Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 38

Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 38
[ ] HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Það er alltaf gott að vera með skyndihjálparkassa við höndina. Í styttri eða lengri ferðum, sem og í sumar- bústaðnum og fellihýsinu. Jón Bjarki Magnússon og Sigurður Eyþórsson hafa síðan í ágúst í fyrra ferðast um heim- inn og lent í miklum ævintýr- um. Í júlí ferðuðust þeir félagar um Pakistan og á meðan aðrir Íslendingar horfðu á úrslitaleik HM í knattspyrnu voru þeir staddir á hinu árlega Shandur- pólómóti sem fram fór í 3.800 metra hæð yfir sjávarmáli. Jón Bjarki sendi Fréttablaðinu eftirfarandi frásögn. Helgina 7.-9. júlí fór fram hin árlega Shandur-keppni í póló. Þar koma saman pólóspilarar alls staðar að frá norðursvæðum Pakistans og sýna fram á snilli sína í þessum áhugaverða leik. Keppnin er haldin miðja vegu á milli höfuðstaðanna Gilgit og Chitral, hátt uppi í Shandur-skarðinu. Ein meginástæða þess að við komum til Pakistans voru stór og tignarleg fjöll, en þegar við sáum þau varð mér hugsað til þess að kannski hefðum við leitað langt yfir skammt. Á Íslandi eru fjöll, þau eru ekki eins stór og þau teygja sig ekki eins langt til him- ins en þau eru tignarleg og full af karakter. Þegar ég sá pakistönsk fjöll með fallegu snævi þöktu toppunum varð mér hugsað til fallegrar íslenskrar náttúru, ég fór að spyrja sjálfan mig hvort það væri kannski kominn tími til þess að halda heim. Þegar litið var yfir tjaldbúðirnar fyrsta morgun pólómótsins blasti við sérstök sýn, svæðið minnti helst á flóttamannabúðir og mætti halda að fólk hefði búið þarna í tugi ára. Í einu tjaldi var eldað og í öðru var sofið. Sandstormur feykti upp fíngerðum brúnum sandinum og svæðið minnti einna helst á eyðimörk. Á svæðinu mátti finna allt það sem okkur vanhagaði um, hatta, grímur, geitamjólk, brauð og hrísgrjón. Pakistan er almennt þurrt land, áfengi er stranglega bannað og það kom okkur þess vegna virki- lega á óvart að sjá ölvaða bændur stíga trylltan dans fyrsta kvöld leikanna. Fram hjá lögreglu og her höfðu greinilega komist hundruð lítra af heimabrugguðu apríkósu- og greipvíni. Þegar við gengum um svæðið fyrsta kvöldið komum við að búðum Chitral-manna sem buðu okkur velkomna. Við brögðuðum á apríkósuvíni og stigum Chitral- dansinn margfræga. Karlarnir stóðu allt í kring og klöppuðu í takt við trommurnar, stemningin jókst hægt og sígandi og mikil gleði ríkti í tjaldbúðunum þetta kvöld. Pólómótið var allt saman einn stór karlaklúbbur, karlar að dansa við karla, karlar að spila póló og karlar að drekka apríkósuvín. Hvergi var konu að sjá. Í slíkum aðstæðum fer hugurinn óneitan- lega að reika heim þar sem íslensku stúlkunum leyfist að dansa uppi á borðum og skella svo í sig ísköldu öli. Seinasta daginn var svo úrslita- leikur mótsins haldinn og Pervez Musharaff, hershöfðingi og for- seti, kom sem heiðursgestur. Öryggisgæslan var gríðarleg, her- menn allt í kring og lífverðir forsetans fylgdu honum hvert fótmál. Það fylgir ekki sögunni hvernig leikar fóru en þetta var áhugaverð upplifun. Eftir að pólópartíinu í Pakist- an lauk sætti ég mig við það að tími flakksins væri á enda, ég hef ferðast um heiminn í heilt ár og hugur minn hefur tekið völdin og haldið til Íslands á undan mér. Ég læt mig dreyma um kaldar dimmar vetrarnætur, lakkrís- reimar, lambið hennar mömmu og rútínuna sem ég var orðinn svo leiður á. valgeir@frettabladid.is Pólópartí í Pakistan Mikið var um dýrðir á pólómótinu. MYND/BURKUS Sigurður, annar frá vinstri, og Jón Bjarki, lengst til hægri, í félagsskap heimamanna í Pakistan. Eins og sjá má eru þeir félagar klæddir að hætti innfæddra. MYND/BURKUS Ferðaskrifstofan Vestfjarðaleið - TREX býður í haust upp á ýmsar spennandi ferðir til St. John´s í Kanada. Meðal þeirra ferða sem í boði eru hjá ferðaskrifstofunni eru borgar- ferðir til St. John´s, höfuðborgar Nýfundnalands í Kanada sem farnar hafa verið undanfarin átta ár. St. John´s hefur síðustu ár vakið verðskuldaða athygli fyrir hagstætt verðlag og uppfyllir borgin auðveldlega allar kröfur ferðamannsins. St. John´s er litlu stærri en Reykjavík og þykir hún í senn falleg, litrík og lífleg nútíma- borg. Borgin á sér ríka sögu sem ein mikilvægasta hafnar- borg Norður-Ameríku. Það hefur gjarnan verið sagt um St. John´s að hún sé töfrandi sam- blanda af gamla og nýja heiminum og eru keltnesk áhrif víða mjög ríkjandi. Í borginni er margt að skoða og má þar nefna útsýnisstaðinn Signal Hill og George Street sem er frægasta kráargata borgarinnar, en hún iðar af lífi í kringum Hrekkjavökuhátíðina sem haldin er á hverju hausti. Farnar verða þrjár skipulagðar ferðir í haust á vegum ferðaskrifstofunar. - vör Litrík nútímaborg St. John´s er falleg og litrík borg sem iðar af mannlífi á haustin. INGA DÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR MYNDLISTARKONA ER NÝKOMIN AF BRYGGJUHÁTÍÐINNI Á DRANGSNESI. „Upphaflega var þetta fjölskyldumót sem hlóð smám saman utan á sig og varð að heljarinnar útihátíð,“ segir Inga Dóra, sem fór í tjaldferð í góðra vina hópi frá Reykjavík til Drangsness um síðustu helgi. Að sögn Ingu Dóru hófst hátíðin á laugardegi og stóð yfir alla helgina með skipulagðri dagskrá. „Við fórum í gönguferð á laugardagsmorguninn. Síðan var boðið upp á sjávarrétta- smakk, siglingu til Grímseyjar, útreiðartúra og grásleppusýningu, sem ég sleppti reyndar,“ bætir hún við og hlær. Það kom Ingu Dóru á óvart hversu mikil afþreying var í boði fyrir hátíðar- gesti. „Fyrir utan áðurnefnda viðburði má nefna fótboltamót þar sem lið frá Hólmavík og Drangsnesi öttu kappi hvort við annað,“ segir hún. „Hápunktinum var síðan náð með balli á laugardagskvöldinu, þar sem Ingó og veðurguðirnir spiluðu.“ Inga Dóra bætir við að þrír heitir pottar standi í fjörunni í Drangsnesi og séu þeir opnir allt árið um kring, en þar hafi verið gott teygja úr sér eftir allt fjörið. roald@frettabladid.is Teygt úr sér á ströndinni Inga Dóra skemmti sér konunglega á Bryggjuhátíðinni á Drangsnesi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍSHESTAR RIDING TOURS Sörlaskeið 26 – IS-220 Hafnarfjörður – Iceland Tel.: +(354)-555-7000 – Fax.:+(354)-555-7001 E-mail: info@ishestar.is – website: http://ishestar.is “Drottning um stund” Dekurdagar fyrir konur í hestaferð um Þingeyjarsýslu. Lengd: 3 dagar/ 2 nætur – ca. 100 km Verð: 54.000 Dags: 1.- 3. september 2006 Dekur í mat og drykk Dekrað verður við þátttakendur bæði í mat og drykk og er vín með mat innifalið í verðinu. Báðar næturnar er gist í Saltvík þar sem eru 2 nýir heitir pottar með glæsilegu 5 stjörnu útsýni yfir Skjálfandaflóann og Kinnafjöllin. Fararstjóri: Unnur Steinsson Fararstjóri er engin önnur en hestakonan Unnur Steinsson og mun hún ásamt öðru starfsfólki hugsa vel um farþegana og sjá til þess að allir fari endurnærðir og glaðir heim. Í útileguna *Gallup Október 2005 Mest lesna tímaritið *
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.