Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 16

Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 16
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Kannske er það rétt sem ungir sjálfstæðismenn halda fram, að það eigi ekki að birta skattskrána. Að minnsta kosti ekki um mitt sumar, þegar fólk nennir ekki að æsa sig út af neinu. Nema þegar skattskráin kemur út. Þá byrjar ballið og svo óheppi- lega vill til að verslunarmanna- helgin dettur inn á sama tíma og þá verða forystumenn verslunar- manna að halda hátíðarræður og hafa úr því einu að moða að hneykslast á tvöhundruðföldum launum nokkurra bankamanna og burgeisa. Og hvort sem það er út af gúrkutíðinni í fjölmiðlum eða af heilagri sannfæringu, þá hleypur Morgunblaðið til og slær þessu upp og segir að Ingibjörg hjá VR hafa hitt á æð og fer að ólundast út í þessi ofurlaun og hringir í stjórn- málaforingja, sem geta auðvitað ekkert annað gert en að taka undir hneykslunarhelluna. Og áður en maður veit af, er þjóðin farin að taka undir að þetta gangi ekki. Gangi bara alls ekki að einhver fái tvöhundruðföld laun á við annan. Kannske er ég svona vitlaus, kannske er ég orðinn of gamall, en ykkur að segja, stendur mér algjörlega á sama, þótt einhver fái meira borgað en annar. Mér er slétt sama. Verði þeim að góðu. Ég held líka að það sé út úr kú, að stjórnvöld eða einhverjar siðferði- legar skyldur fyrirtækjanna og bankanna krefjist lækkunar á þessu spreði. Ef einhverjir bankar vilja borga einhverjum ungum manni svo himinháar upphæðir að honum mun aldrei endast ævin til að eyða því, þá þeir um það. Enda held ég að það hafi ekkert með gæfu og gjörvileik þeirra millj- ónamæringa að gera, sem verða fyrir þessu óláni að efnast um efni fram. Segir ekki máltækið að margur verði af aurum api? Segja ekki rannsóknir að þeir verði fyrstir til að missa heilsuna? Það verður hinsvegar aldrei nógsamlega undirstrikað að þetta fáránlega ríkidæmi er afleiðing frjálshyggjunnar, þeirrar stjórn- málastefnu, sem hér hefur ráðið ríkjum. Þeirra ær og kýr, Mogg- ans og strákanna í Flokknum. Lof- sungin á degi hverjum og málpíp- urnar endurkjörnar æ ofan í æ. Og þá spyr maður: Hvers konar tvö- feldni og hræsni er að boða þetta fagnaðarerindi í einu orðinu en bölsótast út í það í hinu? Nei, þeir ríku mega vera ríkir mín vegna. Mér er miklu hugleikn- ara að vita hvað skattskráin segir um skattbyrði hins almenna launa- manns og ellilífeyrisþegans. Hvað segir skattskráin um það órétti sem ríkir í skattaálögum, eftir því hvernig tekjurnar verða til? Af hverju reka þeir ekki upp heróp, neyðarkall, Mogginn og ungu sjálfstæðismennirnir, og talast á við samvisku sína yfir því himin- hrópandi misrétti sem birtist í þeirri vísu bók, skattskránni? Hér í blaðinu fyrir hálfum mán- uði, skrifaði ég um það ranglæti sem snýr að öldruðu fólki, sem býr við tvöfalt kerfi, þegar kemur að skattlagningu tekna þeirra. Af hverju er ekkert gert í því? Af hverju taka ekki þessir hneyksl- uðu siðapostular á þeirri stað- reynd að skattleysismörkin eru langt fyrir neðan lágmarksfram- færslu, sem kemur sér verst fyrir hina lægst launuðu? Lífið gengur ekki út á að eign- ast meiri peninga en þú getur nokkru sinni eytt. Lífið er barátta um að eiga í sig og á. Það er verk- efni okkar flestra. Fjöldans. Um það snýst þessi vegferð, pólitíkin og réttlætið. Og þar er vandinn, þar er verk að vinna, þar á fókus- inn að vera. Um það eiga fjölmiðl- arnir að fjalla. Ekki um örfáa, nýríka, spariklædda stráka. Þeir skipta engu. Nema þá í Séð og heyrt. Frelsið, með öllum sínum kost- um og göllum, hefur verið leitt til hásætis í peningalegu tilliti. Fyrir tilverknað þessarar frjálshyggju er bilið að breikka milli ríkra og fátækra. Og þeir sem vilja leiða frjálshyggjuna til öndvegis bera ábyrgð á afleiðingunum. Þeir geta ekki bæði haldið og sleppt. Umræðan á ekki að snúast um hvernig böndum verði komi á þetta frelsi, heldur hitt, hvernig sem flestir geti notið þess. Í efnum, í réttlæti, í jafnrétti og jafnræði, í félagslegum og mann- eskjulegum grundvallaratriðum. Sá er frjáls, sem getur um frjálst höfuð strokið, sem getur staðið keikur frammi fyrir samborgur- um sínum og er sáttur við leik- reglurnar. Sú sátt getur hinsvegar aldrei orðið, meðan við sitjum ekki við sama borð, meðan rang- lætið hrópar á okkur og almennir heiðarlegir skattborgarar eru hlunnfarnir. Það þýðir ekkert að vísa til siðgæðis og göfugleika. Þau gildi eru ekki til á fjármála- markaði. En þau gilda í dómgreind okkar og atkvæðum. Þar liggur hundurinn grafinn. Þú getur ekki bæði haldið og sleppt Í DAG SKATTASKRÁR ELLERT B. SCHRAM Nei, þeir ríku mega vera ríkir mín vegna. Mér er miklu hugleiknara að vita hvað skattskráin segir um skattbyrði hins almenna launamanns og ellilífeyrisþegans. www.lyfja.is - Lifið heil EINU SINNI Á DAG Í EINA VIKU DREPUR FÓTSVEPPINN. Lamisil gel FÆST ÁN LYFSEÐILS ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L Y F 33 20 4 0 6/ 20 06 Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Selfossi - Laugarási Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en borið er á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þeki allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu („lifrarbrúnir blettir“). Lamisil á ekki að nota gegn sveppa- sýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu. Óljúfir endurfundir Blaðamaður Fréttablaðsins varð vitni að endurfundum Ólafs Páls Sigurðs- sonar og lögreglumannsins sem hann hefur ásakað um að reyna að aka á sig þegar hann var að mótmæla nálægt Kárahnjúkum í júlílok. Vitn- isburður þeirra tveggja um það sem þar átti sér stað er afar ólíkur en í máli þeirra kom fram að atvikið hefði verið fest á filmu og því væri fróðlegt ef fólk fengi að sjá myndbandið. Endurfundur- inn var að sjálfsögðu ekki kominn til af góðu en lögreglumaðurinn var að gera upptæka bifreið sem Ólafur Páll og aðrir mót- mælendur höfðu á leigu og var einn mótmælandi handtekinn fyrir mótþróa. Óbeislaðir starfsmenn og mót- mælendur Forsíðumynd Fréttablaðsins í gær er nokkuð tignarleg enda tekin ofan af stíflunni við Kárahnjúka en þar eru tveir kínverskir starfsmenn að fara niður stífluvegginn í tréstiga en eru ekki enn búnir að festa sig við öryggislínu. Þó ekki sé það kannski jafn glæfralegt minnir þetta þó nokkuð á tilburði mótmælenda sem héldu til í háum krönum á lóð álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði með afar takmarkaðan öryggisbúnað. Þeir sem mótmæla Kárahnjúkavirkj- un og þeir sem reisa hana eiga kannski meira sameigin- legt en þeir gera sér grein fyrir. Mótmælamenning 101 Mótmælendur hafa svo sannarlega sett svip sinn á bæjarlífið á Reyðar- firði en blaðamaður Fréttablaðsins fór austur til að kynna sér viðhorf heimamanna. Flestum þótti það heldur tilgangslaust að vera að mótmæla nú þegar framkvæmdir eru komnar vel á veg. Eyþór Hauksson sagði einnig að mótmælin ættu með réttu að fara fram í Reykjavík þar sem Alþingi og höfuðstöðvar Landsvirkjunar eru. Mótmælendur sögðu hins vegar að eitt af markmiðum þeirra væri að skapa menningu fyrir mótmæli á Íslandi svo landsmenn létu ekki alla hluti yfir sig ganga þrátt fyrir megna óánægju flestra. Það verð- ur gaman að sjá hvort þeim takist að fá Íslendinga til að klifra upp í krana og leggjast fyrir vinnuvélar út af öðru en ölæði. jse@frettabladid.isVinnu við stærstu framkvæmd Íslandssögunnar er að ljúka. Síðustu vikur hefur efasemdarröddum um virkjunina fjölgað. Deilt hefur verið um arðsemi framkvæmdarinn- ar og einnig um jarðfræðilegar forsendur hennar. Ekki er dregið í efa að til mikils var að vinna að gefa atvinnu- lífi á Austurlandi innspýtingu. Hitt er annað mál að orkufrekur iðnaður er ekki eina leiðin sem fyrir hendi er til að veita slíka innspýtingu og sömuleiðis að möguleikar á að framleiða orku á Íslandi eru fleiri en svo að leggja hafi þurft í slíka stórfram- kvæmd sem virkjunin við Kárahnjúka er. Upplýsingar sem fram hafa komið síðustu vikur sýna að sprungusvæðið, sem talið var liggja mun vestar en framkvæmda- svæðið, og umhverfismat á framkvæmdinni byggði á þeim upp- lýsingum, er á framkvæmdasvæðinu sjálfu. Þetta hefur verið vitað í ellefu mánuði eða frá því að niðurstöður rannsóknar jarð- fræðinganna Kristjáns Sæmundssonar og Hauks Jóhannessonar lágu fyrir í fyrrahaust. Þessar niðurstöður komu hins vegar ekki fyrir almenningssjónir fyrr en í Fréttablaðinu í lok síðasta mán- aðar. „Að byggja stíflur og lón á virku misgengisbelti, og það á úthafsskorpu, gæti verið ískyggileg bíræfni,“ sagði hinn virti jarðvísindamaður Haraldur Sigurðsson sem starfað hefur við University of Rhode Island í liðlega 30 ár, meðal annars þegar blaðið bað hann að fjalla um þessa skýrslu. Forráðamenn Lands- virkjunar halda því á móti fram að virkjunin standi á traustum stoðum og að hún þoli hreyfingar jarðar. Vonandi er það svo en þjóðin, sem er fjárhagslega ábyrg fyrir þessari framkvæmd, hlýtur að fara fram á að áður en vatni verð- ur hleypt á Hálslón fari fram á henni óháð áhættumat, mat sem ekki er kostað af sama aðila og gengst fyrir framkvæmdinni, Landsvirkjun. Upp úr stendur að svo virðist sem undirbúningur undir þessa stærstu framkvæmd Íslandssögunnar sé hvergi nærri nógu vandaður. Allt of mörgum spurningum er enn ósvarað þegar ein- ungis eru nokkrar vikur þangað til vatni verður hleypt á Háls- lón, ef áætlanir standast. Þetta bætist við umhverfissjónarmið sem einnig mæla ein- dregið gegn virkjuninni. Ósnortið víðerni, að stórum hluta klætt gróðri, fer undir vatn og ósvarað er til dæmis ýmsum spurning- um um áhrif virkjunarinnar á lífið í sjónum við Norðausturland og áhrif foks á jökulframburði vegna þess hve yfirborð lónsins verður breytilegt. Þá er ótalið að verðið sem kaupendur munu greiða fyrir ork- una sem á að framleiða í Kárahnjúkavirkjun er greinilega svo lágt að forsvarsmenn Landsvirkjunar treysta sér ekki til að gefa það upp við íslensku þjóðina sem þó á Landsvirkjun. Líklega verður úr þessu ekki aftur snúið með Kárahnjúka- virkjun. Vatninu verður hleypt á lónið. Úr því sem komið er verður að vona að ekki gangi eftir verstu spár um áhrif virkjun- arinnar. Sömuleiðis verða borgarar þessa lands að gera kröfu um að aldrei verði aftur lagt af stað í svo óafturkræfan leiðang- ur eins og virkjunarframkvæmdin við Kárahnjúka er án þess að undirbúningur taki af allan vafa um að framkvæmdin sé for- svaranleg bæði með tilliti til umhverfis og arðsemi. SJÓNARMIÐ STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR Ýmis rök hníga að því að betur hefði verið heima setið en af stað farið í Kárahnjúkavirkjun. Óháð áhættumat

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.