Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 62

Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 62
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR16 Samskipti manna og dýra hafa allt frá fyrstu tíð heillað kvikmyndagerðarmenn og þegar best lætur er fjallað um þau í jákvæðu ljósi. Á seinni hluta tuttugustu aldar fór hins vegar að bera meir á kvikmyndum þar sem dýrin snúast af einhverjum ástæðum gegn mannskepnunni, en margir vilja rekja þá þróun til vaxandi umhverfisvitundar. Slíkar myndir flokkast oftast sem hryllingsmyndir, þar sem skilaboðin eru skýr: Ef þú atast í Móður náttúru er úti um þig. 1. Birds (1963). Óútskýranleg árásargirni hleypur í fugla um heim allan þar til enginn er óhultur, ekki einu sinni fyrir meinleysislegum kanarífuglum. Af mörgum talin vera með betri myndum leikstjórans Alfreds Hitchcock. Sérstaklega ógeðfellt atriði er þegar fiðurfénaðurinn ræðst gegn hópi saklausra skólabarna. 2. Jaws (1975). Morðóður hákarl gengur berserksgang við strendur Amnity Eyjar, á Nýja-Englandi, og étur allt og alla sem á vegi hans verður þar til bæjarfógetinn ræður niðurlög- um óargadýrsins. Jaws náði fyrst allra mynda 100.000 millj- óna dollara hagnaði og telst því vera fyrsti stórsmellurinn (blockbuster), en hún þótti svo ógnvekjandi að eftir sýningu hennar tæmdust bandarískar strendur. 3. Cujo (1983). Meinleysislegur Sankti Bernharðs-hundur fær hundaæði þegar hann er bitinn af leðurblöku og snýst gegn eigendum sínum. Myndin er byggð á sögu rithöfund- arins Stephens King, en þess má geta að blanda eggjahvítu og sykri var smurð á skolt hundsins svo að hann liti út fyrir að froðufella. Bragðið gafst ekki vel því hundurinn sem lék í myndinni sleikti hana í sífellu í burtu, þar sem honum þótti hún svo góð. 4. Arachnophobia (1990). Afrísk risakönguló, með smekk fyrir mannakjöti, er fyrir slysni flutt úr sínu náttúrulega umhverfi til bandarísks smábæjar, þar sem hún tekur að fjölga sér. Fyrr en varir er bærinn undirlagður af blóðþyrstum áttfætlingum. 5. Day of the Animals (1977). Umhverfisáróðurinn hefur sjaldan verið eins áberandi eins og í þessari mynd, þar sem göngugarpar berjast fyrir lífi sínu í skógi uppfullum af dýrum sem hafa orðið mannskæð í kjölfar umhverfisslyss. „Náttúran snýr vörn í sókn!“, var ein setning sem var látin lýsa myndinni. TOPP 5: DÝRAHROLLVEKJUR „Uppáhaldsstaðurinn er Vest- mannaeyjar í tuttugu stiga hita og sól. Ég er frá Eyjum og þar býr öll mín fjölskylda og vinir,“ segir Margrét Lára Við- arsdóttir knattspyrnukona og er þá spurð hvers hún sakni mest frá Eyjum. „Ég sakna náttúrulega fjölskyldunnar og þess að vera frjáls í Eyjum og geta labbað út um allt. Svo sakna ég Hásteinsvallar sárt og fjallanna í kring. Ég reyni að sjálfsögðu að fara alltaf á Þjóðhátíð,“ segir Margrét Lára. UPPÁHALDSSTAÐURINN Heima hjá fjölskyldunni Margrét Lára, knattspyrnukona sem spilar með Val, saknar Hásteinsvallar í Eyjum. ... að þegar breski heimspekingur- inn Jeremy Bentham dó árið 1832 gaf hann líkama sinn sjúkrahúsi Lundúnaborgar? Hann setti hins vegar það skilyrði fyrir gjöfinni að beinagrind hans og vaxmynd af andliti hans yrði viðstatt alla fundi stjórnar sjúkrahússins. Þessari hefð hefur verið viðhaldið í yfir 170 ár. ... að þegar rithöfundurinn Thomas Hardy lést árið 1928 var aska hans grafin í Westminster Abbey? Hins vegar stal köttur fjölskyldunnar hjarta hans. Þegar það fannst nokkru síðar var það jarðað í Stin- son á Englandi. ... að á Viktoríutímanum voru gestir kirkjugarðs New York borgar rukk- aðir um aðgangseyri og gátu fengið leiðsögn í gegnum garðinn? ... að í gæludýrakirkjugarðinum í Hanover Park í Illinois ríki í Banda- ríkjunum, geta eigendur gæludýr- anna fengið að láta jarða sig við hlið vina sinna? ... að í Hamilton grafhýsinu í Skotlandi er fimmtán sekúndna langt bergmál? Ein rödd getur því hljómað líkt og heill kór. ... að til eru margar skondnar setn- ingar á legsteinum? ... að á legsteini í Moultrie í Georg- íuríki stendur: „Hér liggur faðir 29 barna. Hann hefði getað átt fleiri en hafði ekki tíma til þess.“ ... að á legsteini Friðriks prins af Wales stendur: „Hér liggur Fred ... Sem lifði, og er nú dáinn, um það er ekki meira að segja.“ ... að á legsteini í Uniontown í Pennsylvaníuríki stendur: „Hér liggur líkami Johnathon Blake, sem steig á bensínið í stað bremsunn- ar.“ ... að á legsteini leikkonunnar Joan Hackett stendur: „Joan Hackett: 1934-1983. Farðu burt – ég er sofandi.“ ... að á legsteini í Oak Woods kirkjugarðinum í Chicago stendur: „Sko, ég var víst veikur.“ ... að á legsteini í Huddersfield kirkjugarðinum á Englandi stendur: „Hér liggur líkami Emily White, sem gaf stefnuljós til vinstri og beygði til hægri. ... að á legsteini í kirkjugarði í París stendur. „Eiginmaður: Ég bíð þín með óþreyju, 1827.“ „Eiginkona: Hér er ég, 1867.“ VISSIR ÞÚ... Jazzballett – Almenn braut Eigum nokkur pláss laus fyrir byrjendur og framhaldsnemendur. Innritun stendur yfir í síma 5813730. Einnig er hægt að nálgast umsóknir og frekari upplýsingar á vefnum www.jsb.is Nemendur athugið! Kennsla hefst 6. september samkvæmt stundarskrá. Stundaskrá verður birt á www.jsb.is 21.ágúst. D an sl is ta rs kó li JS B Kennslustaðir: ● Danslistarskólinn í Kópavogi, Íþróttahúsi Digraness. Almenn braut. ● Danslistarskólinn í Reykjavík, Lágmúla 9 og Laugardalshöll. Almenn braut og listdansbraut. Danslist Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • www.jsb.is E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› N† VÖRU- OG fiJÓNUSTUSKRÁ Á VISIR.IS/ALLT ... sem flig vantar í n‡ja húsnæ›i› N† VÖRU- OG fiJÓNUSTUSKRÁ Á VISIR.IS/ALLT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.