spán:
Sterkasta lið
Spánar mætir
CARLES PUYOL Mun glíma við Eið Smára
Guðjohnsen, samherja sinn hjá Barcelona,
á Laugardalsvellinum. NORDICPHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Eftir 94 leiki með enska
landsliðinu, þar af 54 sem fyrir-
liði, er allt útlit fyrir að landsliðs-
ferli David Beckham sé lokið.
Beckham tilkynnti eftir HM í
sumar að hann ætlaði að hætta
sem fyrirliði liðsins en myndi enn
gefa kost á sér. Nýr þjálfari, Steve
McClaren, valdi svo sinn fyrsta
landsliðshóp í gær og var Beck-
ham ekki í hópnum.
„Ég sagði David að ég hygðist
breyta hlutunum og að hann væri
ekki í þeim áætlunum sem ég
hefði fyrir liðið,“ sagði McClaren.
„Hann tók tíðindunum vel og sagð-
ist ætla að berjast fyrir sæti sínu.
Og það er frábært, ég mun aldrei
útiloka að velja hann aftur í liðið.“
John Terry, varnarmaður Chel-
sea, er nýr fyrirliði enska lands-
liðsins sem mætir Grikkjum í
næstu viku. - esá
Beckham í kuldanum:
Landsliðsferill-
inn á enda?
Naumt tap fyrir Austurríki
Íslenska stúlknalandsliðið í körfubolta
tapaði í gær fyrir Austurríki í B-deild
Evrópumótsins sem fer fram þessa
dagana í Finnlandi. Stúlkurnar töpuðu
leiknum, 61-59, eftir að hafa lent átján
stigum undir snemma leiks. Þeim tókst
þó að rétta úr kútnum og voru nálægt
því að vinna leikinn. Var þetta sjötta tap
liðsins í jafnmörgum leikjum á mótinu.
> Veigar í kappi við tímann
Veigar Páll Gunnarsson er nú í kappi við
tímann eftir að hafa meiðst á æfingu
með liði sínu, Stabæk í Noregi, fyrr í
vikunni. Stabæk mætir Lyn á sunnudag
og er tvísýnt
hvort Veigar,
sem meiddist
á hálsi, verði
klár fyrir
leikinn. Læknir
liðsins sagði í
gær að það
væri mögu-
legt, bati hans
væri það hraður.
Annar Íslendingur
í Noregi, Kristján
Örn Sigurðsson hjá
Brann, verður með
liðinu á sunnudag
en hann meiddist
í leik með liðinu ekki fyrir
löngu.