Fréttablaðið - 19.08.2006, Síða 52
10 | LISTAGÓÐ MENNINGARNÓTT 2006 |
Lækjargata 2a 101 Reykjavík sími 511-5001 opið 9.00 - 22.00 alla daga
Landsþekktir höfundar koma og lesa.
Einar Már Guðmundsson, kl. 16.00
Ævar Örn Jósepsson, kl. 17.00
Guðrún Eva Mínervudóttir, kl. 20.30
Menningarnótt í IÐU
Fáum spæjaramús í heimsókn Geronmino Stilton.
Einnig verða víkingar í IÐU
kl. 15.15 og kl. 17.15
kl. 14.00 til 14.30 og 15.00 til 15.30
Allar nýjustu
upplýsingar og
fréttirá ensku
á vefnum
reykjavik.com
og í blaðinu
Reykjavikmag
Dagskrá Menningarnætur í Þjóðminjasafninu við Suður-
götu er tileinkuð konum sem ekki eru alltaf mjög sýni-
legar. Dagskráin verður mest á blíðlegum nótum þótt
stöku tröllskessa stingi upp kollinum. Íslenskar konur,
huldar og aðrar sýnilegri, eru viðfangsefni dagsins í
leiðsögnum, söng og sögum sérfróðra um sýningar
safnsins.
Kl. 13 og 16 mun Hildigunnur Þráinsdóttir leikkona segja
sögur af tröllskessum, álfkonum og huldukonum. Kl. 14 og
17 mun Hrafnhildur Schram listfræðingur leiða gesti um
sýninguna Huldukonur í íslenskri myndlist í Bogasal. Kl. 15 og
20 verður Þorgerður Þorvaldsdóttir sagn- og kynjafræðingur
með leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins sem
nefnist Kvennafans. Kl. 13.30 og 16.30 flytur Bára Grímsdóttir
tónlistarmaður tónlist sem hæfir tilefninu. Kvikmyndin
Gilitrutt frá árinu 1957 verður sýnd í fyrirlestrarsal korteri
fyrir heila tímann frá kl. 14.45 til 19.45. Þar fá gestir einnig
tækifæri til að rækta skáldagáfu sína. Allan daginn er boðið
upp á ratleikinn: Hvar eru konurnar? Fyrir börn og fullorðna.
Sögukefli verður á Veggnum þar sem gestir sameinast um
að semja álfa- og tröllasögur. „Með gullband um sig miðja“
er sýning á íslenskum búningum og búningaskarti og núna
stendur yfir síðasta sýningarhelgin á sýningunni „Huldukonur
í íslenskri myndlist“. Kvenlegar dyggðir finnast í safnbúðinni
og í Kaffitári er boðið upp á ástríðukaffi. Aðgangur er ókeypis.
Safnið opnar kl 10, en dagskráin hefst kl. 13 og stendur óslitin
fram að lokun safnsins kl. 21.
UPPLÝSINGAR VEITA SIGRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR FAGSTJÓRI
SAFNFRÆÐSLU OG ARNDÍS ÁRNADÓTTIR VAKTSTJÓRI Í
SÍMA 530 2200.
Margslungnar meyjar
í Þjóðminjasafninu
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík stendur fyrir
útibíói á Menningarnótt frá kl. 22 til miðnættis. Þrjár íslenskar
stuttmyndir verða sýndar en myndunum verður varpað fjórum
sinnum á Héraðsdóm Reykjavíkur við Lækjartorg. Sú fyrsta
heitir Töframaðurinn eftir leikstjórann Reyni Lyngdal. Sú
mynd hlaut mikið lof gagnrýnenda þegar hún var frumsýnd
fyrr á árinu. Slavek the Shit er athyglisverð mynd eftir Grím
Hákonarson sem hann gerði þegar hann var við nám í kvik-
myndaskólanum FAMU í Prag. Myndin fjallar um almenning-
sklósettvörðinn Slavek og breytinguna sem verður á lífi hans
þegar ný kona tekur við klósettvörslu á kvennaklósettinu. Hér
er á ferðinni afskaplega falleg, fyndin og skemmtileg mynd.
Goodbye, Cruel World er eftir hálfíslenska kvikmyndagerðar-
manninn Vito Rocco en hann er búsettur í London. Goodbye,
Cruel World hefur aldrei komið fyrir sjónir Íslendinga áður.
Myndin segir frá ungum dreng sem tekst á við dauða besta
vinar síns, gamalmennisins Herra Carter, með óvenjulegum
og skemmtilegum hætti. Myndin hlaut aðalverðlaunin á
kvikmyndahátíðinni í Pifan í Kóreu, Emden í Þýskalandi og
á Kodak/BAFTA hátíðinni í London, auk þess sem hún hefur
verið tilnefnd til verðlauna á fjölda annarra hátíða. Hér er um
að ræða einstakt tækifæri til þess að sjá íslenskar stuttmyndir á
heimsmælikvarða, en engin þessara mynda hefur verið sýnd í
íslensku sjónvarpi né í almennum bíósýningum.
Útibíó á Lækjartorgi