Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 8
19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR
ÍSRAEL, GAZA-STRÖNDIN, AP Þótt
áform um að Ísraelsher yfirgefi
hernumin svæði á Vesturbakkan-
um hafi ekki verið gerð ógild,
hefur ríkisstjórnin engin áform
um að draga herinn til baka um
fyrirsjáanlega framtíð. Talsmaður
Ehuds Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, staðfesti þetta í ísraelsk-
um fjölmiðlum í gær, en Olmert
mun hafa tilkynnt ráðherrum
sínum þetta í vikunni.
Þó hillir undir vopnahlé milli
stríðandi fylkinga, því Mahmoud
Abbas, forseti Palestínu, tilkynnti
á fimmtudag að palestínskir
skæruliðar hefðu lofað að hætta
hernaði gegn Ísrael, í von um að
ljúka tveggja mánaða herferð
Ísraela á Gaza-svæðinu.
Ibrahim Abu Naja, sem leiðir
viðræður stjórnarinnar og mis-
munandi hópa uppreisnarmanna
innan Palestínu, staðfesti fregn-
irnar, en talsmenn einstakra hópa
skæruliða neituðu þeim.
Naja bætti við að hugsanlegt
vopnahlé ráðist hins vegar algjör-
lega af afstöðu Ísraels.
Talsmaður Ísraelsstjórnar,
David Baker, sagði að Ísrael myndi
bregðast vel við stöðvun árása
Palestínumanna á Ísrael.
Talsvert hefur dregið úr árás-
um á Ísrael undanfarna daga.
- smk
Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs:
Vopnahlé í augsýn á Gaza
PALESTÍNA Ismail Haniyeh, forsætisráð-
herra Palestínu, t.v., og Mahmoud Abbas,
forseti Palestínu, á fundi í Gaza-borg.
RÉTTABLAÐIÐ/AP
MENNINGARNÓTT Löggæsla verður
hert á Menningarnótt í kvöld og
verða fleiri lögreglumenn á vakt en
sama kvöld í fyrra. Miðað er að því
að koma í veg fyrir hópamyndun og
drykkju unglinga eftir að dagskrá
hátíðarinnar lýkur.
Stórum hluta gatna miðborgar-
innar verður lokað fyrir bílaum-
ferð. Búist er við að allt að hundrað
þúsund manns leggi leið sína í mið-
borgina á meðan
á hátíðinni stend-
ur. Meðal
uppákoma eru
tónlistaratriði á
Ingólfstorgi,
dans í Alþjóða-
húsi, listsýningar
í Gallerí Fold og
Reykjavíkurmar-
aþon.
Fulltrúar
þeirra sem koma að öryggismálum
á Menningarnótt hittust í Skógar-
hlíð á miðvikudag og fóru yfir
helstu mál. Þar kom fram að hátt í
sjötíu lögregluþjónar verða á vakt á
Menningarnótt í ár, en þeir voru um
fimmtíu í fyrra. Einnig verða tut-
tugu björgunarsveitarmenn lög-
reglunni til aðstoðar ef þurfa þykir.
Geir Jón Þórisson yfirlögreglu-
þjónn segir dæmi um að hópar ungl-
inga hafi myndast í miðborginni
eftir að dagskrá Menningarnætur
lýkur, enda oft um seinustu fríhelgi
að ræða hjá skólafólki. Það var
raunin eftir seinustu Menningar-
nótt og fylgdu drykkjulæti og slags-
mál þeim mikla fjölda unglinga sem
safnaðist saman í miðborginni eftir
að hátíðahöldum lauk.
„Menningarnóttin sjálf hefur
gengið tiltölulega vel fyrir sig og
ekki þurft neinn sérstakan viðbún-
að lögreglu vegna þeirrar dagskrár.
Það er síðan sveiflukennt hvað
tekur við í framhaldi af því. Það
hefur borið við að mjög stórir hópar
unglinga hafa komið í miðborgina.
Það sem gerðist í fyrra var eitthvað
sem við viljum ekki sjá gerast.“
Hann segir lögregluna höfða
fyrst og fremst til unga fólksins og
foreldra þeirra að láta slíkt ekki
koma fyrir aftur. „Ungt fólk er
almennt til mikillar fyrirmyndar í
dag. Það vill ekki að fréttir af því
þegar ungt fólk kemur saman verði
eins og gerðist í fyrra,“ segir hann.
Bára Benediktsdóttir, hjúkrun-
arfræðingur á slysa- og bráðadeild
Landspítala - háskólasjúkrahúss,
segir heimsóknum á slysadeild eftir
Menningarnótt ekki hafa farið fjölg-
andi undanfarin ár. „Þetta hefur
verið svipað undanfarin ár en við
erum með aukaviðbúnað, það er
ekkert vit í öðru. Við höfum alltaf
aukið örlítið mönnun hjá okkur á
Menningarnótt og gamlárskvöld.“
Menningarnótt í ár einkennist
af mörgum smærri uppákomum.
Ekki verða haldnir stórtónleikar
við Reykjavíkurhöfn en á Mikla-
túni verða klassískir söngtónleik-
ar um kvöldið. salvar@frettabladid.is
Viðbúnaður lögreglu
mun meiri en í fyrra
Hátt í sjötíu löregluþjónar verða á vakt vegna Menningarnætur í kvöld. Yfirlög-
regluþjónn segir að stemma eigi stigu við hópamyndun og unglingadrykkju eftir
að dagskrá lýkur. Búist er við allt að hundrað þúsund gestum í miðborgina í dag.
GEIR JÓN ÞÓRISSON
LISTASÝNING UNDIRBÚIN Einn af viðburðum Menningarnætur er sýning á vegglistaverkum
í porti Hins Hússins. Hátíðin verður sett þegar skemmtiskokk Reykjavíkurmaraþons hefst
klukkan ellefu.
VIÐSKIPTI Skortur á nær öllum
kjöttegundum dró úr sölumögu-
leikum hjá Sláturfélagi Suður-
lands á fyrri hluta ársins.
Steinþór
Skúlason, for-
stjóri SS, telur
að velta hefði
orðið tíu til
fimmtán pró-
sent meiri ef
ekki hefði
komið til þessa
skorts, sem var
einkum á nauta-
kjöti. „Það
hefur verið
verulegur skortur á nautakjöti á
innanlandsmarkaði. Svínakjöt
hefur okkur vantað líka.“ Þá
hefur verið lítið framboð af
lambakjöti að sögn Steinþórs.
„Það eina sem er nóg af er
hrossakjöt.“
Tekjur SS námu 2.259 milljón-
um króna á tímabilinu og jukust
aðeins um tvö prósent á milli
ára. Reiknað er með að framboð
og velta aukist á næstu mánuð-
um með haustslátrun. Steinþór
segir stöðuna mjög óvenjulega
því árin 2002-2003 var alltof
mikið framleitt af kjöti sem olli
verðfalli. Þetta sé að sumu leyti
orsök vandans í dag.
Hækkun fjármagnsgjalda og
minni söluhagnaður eigna veld-
ur tapi hjá SS upp á 25 milljónir
króna á fyrri hluta ársins. Þetta
er mikil breyting frá sama tíma í
fyrra en þá nam hagnaður félags-
ins 182 milljónum króna. Fjár-
magnsgjöld hækkuðu umtals-
vert vegna hærri vaxta,
lækkunar á gengi krónu og auk-
innar verðbólgu.
Efnahagur SS er traustur; eig-
infjárhlutfall var 46 prósent um
mitt ár og hækkaði um fimm
prósentustig milli ára. Heildar-
eignir voru 3.243 milljónir
króna. - eþa
STEINÞÓR SKÚLA-
SON
Sláturfélag Suðurlands tapaði 25 milljónum króna :
Tap vegna kjötskorts
LÍBANON, AP Hizbollah-samtökin í
Líbanon hófu í gær að útdeila skaða-
bótum til fólks sem missti heimili
sín í loftárásum Ísraelshers. Í skóla
í suðurhluta Beirút fengu fyrstu
fjölskyldurnar tólf þúsund banda-
ríkjadali hver í reiðufé.
Leiðtogi Hizbollah, Sjeik Hass-
an Nasrallah, hét því í sjónvarps-
ávarpi á mánudag að samtökin
myndu endurbyggja Líbanon og að
þau myndu útvega fólki sem missti
heimili sín fé til að greiða fyrir
húsaleigu og innbú. Líkum er að því
leitt að það sé ættað úr fjárhirslum
Íransstjórnar. - aa
Hizbollah-samtökin í Líbanon:
Útdeilir skaða-
bótum í reiðufé
12.000 DALIR HVER Íbúi telur 100-dala-
seðla sem hann fékk úthlutað í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP