Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 24
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR24 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1274 Edward I er krýndur konungur Englands í Westminster. 1458 Enea Silvio Piccolomini er kjörinn páfi og fékk nafnið Píus II. 1871 Hið íslenska þjóðvinafélag er stofnað af alþingis- mönnum. 1919 Afganistan fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1960 Bandaríkjamaðurinn Francis Gary Powers er dæmdur til tíu ára fangelsisvistar af sovéska herdómstólnum. 1990 Leonard Bernstein stjórnar sínum síðustu tónleikum. 1993 Íslenskir togarar hefja veiðar í Smugunni í Bar- entshafi en veiðisvæðið er fyrir utan tvö hundruð mílna landhelgi landsins. AFMÆLI BILL CLINTON FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1946. „Við getum ekki byggt upp okkar framtíð án þess að hjálpa öðrum við að byggja upp sína eigin.“ Bill Clinton var forseti Bandaríkjanna á árunum 1993-2001. Mikhail Sergeyevich Gorbachev fæddist í Rússlandi árið 1931. Hann gekk til liðs við ungliðahreyfingu kommúnistaflokksins þegar hann var fimmtán ára og stjórnaði samyrkjubúi í Stavropol í fjögur ár. Frami Gorbachevs reis hratt innan flokks- ins og árið 1978 varð hann landbúnaðar- ráðherra og tveim árum síðar meðlimur í Politburo sem var framkvæmdastjórn kommúnistaflokksins. Á meðan á stuttri valdatíð Yurys Andropov sem aðalritara kommún- istaflokksins stóð, á árunum 1982 til 1984, tókst Gorbachev að verða einn æðsti maður Politburo. Við dauða Konstantin Chernenko, eftirmanns Andropov, kaus Politburo Gorbachev sem aðalritara flokksins árið 1985. Fyrsta verk Gorbachevs var að koma efnahag landsins á réttan kjöl með því að auka framleiðni og tæknivæða landið. Aðgerðirnar skiluðu þó litlum árangri og Gorbachev sá að hann þyrfti að gera róttækari breytingar. Hann kom á auknu frelsi innan Sovétríkjanna, frelsi fjölmiðla var aukið, hann kom á takmörkuðum markaðsbúskap, friðmæltist við Vesturveldin og kom á auknu lýðræði. Hann dró úr valdi Sovétríkjanna yfir löndum sem tilheyrðu þeim og samþykkti meðal annars sameiningu Vestur- og Austur-Þýskalands. Aðgerðir Gorbachevs nutu lítilla vinsælda kommúnistaflokksins og þann nítjánda ágúst rændu harðlínumenn Gorbachev og fjölskyldu hans og höfðu þau í haldi í þrjá daga. Gorbachev hafði í raun engin völd eftir þetta og sagði af sér sem forseti Sovétríkjanna á jóladag árið 1991 og í kjölfarið liðu þau undir lok. ÞETTA GERÐIST 19. ÁGÚST 1991 Mikhail Gorbachev hrakinn frá völdum Stærsti bókaklúbbur Þýska- lands ákvað á dögunum að gefa út Aftureldingu eftir glæpasagnahöfundinn Vikt- or Arnar Ingólfsson. Bókin kom út hérna heima um síð- ustu jól en hefur nýlega verið gefin út í Þýskalandi. Þetta er önnur bók Viktors sem bókaklúbburinn gefur út en sú fyrri var Flateyj- argáta. Rakel Pálsdóttir, kynn- ingarstjóri Eddu-útgáfu, segir að bókaklúbburinn sé einn sá stærsti í Þýskalandi og að þetta þýði mikla dreif- ingu fyrir bókina ytra. Rakel segir að bækur Viktors, sér- staklega Engin spor og Flat- eyjargáta, séu mjög sögu- legar og að Þjóðverjar séu mjög hrifnir af sögulegum glæpasögum. Hún segir að í Aftureldingu kveði við nokk- uð nýjan tón þar sem um er að ræða hreinræktaðan krimma, en sögur Viktors gerast allar í íslensku umhverfi. Auk þessara þriggja hefur Viktor gefið út tvær aðrar bækur, Dauðasök sem var gefin út árið 1978 og Heitur snjór sem kom út árið 1982. Afturelding vinsæl í Þýskalandi VIKTOR ARNAR Glæpasögur hans njóta velgengni í Þýskalandi þessa dagana. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Erlingur Þor- steinsson, háls-, nef- og eyrna- læknir er 95 ára, hann verður að heiman. Kristinn H. Gunnarsson er 54 ára. Telma Tómasson er 44 ára. F í t o n / S Í A ÚTFARIR 11.00 Sigurjón Arnar Tómasson, bifvélavirkjameistari, Breka- stíg 22, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju. 13.00 Bóas Guðmundur Sig- urðsson, Bleiksárhlíð 10, Eskifirði, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju. 13.00 Skafti Kristján Atlason verður jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju. 14.00 Ingiríður Árnadóttir, frá Bakka, Kópaskeri, verður jarðsungin frá Snartarstaða- kirkju. 14.00 Óli Kristinsson, fyrrverandi kaupmaður á Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju. 14.00 Sveinbjörn Stefán Sveinbjörnsson, Vitastíg 14, Bolungarvík, verður jarðsunginn frá Hólskirkju, Bolungarvík. „Ég hef verið mikið að vinna með Vest- urporti, búinn að vera með þeim í allt sumar, við vorum að leika í Rómeó og Júlíu og Woyzeck bæði í Þýskalandi, Póllandi og London,“ segir Árni Pétur Guðjónsson leikari sem fagnar fimm- tíu og fimm ára afmæli sínu í dag. „Ég tók mér smá frí á milli og gekk Camino, það er til Santiago de Compost- ela, pílagrímaleiðina, þetta var algjört æði, ég labbaði fjögur hundruð kíló- metra á sautján dögum, mjög gott ein- mitt þegar menn standa á tímamót- um,“ segir Árni og bætir við að þetta hafi verið eitt besta frí sem hann hafi upplifað. „Maður labbar svona tuttugu og fimm kílómetra á dag og gistir í klaustrum og svefnskálum,“ segir Árni, sem fór einn í ferðalagið. „Maður fer þessa leið að einhverju leyti af því að maður ætlar sér að fá eitthvað út úr því og breyta einhverju í lífi sínu eða upplifa tilgang lífsins en svo eftir svona viku þá hættir þetta allt að skipta máli og ég komst bara í sam- band við sjálfan mig, ástandið var bara stórfínt eins og það var, það þyrfti ekk- ert að breytast,“ segir Árni. „Dóttir mín hafði farið þarna fyrir nokkrum árum og ýtti mér út í þetta. Ég átti nátt- úrulega frí á milli Þýskalands og Lond- on og ég er búinn að fara svo oft á sól- arströnd og liggja þar til einskis að ég ákvað að gera þetta í staðinn“. „Ég er núna að byrja að æfa leikrit með Sigrúnu Sól sem heitir Hestar og Chekov og verður frumsýnt í október í reiðhöllinni Gusti,“ segir Árni. Í nóvem- ber fer Árni síðan aftur út með Vesturp- orti þar sem sýningar verða í Þýskalandi og Noregi. Í haust geta Íslendingar síðan séð Árna sem Ríkislögreglustjóra Íslands í danska þættinum Erninum sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi. „Ég er nú vanur að labba alltaf Esjuna nálægt þessu tímabili til þess að sanna að ég sé ekki alveg dauður. Ég tók nú mjög langan tíu tíma göngutúr á Hengilssvæðinu í gærdag (fimmtudag), ég villtist á Hengilssvæðinu þannig að þetta varð tíu tíma ferð,“ segir Árni. „Ég man að þegar ég varð fertugur ætlaði ég ekkert að halda upp á það, þá var ég með nokkrum leikurum í Finn- landi og allt í einu steyptist yfir mig fögnuður og ég tilkynnti auðvitað öllum að ég væri orðinn fertugur og sérstak- lega þar sem við vorum í fríhöfninni í Stokkhólmi og ég svona benti á hvaða vörur væri á tilboði í fríhöfninni svo fólk hefði nú tíma til að kaupa handa mér,“ segir Árni. „Mér finnst voða gaman að halda upp á afmælið mitt og einhverra hluta vegna, því eldri sem ég er, því montnari verð ég, ég er farinn að ljúga til aldurs, þykjast vera eldri en ég er,“ segir Árni og minnist óttans sem greip hann þegar hann varð þrítugur. gudrun@frettabladid.is ÁRNI PÉTUR GUÐJÓNSSON LEIKARI: 55 ÁRA Lýgur til um aldur ÁRNI PÉTUR GUÐJÓNSSON LEIKARI Fannst skelfilegt að verða þrítugur en var í sjöunda himni á fertugsafmælinu og segist oft vera eldri en hann í raun er. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.