Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 12. ágúst 2006 3
Ég var að telja það saman um
daginn hversu marga bíla ég hef
átt um ævina. Einn fyrir hvert
bílprófsár. Það er svosem ágætt.
Þannig séð. Ég hef samt aldrei
átt mjög dýra bíla eða fína. Átján
ára guttar á fimm milljón króna
bílum í dag segjast vinna fyrir
þeim í byggingarvinnu á sumrin.
Ég tel að laun byggingarverka-
manna hljóti að hafa hækkað
meira síðan ég var átján en
almennir kjarasamningar.
Fyrir nokkrum árum átti ég
roskinn Cherokee-jeppa, Grána
gamla, sem ég og faðir minn
höfðum nostrað mikið við og
breytt eftir mínu höfði. Um sum-
arið var landsmót skáta á Akur-
eyri og leið mín lá á mótið. Félagi
minn hafði beðið mig um að taka
litla kerru fyrir sig norður, því
að hann var ekki með krók. Ætl-
unin var að keyra Kjalveg og
leggja af stað um kvöldmat.
Þegar á hólminn var komið
reyndist litla kerran vera tvöföld
sleðakerra í björgunarsveitar-
stærð, fullhlaðin af borðum, stól-
um, gastækjum, byggingarefni
og ég veit ekki hverju. Stærðar-
hlutföllin ein voru ógnvænleg en
félagi minn sannfærði mig um að
hún vigtaði ekki mikið meira en
dúnkoddi. Svo við fórum af stað.
Það kom strax í ljós að kerran
var að minnsta kosti tveggja
kodda maki því hún gerði meira
af því að stýra bílnum en öfugt.
Það lá þó mikið á að koma kerr-
unni norður. Við myndum ekki
lenda í mikilli traffík og ákváð-
um því að keyra áfram inn í nótt-
ina en fara mjög rólega. Svefn er
hvort eð er bara veikleikamerki.
Og svo byrjaði það. Á Kjal-
vegi kom í ljós þrýstingsleki á
kælivatnskerfinu og því sauð
ítrekað á bílnum. Við urðum að
komast norður og vorum með
tómar vatnsflöskur, þetta hlyti
að reddast. Þetta tafði okkur enn
meira en stoppaði okkur þó ekki.
Svona um það bil tveimur
tímum seinna hélt ævintýrið
áfram þegar kúlan bókstaflega
slitnaði af bílnum undan þunga
kerrunnar. Ojæja. Við gátum
ekki meira. Björgunarsveitin
yrði að redda henni áfram.
Seinna frétti ég að okkar ferð
hefði verið eins og sumarfrí í
samanburði við þeirra. Áfram
héldum við og þurftum nú ekki
að stoppa jafn oft til að fylla á
vatnið.
Einhverntíma upp úr mið-
nætti ætlaði framsætisfarþeginn
að stökkva út, ekki langt frá
Hveravöllum, en skyndileg vind-
hviða reif hurðina úr höndunum
á henni og feykti upp. Beyglan á
brettinu var stærri en sú á hurð-
inni, sem nú lokaðist ekki aftur
nema með hamagangi. Þegar við
loks komumst svo á skátamótið
lánaði ég bílinn í einstaka sendi-
ferðir og þegar ég keyrði heim
aftur var hann kúlulaus, með
hriplekt vatnskerfi, beyglaður
og drulluskítugur að innan.
En bílar eru bara bílar og
svona hlutir gerast. Gamall bíll
þolir smá fegrunaraðgerðir af
þessu tagi án þess að verða verri
fyrir vikið. Það hefði verið öllu
verra ef hann hefði verið
splunkunýr. Tala nú ekki um ef
ég hefði unnið í byggingarvinnu
á sumrin.
In memoriam: Gráni gamli
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Sverari gluggapóstar bæta við
nýjum blindum bletti.
Rannsóknarsamtök breska bíla-
iðnaðarins framkvæmdu nýlega
könnun þar sem mældur var blind-
ur blettur sem skapast af glugga-
póstum í nýjum bílum. Glugga-
póstar framrúðu eru oft kallaðir
A-stólpar og því er sá blindi blett-
ur sem þeir orsaka kallaður A-
blettur.
A-stólpar hafa farið stækkandi
undanfarin ár til að auka öryggi
farþega í veltu og við árekstur á
hlið. Sá böggull fylgir skammrifi
að þeir hindra sýn ökumanns og
rannsókninni var ætlað að finna út
nákvæmlega hversu mikið.
Mælt var hversu breitt svæði í
23 metra fjarlægð var hulið öku-
manni sem ók á 50 km hraða. Nið-
urstöðurnar eru í meðfylgjandi
lista.
Velskar rannsóknir sýna að 21%
umferðaróhappa við gatnamót
verða vegna þess að ökumenn
„horfa en sjá ekki“. Margir halda
því fram að breiðir A-stólpar auki
enn við þessa hættu en aðrir benda
á að ökumenn hljóti að ráða við að
hreyfa höfuðið aðeins af og til.
A-bletturinn fundinn
Land Rover Freelander er einn þeirra bíla sem kom heldur illa út úr A-bletts prófun Rann-
sóknarsamtaka breska bílaiðnaðarins.
Niðurstöður A-blettaprófsins
(tölur segja til um breidd blinda
blettsins í 23 metra fjarlægð á 50
km hraða.)
Audi A4 (0.3m)
BMW 320 (1.7m)
Citroen Xsara Picasso (1.7m & 2.0m
- (tvískiptur póstur,
samtals 3,7 m a-blettur)
Ford Fiesta, 1998 árgerð (1,2 m)
Ford Fiesta, 2006 árgerð (2,4 m)
Ford Focus (2,1 m)
Ford Focus C-Max (3,4 m)
Ford Mondeo (2,7 m)
Jeep Cherokee (4,5 m)
Land Rover Freelander (4,1 m)
Mercedes CLK200 (1,8 m)
Peugeot 307 (0,6 m)
Porsche Boxster (2,7 m)
Toyota Corolla Verso (1,2 m)
Toyota Prius (2,2 m)
Seat Leon (2,9 m)
Opel Astra (2,9 m)
Opel Vectra (2,7 m)
VW Bjalla (2,5 m)
VW Golf (2,7 m)
15 KM LÖNG VEGGÖNG SEM NÁ 300
METRA NIÐUR FYRIR SJÁVARMÁL.
Það eru fleiri en Íslendingar sem vilja
bora göng. Á vef FÍB má lesa um
hugmyndir Grænlendinga um að bora
15 km löng veggöng undir þveran Góðr-
arvonarflóa, en höfuðstaðurinn Nuuk
stendur einmitt við flóann.
Hugmyndin um þessi veggöng sem yrðu
lengstu og dýpstu neðansjávargöng í
veröldinni komu upp í tengslum við
aðra stórbrotna hugmynd; þá að gera
mikinn alþjóðaflugvöll hinum megin
við Góðrarvonarflóann. Ef flugvöllurinn
verður að veruleika eru göngin nauð-
synleg tenging milli hans og höfuðstað-
arins.
Grænland er nánast allt hulið jökli og
byggð er mjög strjál og einungis við
strendurnar. Íbúar landsins eru aðeins
um 55 þúsund. Vegakerfi milli strjálla
byggða er nánast ekkert og bílar eru fáir.
Lengstu neðansjávargöng sem nú
fyrirfinnast í heiminum eru í Japan.
Þau eru tæplega 10 km löng. Í Noregi
er verið að grafa neðansjávargöng um
þessar mundir sem tekin verða í notkun
árið 2007. Þessi göng verða þau dýpstu
hingað til, 287 metrum undir sjávarmáli.
Grænlendingar
vilja líka göng
Frá Grænlandi. Þar í landi eru uppi
hugmyndir um lengstu neðansjávargöng
í heimi.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI