Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 12. ágúst 2006 45
Sýnt í Landnámssetri í Borgarnesi
Sýningar í ágúst og september
Laugardagur 19. ágúst kl. 20 uppselt
Sunnudagur 20. ágúst kl. 15 örfá sæti laus
Sunnudagru 20. ágúst kl. 20 örfá sæti laus
Föstudagur 25. ágúst kl. 20 örfá sæti laus
Laugardagur 26. ágúst kl. 15 uppselt
Laugardagur 26. ágúst kl. 20 uppselt
Laugardagur 2. sept kl. 20
Sunnudagur 3. sept kl. 15
Sunnudagur 3. sept kl. 20
KVÖLDVERÐARTILBOÐ
Tvíréttaður matur og
leikhúsmiði 4300 - 4800
Pantið miða tímanlega í síma
437 1600 Staðfesta þarf miða
með greiðslu viku fyrir
sýningardag.
17. ágúst - kl.20:00 - Uppselt
18. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti
24. ágúst - kl.20:00 - Örfá sæti
25. ágúst - kl.20:00 - laus sæti
31. ágúst - kl.20:00 - laus sæti
01. sept - kl.20:00 - laus sæti
Aðsóknarmesta sýning
síðasta leikárs!
Drepfyndinn
gamanleikur í Reykjavík!
Miðasala er þegar hafin!
Miðasala í síma 551 4700 // opið 13:00-17:00 // www.midi.is //Austurbæjarbíó – Snorrabraut 37
Laugardaginn 12. ágúst kl. 20:00
Föstudaginn 18. ágúst kl. 20:00
Laugardaginn 19. ágúst kl. 20:00
Laugardaginn 26. ágúst kl. 19:00
Laugardaginn 26. ágúst kl. 22:00
Á ÞAKINU
Hvað má og hvað ekki í ís-
lenskri leiklist? Hvaða vægi
hefur hún í samfélaginu og
er eitthvað til sem heitir góð
eða vond leiklist?
Þessar stóru spurningar eru á
vörum tveggja leikhúsmanna sem
vinna að rannsókn, tilraun og sýn-
ingu sem verður frumsýnd á sviðs-
listahátíðinni Art Fart í kvöld. Frið-
geir Einarsson og Karl Ágúst
Þorbergsson eru forsprakkar lista-
hópsins E.L.A og aðstandendur
rannsóknarinnar, sem hefur þegar
borið ríkulegan ávöxt.
„Við höfum staðið fyrir vinnu-
stofum í sumar þar sem listamenn
og listnemar hafa tekið þátt og
saman höfum við prófað okkur
áfram með leiklistarformið,“ segir
Friðgeir, „við höfum gert tilraunir
með spuna, leiktækni og aðrar list-
greinar og miðla.“ Afraksturinn er
meðal annars fólginn í sýningunni
„Lebanon is a good place for rebirth“
sem verður frumsýnd kl. 20 í kvöld.
„Verkið er nokkurs konar tilraun en
það fjallar um þrjá einstaklinga sem
verða innlyksa á hótelbar þegar
styrjöld brýst út í Beirút í Líbanon.
Gestirnir fara að spyrja sig tilvist-
arlegra spurninga og síðan leysist
barinn upp og þau lenda í fleiri
ævintýrum,“ segir Friðgeir en vill
samt lítið láta uppi með framvindu
verksins enda myndi það ef til vill
spilla fyrir upplifun áhorfenda og
eins er atburðarásin nokkuð flókin.
„Verkið tekur óvænta stefnu og per-
sónurnar reyna að fóta sig í síbreyti-
legum veruleika þess,“ segir Frið-
geir og þar við situr.
Leikritið er tilraunakennt en
aðstandendurnir útskýra að það sé
þó „með léttu ívafi“ og þó það sé ill-
flokkanlegt segir Friðgeir að verkið
sé máski lengst frá því að vera
stimplað hádramatískt. „Við erum
bæði að reyna að fóta okkur á eigin
braut í forminu og jafnframt að
reyna að laga formið að þeim hug-
myndum sem við viljum koma á
framfæri. Við þátttakendurnir
höfum lagt stund á ýmis mannvís-
indi í háskólum og við höfum notað
okkur það í vinnuferlinu og reynum
að gera þau aðgengileg fyrir leik-
húsgesti,“ segir hann.
Rannsóknin, sem unnin er með
stuðningi Nýsköpunarsjóðs, heldur
áfram en sýningarnar eru fyrirhug-
aðar nú um helgina og þá næstu. Á
Menningarnótt, hinn 19. ágúst,
verður opin sýning eða innsetning á
vinnuferli verksins og rannsóknar-
innar í húsi Ó. Jónssons & Kaaber
þar sem gestir geta kynnt sér
aðstæður og hugmyndafræði verk-
efnisins. - khh
SVIÐSLISTAHÓPURINN E.L.A FRUMSÝNIR Á ART FART Friðgeir Einarsson og Karl Ágúst Þor-
bergsson rannsaka vægi leiklistar á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Af útlokun og innilokun Myndlistarsýn-
ingin „Sögur
neðan jarðar“
verður opnuð í
Nýlistasafninu
kl. 16 í dag en
þar sýna
myndlistar-
mennirnir Pétur
Már Gunnars-
son, Johann
Maheut frá
Frakklandi og
Toshinaro Sato
frá Japan verk sín sem vísa til
hinna margræðu hugtaka
„þröskuldur“ og „mæri“. Annar
hluti sýningarinnar fer fram í
Frakklandi 2007 og munu þá
fleiri íslenskir listamenn slást
með í förina. Sýningin er opin til
3. september. - khh
Jaðrar og mæri
PÉTUR MÁR
GUNNARSSON
Sýnir afskræmdan
einfaldleika í Nýló.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI