Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 50

Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 50
8 | LISTAGÓÐ MENNINGARNÓTT 2006 Í tilefni Menningarnætur í Reykjavík mun Bókabúð Máls og menningar blása til Færeyskra daga og kynna eyjarnar fögru í myndum, tónum og dansi. Verslunin hefur fengið til landsins listamenn og söngvara frá Færeyjum, þar á meðal fulltrúa Havnardansifélag og listamanninn Zakarías Heinesen. Hann opnar sýningu á eigin verkum í bókabúðinni en Zakarías er sonur hins vinsæla færeyska rithöfundar William Heinesen og er sjálfur einn þekktasti listamaður Færeyinga. Havnardansifélag mun halda uppi stemningu með dansi og söng enda er enginn svikinn af því að hafa prófað hinn alkunna og forna færeyska dans. Félagar í Færeyska dansifélaginu í Reykjavík munu taka þátt í þessari uppákomu ásamt þeim fjölda Færeyinga sem eru félagar í Færeyingafélaginu. Ellen og Lív eru tvær stúlkur úr Þórshöfn sem kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að söng og dansi. Mál og menning mun standa að sölukynningu meðan á hátíðinni stendur, ásamt þeim útgáfufyrirtækjum á Íslandi sem sjá um dreifingu og sölu færeyskra bóka og tónlistar. Einnig mun færeyska flugfélagið Atlantic Airways vera með kynningu á ferðum til Færeyja næsta vetur. Kynning á færeyskum bókmenntum, myndlist og tónlist verður því í hávegum höfð á Menningarnótt og næstu daga og geta því viðskiptavinir og gestir kynnst rjómanum af færeyskri menningu. DAGSKRÁ: 14.00 OPNUN SÝNINGAR ZAKARÍASAR HEINESEN 15.00 FÆREYSKUR DANS 16.00 TÓNLISTARFLUTNINGUR MEÐ ELLENU OG LÍV 17.00 FÆREYSKUR DANS 18.00 TÓNLISTARFLUTNINGUR MEÐ ELLENU OG LÍV 19.00 FÆREYSKUR DANS 21.00 ÞÝSK-RÚSSNESKI RITHÖFUNDURINN WLADIMIR KAMINER KYNNIR OG LES ÚR VERKUM SÍNUM. Færeyskt fjör Það er af nógu að taka í Listasafni Reykjavikur – Hafnarhúsi á Menningarnótt og eitthvað í boði fyrir alla. Listunnendur geta farið á málþing kl. 15.00 um stöðu málverksins í samtima listum þar sem sýningin Carnegie Art Award 2006 er notuð sem útgangspunktur. Kl. 16.30 hefjast svo skemmtileg samtöl við listamenn. Fyrstir eru Jón Óskar Hafsteinsson og Jón Proppé sem ræða verk Jón Óskars, kl. 17.00 ræða Steingrímur Eyfjörð og Gunnar J. Árnason verk Steingríms og kl. 17.30 ræða Finnbogi Pétursson og Sjón verk Finnboga. Í hinu skemmtilega porti Hafnarhússins verður svo mikil stemning á Menningarnótt. Þar verður opið til kl. 23 og hægt að tylla sér niður og kaupa veitingar á vægu verði. Í boði fyrir alla fjölskylduna eru listsmiðjur og lifandi tónlist. Þá verður sýning í fjölnotasalnum á myndasögum, sem nemendur úr Vinnuskóla Reykjavíkur hafa gert í sumar. DAGSKRÁIN Í PORTINU ER SEM HÉR SEGIR: KL. 14.00 INNGERATSILER – GRÆNLENSKUR KÓR. KL. 16.30 Í FJÖLNOTASAL VERÐUR OPNUÐ SÝNING NEMENDA VINNUSKÓLANS Í REYKJAVÍK. KL. 17 OG 18 OPIN LISTSMIÐJA HUGLEIKS DAGSSONAR ÞAR SEM ALLIR GETA SPREYTT SIG Á MYNDASÖGUFORMINU. KL. 18.30-20.30 UNGIR TÓNLISTARMENN STÍGA Á STOKK: SOUNDSPELL, DAYSHINE OG DÚI. KL. 20.30-22 DJASSBANDIÐ NEKTAR. Stemning í Hafnarhúsinu Thelma Ásdísardóttir Stígamót taka í fyrsta sinn þátt í Menningarnótt í ár og bjóða upp á elskulega dagskrá á Hverfisgötu 155. Sérstök áhersla verður á sólarhliðarnar í samskiptum fólks og verður allt tal um ofbeldi og svik sem þrífast í skugga samfélagsins lagt til hliðar þennan daginn. Gestum gefst kostur á að lesa brot úr uppáhaldstextunum sínum, syngja eða segja frá eigin reynslu hvort sem hún er af ást, samkennd, kynlífi eða almennri hlýju. Góðir gestir hafa boðað komu sína til Stígamóta og mun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri mæta sem og Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona, Guðrún Ásmundsdóttir leikkona, Thelma Ásdísardóttir, Rósa Ólöf Svavarsdóttir skáldkona og fleiri. HÚSIÐ VERÐUR OPIÐ TIL 22.00. BOÐIÐ VERÐUR UPP Á SVALANDI DRYKKI OG SÆTINDI. HVERFISGATA 115. Sólarhliðar Stígamóta
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.