Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.08.2006, Blaðsíða 36
[ ] Þriðja ríkið er yfirskrift ferðar sem Expressferðir efna til dagana 7.-12. september. Óttar Guðmundsson læknir verður leiðsögumaður enda kann hann frá mörgu að segja. „Berlín er mjög lifandi borg sem geymir spennandi sögu þó ekki sé hún öll fögur. Hún er líka nýleg borg vegna þess að stærst- ur hluti hennar var lagður í rúst í seinni heimsstyrjöldinni. Þar er þó margt að skoða frá dögum þriðja ríkisins og einnig frá dögum austurþýska alþýðulýð- veldisins og kalda stríðinu. Þarna mættust austrið og vestrið og þarna var kalda stríðið háð. Fyrst og fremst munum við skoða það sem enn stendur frá þessum dögum og rifja upp tímabil sem er að gleymast. Leita að minjum um „foringjann“ og helstu stjórn- arbyggingarnar. Svo verður farið í Sachsenhausen, fangabúðir sem eru rétt fyrir utan borgina þar sem Leifur Möller sat inni meðal annarra.“ Þannig lýsir Óttar í upphafi því sem hann mun leggja áherslu á í fararstjórn sinni um Berlín og nágrenni hennar í Expressferðinni í byrjun sept- ember. Óttar er hagvanur í Berlín. Hann bjó þar í kringum síðustu aldamót og kveðst auk þess oft hafa heimsótt borgina, meðal annars farið þangað í kynnis- ferðir með hópa. Hann segir Þjóðverja sjálfa ekki mikið fyrir að kynna ferðamönnum sögu- slóðir þriðja ríkisins. Þeir vilji sýna borgina eins og hún er í dag en ekki halda sögunni á lofti. Það sem eftir stendur af Berl- ínarmúrnum er eitt af því sem skoðað verður í fyrirhugaðri ferð. Líka einskismannslandið sem Austur-Þjóðverjar bjuggu til meðfram múrnum og myndaði 50-100 metra breiða auðn í gegn- um alla borgina þegar hann féll. Þá verður komið við á frægri brú á mótum Austur-og Vestur-Berl- ínar þar sem skipst var á njósn- urum í kalda stríðinu. „Þegar einhver var handtekinn austan megin þá var skipt á honum og einhverjum sem hafði verið handtekinn vestan megin,“ útskýrir Óttar sem veit um ótal athyglisverða staði á þessum slóðum. „Þarna er ólympíuleik- vangurinn sem Hitler lét byggja 1936 og úrslitaleikurinn í HM var háður á í sumar. Einnig mörg minnismerki um sigur Rússa yfir Þjóðverjum. Hluti þeirra var gerður úr marmara sem kom úr kanslarahöll Hitlers. Móðir Rúss- lands heitir eitt. Mikið og stalín- ískt listaverk.“ Óttar segir enn talsverðan mun á vestri og eystri borgarhlutunum þó búið sé að byggja Austur-Berlín upp að verulegu leyti eftir að múrinn féll 1989. „Berlín er ótrúlega fal- leg borg og þar er mikið um að vera,“ segir hann. „Þar er enn ódýrast að borða á veitingahús- um og versla. Þar er margt að skoða og eftir ýmsu að slægjast.“ Allar upplýsingar um ferðina fást hjá Express ferðum www. expressferdir.is og í síma 5 900 100. gun@frettabladid.is Á söguslóðum Berlínarborgar Potsdamer Platz er einn af merkilegum sögustöðum Berlínar. Óttar veit um marga athyglisverða staði í Berlín. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Borgarferðir eru mjög vinsælar núna. Til þess að gera ferðina enn skemmtilegri er gaman að kaupa sér bók um borgina og kynna sér meðal annars umhverfið, menninguna og matinn áður en lagt er í hann. Hollvinafélagið Húni II og Minjasafnið á Akureyri bjóða upp á sögusiglingar um Eyja- fjörð með eikarbátnum Húna II. Fyrsta ferðin var farin síðastlið- inn miðvikudag og næstu tvo mið- vikudaga verða farnar sambæri- legar ferðir þar sem farið er í smá hring um fjörðinn.. Lagt er af stað klukkan 19..30 og hver ferð tekur um eina og hálfa klukkustund. Hörður Geirsson frá minjasafn- inu er með í för og fer yfir ýmsa þætti úr sögunni. Húni II er 130 tonna eikarbátur sem smíðaður var á skipasmíðastöð KEA á Akur- eyri árið 1963. Hann er eini óbreytti báturinn af þessari gerð sem til er á landinu. Frá árinu 1997 hefur Húni II verið nýttur sem skemmtibátur en rekstri bátsins var hætt árið 2004. Í mars síðastliðnum var hann síðan færð- ur Iðnaðarsafninu á Akureyri að gjöf. Í sumar hefur báturinn verið opinn gestum og hafa fjölmargir skoðað bátinn og farið í stutta siglingu um Pollinn. Hollvinafé- laginu Húna II þótti því tilvalið að bjóða upp á lengri ferðir fyrir áhugasama sem vilja skoða fjörð- inn frá nýju sjónarhorni og jafn- vel renna fyrir fisk í leiðinni. Siglt um fjörðinn Eikarbáturinn Húni II er eini óbreytti báturinn af þessari gerð sem til er á landinu. �������������������������������������������������������������� ��������������������������������������� ������������������������������������������� ����������������������� �������������� ���������������� ������������������������ � � � � � � � � � � � � � � � ��������������������������������������������� ����������������������������� ������������������������� ���������������������������������� ���������� � ������ Í útileguna Breytingar á Kastrup AFGREIÐSLUFYRIRTÆKI SAS Á KASTRUP-FLUGVELLI ANNAST ÞJÓNUSTU FYRIR ICELANDAIR. Icelandair hefur samið við afgreiðslufyrirtæki SAS á Kaup- mannahafnarflugvelli um að ann- ast farþega- og farangursþjónustu fyrir Icelandair á Kastrup. Breyting- in er gerð í hagræðingarskyni og mun bæta þjónustu við farþega. Við þessa breytingu flyst innritun í afgreiðslubyggingu 3 á ný. Farþegar á viðskiptafarrými munu áfram getað notað betri stofu SAS á flug- vellinum eins og verið hefur. ������������������������������ ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������ �������������� �
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.