Tíminn - 23.03.1978, Síða 36
iÉilii IVl 8-300 ! Ökukennsla Greiðslukjör ÍÍSll SbÍ9™ ^
Auglýsingadeild 1 Tímans. Gunnar S w ^7 ^ : " : HúfiGiöGii
Fimmtudagur 23. marz 1978 i | ' Jónasson fpzrí-. M/ Sími 40-694^t^p==(_^---^/ ' /' 1 // TRÉSMIDJAN MEIDUR ii // ú SÍÐUMÚLA 30 - SÍMI: 86822 L—.y/ —
Meðalkaupmáttur
1978 meiri en nokkru
sinni fyrr
segir i skýrslu
pjóðhagsstofnunar
KEJ —Samkvæmt nýútkominni
skýrslu Þjóöhagsstofnunar og
endurskoöuöum kaupmáttar-
spám fyrir áriö 1978 ætti kaup-
máttur ráöstöfunartekna á
mann á þessu ári að verfö hinn
sami eöa heldur meiri en á ár-
inu 1974 þegar hann var mestur.
Munurinn er aðeins sá, aö á ár-
inu 1974 jókst kaupmáttur ráö-
stöfunartekna langt umfram
þjóðartekjur, en árin 1977 og
1978 fylgjast breytingar kaup-
máttar og þjóöartekna nokkurn
veginn aö.
A siðustu þremur mánuöum
ársins 1977 var kaupmáttur
kauptaxta 6-7% meiri en aö
meðaltali áriö 1977. Eftir
áfangahækkun og veröbóta-
hækkun-launa 1. desember var
kaupmátturinn þó vitaskuld enn
meiri, en hann er jafnan mestur
eftir að áfangahækkanir og nýj-
ar veröbætur taka gildi en rýrn-
ar þess á milli.
Kaupmáttur kauptaxta er tal-
inn hafa veriö aö meöaltali 1-2%
minni fyrstu þrjá mánuöi þessa
árs en á siöasta ársfjóröungi
1977, og þaö sem eftir er ársins
verður kaupmátturinn aö
meöaltali yfir timabiliö e.t.v.
1% minni en á fyrsta árs-
fjóröungi 1978. Þetta þýöir, aö á
árinu 1978 verður kaupmáttur
kauptaxta 3-4% meiri en i fyrra.
Siöustu þrjá mánuöi ársins
veröur kaupmátturinn enn
svipaöur og ársmeðaltalið og
þar meö um 1% minni en á
fyrsta ársfjórðungi.
Friðun norsk-ísl. sildarstofnsins:
„Hneykslaðir á framferði
norskra stjórnvalda”
GV —Við Islendingar höfum ver-
ið mjög hneykslaöir á framferöi
norskra stjórnvalda varðandi
friðunaraögerðir i sambandi viö
norsk-islenzka slldarstofninn,
sagöi Gunnar Flóvenz fram-
kvæmdastjóri Sildarútvegsnefnd-
ar i viötaU viö Timann i gær.
— Þessi stofn hefur i mörg ár
veriö i algjöru lágmarki. Islenzk-
ir og sovézkir fiskifræöingar hafa
eindregiö lagzt gegn þvi I mörg ár
að leyfa veiöar og norskir fiski-
fræöingar hafa i raun gert þaö aö
nokkru leyti lika. En þvi miöur
hafa norsk stjórnvöld verið svo
skammsýn aö láta undan þrýst-
ingi frá norskum útgerðarmönn-
um og sjómönnum.
Það var ekki fyrr en á árinu
1976, sem norskstjórnvöld loksins
bönnuöu veiöar algjörlega, en i
fyrra létu þau undan þrýstingi
þessara aöila og leyfðu veiðar á
ný á 100 þúsund hektólitrum. En
veiöarnar munu hafa veriö langt-
um meiri og þaö hefur meöal
annars komiö i ljós aö mjög mikiö
af svokallaöri „svartri sild” hef-
ur verið á markaönum frá
Noregi.
— Norömenn hafa nýlega sent
tvö skip, Börvag og Havdrön, tii
þess að rannsaka sildarstofninn
og mér er kunnugt um þaö, aö
niðurstaöan af þessum leiööngr-
um varö sú, að á tveim svæðum
viö Noreg, þ.e.a.s. viö Sunnmæri
og Lófót, uröu fiskifræðingar var-
ir viömeiramagn, ená svipuðum
tima i fyrra. En á öllum öörum
stööum viö norsku ströndina, þar
sem rannsakaö var, varö vart viö
minna af síld en á sama tima i
fyrra, sagöi Gunnar.
Gunnar sagöi enndremur aö
viðbrögö norskra stjórnvalda viö
þessu lægju ekki fyrir. En ráögert
er aö á næstunni veröi geröur út
enn einn ieiöangur til aö kanna
norsk-isl. sildarstofninn.
BÚR-togarar á
útsölu
HEI —Ég er þeirrar skoöunar að
Spánartogararnirhafialltaf veriö
og séu óhentugir i rekstri sagöi
Páll Guömundsson, skipstjóri,
sem er i útgeröarráöi, er hann
var spuröur álits á ósk Bæjarút-
geröarinnar að selja stóru tog-
arana.
Þeir eru ekki fyrst og fremst
óhagkvæmir vegna stæröarinnar
heldur vegna þess aö þeir eru
meö tvær vélar og ollukostnaöur
er þess vegna gifurlegur. Hér á
landi eru lika stórir pólskir tog-
arar og hefur rekstur þeirra
gengiö mikiö betur. Ég er ekki á
móti stórum skipum þau geta
verið góö sagði Páll en þaö er
bara ekki sama hvaöa skip eru
keypt.
Annars eru þetta nú hálf leiðin-
Allt of mikill
ufsaafli
net eyðulögðust
GV —Þetta varallt of mikill afli,
þetta eyöileggur alveg netin,
sagöi Einar Guðmundsson á
hafnarvog Fiskiðjunnar i Vest-
mannaeyjum, um ufsaafla Dala-
rafns VE i fyrridag, en þá fékk
hann rúmlega 56 lestir af ufsa i
netin. Kópavik VE aflaöi 35 lesta,
mestmegnis ufsa og Stigandi VE
aflaöi 25 tonna.
Þaö var eiginlega fárviöri á
miöunum i nótt og þeir gátu ekki
dregið allt saman upp, og eru þeir
þvi farnir aö ná i meira. — Ufsinn
er svo óstöðugur aö það er ekki
vist að hann fáist i netin aftur
núna. Þetta er eiginlega flökku-
kvikindi, þaö kemur fyrir aö þaö
reki i ágætisróðra, en i annan
tima fæst sama og ekki neitt,
sagöi Einar.
leg eftirmæli eftir viöreinsar-
stjórnina, þvi þessir Spánartog-
arar voru hennar eina framtak
um togarakaup. Sú stjórn setti á
laggirnar svokallaða togara-
nefnd, rándýra nefnd, sem starf-
aöi á annaö kjörtimabil, og af-
raksturinn af þvi starfr/ voru
kaup á þessum Spánartogurum
sem alltaf hafa verið reknir meö
stórtapi.
Um hvort liklegt væri að kaup-
endur fengjust aö þessum skipum
sagöist Páll þvi miöur ekki geta
svaraö þvi, hann heföi verið á sjó
undanfarið og þvi ekki getað setið
Akranes:
Ekið á
stúlku
ESE —1 gær varð umferöarslys á
Akranesi. Þar lentisjö ára gömul
stúlka fyrir bifreið á Kirkjubraut
og mun hún hafa meiðzt þó nokk-
uö. Ekki var kunnugt um það i
gær hversu alvarleg meiðslin
voru, enlitla stúlkan mun þá hafa
verið imyndatöku á Sjúkrahúsinu
á Akranesi.
Hljómsveitin Stranglers.
The Stranglers
koma 3. mai
— á milli 40 og 50 erlendir
blaðamenn verða með í förinni
ESE — „The Stranglers koma
þriöja mai” sagði Steinar Berg er
blaðamaöur Timans ræddi viö
hann i gær. En eins og kunnugt er
þá hafa verið uppi hugmyndir um
aö af þessu gæti orðiö, — en nú er
þetta sem sagt komið á hreint og
þeir koma örugglega.
The Stranglers er ein af fjöl-
mörgum punk-rokk hljómsveit-
um sem starfandi eru I Bretlandi i
dag, en jafnframt ein af fáum,
sem náð hefur umtalsverðum
árangri og þá aðallega vegna tón-
iistarlegra gæöa, sem munu vera
munmeiri engeristum obbann af
þeim hljómsveitum sem kenndar
eru við punk-rokk i Bretlandi i
dag.Ásiðasta ári voruStranglers
kjörnir bjartasta vonin i brezka
popp-heiminum, og segir þaö
nokkuö til um stöðu þeirra þar i
landi.
Astæðan fyrir þvi, aö Strangl-
ers leggja leiðsina hingaö noröur
á hjara veraldar ersú, aö I byrjun
mai kemur ár markaö ný hljóm-
plata með þeim, sem bera mun
heitið „Black and White”.
Stranglers hyggjast fylgja þess-
ari plötu vel eftir meö auglýs-
ingaherferö, og er íslandsferöin
einn liöurinn i þeirri herferð, þvi
aö Stranglers hafa boðið á milli 40
og 50 erlendum blaðamönnum
meðsér hingað til lands. Strangl-
ers munu svo haida hljómleika i
Laugardalshöllinni 12. mai og þá
leika lög af hinni nýju hljómplötu.
Ljóst er hingaökoma hljóm-
sveitarinnar er gifurlegur hval-
reki á fjörur islenzkra
popp-áhugamanna, auk þess sem
um mikla landkynningu veröur
hér að ræða.
Um páskana:
Fjölmargir á faraldsfæti
— skíðaferðir vinsælastar
ESE — Nú fer I hönd ein af
mestu ferðahelgum ársins. Um
hverja páska notar fólk tæki-
færib til þess aö bregöa sér á
skiöi oghitta vini og vandamenn
viðs vegar um land. Af þessu til-
efni kannaði blaðamaður Tim-
ans á hvern hátt fólk ferðaðist
helzt og hverjar horfur væru á
gistingu fyrir alla þá sem verða
á faraldsfæti um páskana.
Hjá Flugleiðum fengum viö
þær upplýsingar að siöan á
föstudaginn var, þann 17. marz
hefði fjöldi farþega til þeirra
staöa sem mest væri flogið tii
þ.e. Akureyrar Húsavikur og
tsafjarðar verið sem hérsegir:
Til Akureyrar höföu Flug-
leiðir flutt 1262 farþega en 450
farþegar biðu enn eftir þvi aö
flogiö yrði. Fyrirhugað var aö
fljúga 5 sinnum til Akureyrar I
gær og þar af var eitt þotuflug. -
Veöur var hins vegar ekki hag-
stætt sökum snjókomu og kl. 15 i
gær hafði engin ferö verið farin
til Akureyrar.
Til Húsavikur höfðu Flug-
leiöir flogið með 268 manns en
veður þar var ágætt i gær og af-
bragðs flugveður.
A Isafirði var veður hins veg-
ar að versna og var útlit ekki
gott með flug seinni partinn I
gær. 1 gærmorgun vöru farnar 4
ferðir til tsaf jarðar frá Reykja-
vik og þá var einnig flogiö tvi-
vegis frá Akureyri til Isafjarðar
en um þær feröir sá Flugfélag
Norðurlands. Alls höföu Flug-
leiðir flutt um 390 farþega til
tsafjarðar frá þvi á föstudag og
meö farþegunum frá Akureyri
er ekki ótrúlegt aö tæplega 450
manns hafi komiö flugleiðis til
ísafjarðar fyrir páskana en þá
eru ekki taldar meö þær tvær
flugvélar sem biða flugs til isa-
fjaröar.
Alls munu Flugleiðir flytja
um 5000 manns innanlands fyrir
páskana til hinna ýmsu
áætlunarstaða viðs vegar um
land,.
Við hringdum til þeirra
þriggja fyrrgreindu staða þar
sem búiztvar viðflestum ferða-
mönnum og könnuöum hvernig
gistihús væru undir það búin aö
taka á móti öllum þeim fjölda
ferðamanna sem þangað legðu
leið sina.
AKUREYRI: A Akureyri eru
4 hótel auk þess sem svefnpoka-
pláss er fyrir hendi i skólum á
staðnum, en þau eru einkum
notuö af skólahópum.
A Hótel KEA er nær þvi full
pantað en i hótelinu eru 28 her-
bergi og alls mun vera gistiaö-
staða fyrir um 56 gesti á hótel-
inu. Hótel Akureyri hefur eitt-
hvað af lausum herbergjum, en
að sögn forráðamanna þar þá
eykst fjöldi þeirra sem taka sér
hótelgistingu ekkert aö ráði um
páskana þvi að flestir munu
gista hjá vinum og vandamönn-
um. A Hótel Akureyri eru rúm
fyrir 44 gesti i 19 herbergjum.
Forráöamenn á Hótel Varö-
borg tóku mjög svo I sama
streng og kollegar þeirra á
Hótel Akureyri og sögöu
aukningu vera óverulega um
páskana. Hótel Varðborg tekur
52 gesti i 26 herbergi. A skiöa-
hótelinu i' Hliðarfjarri fengum
viö aftur á móti þær upplýsingar
að þar væri allt fulit og hefði allt
verið upppantað þar fyrir löngu
siðan. Hótelið tekur um 100
manns og eru þá meðtalin
svefnpokapláss.
HOSAVÍK.: Á Húsavik er eitt
hótel, þ.e.a.s. Hótel Húsavik og
verður Ferðaskrifstofan Ctsýn
meðþaðá leiguum páskana. A
þeirra vegum dvelja þar rúm-
lega 80 manns enalls eru i hótel-
inu 34 tveggja manna herbergi.
ISAFJÖRÐUR: A Isafiröi eru
Frh. á bls. 3 2