Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 56
sem stældu þá báða í gríð og erg þó
losaralegur klæðaburður Johnsons
hafi vissulega náð meiri hylli.
Tónlistarmyndbönd og skotbar-
dagar
Miami Vice þættirnir frískuðu
heldur betur upp á staðnaða löggu-
þáttaflóruna í bandarísku sjón-
varpi árið 1984 enda vildi höfund-
ur þeirra, Anthony Yerkovich,
gera eitthvað nýtt.
Sagan segir að grunnhugmynd-
in að Miami Vice hafi verið sú að
gera lögguþátt undir áhrifum
MTV. Andi MTV svífur því yfir
vötnum í Miami, bæði í klipping-
um og sviðsmyndum, auk þess
sem heilu tónlistarmyndböndin
voru fléttuð inni í söguþráð þátt-
anna. Þetta er óneitanlega ódýr
aðferð til þess að teygja á sögu-
þræðinum en þessi vinnubrögð
tíðkast enn þann dag í dag. Í tilfelli
Miami Vice þjónaði tónlistin þó
ákveðnum tilgangi og lögin sem
komust að í þáttunum voru öll vin-
sæl þegar þættirnir fóru í loftið og
styrktu þannig tengsl áhorfenda
við þættina og tónlistariðnaðinn.
Miami Vice voru stílfærðari
þættir en áður þekktist í amerísku
sjónvarpi og mikil vinna var lögð í
sviðsmyndir, búninga, tónlistarval
og allt þess háttar. Leikstjórinn
Michael Mann var einn framleið-
enda þáttanna og honum er eign-
aður heiðurinn af glæsilegri
umgjörðinni og „Miami Vice-stíln-
um“ eins og hann leggur sig. Mann
gerði enda í raun engan greinar-
mun á kvikmyndum og sjónvarpi
og leit á hvern þátt sem 50 mín-
útna bíómynd.
Réttir menn á réttum tíma
Miami Vice var ekki spáð langlífi í
fyrstu og NBC-sjónvarpsstöðin
hafði ekki meiri trú á þáttunum en
svo að hún setti þá á dagskrá
klukkan 22 á föstudagskvöldum
sem þótti vonlaus tími fyrir nýja
þætti þar sem þeir máttu þá etja
kappi við rótgróna þætti á borð við
Dallas.
Miami Vice náði þó strax vin-
sældum og eftir fyrsta árið fengu
þættirnir fimmtán tilnefningar til
Emmy-verðlauna. Þeir voru því
greinilega komnir til að vera og
voru framleiddir til ársins 1989.
Þættirnir lifa þó enn góðu lífi enda
verður framlag þeirra til popp-
menningarinnar og áhrif á tísku-
strauma seint vanmetið. Endurút-
gáfur þeirra á DVD-diskum seljast
vel og þeir eru þeim sem muna
tímana tvenna ofarlega í huga
þessa dagana eftir að Michael
Mann blés nýju lífi í Crockett og
Tubbs með stórmyndinni Miami
Vice þar sem stórstjörnurnar Colin
Farrell og Jamie Foxx fylla skörð
Johnsons og Thomas. ■
Sævar Karl Ólason klæðskeri hefur
klætt íslenska karlmenn áratugum
saman og man vel eftir því þegar
Miami Vice-tískubylgjan skall á
Íslandsströndum. „Þessi stíll var ríkj-
andi á tímabili og við seldum mikið
af þessum tvíhnepptu jökkum,“ segir
Sævar Karl sem vill þó ekki meina að
Miami Vice hafi beinlínis haft stórkost-
leg áhrif á karlatískuna þó fjölbreytni
í fatavali karla hafi vissulega aukist
þegar þættirnir voru upp á sitt besta.
Sævar Karl dregur það í efa að Don
Johnson hafi verið fyrsti metrómað-
urinn og leyfir sér að efast um tilvist
metrómannsins enda virðist honum
helst ætlað að gera of mikið úr eðli-
legri snyrtimennsku karlmanna. „Ég
átta mig ekki alveg á hvert er verið
að fara með þessu hugtaki. Venju-
legir menn raka sig bara og líta í
spegil en ég held að þeir séu ekk-
ert endilega mikið að krema sig.“
Þrátt fyrir fjölbreytileika karlatísk-
unnar í dag segir Sævar Karl margt
benda til þess að fatasmekkur
manna sé á niðurleið. „Það er mjög
auðvelt fyrir karlmenn að finna sinn
eigin stíl nú til dags en samt eru
þeir ansi margir frekar fátæklegir
og það er eins og þeir eigi hvergi
heima. Menn virðast aðallega vera
uppteknir af tölvum, tæknitólum
og einhverjum græjum í stað
þess að huga að klæðaburðin-
um. Menn eiga að fara í fata-
búðir og hitta klæðskerann
sinn reglulega þó það væri ekki
nema bara til þess að spjalla við
hann. Það er svo miklu meira í
boði en áður fyrr en sum fyr-
irtæki lögðu mikla áherslu á
Miami Vice-stílinn í sínu úrvali á
þessum árum,“ segir Sævar Karl
sem klæðir flesta viðskiptavini
sína í Armani föt.
12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR36
Einhverra undarlegra hluta vegna þykir margt það besta sem gert var í tónlist, kvik-
myndum og sjónvarpi á níunda
áratugnum átakanlega hallæris-
legt í dag. Líklega hefur þetta
mest að gera með fatatísku tíma-
bilsins sem er vissulega skelfileg
þegar horft er um öxl.
Lögguþættirnir Miami Vice eru
eins „eitís“ og hugsast getur og
eru í raun frábær heimild um tíð-
aranda þessa bleika áratugar sem
gat af sér ófá tískuslysin í tónlist,
fatnaði, sjónvarpi og kvikmynd-
um.
Þættirnir sjálfir eldast hins
vegar ágætlega enda voru þeir
byltingarkenndir á sínum tíma og
hafa haft meiri áhrif á seinni tíma
sjónvarpsefni en margan grunar
og hljóta að teljast til bestu menn-
ingarafurða tímabilsins.
Metródalsmaðurinn
Leynilögreglan Sonny Crockett
var þungamiðja þáttanna og leik-
arinn Don Johnson fór mikinn í
hlutverki hans en frægðarsól hans
hefur aldrei risið jafn hátt og
þegar hann komst í fataskáp
Crocketts.
Fötin sköpuðu manninn í þessu
tilfelli, bæði hvað leikarann og
persónuna varðar og
Johnsons er helst minnst fyrir
klæðaburðinn sem hafði gríðarleg
áhrif á karlatísku níunda áratug-
arins.
Fatahönnuður þáttanna lagði
mikla áherslu á að föt Crocketts
væru þægileg, kæruleysisleg en
um leið smart. Hann var því jafn-
an í ljósum eða hvítum jökkum,
víðum buxum, ermalausum bolum
í pastellitum og ætíð berfættur í
óreimuðum skóm. Þá skartaði
hann jafnan þriggja daga skeggi,
svörtum sólgleraugum og reykti í
nánast hverju atriði. Þarna var
kominn fram töffari nýrra tíma og
margir vilja meina að Johnson
hafi í hlutverki Crocketts verið
frumútgáfa metrómannsins svo-
kallaða; útlit hans var útpælt og
hann var karlmennskan holdi
klædd í mjúkum litum en með
Miami Vice var pastellitum rudd
braut inn í karlatískuna.
Hallærisgaurar á útleið
Bandarískar sjónvarpslöggur
höfðu hingað til meira eða minna
verið hálfgerðir hallærisgaurar;
sjúskaðir durtar sem höfðu um
allt annað að hugsa en fataval og
litasamsetningu.
Framleiðendur Miami Vice
voru ákveðnir í því að kynna nýja
tegund löggutöffara til sögunnar
og skýldu sér á bak við það að
Crockett og Tubbs væru engar
venjulegar löggur. Þeir væru
leynilöggur í gervi eiturlyfjasala
og þyrftu því að klæða sig og
hegða sér í samræmi við það. Þess
vegna gátu þeir keyrt um á Ferr-
ari , siglt hraðbátum og klætt sig í
föt sem engin lögregla á venjuleg-
um launum hefði efni á.
Philip Michael Thomas lék
Tubbs, félaga Crocketts, og mátti
láta sér lynda að standa í skugga
Johnsons. Tubbs var stillt upp sem
andstæðu Crocketts í fatavali.
Hann var öllu virðulegri, jafnan í
tvíhnepptum jakkafötum með
silkimjúka áferð.
Saman höfðu þessar tvær per-
sónur gríðarleg áhrif á klæðaburð
karlmanna á níunda áratugnum
Lögregluþættirnir Miami Vice eru ein besta heim-
ildin um strauma og stefnur í tónlist og fatatísku
níunda áratugarins. Þeir voru þó ekki aðeins ald-
arspegill því þeir höfðu mótandi áhrif á fata- og
dægurmenningu áranna sem kennd eru við „sítt
að aftan“.
RICARDO TUBBS Var öllu formlegri í klæða-
burði en Sonny Crockett og mætti jafnan
til leiks í skotbardaga uppádressaður í
tvíhnepptum jakkafötum með bindi.
BREYTTIR TÍMAR Colin Farrell og Jamie Foxx eru crockett og Tubbs nýrra tíma í Miami Vice
bíómyndinni. Þeir eru að vonum flottir í tauinu en karlatískan er orðin það fjölbreytt að
þeir munu varla valda neinum straumhvörfum líkt og forverar þeirra.
SONNY CROCKETT Don
Jonson gerði Miami
lögguna að einu helsta
karlmennsku „íkoni“
níunda áratugarins
og kerði þriggja daga
skegg og kæruleysis-
legan en snyrtilegan
klæðaburð að lífseigu
tískufyrirbæri.
HETJUR NÍUNDA ÁRATUGARINS Crock-
ett og Tubbs komu ferskir inn um miðj-
an níunda áratuginn enda höfðu aðrir
eins stælgæjar aldrei áður barist gegn
glæpahyski í bandarísku sjónvarpi.
Rokseldi tvíhneppt jakkaföt
Tískulögga í hvítum skóm