Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 29
Margfaldur ferðamannastraumur Hleypa á vatni á lónið í haust, en hefur Guðmundur einhverja trú á að hætt verði við? „Ég veit það ekki. Þeir sem standa fyrir þessu hafa í sjálfu sér engan kost annan en að halda áfram, það liggur nú alveg fyrir. En þetta er klárlega mesta vitleysa Íslandssögunnar og þjóðin græðir mest á því að hætta við núna. Sennilega myndi það líka bara margfalda ferðamannastraum um svæðið. Ferðamenn gætu komið og skoðað hvernig Íslendingar ætl- uðu að standa að mestu þjóðar- skömm landsins,“ segir Guðmund- ur og bætir við hlæjandi að réttast væri að hafa þá ráðamenn sem stóðu fyrir þessu í glerbúrum til sýnis yfir háannaferðamannatím- ann. Sumri er tekið að halla og það fer hver að verða síðastur að skoða landsvæðið sem brátt fer undir vatn. Dagar kláfsins hans Guð- mundar verða líka fljótlega taldir en gestabókin sem geymd er við ferjustæðið vitnar um þakklæti og ánægju þeirra sem tekið hafa sér far með kláfnum í sumar. Bókin er full af nöfnum, bæði innlendra og erlendra ferðalanga, sem skoðað hafa Kringilsárrana og notið nátt- úru svæðisins í síðasta sinn. ■ Sæktu núna um húsnæði fyrir skólann í haust Stúdenta- og nemendafélög eftirtalinna skóla eru aðilar að BN: Kennaraháskóli Íslands, Listaháskóli Íslands, Fjöltækniskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Iðnnemasamband Íslands. Sími 552 6210, www.bn.is p ip a r / S ÍA Nemendur í stúdenta- og nemendafélögum innan Byggingafélags námsmanna geta sótt um húsnæði á meðan á námi stendur. Framundan er úthlutun á nýjum par- og einstaklingsíbúðum að Klausturstíg og Kapellustíg í Grafarholti. Sæktu um húsnæði á www.bn.is. Umsóknum er einungis hægt að skila rafrænt á heimasíðu BN. Á heimasíðunni færðu allar nánari upplýsingar um íbúðirnar, úthlutunarreglur og fleira. „Ég hélt að Ísland væri alveg hræði- legur staður áður en ég kom hingað og það var eiginlega þess vegna sem ég ákvað að koma,“ segir Wladimir Kaminer einn þekktasti plötusnúður og rithöfundur Þýska- lands sem staddur er hér á landi í tilefni af útgáfu bókarinnar „Plötu- snúður Rauða hersins“. Það er fyrsta bók hans og hefur hún farið sigurför um heiminn. Þótt hann sé Rússi þá skrifar hann á þýsku enda búsettur í Berlín. Kaminer myndar plötusnúða- teymi og útgáfu undir heitinu Russendisko ásamt eiginkonu sinni Olgu. Þau er mjög þekkt í Þýksal- andi og uppbókuð nánast allar helg- ar enda margir í Þýskalandi sem vilja dansa við þarlenda danstónlist. „Við hjónin vinnum vel saman og ólíkt öðrum venjulegum fjölskyld- um í Berlín þá greinum við ekki á milli einkalífs og vinnu. Við eigum tvö börn og þau ferðast oft með okkur sama hvort við erum að fara til Ibiza eða Kákasus,“ segir Kamin- er aðspurður hvernig sé að vinna svona náið með konunni sinni. Kaminer hefur ávallt verið mik- ill tónlistarunnandi og spilar hann bara rússneska og austurevrópska danstónlist á frægum danskvöld- um sínum. Honum fannst leiðin- legt hversu lítið var til af rúss- neskri samtímatónlist. „Ég þoldi ekki hve margir voru alltaf að fara á diskótek til að hlusta á teknó og ameríska tónlist. Því hófst ég handa við að sanka að mér danstón- list frá Austur-Evrópu og byrjaði að spila. Fólki fannst þetta mjög nýstárlegt og skrítið á sínum tíma en svo uppgötvaði fólk að stundum er betra að líta sér nær og hlusta á tónlist frá sínum heimahögum.“ Kaminer er þekktur fyrir stór- brotnar uppákomur hvort sem hann sé að spila eða að lesa upp úr verkum sínum. Nýverið gaf hann út kokkabók ásamt Olgu sem inni- hélt safn af gömlum kommúnista- réttum. Kaminer og kona hans segjast vera reglufólk og því séu þau búin að endast svona lengi í þessum bransa. „Ég les upp tíu til tólf sinn- um í mánuði og biðlistinn hjá umboðsmanni mínum er langur. Ég gæti þannig verið að spila alla daga vikunnar og verið með upplestra allt árið en ég vil frekar hafa meiri tíma með fjölskyldunni minni enda er ég heimakær maður,“ segir Kaminer. Hann dvelur hér fram sunnudag en þá verður hann að drífa sig heim í garðinn sinn að taka upp plómu enda mikill upp- skerutími í ágúst. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kaminer kemur hingað til lands en hann kom hingað fyrir þremur árum síðan og ferðaðist um landið í fimm daga ásamt konu sinni. Hann spilaði í gær á Nasa þar sem Íslend- ingar dönsuðu við gott rússneskt rokk og mun lesa upp úr bók sinni í dag í bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum. Plötusnúður í plómurækt RÚSSNESSKUR ROKKARI Wladimir er mikil fjölskyldumaður og segir að það sé lykillinn að því að hann sé ennþá í þessum plötusnúðabransa. HJÓNIN Wladimir og Olga er mjög samhent hjón enda eiga þau útgáfufyr- irtæki samanog troða upp saman sem plötusnúðateymi. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR LAUGARDAGUR 19. ágúst 2006 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.