Fréttablaðið - 19.08.2006, Page 40

Fréttablaðið - 19.08.2006, Page 40
[ ] Debenhams í Smáralind hefur aukið við rými kvenfata-, tösku- og skódeildar og bætt við nýjum fatamerkjum í bæði dömu- og herradeild. „Við höfum fært undirföt, töskur og skó niður á neðri hæð og sú deild er á björtum og þægilegum stað. Þar með rýmkaðist um dömu- deildina á efri hæðinni. Breyting- arnar hafa heppnast vel þannig að við teflum nú fram enn skemmti- legri og þægilegri búð en áður,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir framkvæmdastjóri Dembenhams. Hún segir plássið fyrir töskurnar og skóna hafa verið fundið hjá heimilisdeildinni, þar hafi ramm- ar, vasar og skálar vikið. Vinsæl- ustu vörumerkin verða að sjálf- sögðu áfram í fatadeildunum að sögn Bryndísar en mörg ný merki bætast við svo sem Jane Norman, Part Two; Fransa og Esprit Coll- ection. Auk þess bætast við tveir hönnuðir frá Debenhams, Betty Jackson fyrir dömuna og Nigel Cabourn fyrir herrann, ásamt sér- merkjum Burbaker og Parks. Bryndís segir Debenhams eiga að höfða til enn breiðari hóps en áður. „Viðskiptavinir á öllum aldri og með mismunandi fatastíl ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ segir hún. Að lokum bætir hún við að ýmis tilboð séu í boði í tilefni breytinganna, meðal annars brjóstahaldarar í undirfatadeild, herðaslár í dömudeild og stut- terma skyrtur og undirföt í herra- deild. - gg Ný vörumerki og bjart- ari búð í Smáralind Dömudeildin í Debenhams hefur stækkað og úrvalið aukist að sama skapi.FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Svartar buxur, sígildar. Rósótt skyrta eftir hönn- uðinn Betty Jackson. Stórir kragar koma sterkir inn í haust. Bolur eftir Betty Jack- son. Léttur jakki eftir Nigel Cabourn. Herrabuxur eftir hönn- uðinn Nigel Cabourn. Þykkar prjónapeysur og svarti liturinn eru hluti af hausttískunni. Það er því ekki verra að fjárfesta í svartri þykkri peysu og tolla í tískunni. Snyrtivöruframleiðendur hafa miklar áhyggjur af nýju var- rúðarráðstöfunum á breskum flugvöllum sem banna alla vökva í handfarangri, þar á meðal ilmvötn. Eftir hryðjuverkaógnina sem skók Bretland og allan heiminn í síð- ustu viku voru settar á sérstakar öryggisreglur sem meðal annars bönnuðu fólki að vera með vökva í handfarangri. Ýmsir snyrtivöru- framleiðendur hafa nú lýst yfir áhyggjum sínum varðandi þessar öryggisreglur og telja þeir að þær muni hafa varanlegan skaða á til dæmis sölu ilmvatna í fríhöfnum. John Dempsey, forseti Estée Lauder snytrivöruframleiðend- ans, tekur svo djúpt í árina og sagði hann nýlega að öryggisregl- urnar muni ganga af snyrtivöru- iðnaðinum dauðum. Benti Demp- sey til dæmis á að ekki væri einu sinni leyfilegt að taka með sér gloss í flugvélar. Ekki er þó enn vitað hversu lengi öryggisreglurn- ar verða í gildi þannig að snyrti- vöruiðnaðurinn gæti enn átt von. - sha Hryðjuverk skaða snyrtivöruiðnaðinn Hryðjuverk ógna ekki bara ríkisstjórnum Vesturveldanna heldur einnig snyrtivöru- iðnaðinum. Marie Antonette KVIKMYNDIN MARIE ANTONETTE HEFUR VALDIÐ STRAUMHVÖRF- UM Í TÍSKUHEIMINUM. Eftir frumsýn- ingu kvikmynd- arinnar hafa hönnuðir leitast við að innleiða 18. aldar tísku inn í nútímann. Tilraunirnar virðast hafa borið árangur hvort sem horft er til haustlínu Ralph Lauren, Beau Brummel hjá Chanel eða Jean Paul Gaultier, þar sem greinilegra áhrifa gætir frá kvikmyndinni um drottninguna umdeildu. Klæðskerasaumaðir jakkar, tölur úr málmi, leður- stígvél og skyrtur með löngum blúnduermum voru meðal þess sem var áberandi á sýningarpöll- unum. - rve Þessi flík er undir áhrifum frá 18. aldar tísku. MYND/GETTYIMAGES Laugaveg 53 • S. 552 3737 • Opið laugardag 10-10 Nýjar vörur, haust 06 Skólaföt, náttföt, undirföt. Sængurgjafir í miklu úrvali. 5 ára afmæli 10% afsláttur föstudag og laugardag. EKKERT GERVIGRAS! NÝTT OG BETRA GRAS! WWW.GRAS.IS N† VÖRU- OG fiJÓNUSTU- SKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar til a› hefja n‡tt líf F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.