Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 50
20 ...að Djengis Khan fæddist árið 1162? ...að hann var sonur ættbálkshöfð- ingja? ...að skírnarnafn hans var Temüjin? ...að Djengis Khan var færður fjöl- skyldu tilvonandi eiginkonu sinnar þegar hann var aðeins níu ára? ...að þar átti hann að vera þangað til hann næði giftingaraldri sem var 12 ár? ...að faðir hans var myrtur fljótlega eftir það? ...að Djengis Khan ólst upp í sárri fátækt eftir það? Hann flakkaði um með móður sinni og systkinum og lifði á landsins gæðum. ...að sagan segir að hann hafi drepið hálfbróður sinn vegna deilna um hvernig skipta ætti veiðifeng? ...að 16 ára giftist hann Börte og entist hjónaband þeirra fram á dánardag? ...að Djengis Khan reis hægt og örugglega til valda og tókst honum, með persónutöfrum, eljusemi og hörku, að sameina áður stríðandi ættbálka Mongóla? ...að árið 1206 viðurkenndi ráð höfð- ingja Mongólíu vald Djengis Khan? Af því tilefni hlaut hann nafnbótina Khan. ...að árið 1209 vann Djengis Khan fyrsta stóra sigur sinn á Jurchen Jin- keisaraveldinu (Norður Kína)? ...að árið 1213 komst her Djengis Khan að og yfir Kínamúrinn? ...að árið 1215 náði Djengis Khan Peking á sitt vald? ...að á næstu 5 árum lagði Djengis Khan undir sig löndin í Mið-Asíu? Heimsveldið sem þar var fyrir kallað- ist Khwarezmia. ...að Djengis Khan sýndi gríðarlega hörku er hann lagði Khwarezmiu undir sig? Hann myrti fjölmarga borgara, lét hermenn sína nauðga og ræna og að lokum drap hann leið- toga þeirra með því að hella bræddu silfri í augu og eyru hans. ...að herferðir Djengis Khan héldu áfram og á næstu árum bættust Persneska heimsveldið og Slavaþjóð- irnar (Austur-Evrópa) í heimsveldi Mongóla? ...að hernaðaryfirburðir Mongóla voru á sviði skipulagningar, strangs aga og góðs búnaðar? ...að Djengis Khan notaði sálfræði mikið í hernaðaráætlunum sínum? ...að her hans var stéttlaus og skap- aði það mikla einingu innan hans? ...að flestir Mongólar voru aldir upp á hestbaki? Mongólskir bogmenn á hestum voru efni í martraðir allra andstæðinga, svo skilvirkir voru þeir. VISSIR ÞÚ... Jackie Chan er lifandi goðsögn. Hann hefur leikið í yfir 90 kvikmyndum, framleitt tæplega 30 og leikstýrt 20 auk þess að sjá um áhættuatriði í fjölda mynda. Chan var snemma ætlað pláss í sviðsljósinu en þegar hann var sex ára var hann sendur í Kínverska leiklistarskólann þar sem hann lærði söng, dans, leiklist og auðvitað sjálfs- varnarlistir. Chan sameinaði húmor og bar- dagalist í blöndu sem mörgum féll vel í geð en það sem gerir hann að þeirri stjörnu sem hann er, auk fiminnar, eru áhættuatriðin. Hann sá alltaf um þau sjálfur og beitti fáum brögðum. Enda hefur hann beinbrotnað oftar en nokkur önnur kvikmyndastjarna. 1: The Twin Dragons (1992) Jacky leikur tvö hlutverk, tvíbura sem aðskildir voru við fæðingu. annar er harður götunagli og hinn heimsþekktur píanósnillingur. Tvöfalt fjör og svakaleg áhættuatriði. 2: Drunken Master (1978) Bardagalist- in er meira í ætt við dans en slagsmál í þessari mynd. Þetta er ein af fyrstu myndunum þar sem kung fu og húmor var blandað saman með góðum árangri. 3: Rush Hour (1998) Ekki besta mynd- in hans Chan en hún gerði kraftaverk fyrir hann í Hollywood. Chris Tucker lætur móðan mása með misjöfnum árangri en þeir sem hafa gaman af því skemmta sér mætavel yfir myndinni. 4: Super Cop 2 (1993) Police Story serían er mjög misgóð og ber mörg nöfn. Þessi mynd er sú flottasta enda hefur hann Michelle Yeoh sér til halds og trausts. 5: Armor of God (1987) Ekta Hong Kong-mynd. Hann gerði framhalds- myndir en sú fyrsta er best. Chan slasaðist mjög illa við tökur myndar- innar en harkaði af sér og kláraði hana á réttum tíma. TOPP 5: Jackie Chan 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 Einstakt enskunámskeið Fyrir þá sem vilja styrkja enskugrunninn, tala og skilja enska tungu. • Fjarnám með 27 1/2 tíma enskunámskeiði á cd diskum • Slökunardiskur með jákvæðri staðfestingu með tónlist frá Friðriki Karlssyni • Vinnubók með enska og íslenska textanum • Taska undir diskana • Áheyrnarpróf í lok náms Mörg stéttarfélög, fræðslusjóðir og fyrirtæki styrkja þetta námskeið Allar uppl‡singar www.tungumal.is eða í símum 540-8400 eða 820-3799
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.