Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 63
LAUGARDAGUR 19. ágúst 2006
�������������
���������������
Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar
líkamlegu ástandi hlauparans sem
og aðstæðum við hlaupið. Illa
þjálfuðum einstaklingi sem
ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í
skemmri tíma en á 24 klukku-
stundum, gæti vissulega orðið það
um megn og hann fallið í yfirlið.
Þess eru þó fjölmörg dæmi að
hlauparar hafi hlaupið samtals í
24 klukkustundir og jafnvel leng-
ur án þess að hafa orðið meint af,
svo að svar við þessari spurningu
er ekki einhlítt.
Eldsneyti hlauparans
Langhlaup sem og aðrar úthalds-
íþróttir reyna verulega á líkam-
legt atgervi. Hlaupari þarf orku til
að knýja líkama sinn áfram, rétt
eins og bílar fá orku við að brenna
bensíni eða dísilolíu. „Eldsneyti“
hlauparans er fengið úr fæðunni
og það geymt í vefjum líkamans.
Orkan losnar úr læðingi við kerf-
isbundinn bruna viðkomandi efna
í frumum líkamans. Sá bruni ger-
ist fyrir tilstilli súrefnisins sem
við öndum að okkur í sífellu.
Þörf á viðbótarorku
Hæfni hlaupara til að stunda lang-
hlaup felst því að verulegu leyti í
því að geta framkvæmt slíkan
bruna stöðugt og á sem skjótast-
an hátt meðan á hlaupi stendur.
Vel þjálfaður langhlaupari hefur
þróað með sér líkamsbyggingu og
vöxt sem hámarkar þessa getu.
Þó eru því takmörk sett hversu
mikið eldsneyti mannslíkaminn
getur geymt, alveg eins og elds-
neytistankur í vélknúnum farar-
tækjum er takmarkaður. Margra
klukkustunda langhlaup kalla því
á viðbótarorkubirgðir meðan á
hlaupi stendur. Þess vegna er
mikilvægt að hlaupari innbyrði
næringu á borð við orkudrykki
eða auðmelta fæðu meðan á löngu
hlaupi stendur. Þar að auki þarf
hann nauðsynlega að drekka vatn
til að bæta fyrir vökvatap vegna
svita.
Maraþon og ofurmaraþon
Með réttri þjálfun, mataræði og
ástundun er því unnt að leggja
stund á langhlaup sem tekið geta
margar klukkustundir. Til marks
um slík hlaup eru maraþonhlaup
sem stunduð eru víða um heim af
fjöldamörgum áhugahlaupurum.
Maraþonhlaup er samtals 42,2 km
og getur tekið nokkrar klukku-
stundir (oft 3-6). Auk þess er tals-
vert um að fólk stundi svonefnd
ofurmaraþonhlaup, en svo nefnast
hlaup sem eru lengri en hefðbund-
in maraþonhlaup. Þekktasta hlaup
af því tagi hérlendis er Lauga-
vegshlaupið, þar sem hlaupið er
frá Landmannalaugum til Þórs-
merkur, um 55 km leið í fjalllendi.
Venjulega tekur slíkt hlaup um 5-
10 klukkustundir.
Enn lengri hlaup
Víða erlendis eru þekkt enn lengri
hlaup, þar með talin svonefnd 24
klukkustunda hlaup, þar sem kepp-
endur reyna að komast sem lengst á
þeim tíma. Önnur algeng ofurmara-
þonhlaup á erlendri grundu eru 100
km hlaup, 100 mílna hlaup, 48
klukkustunda hlaup, sex daga hlaup
og 1000 km hlaup, svo eitthvað sé
nefnt. Lengsta skráða keppnishlaup
í ofurmaraþoni er 1300 mílna (2092
km) hlaup sem haldið er á vegum
Sri Chinmoy-samtakanna í New
York á hverju ári, en einstaklingar
og hópar hlaupara hafa þreytt enn
lengri hlaup!
Ágúst Kvaran, prófessor í
efnafræði við HÍ og ofurhlaupari.
Er hafragrautur hollur?
Í fljótu bragði má svara spurn-ingunni hvort hafragrautur sé
hollur játandi. Helstu hráefni sem
notuð eru í hafragraut eru vatn,
sem er lífsnauðsynlegt næringar-
efni og haframjöl (eða hafraflög-
ur), sem er meðal annars upp-
spretta flókinna kolvetna og trefja,
auk ýmissa vítamína og steinefna.
Vatnsleysanlegar trefjar
Einn helsti kostur hafra er hversu
ríkir þeir eru af vatnsleysanleg-
um trefjum sem hafa margvísleg
heilnæm áhrif á líkamann. Meðal
annars stuðla þær að lækkun blóð-
kólesteróls, en mikið kólesteról í
blóði er einn af áhættuþáttum
hjarta- og æðasjúkdóma. Vatns-
leysanlegar trefjar virðast einnig
stuðla að lækkuðu blóðsykursvari
eftir máltíð og eru þannig taldar
geta átt þátt í að sporna við hinum
alvarlegu áhrifum sykursýki.
Salt í grautinn
Oft er bætt matarsalti í hafragraut,
en það er líklega helsti ókostur
hans út frá hollustusjónarmiðum.
Mikil saltneysla er talin stuðla að
háþrýstingi og bjúgmyndun ásamt
fleiri einkennum. Þessi ókostur er
þó léttvægur samanborið við áður-
nefnda kosti hafragrauts þar sem
saltmagnið er tiltölulega lítið í
flestum uppskriftum, en til að
hámarka hollustuna er auðvitað
hægt að sleppa því að bæta salti út
í grautinn eða nota minna magn.
Eins er hægt að nota heldur heilsu-
eða sjávarsalt sem inniheldur fleiri
steinefni en venjulegt matarsalt og
hefur minni neikvæð áhrif á blóð-
þrýsting.
Rúsínur og mjólk
Rúsínur eru stundum notaðar í
hafragraut og mjólk er yfirleitt
sett út á grautinn þegar hann er
framreiddur. Hvorttveggja eru
næringarrík matvæli og stuðla að
frekari hollustu grautsins. Það er
því rík ástæða til að mæla með
neyslu hafragrauts sem er ein-
faldur, hollur og ódýr matur.
Björn Sigurður Gunnarsson,
matvæla- og næringarfræðingur.
Ef maður hlypi stanslaust
í sólarhring myndi þá
líða yfir hann?
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast.
Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt
hefur verið við að undanförnu eru: Hvaða dýr valda mestum mannskaða með
beinum árásum ef frá eru talin skordýr? Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?
Hvernig dó Napóleon? Hvað er landafræði? Hvað er vitað um Paul Josef Goebbels
áróðursmálaráðherra ríkisstjórnar nasista? Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við
mannabústaði eða íbúðabyggð? Hægt er að lesa svör við þessum spurningum og
fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
OFURHLAUPARINN
Ágúst Kvaran í 100
kílómetra hlaupi í
Cleder í Frakklandi
árið 2001.
VARNARLIÐSSALA
GEYMSLUSVÆÐISINS
Sunnudaginn 20. ágúst kl. 15:00
verður hadið uppboð á ýmsum munum frá Varnarliðinu.
Öllum er heimil þátttaka
stólar - innrammaðar landslagsljósmyndir - sófar
stálskápar - gólfmottur - skrifborð - sjónvarpsskápar
kommóður - innrömmuð plagöt - speglar
ný rúm með innbyggðum skúffum
auk þess ýmislegt óvænt og spennandi
Greiðsla við hamarshögg
- tökum öll helstu kreditkort og beinharða peninga
Opið: Fimmtudaga: 12:00 - 21:00Föstudaga og laugardaga: 10:00 - 18:00Sunnudaga: 12:00 - 18:00
UPPBOÐ
Komið og gerið góð kaup
Varnarliðssalan Sigtúni 40
Meðal þess sem boðið verður upp er:
Margar gerðir af ónotuðum og lítið
notuðum stólum, fyrir stofnanir, stofuna,
skrifstofuna eða unglingaherbergið
Glæsileg rúm með innbyggðum skúffum,
tilvalin í unglinga- eða barnaherbergið
•
•
NÝKOMIÐ:
Nýjar vörur í hverri viku - alltaf eitthvað nýtt og spennandi
New school year 2006
Elementary schools in Reykjavik will begin on the 22nd of August, 2006.
Check your school’s website for more information regarding first school day for
2-10th graders and special welcome programs for 1st graders. Your school’s
website will also have schedules and lists of the supplies that must be
purchased before school begins.
You may also find information by calling the Reykjavik Department of
Education at 411-7007 or 411-7000 or on the website www.grunnskolar.is