Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 64

Fréttablaðið - 19.08.2006, Side 64
Þröstur hefur verið forstöðu-maður mötuneytisins í Haga- skóla frá því það byrjaði fyrir tveimur árum síðan og hlakkar til að byrja aftur í vinnunni eftir sum- arið. „Mér finnst þetta mjög gaman þrátt fyrir að oft sé dálítið agaleysi á krökkunum,“ segir Þröstur, sem segist ekki vera hrifinn af að skipu- leggja matseðil langt fram í tím- ann. „Ég skipti oft um skoðun ef á þarf að halda og ef ég er ekki nógu ánægður með hráefnið sem er í boði hverju sinni. Annars eru krakkarnir almennt duglegir að borða og spyrja oft mikið um mat- inn ef þeir þekkja hann ekki vel. Það er bara gaman að því og margir verða miklir vinir mínir.“ Þröstur beitir ýmsum aðferðum við að fá nemendur til að bragða á matnum og leyfir þeim jafnvel að smakka matinn í frímínútunum á undan ef þeir eru eitthvað efins. „Þá sleppa þau við að bíða í röðinni til einskis,“ segir hann og bætir því við að hann sé einnig gítarleikari og spili flestar helgar á böllum víðs vegar um landið. „Það kemur sér mjög vel því ég get notfært mér tónlistina til að ná til krakkanna,“ segir kokkurinn og popparinn Þröstur Harðarson í Hagaskóla. 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR36 Það er farið að styttast í að grunnskólar landsins hefji vetrarstarf sitt að nýju og undirbúningur kominn á lokastig. Ekki aðeins kennararnir þurfa að vera tilbúnir fyrir komu nemendanna, heldur einnig ýmsir aðrir sem vinna nú að undirbúningi. Ærinn undirbúningur fyrir skólastarfið TAKIÐ AF YKKUR SKÓNA Þorsteinn Stefánsson, húsvörður, hefur í nógu að snúast í Hlíða- skóla við að halda skólanum heilum og hreinum. HLAKKAR TIL AÐ BYRJA AFTUR Þröstur Harðarson, kokkur, leyfir nemendum oft að smakka matinn áður en matartíminn hefst svo þau séu ekki að bíða í röð í mötuneytinu að óþörfu. FRÁBÆRT STARF Áslaug Blöndal, ritari, er ánægð í starfi sínu þar sem hún er í daglegum samskiptum við fólk á öllum aldri. ÞARF VISSA TÆKNI Viðar Norðfjörð, gang- brautarvörður, stendur á horni Holtavegar og Langholtsvegar þar sem hann aðstoðar nemendur við að komast heilu og höldnu yfir göturnar. ÁSLAUG BLÖNDAL, RITARI MELASKÓLA: Gaman að vera í nálægð við börn Mér líst bara alveg rosalega vel á að hefja nýtt skólaár. Ég er mikið farin að hlakka til að fá krakkana í skólann,“ segir Áslaug, sem hefur það hlutverk að vera andlit og rödd skólans en öll skráning fer fram í gegnum ritar- ann. „Ég sé um bókhaldið, öll tengsl við kennara og aðra starfs- menn skólans, auk nemendanna og foreldra þeirra,“ bætir Áslaug við en henni finnst ofsalega fínt að vera í þessu starfi. „Þetta eru líka allt alveg meiriháttar fínir krakkar og ég er í miklum tengslum við þá. Til dæmis koma börnin til mín og bíða ef þau meiða sig. Þannig hef ég kynnst mörgum nemendum hér því þeir líta gjarnan við til að heilsa upp á mig eftir það. Það eru líka margir krakkar sem vinka mér yfir daginn með bros á vör þegar þeir labba hér framhjá.“ Áslaug segir Melaskóla vera mjög góðan vinnustað þar sem tíminn líði hratt, enda sé hún í tengslum við fólk á öllum aldri yfir daginn. „Mér finnst þetta alveg frábært starf og gaman að vera í nálægð við börn. Ekki spillir síðan fyrir að ég var sjálf í þess- um skóla.“ Þorsteinn er búinn að vera hús-vörður í Hlíðaskóla í eitt ár og líkar æðislega vel. „Það er fínt að vera með svona fínu fólki og fullt af frábærum krökkum allan dag- inn,“ segir Þorsteinn, sem sér um að sinna skólabyggingunni, sjá um viðhald og fleira. „Það verður að halda skólanum og lóðinni fínum. Ég sé um það ásamt skólaliðunum en þeir sinna krökkunum á daginn og ræsta skólann líka.“ Þorsteinn segir það voða mis- jafnt hvað krakkarnir séu snyrti- legir í skólanum. „Almennt eru krakkarnir alveg frábærir en inn á milli eru skemmd epli sem eyði- leggja út frá sér. Annars eru nem- endurnir oft miklir vinir mínir. Þeir eru alveg æðislegir og mér finnst það voða mikið atriði að vera ekki neitt upp á kant við þessi grey. Maður er nú bara að þjóna þeim, enda er þetta vinnu- staðurinn þeirra,“ segir Þorsteinn og bætir því við að allt sé á fullu núna við að gera skólann fínan áður en önnin byrjar. „Svo koma þessar elskur og þá verður allt að vera klárt.“ VIÐAR NORÐFJÖRÐ SIGURÐSSON, GANGBRAUTARVÖRÐUR Í LANGHOLTSSKÓLA: Allir þurfa að fara eftir reglum Viðar er búinn að vera gang-brautarvörður í tíu ár og er að hefja sinn ellefta vetur í starfinu. „Það svona skiptast á skin og skúrir í þessu starfi. Upphaflega ætlaði ég að nota hnefaaflið í þetta en síðan lærði ég að það þarf vissa tækni í þetta,“ segir Viðar. „Ég átt- aði mig síðan á því eftir fyrsta árið að það var ekki hægt að skella skuldinni á krakkana eingöngu þegar illa gekk og fór þá að líta mér nær. Eftir það hefur þetta gengið mun betur. Það eru náttúru- lega alltaf einhverjir krakkar sem eru erfiðir, eins og gengur,“ bætir hann við en Holtavegur og Lang- holtsvegur eru vinnusvæði Viðars. „Það eru ákveðnar leikreglur í samfélaginu og það eru alltaf ein- hverjir sem eiga erfitt með að fara eftir þeim. Það þarf ekki börn til. Ég segi oft við krakkana að það sé ekki ég sem búi til reglurnar heldur þurfi ég líka að fara eftir þeim. Annars verður maður að passa sig að vera ekki ruddalegur enda vinnst yfirleitt ekkert með því.“ Viðar segir andrúmsloftið svo- lítið mismunandi eftir því hvort hann hitti nemendurna inni á skólalóðinni eða á förnum vegi en þá sé mun léttara yfir þeim. „Það hafa verið miklar fram- kvæmdir við skólann í sumar, verið að taka í gegn og breyta kjallaranum, þannig að það er búið að vera mikið um að vera. Starfs- fólkið er núna í miklum undirbún- ingi enda byrjar kennslan á mið- vikudaginn þannig að við höfum ekkert ógurlega langan tíma. Hér hafa allir ærinn starfa fram að skólabyrjun,“ segir Viðar. ÞORSTEINN JÚLÍUS STEFÁNSSON, HÚSVÖRÐUR Í HLÍÐASKÓLA: Krakkarnir miklir vinir mínir ÞRÖSTUR HARÐARSON, FORSTÖÐUMAÐUR MÖTUNEYTIS HAGASKÓLA: Krakkarnir duglegir að borða

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.