Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 2
2 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Kosið verður í öll embætti æðstu stjórnar Fram- sóknarflokksins á flokksþinginu 19. ágúst og fyrir liggur að nýr formaður og nýr ritari flokksins munu taka við taumunum. Þrír sækjast eftir formennsku í flokknum. Siv Friðleifsdóttir, heil- brigðisráðherra og núverandi rit- ari flokksins, tilkynnti um fram- boð sitt í fyrradag en áður hafði Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra stigið fram. Þriðji frambjóðandinn er athafnamaður- inn Haukur Haraldsson, sem þykir eiga litla möguleika. Núverandi varaformaður flokksins, Guðni Ágústsson, sæk- ist áfram eftir embættinu, en Jón- ína Bjartmarz umhverfisráðherra gerir það einnig. Þá sækjast þingmaðurinn Birk- ir Jón Jónsson og fyrrum formað- ur Sambands ungra framsóknar- manna, Haukur Logi Karlsson, eftir ritaraembættinu. Að sögn Sigurðar Eyþórssonar, framkvæmdastjóra flokksins, á 171 aðalmaður úr miðstjórn flokksins sæti á flokksþinginu, auk fulltrúa frá flokksfélögum um allt land. Öll félög eiga rétt á einum fulltrúa á flokksþingið fyrir hverja fimmtán skráða félaga. „Ef þau fullnýta sinn kvóta geta þetta orðið allt að níu hundruð manns,“ segir Sigurður. Stærsta framsóknarfélagið er úr syðra Reykjavíkurkjördæmi og eiga sjötíu fulltrúar þess sæti á þinginu. Stærsta kjördæmið er hins vegar Norðvesturkjördæmi, þaðan kemur 181 fulltrúi, en á svæðinu eru hins vegar 26 flokksfélög. Fulltrúar félaganna á flokks- þingið eru valdir á fundum félag- anna og oft er slegist um þau sæti sem í boði eru. Formaður félags- ins í Reykjavíkurkjördæmi suður, Ingólfur Sveinsson, segir það hafa verið raunina hjá þeim í ár. „Það var barátta. Þeir sem vildu vera aðalmenn fyrir félagið voru 171 talsins og við höfum sjötíu sæti.“ Frestur félaga til að skila kjör- bréfum með nöfnum aðalmanna rann út síðdegis í gær. Á þinginu er fyrst kosið um formann, þá varaformann og síðast ritara. Heimilt er að rita nafn hvaða flokksbundins framsóknarmanns sem er á kjör- seðilinn. stigur@frettabladid.is Barist um sætin á þingi Framsóknar Fleiri en eitt framboð hafa borist til allra þriggja æðstu embætta Framsóknar- flokksins, sem kosið verður í á flokksþinginu 19. ágúst. Barátta var um sæti á þinginu, að sögn formanns framsóknarfélagsins í syðra Reykjavíkurkjördæmi. LISTARNIR SKOÐAÐIR Erill var á skrifstofu Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í gær. Hér sjást Ragna Ívarsdóttir, Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri og Einar Gunnar Einarsson skoða hluta kjörbréfanna sem framsóknarfélög víða af landinu skiluðu síðdegis. FÍKNIEFNI Par um tvítugt var hand- tekið í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar, rétt fyrir miðnætti á miðviku- dagskvöldið, með um tvö kíló af kókaíni í fórum sínum. Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli stöðvaði parið, sem var að koma frá London, við hefðbundið eftirlit og við leit fundust um tvö kíló af kókaíni. Í framhaldi voru tveir menn um tvítugt sem biðu eftir parinu handteknir í móttökusal flug- stöðvarinnar. DV hefur eftir vitnum að lögreglumenn hafi þust inn í flugstöðvarbygging- una og handtekið hina grunuðu. Um samvinnu lögregluembætt- anna í Keflavík og Reykjavík var að ræða. Ekki fékkst upp- gefið hvort lögregla hefði haft vitneskju um komu parsins fyrir fram. Fólkið hefur ekki komið við sögu lögreglunnar áður. Fjórmenningarnir sitja enn í gæsluvarðhaldi vegna málsins og hefur einn maður til viðbótar verið handtekinn, grunaður um aðild. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur yfir umfangsmikil leit lögreglu að fleiri einstaklingum sem taldir eru tengjast málinu. Ef efnið reynist hreint hefði það dugað í efni að andvirði um fjörutíu til sextíu milljónir króna. - æþe Fjórir í gæsluvarðhaldi eftir smygltilraun í Leifsstöð: Par tekið með tvö kíló af kókaíni SPURNING DAGSINS Einar, eru það ekki bara músaveiðar næst? „Því ræður löggjafinn og þá mun ég gæta þess mjög vel að vera vel lesinn í þeim lögum.“ Í reglugerð um veiðikort og hæfnispróf veiði- manna segir að allir sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en rottum og músum, skuli afla sér veiðikorts. Lundaveiðimannin- um Einari K. Guðfinnssyni sjávarútvegsráð- herra var ekki kunnugt um reglugerðina og hefur veitt lunda í mörg ár veiðikortslaus. VÍSITALA Vísitala neysluverðs nú í ágúst er 264 stig og hækkaði um 0,34 prósent frá því í júlí. Vísitala neysluverðs án hús- næðis er 243,7 stig og hækkaði um 0,28 prósent frá júlí. Þá hækkaði verð á dagvörum um 0,9 prósent og viðhaldsliður húsnæðis hækk- aði um 3,5 prósent. Síðustu tólf mánuði hefur vísi- talan hækkað um 8,6 prósent en vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 7,1 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um tvö prósent, sem jafngildir 8,1 prósents verðbólgu á ári. - hs Vísitala neysluverðs hækkar: Verðbólga mælist 8,1% NOREGUR, AP Norsk veiðimálayfir- völd heimiluðu í gær í fyrsta sinn veiðar á skógarbjörnum í Finn- mörku, nyrst í landinu. Skógarbirnir eru friðaðir í Nor- egi, en vegna þess hve mjög þeim hefur fjölgað þar nyrðra á síðustu árum var ákveðið að heimila að þrír birnir yrðu felldir í haust. Um fimmtíu birnir eru nú tald- ir lifa í Finnmörku en norska Stór- þingið ályktaði árið 2004 að heildar- fjöldi skógarbjarna í landinu ætti ekki að fara yfir 150 dýr. - aa Veiðimálayfirvöld í Noregi: Bjarndýraveið- ar heimilaðar Auður Gilsdóttir Sími: 440 4000 Fax: 440 46040 www.giltnir.is Kirkjusandi IS-155 Reykjaví k Ég hleyp 3 km fyrir Sjálfsbjörg Auður Gilsdóttir Sími: 440 4000 Fax: 440 46040 www.giltnir.is Kirkjusandi IS-155 Reykjavík Ég hleyp 3 km fyrir Sjálfsbjörg Hallgrímur Magnús Sigurjónsson Sími: 440 4000 Fax: 440 46040 www.giltnir.is 556 Útibú Ísafirði IS-155 Reykjavík Ég hleyp 21 km fyrir Styrktarfélag fatlaðra Vestfjörðum LÖGREGLUMÁL Litlu mátti muna að alvarlegt slys yrði þegar erlendur ferðamaður sofnaði undir stýri og velti bíl sínum skammt frá Húsa- felli síðdegis í gær. Þegar ökumaðurinn dottaði undir stýri kippti konan hans, sem sat í farþegasætinu, í hann. Við það hrökk maðurinn við, ók þvert yfir veginn og út af. Bíllinn fór tvær og hálfa veltu og staðnæmd- ist á hvolfi rétt við stærðarinnar gil. Að sögn lögreglunnar í Borgar- nesi var fólkið stálheppið að ekki fór mjög illa, en það slapp án telj- andi meiðsla. Bíllinn ku vera gerónýtur. - sh Sofnaði undir stýri og velti bíl: Stálheppin að enda ekki í gili Ritstjóri DN segir af sér Ritstjóri sænska dagblaðsins Dagens Nyheter, Jan Wifstrand, tilkynnti í gær að hann væri á förum frá blaðinu. Hann tók við sem ritstjóri árið 2003 og sagðist þá aðeins ætla að gegna starfinu í þrjú til fimm ár. Óljóst er hver muni taka við af honum. SVÍÞJÓÐ HÁTÍÐ Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í gærkvöldi. Hátíðin er haldin hér á landi í áttunda sinn. Hátíðin, sem nefnist Gay Pride á ensku, er ein af stærstu útihátíð- um borgarinnar á hverju ári. Skrúðganga leggur af stað frá Rauðarárstíg klukkan tvö í dag og heldur eftir Laugaveginum niður í Lækjargötu. Í fyrra voru þátttak- endur í skrúðgöngunni rúmlega fjörutíu þúsund. Heimir Már Pétursson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, segist vona að jafn margir ef ekki fleiri taki þátt í hátíðinni í ár, en hún hefur farið stækkandi með hverju ári síðan hún var haldin fyrst. - sþs Hinsegin dagar hefjast: Hýrir skrýðast UNDIRBÚNINGUR Emil Þór og Klara leggja lokahönd á undirbúning Hinsegin daga. Hátíðin var sett í gær og leggur skrúðganga af stað frá Rauðarárstíg klukkan tvö í dag. VARNARLIÐIÐ Síðustu þrjár F-15 þotur varnarliðsins í Keflavík fóru af landi brott í gærmorgun. Tvær björgunarþyrlur eru einu flugvélar varnarliðsins sem á eftir að flytja burt og verður það líkleg- ast gert einhvern tímann í sept- ember, að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafulltrúa varnarliðsins. F-15 þoturnar hafa verið nokk- urs konar tákngervingar varna Bandaríkjanna á Íslandi í umræð- unni um varnarmálin og hefur mikil áhersla verið lögð á veru þeirra hér sem sýnilegra varna á Íslandi. Í maí árið 2003 tilkynnti sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi íslenskum stjórnvöldum að kalla ætti þoturnar burt en þau fyrir- mæli voru dregin til baka nokkr- um dögum síðar. Í mars síðast- liðnum tilkynntu svo bandarísk stjórnvöld að þoturnar yrðu kall- aðar heim. Flutningar á bílum og öðrum tækjum sem geta nýst annars staðar standa einnig yfir jöfnum höndum að sögn Friðþórs og er öllu öðru komið í lóg hér. Rétt tæplega sex hundruð manns af starfsfólki varnarliðsins eru enn eftir á Íslandi og er gert ráð fyrir að allir verði farnir í lok september. „Fólkið er að fara burt smátt og smátt. Hraði brott- flutninganna fer eftir því sem fólkið er tilbúið til ferðar og störf eru til reiðu handa því,“ segir Frið- þór. - sdg Allar flugvélar varnarliðsins eru farnar af landinu nema tvær björgunarþyrlur: Síðustu F-15 þoturnar farnar ÞYRLA VARNARLIÐSINS Þyrlurnar fara vænt- anlega í september. MYND/BALDUR SVEINSSON KÍNA, AP Minnst 104 manns fórust þegar fellibylurinn Saomai reið yfir suðausturhluta Kína á fimmtu- dag og föstudag. Nær tvö hundruð manns er saknað. Fellibylurinn er einn sá sterkasti í hálfa öld og telja yfirvöld að hann hafi lagt yfir fimmtíu þúsund heimili í rúst. Yfir 1,6 milljónum manns var gert að yfirgefa heimili sín áður en stormurinn kom að landi seint á fimmtudag en tugum þúsunda báta var lagt við höfn. Fjölmargir þeirra eru gjörónýtir eftir veðurofsann. Mest fóru vindhviðurnar upp í 75 metra á sekúndu. - smk Suðaustur-Kína: Yfir 100 manns farast í fellibyl MÓTMÆLI Andstæðingar virkjana- framkvæmda og álvers Alcoa á Reyðarfirði úðuðu í gær málningu á höfuðstöðvar Alcoa og Bechtel, sem staðsettar eru við Suðurlands- braut í Reykjavík. „Þetta voru bara slagorð gegn Alcoa,“ segir Erna Indriðadóttir, talsmaður Alcoa á Íslandi. „Það hefur verið krassað og krotað úti um allan bæ. Ef fólk kýs að koma skoðunum sínum á framfæri á þennan hátt, þá þau um það. Íslandsvinir stóðu vel að sínum aðgerðum fyrir austan. En svo er eins og aðgerðir sumra snúist mest um að ergja lögregluna.“ - sgj Andstæðingar Alcoa: Úðuðu slagorð á húsnæði Alcoa SLAGORÐ MÓTMÆLENDA Meðal þess sem úðað hafði verið var „Jörðin er ekki að deyja, Alcoa er að myrða hana,“ skrifað á ensku. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.