Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 82

Fréttablaðið - 19.08.2006, Qupperneq 82
 19. ágúst 2006 LAUGARDAGUR54 utlit@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > ÁLFRÚN FER YFIR MÁLIN Það lenda allir í því einhvern tímann á ævinni að fara í eitthvað sem þeir skammast sín fyrir eða líður illa í. Of þröngar gallabuxur eða fleginn bolur getur vakið upp þessar kenndir meðal stúlkna. Ég hef oft klætt mig á morgnana, farið í vinnuna og átt svo enga ósk heitari en að fara heim og skipta um klæðnað þegar líður á daginn. Þetta hefur áhrif á skapið og þar af leiðandi útgeislunina sem gjörsamlega er í núlli þegar fatnaðurinn sem maður klæðist er ekki í takt við innri líðan. Ljót föt eða skrítnar litasamsetningar geta nefnilega orðið ein- kennilega flott ef manni líður vel í fötunum. Og öfugt, flott föt verða ljót ef manni líður illa eða er í vondu skapi. Einnig getur maður greint líðan manna eftir fatnaði. Það er svipað og með veðrið. Ef ég er í vondu skapi fer ég oftast í eitthvað svart og vítt og það sama gildir ef veðrið úti er grátt og hryssingslegt. Ef sólin skín og ég vakna með bros á vör þá verða sumarkjólarnir og litríku fötin fyrir valinu. Ég hef alltaf prísað mig sæla yfir því að vera ekki í vinnu sem krefst einkennisklæðnaðar. Ég vann reyndar á mínum unglingsárum í sjoppu nokkurri þar sem við þurftum að klæðast bolum með merki sjoppunnar á brjóstinu. Bolirnir voru náttúrulega bara til í risastærð- um þannig að ég hreinlega hvarf ofan í bolinn, leit út eins og dvergur fyrir aftan afgreiðsluborðið í stutterma bol niður á hné. Ekki boðlegt, og var ég því ávallt með afsakanir til þess að þurfa ekki að klæðast þessum viðurstyggilegu bolum. Fórnaði frekar mínum eigin fatnaði undir íssósur og tómatsósu til að vera smart við þjónustustörfin. Bol- irnir voru ein aðalástæða þess að ég sagði upp starfi mínu í sjoppunni eftir stutta viðveru enda var ég alls ekki með bros á vör í risastórum karlmannsstuttermabol. Fötin endurspegla veðrið og innri líðan Spáir þú mikið í tískuna? Ég get ekki sagt að ég spái mikið í tískuna en ég hugsa auðvitað um hverju ég klæðist og reyni að vera ekki eins og niðursetn- ingur til fara. Annars ræðst fatasmekkur minn mikið af því hvað Simmi tískuráð- gjafi minn gefur grænt ljós á. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Hann er mjög fjölbreyttur held ég. Núna í seinni tíð, eftir að ég byrjaði að stunda líkamsrækt, hef ég klæðst þröngu í æ meiri mæli. Enda býður líkamlegt atgervi mitt upp á það. Uppáhaldshönnuðir og/eða fata- merki? Þú gætir alveg eins spurt mig um uppáhalds skautadansarann minn eða uppáhalds krulluleikmanninn. Ég veit ekkert um þetta. Flottustu litirnir? Ég er það lánsamur að líta vel út í nánast hvaða lit sem er. Þó eru gulur og ljósdrappaður undan- tekningar hvað það varðar en ég er eins og liðið lík í þessum litum. Hverju ertu veikastur fyrir? Þröngum buxum. Hvaða flík keyptir þú þér síðast? Ég var að koma frá útlöndum og keypti mér svona 36 peysur og eitt stykki buxur. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Allt sem er þröngt. Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir haustið? Ætli ég fái mér ekki bara enn einar þröngu buxurnar. Uppáhaldsverslun? Ég get ekki gert upp á milli Sautján og Spúútnik hér á landi. Sem Íslendingur og gyðingur þá missi ég mig auðvitað alltaf í H&M þegar ég kemst út fyrir landsteinana. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Um það bil 10-15 þúsund að meðaltali held ég. Einu sinni keypti ég mér alltaf föt bara einu sinni á ári og þá ógeðslega mikið í einu. Nú er ég farinn að reyna að velja betur og dreifa þessu yfir árið. Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Ég get auðvitað ekki verið án þröngra buxna en ég er búinn að tala svo ógeðslega mikið um þær. Ég á hneppta peysu sem ég keypti í H&M fyrir nokkrum dögum og ég held ég geti ekki verið án hennar. Uppáhaldsflík? Það er leðurjakki sem ég á sem stenst alla tískustrauma. Afi minn átti hann og gaf mér hann þegar ég var í heimsókn hjá honum vorið 2003. Um viku seinna laust eldingu niður í húsið hans og allt dótið var hreinsað út. Ef ég hefði ekki verið búinn að ná í jakkann þá hefði honum líklegast verið hent. Þetta er góð saga. Hvert myndir þú fara í verslun- arferð? Þar sem Birgir Haralds vinur minn talar varla um annað en New York þá yrði ég að prófa að fara þangað. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér? Ég keypti mér hvorki smellubuxur né buxur með tveimur röndum eftir hliðinni. Ef ég hefði gert það hefði ég sennilega sagt hinar síðarnefndu verstu kaupin. SMEKKURINN SÓLMUNDUR HÓLM SÓLMUNDARSSON, VIÐSKIPTAFRÆÐINEMI OG BLAÐAMAÐUR Þröngar buxur og Simmi tískuráðgjafi ómissandi > Mælum með ... Marc Newson-línunni í G Star- búðinni. Tilraunakennd snið og lit- rík munstur einkenna þessa flottu línu fyrir bæði kynin. Eitthvað sem vert er að skoða nánar. Loksins er einn besti tími tísk-unnar genginn í garð, haust-ið. Á þessu tímabili gerist mikið í tískuheiminum. Haustið er uppspretta tískubólanna og „trenda“ komandi árs. Nú er rómantíkin og hippastíll- inn sem réðu ríkjum fyrir ári horf- in á braut og tíundi áratugur- inn er farinn að segja til sín, ótrúlegt en satt. Axla- púðarnir, beinar línur í fatnaði og hið svo kallaða vansnið er komið aftur. Sixt- ís-stílinn með stuttpilsum og stuttum víðum kjólum er áberandi núna ásamt köflóttum efnum og jakkafata („tailored“) tísku fyrir kvenmenn með smókingjökkum og víðum skálmum. Buxurnar og pilsin eru með hærra mitti og kvenlegri snið og axlabönd eru mjög vinsæl um þessar mundir. Blöðrusnið og ýkt smáatriði í fötum er áberandi. Druslutískan, eins og spekingar vilja kalla hana, er komin aftur með risastór- um pelsum og dýramunstri í fatn- aði og fylgihlutum. Það eru því margar skemmti- legar nýjungar sem haustið býður upp á þannig að tískufólk getur tekið gleði sína á ný eftir viðburða- lítið sumar. alfrun@frettabladid.is Kvenleg fágun og beinar línur 9. HVER VINNUR. FRUMSÝND 18. ÁGÚST SENDU SMS SKEYTIÐ JA FLW Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UN NIÐ! VINNINGAR ERU: BÍÓMIÐAR FYRIR TVO • DVD MYNDIR VARNINGUR TENGDUR MYNDINNI OG MARGT FLEIRA V in n in ga r ve rð a af h en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t er tu k om in n í S M S kl ú bb . 99 k r/ sk ey ti ð. SONIA RYKIEL Svart verður ennþá sterkur vetrarlitur og hér er flottar jakkafatabuxur. KÖFLÓTT Diane Von Furstenberg var með mikið köflótt í sýningu sinni og því köflótt að komast aftur í tísku eftir að hafa horfið í stuttan tíma. HÁTT MITTI Kvenlegar línur eru í fyrsta sæti á komandi ári og hátt mitti undirstrikar kvenleikann. AXLABÖND Flottar buxur frá Marc Jacobs með axlaböndum og víðum skálmum. STÓR OG ÝKT Blöðrusnið í kápum, kjól- um og pilsum eru nýjasta „trendið“. Þessi bleika kápa er frá Chanel. „GOTHIC“ Drunglegar flíkur með jakkafatasniði og flottum mjúkum efnum frá Ann Demeul- emeester. DRUSLUTÍSKA „Cheap and chic“ er yfirskriftin yfir þessa tískubylgju en henni fylgir gull, silfur, pelsar og háir hælar. TIGERPRINT Bolir með hlé- barðamunstri í öllum litum koma sterkir inn í haustið. DÝRAMUNSTUR Verður áberandi í fylgihlutum næsta vetur sem og reimaðir ökklaskór eins og þessir frá Chloe.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.