Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 48
6 | LISTAGÓÐ MENNINGARNÓTT 2006 | 60% MARKAÐSHLUTDEILD Á ÍSLANDI ÁRIÐ 2004 MANITOU skotbómulyftarar - Þarfur þjónn, sem uppfyllir ströngustu gæði og væntingar þeirra kröfuhörðustu. HANN ER GRIMMUR! MANITOU MLT 634 TURBO INTERCOOLER - VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár - Útvegum notaða skotbómulyftara - Úrval notaðra lyftara á lager Fjórhjóladrifinn Fjórhjólastýrður Lyftigeta: 3.400 KG Lyftihæð: 6.050 MM Gafflar: 1.200 MM Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar án aukins snúningshraða vélar. SKOTBÓMULYFTARI PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf. Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, skáld og tónlistarmaður, heldur Stofutónleika í bókasal Þjóðmenningarhússins kl 16, 17, 18 og 20. HVAÐ ERU STOFUTÓNLEIKAR? Það eru heimilislegir tónleikar. Þessir heita það af því að þeir byrjuðu í stofunni heima hjá mér fyrir nokkrum árum. Anna Pálína, konan mín, var með mér þá en ég hef haldið uppi merki tónleikanna síðan. Nafnið hefur því haldist þó ég hafi flutt mig um set í aðra stofu. Þetta er með heimilislegum brag og mikilli nánd við áhorfendur. Ég sé reyndar að fleiri eru að taka þetta nafn upp og það er gaman að það skuli vera að festa sig í sessi. HVERT ER UPPHAFIÐ AÐ ÞESSUM TÓNLEIKUM? Við hjónin vorum búsett í miðbænum og þetta var bara einhver hugdetta einn daginn að halda tónleika heima í stofu. Þannig að þetta var bara skyndiákvörðun sem okkur fannst ekki hægt að snúa til baka með. Við seldum síðan húsið árið eftir fyrstu tónleikana og fluttum okkur í Hljómskálann í Hljómskálagarðinum en þar höfðu þá ekki verið haldnir tón- leikar í áratugi og svo varð Þjóðmenningarhúsið fyrir valinu og ég er mjög ánægður með samstarfið við það. Við verðum að sjálfsögðu á þjóðmenningarlegum nótum, sem fylgir nát- túrlega stemningunni við húsið. HVAÐ HAFA VERIÐ HALDNIR MARGIR STOFUTÓNLEIKAR? Þetta eru sjöttu tónleikarnir í röð, en þeir fylgja þessu árhund- raði þar sem fyrstu tónleikarnir voru árið 2001. Mætingin verið mjög góð og troðfullt öll árin þannig að það hefur verið alveg úrvalsmæting. KEMURÐU TIL MEÐ AÐ FLYTJA FRUMSAMIÐ EFNI? Þetta er að stórum hluta frumsamið efni og ýmsir tónlistar- menn eru með mér og þeir tengjast mér allir á einhvern hátt. Fólk, sem maður þekkir eins og á að vera heima í stofu, eins og Guðrún Gunnarsdóttir, sem ég hef starfað talsvert með í gegnum tíðina; Sigurður Flosason, einn af mínum helstu sam- starfsmönnum í tónlistinni en við sendum frá okkur tvöfaldan geisladisk fyrr á árinu sem heitir Hvar er tunglið? Þar söng Kristjana Stefánsdóttir tónsmíðar Sigurðar við ljóð eftir mig. Gunnar Gunnarsson píanóleikari er líka með mér og hann hefur starfað mikið með mér að barnaefni sem verður einnig að finna á þessum tónleikum en þeir eiga einmitt að spanna allan aldurshópinn. MEGA GESTIR TAKA UNDIR Í SÖNGNUM? Já, þeir mega taka undir allt sem þeir kunna, enda lagt upp úr því að það sé þægileg og heimilisleg stemning. HVAÐ ERU HVERJIR TÓNLEIKAR LANGIR? Hverjir tónleikar eru ekki nema rúmur hálftími, enda fólk á ferðinni um miðbæinn og vill kannski ekki stoppa mjög lengi á hverjum stað. Tónleikarnir eru ólíkir innbyrðis. Það er mis- jafnt hverjir koma fram og hvaða efni er notað. Við horfum yfir hópinn og sjáum hvað passar samsetningu gestanna hverju sinni. Talsvert af fólki kemur á hverju ári og það er gaman að sjá en eins er alveg frábært að sjá ný andlit þannig að gamlir og nýir gestir eru hjartanlega velkomnir. VELKOMIN TIL STOFU Undanfarið hefur staðið yfir heljarinnar lestrarmaraþon á vegum Borgarbókasafns Reykjavíkur og á Menningarnótt verður haldin uppskeruhátíð í Grófarhúsinu þar sem góðir gestir líta við. Hildur Baldursdóttir og Þorbjörg Mímisdóttir lesa og segja sögur fyrir alla fjölskylduna. Félagarnir Einar Kárason og Árni Johnsen syngja Göllavísur Ása í Bæ. Landsliðskonur úr Val og KR mæta ferskar beint af leik Íslands og Tékklands og lesa úr uppáhaldsbókunum sínum fyrir gesti. Tvær sýningar standa yfir í safninu, annars vegar „Skáldin á götunni“ sem eru klippiljóð sem gestir safnsins settu saman á Safnanótt og ljósmyndasýningin „Lesið í landslagið“ eftir Guðmund Guðmundsson og Þráin Þorvaldsson sem hafa tekið ljósmyndir af alls konar kynjaverum í náttúrunni á leið sinni um landið. Félagar úr hljómsveitinni Loftvarnir mæta síðan kl. 18 og flytja frumsamda tónlist við ritverkin Kristnihald undir jökli, Hringadróttinssögu og Vesturfarann en hinn ungi og upprennandi leikari Bragi Árnason les. Klukkan hálf átta afhendir rithöfundurinn Sjón verðlaun í lestrarmaraþoninu og spjallar um lestraríþróttina. BORGARBÓKASAFN / TRYGGVAGÖTU 15 / 101 REYKJAVÍK Hið mikla maraþon ... í lestri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.