Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 78
19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR50
menning@frettabladid.is
!
Jómfrúin slær ekkert af og nú er komið að
elleftu tónleikum sumarkonsertraðarinnar í
Lækjargötunni. Söngkonan Kristjana Stefáns-
dóttir flytur nýjar og gamlar söngperlur ásamt
kvartett saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar
í dag. Auk Sigurðar skipa kvartettinn þeir
Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson á kontrabassa og Einar Scheving
á trommur. Leikin verður tónlist af nýlega
útkomnum geisladiski hópsins, „Hvar er tungl-
ið“, en diskurinn hefur að geyma tónsmíðar
Sigurðar og ljóðskáldsins Aðalsteins Ásbergs
Sigurðssonar. Tónleikarnir hefjast klukkan 16
og fara jafnan fram utandyra enda er nú um
svo hugljúfar tónsmíðar að ræða að veður-
guðirnir hljóta að stilla sig. Ef í harðbakkann
slær mun hljómlistarfólkið þó flytja sig í skjól.
Þess má einnig geta að Kristjana og
Sigurður leika á Stofutónleikum Aðalsteins
Ásbergs í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 18.
KRISTJANA STEFÁNSDÓTTIR, SÖNGKONA Syngur á sumar-
tónleikum Jómfrúarinnar í Lækjargötunni.
Djass undir berum himni > Ekki missa af...
grasrótartónlistarmönnum og
vonarstjörnum framtíðarinnar
sem leika á Vegamótastíg í dag
milli 14-19.30. Tónlistarþróunar-
miðstöðin tjaldar því sem til er.
leikritunum Drekaskógi og
Afgöngum eftir Agnar Jón Egils-
son sem sýnd eru í Austurbæ.
Eitthvað fyrir alla fjölskylduna.
Berjadögum í Ólafsfirði. Eðal-
músík og einstakur félagsskapur
á fögrum stað. Svo er líka hægt
að týna ber þar.
Kl. 20:00
Páll Óskar og Monika halda
tónleika í Listasafni Einars
Jónssonar á Menningarnótt.
Tumi Magnússon og pólska lista-
konan Aleksandra Signer opna
sýningu í Listasafni ASÍ klukkan
15 í dag. Sýningin ber heitið
„Vídeó-innsetningar“ og ber
nafn með rentu. Tumi útskýrir
að á sýningunni séu verk þeirra;
innsetningar, vídeóverk og inn-
setningar sem eru vídeóverk, en
þetta er í fyrsta sinn sem þau
sýna saman.
„Við erum búin að þekkjast í
nokkur ár og höfum talað um að
sýna saman, nú er tækifærið og
þetta small saman,“ segir Tumi
og útskýrir að viss samhljómur
sé með verkum þeirra. „Það er
samt erfitt að segja, það er eitt-
hvað svipað í hugsuninni,
kannski húmorinn og einfald-
leikinn líka.“
Tumi og Signer vinna verkin
hvort í sínu lagi en þau eru sýnd
saman í Ásmundarsal og í Gryfj-
unni. Signer vinnur mest með
vídeóinnsetningar en mörg verk-
anna spegla pólitíska afstöðu
hennar. Verkin á sýningunni eru
unnin á árunum 1997-2006.
Tumi sýnir vídeóverk á fjór-
um skjám ásamt litlum tölvu-
unnum ljósmyndum en hann
hefur unnið talsvert með ljós-
mynda- vídeó og tölvutækni á
síðustu árum.
„Verkið mitt er fyrir fjóra
flatskjái en það er tekið úr bíl á
ferð – á fjórar tökuvélar sam-
tímis, í fjórar áttir. Þessar mynd-
ir eru síðan sýndar samtímis en
sjónarhornið er á sjóndeildar-
hringinn í fjarlægð.“
Í Arinstofu Listasafns ASÍ
verða ennfremur sýnd verk eftir
Gunnlaug Scheving, Jóhann
Briem og Jóhannes S. Kjarval,
en sýningarnar tvær standa til
10. september. - khh
TUMI MAGNÚSSON Opnar sýningu í Lista-
safni ASÍ á Menningarnótt.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
List fyrir fjóra flatskjái
Engu er til sparað í sextugs-
afmæli BM-Vallár sem býður
Menningarnæturgestum
upp á stórsöngvara og há-
punkta bestu ópera tónbók-
menntanna á einum fyrstu
óperutónleikum sem haldnir
eru utanhúss hér á landi.
„Hér eru samankomnir fimm ein-
söngvarar sem hver um sig myndi
standa auðveldlega undir heilu
prógrammi, og það yrði bravúr-
prógramm,“ segir Guðmundur Óli
Gunnarsson hljómsveitarstjóri
sem stýrir söngvurunum og Sin-
fóníuhljómsveit Norðurlands í
kvöld. Einsöngvararnir eru þau
Arndís Halla Ásgeirsdóttir, Ólafur
Kjartan Sigurðarson, Kristinn Sig-
mundsson, Kolbeinn Ketilsson og
Sigríður Aðalsteinsdóttir, sem eru
öll í sérflokki íslenskra söngvara.
„Það er stór hópur íslenskra
söngvara sem er alveg í fremstu
röð, og þessir eru allir í þeim
flokki,“ segir Guðmundur Óli sem
bætir við að það sjáist vel á því að
fjórir þessara fimm söngvara
sinna vinnu sinni í útlöndum.
Tónleikarnir eru haldnir á
Miklatúni og segir Guðmundur Óli
að tónlistin falli vel að staðnum.
„Á efnisskránni eru tómir hápunkt-
ar og hefði maður gjarnan viljað
hafa efnisskrána lengri, en á svona
útitónleikum er ekki hægt að
teygja lopann endalaust,“ segir
Guðmundur Óli sem fékk aðstoð
frá Jónasi Ingimundarsyni píanó-
leikara við að útbúa efnisskránna.
Fluttir verða þættir úr vinsælustu
óperum tónbókmenntanna og von-
ast Guðmundur Óli til að þeim til
heiðurs skarti Reykjavík sínu feg-
ursta á fallegu sumarkvöldi.
„Reyndar sýnist mér á öllu að það
verði skýjað og rigni kannski tíu
til fimmtán dropum um hádegið,“
segir Guðmundur Óli og hlær.
Tilefnið er sögulegt, hvort sem
rignir eða ekki, því útitónleikar
eru ekki haldnir á hverjum degi
hér á landi. „Eftir því sem við
vitum best er þetta í fyrsta sinn
sem óperutónleikar með hljóm-
sveit eru haldnir utandyra á
Íslandi og það er gaman að fá að
taka þátt í því,“ segir hann. Guð-
mundur Óli óttast ekki að kvöld-
kuldinn eigi eftir að ná til hljóð-
færaleikara og söngvara enda
verður komið fyrir öflugri lýsingu
á sviðinu sem hann vonast til að
haldi á listamönnunum hita. „Aðal-
lega held ég að fólk leggi áherslu á
að halda lipurð fingranna gang-
andi. Ætli verði ekki nokkur pör af
grifflum á sviðinu, ég held það
nú,“ bætir hann við. Guðmundur
Óli óttast heldur ekki að sér verði
kalt og ætlar að klæða sig eins og
venjan er innanhúss. „Ég verð
bara í mínum kjólfötum eins og
venjulega enda er ég eini maður-
inn á sviðinu sem fær að hreyfa
sig almennilega.“
Sviðið er á Miklatúni og stend-
ur eins og svið Sigur Rósar á tón-
leikum sveitarinnar á túninu fyrir
skemmstu. Tónleikarnir hefjast
klukkan tuttugu í kvöld og eru í
boði BM-Vallár á sextíu ára afmæli
fyrirtækisins.
annat@frettabladid.is
Fimmfaldir bravúr-
tónleikar á Miklatúni
GUÐMUNDUR ÓLI GUNNARSSON HLJÓMSVEITARSTJÓRI Verið var að undirbúa sviðið á
Miklatúni þegar ljósmyndari Fréttablaðsins náði Guðmundi Óla en hann leiðir Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands og fimm söngvara í sérflokki á tónleikunum í kvöld.
FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN
MIKLATÚN SKARTAR SÍNU FEGURSTA
Efnisskrá tónleikanna er einstök og er þar
einungis að finna hápunkta úr vinsælustu
óperum tónbókmenntanna.