Tíminn - 23.03.1978, Side 6
6
Fimmtudagur 23. marz 1978
BSRB:
Starfsmenn fái
frádrátt bættan úr
verkf allssj óði
JB —Fundur var haldinn i BSRB
sl. þriðjudag og voru þar mættir
— auk stjórnar bandalagsins —
formenn aðildarfélaga þess, er
búsettir eru á höfuðborgarsvæð-
inu. A fundinum var samþykkt
ályktun með samhljóða atkvæð-
um.
í ályktuninni er mótmælt þeirri
ákvörðun rikisstjórnarinnar og
borgarstjóra Reykjavikur, að
draga yfirvinnukaup i stað dag-
vinnu af þeim starfsmönnum,
sem þátt tóku i mótmælaaðgerð-
um gegn kjaraskerðingu launa-
fólks i byrjun marzmánaðar. Tel-
ur stjórnin refsifrádrátt launa
ekki samrýmanlegan niitima
sjónarmiðum varðandi samskipti
launafólks og vinnuveitenda. Var
á fundinum samþykkt, að þeir
starfsmenn, sem beittir verða
refsifrádrætti launa sem svarar
yfirvinnukaup vegna fjarveru i
mótmælaskyni, skuli eiga kost á
greiðslu úr Verkfallssjóði BSRB.
Beinir stjórnin þeim tilmælum til
aðildarfélaga bandalagsins að
þau leggi viðbótarfé i Verkfalls-
sjóð i þessu skyni. Það sem á
kunni að vanta fyrir þessum út-
gjöldum, skuli greitt úr sjóði
BSRB.
A fundinum var einnig sam-
þykktað afla lögfræðilegrar álits-
gerðar um það hvort riftun k jara-
samninga með lögum brjóti ekki i
bágavið 67. gr. stjórnarskrárinn-
ar.
Vinnu-
véla-
eigendur
Notaðar vinnuvélar
ti/ söiu:
International TD 24 jarðýta m/spili
International TD 8 B jarðýta árg. 1971 og
1976.
International BTD 20 jarðýta árg. 1964.
Priestman 120 beltagrafa árg. 1972.
Broyt X 2 grafa, 3500 vinnustundir.
Massey Ferguson MF 50 traktorsgrafa
árg. 1971.
Einnig nýjar véiar:
Jarðýtur TD 8 B m/hallabúnaði.
Traktorgrafa 3434 m/venjul. skóflu.
Traktorgrafa 3500 m/opnanlegri skóflu.
Payloder 500 0,5 rúmm. skófla.
Payloder 510 1,15 rúmm. skófla.
Payloder 540 3 rúmm. skófla.
Traktorlyftari 2530 F 3 tonna.
Upplýsingar hjá sölumönnum.
$ Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD
Ármúla 3 Reykjavik simt 38900
RARIK:
Lausnarbeiðnir
samþykktar
KEJ — Iðnaðarráðherra þakkaði
i gær þeim Helga Bergs, Birni
Friðfinnssyni og Tryggva Sigur-
bjarnarsyni fyrir störf þeirra i
þágu RARIK og hyggst skipa
nýja stjórnarmenn strax eftir
páska, segir i fréttatilkynningu
frá iðnaðarráðuneytinu. Frétta-
tilkynningin fer hér á eftir:
Að undanförnu hefur af hálfu
iðnaðarráðuneytis verið unnið að
þvi að finna lausn á fjárhags-
vandamálum Rafmagnsveitna
rikisins. Fyrir um viku fól rikis-
stjórnin þeim Helga Bergs,
bankastjóra, Gisla Blöndal, hag-
sýslustjóra og Páli Flygenring,
ráðuneytisstjóra, að gera tillögur
til lausnar, og i samræmi við
greinargerð þeirra gerði iðnaðar-
ráðherra ákveðnar tillögur á
rikisstjórnarfundi, þriðjudaginn
21. þ.m. um leiðir til að leysa
þennan vanda i heild.
Málið er til meðferðar i rikis-
stjórninni.
Varðandi pöntun efnis i stofn-
linu til Véstfjarða (Vesturlínu)
taldi iðnaðarráðherra það skyldu
sina að framfylgja þeirri ákvörð-
un Alþingis, sem kemur fram i
fjárlögum og lánsfjáráætlun, að
lagður verði fyrsti kafli þessarar
linu nú i ár.
Til þess að það mætti verða, var
óhjákvæmílegt að draga ekki
lengur að panta efni til þessarar
framkvæmdar, og hefur það nú
verið gert.
Þegar stjórnarformaður og
tveir stjórnarmenn Rafmagns-
veitna rikisins afhentu iðnaðar-
ráðherra i morgun, 22. marz,
lausnarbeiðni sina, tjáði ráðherra
þeim, að honum þætti miður að
þeir skyldu velja þennan kost og
þakkaði þeim störf þeirra i þágu
rafmagnsveitna rikisins.
Iðnaðarráðherra mun þegar
eftir páska skipa nýja stjórnar-
menn.
Fyrsta íslenzka sjónvarpsleikritið í lit:
„Mikill heiður
— segir höfundurinn dr. Jakob Jónsson
FI — Mér er mikill heiður sýnd-
ur með þvi að fyrsta islenzka
leikritið, sem tekið er I lit i sjón-
varpssal skuli vera min smið, og
ht» ég verið ákaflega heppinn
með samstarfsfóik, leikara og
starfslið sjónvarpsins i heild,
sagði dr. Jakob Jónsson I sam-
taliviðTimannigær, en á föstu-
daginn langa mun sjónvarpið
sýna eitt leikrita dr. Jakobs,
sem hann hefur kallað „Maður-
inn,sem sveik Barrabas”. Leik-
ritið var skrifað i striðslokin og
var flutt i útvarp á sinum tima.
Það hefur nú verið endurskoðað
með tilliti til nýrrar tækni og
breytzt i þessari endurskoðun
höfundar frá upphaflegri gerð.
Leikurinn gerist i Jerúsalem
ognágrenni siðustu dagana fyr-
ir krossfestingu Krists og segir
dr. Jakob einu sögulegu
heimildirnar vera Nýja testa-
mentið og þá þekkingu, er finna
má i almennum fræðibókum um
aldaranda og sögu þessa ti'ma.
Mönnum til viðvörunar, skal
fram tekið, að engar sögulegar
heimildir eru fyrir þvi, að nokk-
ur maður hafi svikið Barrabas.
Höfundur er fáorður um boð-
skap, eins og höfundum er
gjarnt og svaraði um það efni
eins og Benedikt Gröndal skáld
áaðhafa gert forðum: „Mitt er
að yrkja, ykkar að skilja” —
,,Ég hef alla mina ævi fengizt
við ihugun Bibliunnar, þar á
meðal pislarsögunnar, þar sem
Barrabas kemur við sögu. Er
ekki óliklegt að hjá manni vakni
hugmyndir viðvikjandi fólki,
sem þar er nefnt og ýmsar
spurningar leiti á hugann. Hvað
aðrir kunna að gera úr þvi, er
þeim algjörlega frjálst.
Ég get hins vegar sagt, að
Barrabas er i leikritinu eins
konar skæruliði, og hugsa ég
mér hann tilheyra „Selótum”,
en svo voru þeir menn kallaðir,
sem berjast vildu fyrir komandi
Guðsriki með vopnavaldi. Vist
er að i lærisveinahópnum voru
menn, sem höfðu tiheyrt þeim
flokki. Svikarinn verður til á
striðsárunum siðustu, enda var
hugsunin um slikar persónur þá
ákaflega rik i hugum manna.”
„Maðurinn, sem sveik Barra-
bas”. Arnar Jónsson og Jón
Hjartarson i hlutverkum upp-
reisnarmanna I liði Barrabasar,
Efraims og Abidams.
Þessmá geta, að vonir standa
til, að stærsta leikrit dr. Jakobs
Jónssonar „Tyrkja-Gudda”
verði flutt í Þjóðleikhúsinu inn-
an tiðar, en þar er leikritið nú til
athugunar.
Vorlaukar í póstkröfu
3.500 kr.
pokinn. — í pokanum eru 5
mismunandi tegundi af laukum:
Dahlíur, anemónur, begóníur,
bóndarósir og gladíólur.
Blómaval — Sigtúni — Reykjavík
Undirrit.
óskar eftir að fá sendan í póstkröfu
________poka af vorlaukum.
Nafn _
Heimili
Sigtúni - Símar 3-67-70 & 8-63-40
Leiðrétting
og þakkir
1 blaðinu miðvikudaginn 15.
marz hefur misritazt i framhaldi
af fyrirsögninni Blindrakvöld.
Þar segir, — ein af stúlkum ís-
lenzkra Ungtemplara, en efsta
yfir skriftin átti að vera: IOGT og
siðan: heldur stúkan Framtiöin
sitt árlega Blindrakvöld. Enn-
fremur biður æðsti templar stúk-
unnar Ingþór Sigurbjörnsson fyr-
ir eftirfarandi þakkarkveðjur:
Stúkan Framtiðin sendir sinar
innilegustu þakkir til allra þeirra,
er lögðu sitt lið til Blindrakvölds-
ins i Templarahöllinni 19.3’78,
reglufélaga sem annarra er lögðu
til matarföng, skemmtiatriði og
fé.
Vegna veikindaforfalla gátu
þau hjónin Sigurður Björnsson ó-
perusöngvari og frú ekki komið,
en fengu i sinn stað listamennina
Svölu Nielsen og Carl Billich, sem
leystu hlutverk sin mjög vel af
hendi, og menntamálaráðherra
og frú heiðruðu lika samkomuna
með virkri og ljúfmannlegri þátt-
töku. Grétar Dalhoff og hljóm-
sveit hússins létu heldur ekki sitt
eftir liggja, enda var dansað af
almennri þátttöku og fjöri. Kon-
urnar sáu um matarmál og þjón-
ustu, og vonum við að hamingjan
launi öllum vel fyrir störfin.