Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 30
 12. ágúst 2006 LAUGARDAGUR30 Búist er við að fyrsti dómurinn yfir Saddam Hussein, fyrrverandi Íraksforseta, verði kveðinn upp í október. Réttarhöld yfir honum vegna fjöldamorða á 148 mönnum í bænum Dujail 1982 hafa staðið með hléum frá því í október á síðasta ári en Hussein var grip- inn í jarðhýsi í Írak í desember árið 2003 eins og frægt varð. Réttarhöldin hafa vakið heimsathygli og hafa sannarlega ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Sigurður Þór Salvarsson rifjar hér upp ýmis orð sem Saddam hefur látið falla í réttarhöldunum til þessa. Hvar er glæpurinn? ■ 19. OKTÓBER 2005 Réttarhöldin yfir Saddam Huss- ein og samverkamönnum hans hefjast í Bagdad. Fyrsta ákæra sem fyrir er tekin snýst um aðild að morðum á 148 sjíamúslimum í þorpinu Dujail árið 1982. ■ 28. NÓVEMBER 2005 Fyrstu vitnin eru leidd fyrir rétt- inn. ■ DESEMBER 2005 Vitnaleiðslur halda áfram og hvað eftir annað slær í brýnu milli sakborninga og dómara. ■ 29. JANÚAR 2006 Saddam strunsar út úr réttarsaln- um ásamt verjendum sínum í mótmælaskyni við að hálfbróðir hans Barzan al-Tikriti var fjar- lægður úr réttarsalnum vegna ítrekaðra kvartana um að hann fái ekki viðeigandi læknishjálp við krabbameini sem hann þjáist af. ■ 1. OG 2. FEBRÚAR 2006 Réttarhöldunum framhaldið í fjarveru Saddams Hussein og verjenda hans. ■ 13. OG 14. FEBRÚAR 2006 Saddam er fluttur nauðugur til réttarhaldanna og lætur ófrið- lega í réttarsalnum. Segist vera kominn í hungurverkfall. ■ 28. FEBRÚAR 2006 Verjendur Saddams snúa aftur í réttarsal eftir mánaðarfjarveru en tveir þeirra ganga út á ný þegar daufheyrst er við kröfum þeirra um að yfirsaksóknara og yfirdómara verði vikið frá. ■ 15. MARS 2006 Verjendur Saddams hefja mál- flutning fyrir réttinum. ■ 5. APRÍL 2006 Saddam ber vitni fyrir réttinum í fyrsta sinn og segir ákæruna alla byggða á fölsuðum gögnum. ■ 17. APRÍL 2006 Saksóknarar kynna vitnisburð rithandarsérfræðinga sem stað- festa að Saddam hafi undirritað dauðadómana yfir sjíunum 148 með eigin hendi. ■ 15. MAÍ 2006 Saddam neitar að lýsa yfir sekt eða sakleysi af þeim sökum sem á hann eru bornar á þeim for- sendum að hann sé forseti Íraks. ■ 22. MAÍ 2006 Einum lögmanna sakborninga er vísað úr réttarsal eftir illskeytt orðaskipti við yfirdómarann. Saddam mótmælir hástöfum en er sagt að þegja. ■ 5. JÚNI 2006 Verjendur krefjast þess að rétt- arhöldunum verði frestað meðan rannsókn fari fram á grunsemd- um þeirra um að sönnunargögn sem saksóknari hefur lagt fyrir réttinn séu fölsuð, auk þess sem mútur hafi verið bornar á vitni. ■ 12. JÚNÍ 2006 Róstusamt í réttarsalnum og hálf- bróðir Saddams er enn og aftur leiddur út eftir ítrekuð framíköll og munnsöfnuð í garð dómarans. ■ 19. JÚNÍ 2006 Saksóknari flytur mál sitt fyrir réttinum og krefst þess að sak- borningar verði dæmdir til dauða. ■ 10. JÚLÍ 2006 Saddam tilkynnir í bréfi til rétt- arins að hann muni sniðganga réttarhöldin héðan í frá og verj- „Sigurinn er þeirra sem börðust fyrir málstað Guðs... Örlög mín eru í höndum Guðs, hins almátt- uga.“ Saddam þegar hann var fyrst leiddur fyrir dómara í júlí 2004 þar sem hann var yfirheyrður um gjörðir sínar í embætti forseta Íraks. … „Ég viðurkenni hvorki tilveru þeirra sem þú hefur umboð þitt frá, né innrásina í Írak, því allt sem byggist á fölskum forsend- um er falskt.“ Saddam við sama tækifæri. … „Þú veist hver ég er, þú ert Íraki og veist að ég er úthaldsgóður.“ Saddam við yfirheyrslurnar 2004 þegar dómarinn hafði ítrekað reynt að fá hann til að segja til nafns. … „Mér er ekki hatur í huga til neins ykkar. Með virðingu fyrir hinni stórkostlegu írösku þjóð lýsi ég því yfir að ég neita að svara þessum spurningum vegna þess að þessi réttarhöld eru ólögleg og ég neita að taka þátt í þessu með vísan til stjórn- arskrárvarinna réttinda minna. Hver ég er? Ég er arabi.“ Saddam neitar enn að segja til nafns við fyrstu yfirheyrslur. … „Þeir komu með mig hingað í handjárnum. Þeir hafa engan rétt til að handjárna sakborninga.“ Saddam kvartar undan illri með- ferð við upphaf réttarhaldanna í október 2005 og því að hafa þurft að ganga upp fjórar hæðir þar sem lyfta var biluð. … „Þú lætur þá ekkert vita af þessu, þú skipar þeim að koma þessu í lag. Þú ert Íraki en þeir tilheyra útlendu innrásar- og hernámsliði og þú átt að skipa þeim fyrir verkum.“ Saddam bregst reiður við þeim orðum dómarans að hann muni láta lögreglu vita af því að lyftan sé biluð. „Ég finn til þegar ég heyri að Írakar hafi verið beittir harð- ræði. Lögum samkvæmt var rangt að beita þetta fólk mis- rétti og þeir sem það gerðu ættu að fá makleg málagjöld.“ Saddam eftir að hafa heyrt vitnisburð um ofbeldi gegn fólki í Írak á valdatíma hans. … „Ég óttast ekki aftöku.“ Saddam eftir að hafa heyrt ófagrar lýsingar vitna á ofbeldi og pyntingum og morðum sem útsendarar hans frömdu. … „Þú munt fá að svara til saka þegar hin dýr- lega íraska bylt- ing gengur í garð.“ Saddam segir dómar- anum til syndanna og hvað hann eigi í vændum. „Þessari vitleysu verður að linna. Ef þú vilt höfuð Saddams Hussein geturðu fengið það! Ég vísa til stjórnarskrárvarinna réttinda minna, manns sem orðið hefur fyrir árás vopnaðra manna!“ Saddam ósáttur við þær sakir sem á hann eru bornar. … „Gríptu ekki fram í fyrir mér væni. Ef það sannast einhvern tíman að Saddam Hussein hafi lagt hendur á einn einasta Íraka, er hvert orð þessa vitnis sannleikanum samkvæmt.“ Saddam við fyrsta vitnið sem leitt var fyrir réttinn og bætti því við að hann óskaði eftir því að vitnið yrði sent í geð- rannsókn hjá óháðum rannsakendum. … „Ameríkanarnir hafa barið mig og pyntað, þeir hafa ítrekað geng- ið í skrokk á mér og ég ber þess merki um allan líkamann.“ Saddam kvartar undan meðferðinni í fangavistinni en rannsókn leiðir ekkert í ljós sem styður ásakanir hans. „Ég býð öllum þeim sem virða lög og rétt góðan dag.“ Saddam við framhald réttarhaldanna í lok desember 2005. … „Hvar er glæpurinn? Hvar er glæpurinn?“ Saddam spyr í janúar 2006 í tilefni þess að rétturinn reyndi að sýna fram á tengsl hans við aftökur 148 sjíamúslima í þorpinu Dujail árið 1982 í kjölfar þess að Saddam var sýnt banatilræði. … „Ef þú óttast innaríkisráðherr- ann, þá get ég sagt þér það að hundurinn minn er ekki vitund hræddur við hann.“ Saddam við dómarann eftir að sá síðarnefndi hafði gert athugasemdir við gagnrýni Saddams á stjórnvöld í Írak og sakað þau um að ofsækja súnnímúslima, sem höfðu völdin í Írak í stjórnartíð Saddams. … „Vertu ekki að æsa þig við mig. Ég er eldri en þú, er hærra sett- ur og á glæstari feril að baki og ekki er ég að æsa mig við þig.“ Saddam við dómarann. … „Helmingurinn af lögmönnum mínum hefur verið myrtur meðan réttarhöldin hafa staðið. Er það ofverk þitt að vernda þá? Saddam beinir spjótum sínum enn að dómaranum en þrír lögmenn ákærðu voru myrtir meðan á réttarhöldunum stóð. … „Ef þú lendir í þeirri aðstöðu að verða að kveða upp dauðadóm, ráð- legg ég þér sem Íraki að hafa í huga að Sadd- am er hermaður og ætti því að vera tekinn af lífi af aftökusveit en ekki fara í gálgann.“ Saddam við dómarann er réttarhöldun- um lauk í lok júlí síðastliðins. Réttarhöld yfir honum vegna ákæru um þjóðar- morð á Kúrdum hefjast 21. ágúst. HVAR ER GLÆPUR- INN? Saddam kannað- ist ekki við að hafa framið neina glæpi sem æðsti maður Íraks og taldi allar aðgerðir stjórnvalda hafa verið fullkomlega eðlilegar. endur hans segja slíkt hið sama. Þeir bera fyrir sig skort á örygg- isgæslu en frá því réttarhöldin hófust í október 2005 hafa þrír lögmenn úr hópi verjenda verið myrtir. ■ 11. JÚLÍ 2006 Dómari frestar réttarhöldunum til 24. júlí og krefst þess að Saddam og lögmenn hans mæti þá aftur fyrir réttinn. ■ 24. JÚLÍ 2006 Réttarhöldum framhaldið en í fjarveru Saddams og verjenda hans. Saddam er á sjúkrahúsi eftir hungurverkfall en lögmenn hans neita að mæta vegna skorts á öryggi. ■ 26. JÚLÍ 2006 Saddam kemur aftur fyrir réttinn og kveðst hafa verið dreginn þangað nauðugur af sjúkrabeði. Hann lýsir því yfir að verði hann dæmdur til dauða kjósi hann frekar að verða skotinn en hengdur. ■ 27. JÚLÍ 2006 Réttarhöldunum er frestað til 16. október en þá er gert ráð fyrir að dómur verði kveðinn upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.